Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 26
250 B J A R M 1 hún megi vaxa í kristilegum kær- leika og staðfestu í öllu góðu. Með kærri kveðju og bestu óskum. Yðar einlægur Bogi Th. Melsted. Kaupm.höfn, 6. sept. 1928. Viðból ritsljórans. — Hvernig líst hin- um mörgu áheita-mönnum Strandarkirkju á þetta? Hvort vilja peir nú heldur »heita á sandinno, eöa rjettara sagt: sand- græösluna umhverfls Strandarkirkju, eöa á »Prestalaunasjóð« þenna, sem á aö reyna aö búa svo um í Söfnunarsjóðnum að Alþingi taki hann aldrei til jarðabóta? Eru það ekki fleiri en ritstj. Bjarma, sem viröist aö magister Bogi Melsted hafl stigið hjer gott spor að fleiru en einu leyti? Prestar vorir eru yflrleitt svo settir efnalega, aö þeim er enginn kostur að verja öllum tima sínum við andleg störf og vísindaiðkanir ókleyfar. En hjer er bent á ráð til að islensk kirkja fái smám saman tækifæri til að veita góð laun fáeinum góðum prestum, án þess að verkahringur þeirra sje svo stór, að litill tími verði afgangs til bóklegra iðk- ana og gagnlegra utanferða. Ekki væri það óliklegt að einhverjum kæmi i hug að stofna samskonar »Presta- launasjóð« handa a. m. k. Hóla- og Skál- holts-kirkju. Væri t. d. þeim, sem þetta ritar, harla kært að mega vera i hóp þeirra Skagfirðinga, sem vildu stofna slíkan sjóð fyrir Hóla-kirkju. Pví að aldrei hefi jeg verið beðinn að flytja jafn rauna- lega tilkynningu frá prjedikunarstól eins og þá: »Pað verður ekki messað hjer í Hóla-kirkju fyr en að 7 vikum liðnum«. En svo fer, og þaðan af ver, í samsteypu- brauöunum, ef ein kirkja fær messugerð 2 sunnudaga i röð. Mjer flnst óþarfl að kenna slíkar gjafir við áheit. Sumum finst að þeim hjátrúar- bragð, og öðrum óþarfi að »versla svo við lán á þræði grönnum«, sje þarft fyrir- tæki fjárvana. En þar sem »Prestalaunasjóður Strandarkirkju« er nú stofnaöur, verða þeir, sem senda þeirri kirkju gjafir, að taka fram, hvort gjafir þeirra eigi að renna í hann eða i gamla sjóð kirkj- unnar, sem rikið hefir tekið i sinar hendur. Bjarmi tekur ekki á móti neinum öðr- um gjöfum til Strandarkirkju framvegis, en þeim sem eiga að renna í »Presta- launasjóð« hennar. En er mjög fús til að greiöa fyrir þeim, og bætir þegar 5 kr. við hann austan úr Skaftafellssýslu. Ferflaminningar rltstj. - Framh. frá bls. 232. safnið« bauð í það 10 þús. mörk, en treysti sjer ekki, vegna fjárskorls, að bjóða bærra. t*á hjeldu aðrir áfram, og loks hrepti umboðsmaður Pierponts Morgan, auðmanns í Banda- rikjunum, brjefið fyrir 125 þús. mörk (þá jafnt og 112 þús. fsl. kr.). — Nokkru siðar hitti Morgan keisara Þjóðverja og gaf bonum brjefið, en hann gaf það aftur Lútbers-búsinu. — En þar sem jafn gömul brjef Lútbers eru þarna í tuga, ef ekki hundraða tali, má nærri geta að safnið alt er ótrúlega mikils virði. — í »bibliu-sa)num« eru ekki að eins Nýja testamentis þýðing Lúthers frá 1522 og bibliuþýðing frá 1534, heldur og 15 eldri bibliuþýðingar þýskar. — Þá eru í einu herberginu ýmsar útgáfur af öllum bókum Lút- bers, og mun flesta furða á að hann skyldi fá tómstundir til að rita önnur eins fádæmi. í herberginu, sem gestirnir skoða oftast siðast, er eiginlega ekkert »safn«. Það er dagslofa fjölskyldu Lúthers, gamla borðið, bekkirnir, stólarnir og ofninn, alt með sömu ummerkjum og á dögum Lúthers. Jeg minnist ekki að bafa sjeð trjególf jafn slitið og þar. — í Búdapest sá jeg á höfuð- stöðvum lúterskrar kirkju þess lands »Lúthers-herbergi«, þar sem sjá mátti eftirlikingar þessara húsgagna, og auk þess af rúmi Lúthers og ýmsra muna úr búi hans. — En það var alt nýlegt og ekki nema svipur bjá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.