Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 32
256 B J A R M I Nokkrum dögum síðar var frú Ingunn borin til moldar í kirkju- garðinum hjá litlu, hvitu kirkjunni, sem henni hafði þótt svo innilega vænt um. Maður hennar stóð yfir moidum ihennar — ekki niðurbeygður og fullur örvæntingar, eins og kvöldið er hann hafði lesið brjefin frá henni — heldur styrktur, og stöðugri í trú sinni en úður. Svipur hans var hreinn og friður í sálu hans. Það var þakkargerð, og ekkert nema þakkargerð, sem kom fram í ræðu hans og bæn. Bækur. Æfisaga Krists, eftir Giovanni Pa- pini. — Porsteinn Gíslason þýddi og gafút. Kostar 10 kr í vönduðu bandi. Papini er ítalskt skáld (f. 1881), frægur víða um lönd. Hann var til fárra ára svæsinn efasemdamaður, og bækur hans lítt vinsaralegar í garð kristindóms. Fyrir því vakti þessi bók hans hina mestu eftirtekt víða um kristin lönd. T. d. rak jeg mig á i frjettum frá Indlandi, árið eftir að hún kom út, að ókristinn borgarstjóri gaf hana sem verðlauna- bók, í enskri þýðingu, nokkrum pilt- um, sem best tóku próf við trúboðs- skóla í borg hans. Papini hefir bersýnilega tekið -sinnaskifti, og bók hans um Jesúm Krist, er bæði prýðilega og skemti- lega rituð. Pótt sumstaðar komi í ljós skoðanir páfakirkjunnar, er bók- in yfirleitt ágæt trúvarnarbók. — Allur frágangur útgefandans á þess- ari ísl. þýðingu er auðvitað í góðu lagi. — Og það verð jeg að segja, að mikill er sá munur að lesa þessa ,i)ók eða ýmiskonar trúmálahrærigraut nýmælastefnanna, sem verið er stund- um að gylla fyrir íslenskum lesend- um. — Gefið þessa bók í jólagjöf! y>Jólabœkurnara erlendu eru að koma um þessar mundir. Sumarþeirra eiga ekki annað skylt við jólin, en að útgefendur þeirra reyna að græða á þeim um jólin. Aðrir úlgefendur gefa þó út ágætar kristilegar bækur fyrir hver jól, eins og t. d. Lohse og Fri- modt i Khöfn, Luthersstiltelsen í Oslo, Lunde í Björgvin, Fosterlandsstiftelsen og Diakonistyrelsen í Stokkholm. — Frá Fosterlandsstiftelsen eru komnar: »Julgavan« kr. 1.75., »Barnenes Jul« 60 au., »Varde Lius« kr. 2,50, »Fride- borg« kr. 2,50, »Pá Pilgrimsstiát« 2 kr., »Barnetro« 1 kr. (barnasögui), »Vad Jesus gjorde och láide« (textaskýr- ingar sunnudagaskóla), — Frá Lohse: »Julestjernen«, »K. F. U. M. Julebog«, »K. F. U. K.«, »Hjemmenes, Börne- nes og Studenternes Julebog«, auk margra annara. Síra Páll Ólafsson, prófastur í Vatnsfiröi, andaðist 11. nóv. sl., rúml. 78 ára, eftir langa vanheilsu. Hann var son- ur síra Ólafs Palssonar, fyrrum dómkirkju- prests. Var 16 ár prófastur Strandamanna. Pjónaöi pá Prestsbakka í Hrútafii ði, en fór að Vatnsfirði 1901 og var par prófastur 21 ár. — Kunnugir báru honum besta orð. Ritstjóri pessa blaðs dvaldi hjá honum 2 daga fyrir mörgum árum, og sá hann aldrei siðar, en brjefin hans og nnafnlausu vina- gjafirnar« til Bjarma, sýndu trúfesti hans og ást á ákveðnu kristindómsstarfi, enda pótt hann skrifaði einu sinni, að gefnu til- efni, að pað tæki pví ekki að birta mynd af sjer, nje skrifa um sig látinn, pví að árangurinn af æfistarfinu hefði orðið minni en hann hefði helst kosið. — Kona hans, Arndís Pjetursdóttir Eggers, lifir mann sinn og 11 börn peirra upp komin. Gjnflr'til Elliheimiiisins i Rvík: 200 kr. vjelstjóri, 5 kr. gömul kona (afh. af B. M). Útgefandi: Sigurbjiirn Á.. Gislnson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.