Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 27
BJAKMI 251 sjón, er jeg stóð í stofu Lúthers sjálfs í WitteDberg. Við höfðam hvorki næði nje tima til að nema þar verulega staðar. — Ed samt skildist mjer á eftir betur en i'lla þessi frásögo gæslumanns safosÍDs: »Paö er siður ininn, áður cn jeg loka safninu«, skrifaði hann i ril, sem hann fjekk mjer, »að Hta eftir hvort enginn gestanna hafi orðið eftir inni, — og þá kemur það oft fyrir að jeg hitti einn eða fleiri á knján- um við borð Lúthers i dagstofunni, þeir eru þar að Iofa Guð fyrir, að hann skyldi gefa kristninni annan eins mann og Lúther var«. Fimm önnur merk hús í Witten- berg skoða feiðamenn, ef tími vinst til. Þau eru ráðhúsið fyrnefnda, Melanktons-húsið (er engan saman- burð þolir þó við Lúthers-húsið), sóknai kii kjan, fyrrum kaþólsk Maríu- kirkja frá 12. öld, og »Cranachs- húsið«, þar sem Cranach, »málari siðbótarinnar«, bjó á dögum Lúthers. Elsli hluti þess er í meira lagi hrör- legur. — En þó er enn ótalið það húsið, sem flestum mun þykja lang- tilkomumest, sem sje Hallarkirkjan fræga, er Friðrik vitri Ijet reisa árin 1493-1499. Hann safnaði til hennar yfir 5000 »helgum dómum«, svo að hún varð brátt kunn um land alt, en þó varð hróður hennar ólikt meiri, er setningar og ræður Lúthers komu þar í stað »helgu dómanna«. Tvisvar hefir skolhrið valdið þar eldsvoða, í »sjö ára ófriðnum« (1760) og í »frelsisstriðinu« árið 1813. Urðu endurhæturnar ekki sem skyldi, uns keisarar Þjóöverja Ijetu (árin 1885 — 92) færa hana á rikis kostnað i þann bÚDÍng, sem hún ber mí; og er hann í alla staði hinn piýðilegasti. »Lítið á turninn«, segir leiðsögu- maðurinná kippkorn frá kirkjunni. Er þar letrað með mannhæðar háum stöfum upphaf Lúthers-sálmsios: »Vor Guð er borg á bjargi traust«. — Við förum ekki um aðal-dyrnar, heldur opnar leiðsögumaður járn- grindur sterkar við hlið kirkjunnar og blasir þá við »greina hurðin« fræga. Er það bronse-burð mikil, þar sem á eru steyptar allar 95 greinar Lúthers. Ljet Friðrik Vil- bjálmur IV. gera þá hurð eftir gömlu hurðinni árið 1858. — Þegar inn fyrir hana er komið, blasir svo margt við að erfitt er að lýsa í stuttri grein. Kirkjan er 55 metra löng og 34 metra há, með gotnesk- um hvelfingum. Undir prjedikunar- stól er legstaður Lúthers, og Melank- tons rjett andspænis; viðhafnarlausir lágir steinar eru á leiðum þeirra. Við altarið eru veglegir legstaðir kjörfurstanna Friðriks vitra og Jó- hanns staðfasta. En auk þeirra eru i kirkjunni legstaðir 91 stórmennis frá siðbótaitimanum og nöfn þeirra allra á veggjum kirkjunnar. Altarið er í gotneskum stíl úr frönskum kalksandsteini, og í kór eru hægra megin veglegir stólar keisarahjón- anna, en vinstra megin 24 stólar fursta og »frístaða« evangeliskra, prýddir skjaldarmerkjum þeirra og ýmsu skrauti. í þrem miklum glugg- um á stafni má lita krossfestinguna, upprisuna og gjöf ar/dans. Ea i hin- um gluggunum öllum eru máluð skjaldarmerki þýskra borga, er fyrstar tóku evangeliska trú, — þær eru alls 198. — Þá eru bak við aðalstóla- raðir 10 kalksteins-súlur, og á 9 þeirra eru likneski Lúthers og 8 starfsbræðra hans við siðabótina, öll i fullri stærð, en á 10. súIuddí er prjedikuDarstóllinD. — Fram við aðaldyr er likneski Friðriks keisara III., er bærinn Wittenberg reisti hon- um 1894, i þakklætisskyni fyrir hvað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.