Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 25
BJAHMI 249 vera óskert eign hinnar evangelisk- iútersku kirkju á íslandi, og skal ávalt auka hann með hálfum árs- vöxtum hans og væntanlegum gjöf- um, en hinum helmingnum öllum skal jafnan varið til prestslauna og eftirlauna við einstakar evangeliskar kirkjur, fyrst og fremst á þeim kirkjustöðum, sem fyr eru nefndir, en siðar, er sjóðurinn vex og verður fær um meira, á þeim gömlu kirUju- stöðum, sem yfirstjórn sjóðsins ákveður. Ef kirkja og riki yrði aðskilin, skal sjóður þessi eðlilega vera eign evangelisk-Iútersku fríkirkjunnar á íslandi. Með þessum skilyrðum biö jeg yður um að leggja fjeð i Söfnunarsjóðinn. Jeg legg hjer með andvirðið fyrir viðskiflabók við sjóðinn. Eins og kunnugt er á Strandar- kirkja nóg fje til þess, að henni sje haldið í ágætu standi, og mætti ef til vill verja nokkru at' því til þess, að sjá henni fyrir eigin presti. Til skamms tíma hefir sjerstakur prestur þjónað henni, en nú virðist of lilill áhugi á því, að útvega henni sinn eiginn prest aftur. Það er þó hið fyrsta, sem kirkja þessi og söfnuður hennar þarfnast. Kirkjan getur ekki notið sin, ef hún fær eigi nægar guðs- þjónustur. Strandarkirkja er lika svo ástfólgin landsmönnum, að þeir munu flestir, er þeir íhuga þetta mál, óska þess, að hún eignist sinn eiginn prest; það gæti oiðið til hinna mestu fram- fara fyrir hinn litla söfnuð hennar i Selvogi. Allir sem eru kunnugir sögu íslands og hag landsmanna, vita hvi- lik hamingja það hefir verið fyrir hvern söfnuð að eiga verulega góðan prest. Jeg imynda mjer að allir kristnir menn á íslandi muni vera sammála um þetta, og þeir muni fúsir til að bæta úr þessari þörf Strandarkirkju með áheitum sín- um. Hin besta trygging fyrir þvi, að Strandarkirkja eignist svo góðan prest, sem kostur er á í hvert sinn, er sú, að fela kosningu hans á hendur þeim niu mönnum, sem hjer eru nefndir, og mun eigi þurfa að efa, að þeir vilji gera það fyrir Strandar- kirkju. Þess má líka vænta, er stundir líða fram, að þessi »PrestaIaunasjóður Strandarkirkju« geti orðið svo efn- aður, að hann megni meira en að launa prestinn að Strandarkirkju. Liggur þá næst, úr því hagur kirkj- unnar er góður, að sjóður þessi styddi að því, að hin fornu biskups- setur íslands og alþingisstaðurinn gamli eignist sinn eiginn prest aftur, og hann sem bestan, ef þau kynnu að hafa eignast prest áður. Pað er eigi minkunnarlaust fyrir þjóðina, að hin fornu biskupssetur skuli nú vera annexíur í öðrum prestaköllum. Pau þurfa að eiga sinn eiginn prest og eins Pingvellir; gæti það orðið til hinnar mestu blessunar fyiir land og lýð, ef embætti þessi væru jafnan skipuð góðum kenni- mönnum, er verðu tómstundum sfn- um til þess að semja eða þýða á ís- lensku góðar bækur til eflingar kristni og siðgæði, og væru sjálfir öðrum til fyrirmyndar og styrktar. Brauða-samsteypan mikla 1907 hefir að ýmsu leyti verið mjög óheillavænleg fyrir þjóð vora. Má ráða allmikla bót á því með áheit- um á Slrandarkirkju, og með því að útvega nokkrum meikum kirkjum i hverjum fjórðungi landsins sjerstaka presta, skipaða eftir verðleikum. Gnð blessi og styrki hina litlu, fámennu islensku þjóð, og gefi að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.