Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1928, Side 30

Bjarmi - 01.11.1928, Side 30
254 B J ARMI Úr blöðum frú Ingunnar. María Loulse Dahl, segir frá. Niðurl. _____ Árangurslaust reyndi jeg að knýja fram heilbrigði mfna með bæn til Guðs. Jeg fann það, að hann vildi ekki bænheyra mig, jeg átti að deyja. Jeg var nærri þvi farin að örvænta, og nú skildist mjer, að »helvíti er þar, sem Guð er ekki«, en einhvern tíma heyrði jeg það. Mjer virtist tek- ið fyrir alt samband milli min og Guðs. — Guð var mjer horfinn, jeg bað út i bláinn, angist og samvisku- bit kvaldi mig, jeg þorði ekki einu sinni að trúa þvi, að Jesús Kristur hefði afmáð alla mina synd. Þjáning min var ógurleg og mjer ofvaxin. Þú getur gert þjer í hugar- lund ástand sálar minnar þessa dag- ana. í mörg ár hafði jeg staðið i nánu bænarsambandi við Guð, en nú var hann mjer alt i einu horfinn, — ó, hvílikar næturl Dannig var mjer innanbrjósts í heilan mánuð. Það var einmitt þegar þú varst veikur og gast ekki heitn- sókt mig. Ef þú hefðir komið til mín um það leyti, hefði jeg tæplega getað leynt þig öllu þessu. Jeg var þvi eiginlega fegin, að þú skyldir ekki koma, enda þótt erfitt væri að bera byrðina einsömul. Jeg vissi, að ef jeg segði þjer frá því, sem raskaði sálarjafnvægi mínu, þá myndir þú taka þessar hugsanir til yfirvegunar, og jeg var hrædd um að þær kynnu jafnvel að raska sálarfrið þínum. — En þú hafðir nóg að bera, þó það bættist ekki við. — Yfirlæknirinn hlýtur að hafa rent grun í, að eitthvað amaði að mjer, því dag nokkurn, er hann var inni í stofunni, þar sem jeg lá, tók hann í hendina á mjer á sinn vin- gjarnlega hátt og sagði: »Þjer verðið að minnast þess, að Guð er kœrleikur, kæra frú 1« Jeg gat engu svarað, en mjer vökn- aði um augu. Hann stóð kyr í sömu sporum, strauk hendi mfna og sagði aftur og aftur: »Gud er kœrleikur, munið það, og þá mun hann hjálpa yður«. Orð yfirlæknisins höfðu engin áhrif á mig í bili. Jeg þóttist ekki geta orðið vör við kærleika Guðs, en orð hans hljómuðu mjer þó alt af fyrir eyrum. — Annan hvítasunnudag fór jeg í kirkju og heyrði prestinn leggja út af textanum í Jóhannesar-guðspjalli 3., 16, um kærleika Guðs til okkar, svo að hann gaf sinn eingetinn son fyrir okkur. Ræðan var góð, en þó kom hún lítið við hjartað í mjer. Jeg var mjög hrygg yfir því, hve Guðs orð hafði lítil áhrif á mig, svo jeg hneigði höfuðið og bað innilega Guð að hjálpa mjer. AUur hugur minn fylgdi bæninni og jeg bað hann um að gera það eitt við mig, sem hann vildi, og sem væri honum til dýrðar. Þegar jeg leit upp aftur, varð mjer litið á Kalcho, verkfræðinginn, sem jeg hefi minst á við þig, og alt í einu var sem öllum þunga væri lyft af mjer, því mjer fanst sem jeg sæi kærleika Guðs ljóslifandi í mynd hans. Jeg hefi ekki hugmynd um það„ sem presturinn sagði eftir þetta, en guðsþjónustan var yndisleg. Dásam- legur söngur vaknaði í sálu minni og innileg gleði gagntók mig alla. Jeg starði frá mjer numin á þenna gamla mann, svipmikla en hrukkótta andlitið hans, þar sem lífið hafði rist svo margar furðanlegar rúnir„ og er jeg leit í augu hans, sá jeg að þar bjó innilegur friður, sem að eins.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.