Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1935, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.11.1935, Qupperneq 6
166 BJARMI stóð fyrir altarinu í hálftómri Akureyrar- kirkju, fyrir ca 40 árum, og- sá unga fólkiö þeysa fram hjá glugganum og heyrði skot- hvelli fram á Polli, þar sem hinir og þessir panfílar voru. að skjóta dýr og fugla, í stað þess að fara í kirkju — já mikið hefði það glatt hann þá, ef lítill engill hefði kom- ið upp á altarið og hvíslað því að honum, að von bráðar skyldi allt lagast (og eng- illinn meinti, að það yrði kringum 11. nóv. 1935, en hjá englunum eru 40 ár örstutt stund og dauðinn ekki til). — Hugsum okkur svo að engillinn hefði sagt, að þá myndu kirkjur landsins fyllast af fólki, sem kæmi til að hlusta á sálma sungna, — eingöngu hans sálma, og ræð- ur fluttar af öllum prestum landsins, allar í hans anda. Og samkomuhús landsins mundu verða f jölsótt, því þar yi'ðu einnig ræður fluttar af listfróðum, snjöllum leik- mönnum til að rómaskáldskap hans. En þar á ofan mundu menn víðsvegar um land, úti um sveitir og uppi í afdölum, sitjandi á rúmum sínum inni í baðstofum, geta hlust- að á sönginn og ræðurnar frá kirkjunum og samkomuhúsunum á Akureyri og í Rvík og heyrt alt eins greinilega og ef allir sætu saman í sömu kirkju eða samkomusal, og þetta væri að þakka því furðutæki, sem þá væri fundið og radio nefnist eða út- varp.«--------- »Hugsum o,ss loks, að engillinn hefði glatt hann á því, að bráðum þyrfti hann ekki að kvíða bókaleysi, því heilt bókasafn, fullt af allskonar góðum bókum yrði beinlínis byggt handa honum. Og — viti menn — frímerki skyldi hann um sama leyti fá, — eins mörg og hann einu sinni vildi. — Þetta datt mjer í hug þegar jeg á dög- unum fjekk send, mjer til mikillar ánægju, hin nýju frímerki, sem póststjórn Islands hefir verið svo elskuleg og hugulsöm að láta prenta með mynd af föður mínum — eins og í afmælisgjöf — honum til heiðurs. »Guðirnir mala seint, en mala vel,« var máltæki, sem faðir minn oft vitnaði í. Bænir hans hafa verið heyrðar. öskir hans hafa uppfyllst. Að fátæktin þvarr og gjörði ekki föður mínum nein eða fjölskyldu hans nein var- anleg spjöll, — það var að þakka því, að liann átti góða og ráðdeildarsama konu oq ágceta, móður barna þeirra. Blessuð veri minning móðúr minnar. Jeg minnist föður míns líkt og Hallfreð- ur skáld ölafs konungs, er hann sagði: »hann var mennskra manna mest gott«, en jeg elska minningu móður minnar engu síður, — og segi um hana líkt og faðir minn sagði um sína. móður: »því hvað er ástar og hróðrar dís, . og hvað er engill úr Paradls, hjá góðri og göfugri móður?« Jeg hefi oft hugsað sem svo: Jeg veit ekki hvað um föður minn hefði orðið ef hann hefði ekki haít móður mína til að stýra búi sínu, bæði meðan það var stórt og rikmannlegt eins og í Odda, og þegar það var minna og fátæklegt eins og fyrst framan af hjer á Akureyri. Mjer finnst beinlínis, að hann ætti henni að þakka »hús og heimili, fæði, klæði og skæði«, eins og Lúther orðar það. Henni var það öllum öðrum fremur að þakka, að hann gat notið sín sem prestur og skáld.« -------•> <*> <*—-- Tlic! l’rayer tliat teaches to llve, heitir einstak- lega góðar hugleiðingar um Faðir vor eftir pró- fessor Pilcher 1 Toronto, hinn góðkunna þýð- anda Passíusálmanna á ensku. útgefandinn er Society for promoting Christian knowledge í London. Veggalmanak fyrir 1936 — »Bibel-Text-Kal- ender« — með bibliumyndum og ritningarorðum — á norsku — fyrir hvern dag — er nýkomið, kostar 1,50 kr. Þetta vinsæla almanak er góð- kunnugt orðið meðal biblíuvina víða um land. Má panta hjá afgreiðslu Bjarma.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.