Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 31
B J A.RMI 255 býr hjá þeim mönnum, sem hafa gefið sig alveg Guði á vald. Mjer var kunnugt um æiiferil hans. Kona hans var dáin fyrir mörgum árum síðan úr berklum, og tvö upp- komin börn hafði hann mist úr hin- um sama hræðilega sjúkdómi. Einn sonur hans var i fangelsi fyrir bankaþjófnað, en yngsti sonur hans var nýfarinn til Kína sem kristniboði. — Hann var aleinn eftir, gamli mað- urinn, einmana og fátækur. — Og þó var hann eins og sýnilegt tákn þess, að Gað er kœrleikur. Það mátti hæglega sjá það á hon- um, að Guð hafði læknað hann af allri sorg og öllum sársauka, og gefið honnm auðæfi, sem voru meira virði en öll gæði veraldarinnar. Jeg las margt fleira út úr svip gamla verkfræðingsins. Guð taiaði við mig. Jeg varð snortin af máttugri hendi Guðs og visku. Öllu snýr hann til góðs fyrir þeim, sem hann elska, og mjer skildist að hann getur rakið alla þræði frá manni og til manns, og mótað þannig hugarfar mannsins, að hann verði gullker honum til dýrðar. — En hve jeg þakkaði Guði og bað hann um að láta mig verða til ein- hverrar blessunar áður en jeg dæi. — Það eitt hrygði mig, að jeg gat ekki gert neitt fyrir Kalcho, gamla verkfræðinginn, því jeg þekti hann svo litið. En jeg bað fyrir honum og sonum hans. — Viltu ekki halda áfram að biðja fyrir þeim, þegar jeg er farin? Þú getur ekki imyndað þjer hvílík sæia það var, að komast aftur í bæna- samband við Guð. Jeg eygði aftur kross Krists og fjekk dýpri'skilning á kærleika hans. Jeg skildi nú fyrst, hve þjáning hans hlýtur að hafa verið uiikil, er Guð vjek frá honum á krossinum, vegna synda okkar. Jeg. var nýbúin að reyna nokkuð svipað. Jeg kraup við kross Krists og inn- tak bænar minnar og hugsunar vart »Þökk, verði þinn vilji, þökk«. — Þetta var dásamlegur hvitasunnu- dagur. Jeg hvildi mig eftir alt mitt hugarstrið. Nú þorði jeg að treysla þvi aftur, að þótt jeg hefði syndgað, þá gæti Guð þó fyrirgefið mjer af kærleika sinum. Sijnd min var einnig afplánuð á krossinum. Jeg þorði að treysta þvi, að kær- leikur Guðs, viska og máttur væri svo mikill, að hann gæti snúið öllu á betra veg fyrir okkur, ef við að» eins vildum leyfa honum það. Jeg íjekk nýjan skilning á biblí- unni og hið lifandi orð talaði til mín. Meðan jeg átti í hugarstriðinu, hafði jeg að visu lesið i bibliunni, en orðin höfðu eins og farið fyrir ofan garð" og neðan. Öll hugsun mín snerist upp ií þakkargerð til Guðs. Ó, Jóhannes, þú verður einnig að hugsa þannig. I'ú verður að láta þakkargerðina vera fyrir öllu. — Og, láttu alla sjá, að þjer er að eins þakklæti i huga, svo mönnum skilj- ist, að Guð er kœrleikur. Láttu dauða minn og burtför verða þjer til andlegrar hjálpar, svo að sorgin og söknuðurian leiði þig nær Guði og móti þig i liki hans. Lát kærleika Guðs lýsa út frá þjer,. eins og út frá verkfræðingnum gamla. Geti jeg þá sjeð þig frá himnum ofan, þá hlýt jeg að þakka Guði fyrir að hann tók mig frá þjer, til þess að þú gætir orðið fleirum til blessunar en þú hefðir orðið, ef við hefðum haldið áfram að vera saman, — Jóhannes — jeg þakka — jeg, þakka fyrir að hafa fengið að vera hjá þjer — Þín Ingunn«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.