Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1936, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.01.1936, Blaðsíða 3
KRISTII.EGT HEIMIMSBLAÐ i'tgeiraiuli: (Jngir inenn í Ue.ykjavík. Keniur út 1. og 15. hvers mánaðar. Áskrlítargjald kr. 5.00 á ári. Gjalddagi 1. jiíní. Hitstjórn: Astráður Slguráteiudóissoa Bjarni Eyjólfsson Gunnar Sigurjónsson. Aíffieiðsla Þórsffötu 4. — Sími 8504. Ave criix, spes unica! Kross var reistur upp á Gol- gata. Það var merki dauðans. Það var merki háðungarinnar, Það var merki, sem rúmaði í sér ímynd allra mannlegra kvala og svívirðinga. Jesús var negldur á krossin/n. Þ5, breyttist merking krossins -— þá varð hann merki lífsins. Hann varð merki hinnar mestu sæmdar. Páll postuli sagði: »Þa.ð sé fjarri mér að hrósa mér nema af krossi Drottins vors Jesú Krists. Hann varð merki kraftar og máttar fyrir þá, sem ofsóttir voru vegna kross Krists, og svo varð hann sigurtákn. »Með þessu merki skalt þú sigrak var opinberað Konstan- tín keisara. Hann hóf krossinn upp í gunnfána sinn; þá varð krossinn hermerki fyrir þjóð- irnar. Krossinn, lífsmerki hinna kristnu, var settur upp á Kapí- tólium, og kunngerði þaðan sig- ur Krists yfir heiðninni. -- Hann varð svo friðarmerki og merki hins sanna kairleika. Hann varð merki kristilegrar menningar og hinna sönnu sið- gæða. Hann varð grafinn djúpt inn í líf þjóðanna og varð þeim rnerki hinnar æðstu verndar. Hann varð æðsta merkið í tákn- máli listarinnar og hins kristi- lega skáldamáls. Höfðingjar ver- aldarinnar tóku hann upp í tignarmerki, sem þeir veittu fyr- ir heiðurs sakir og verðleika. Iiann varð hið tignaða merki í mörgum þjóðfánum. — Hann varð svo voldugur í meðvitund, manna, að um langt skeið var hann notaður við nær því hverja athöfn og með því merki er allt helgað. Barnið fær hann á > enni sér og brjóst í skírninni, — °g yfir þeim, sem út er bor- inn andaður, er krossmarkið sem hinzta kveðja og tákn hinn- ar eilífu vonar. Krossinn gnæf- ir á guðshúsum kristinna manna og á gröfum framliðinna. Og orð krossins talar kröftugast allra orða inn í sál og samvizk- ur óendurfæddra, eins og tví- eggjað sverð; og styrkir læri- sveina Jesú með helgandi og endurreisandi mætti. Kross- tíknið hefir að innihaldi allt B J A R M I Oiungur? Lát sngan líta sniáum augum á æsku þína, en ver þú fyrirmynd trúaðra í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. (I. Tím. 4, 12). Það kemur fyrir í starfi, sem rekið hefir verið mörg ár, að hinir eldri þreytast og lýjast í starfinu og verða að leggja nið- ur þau trúnaðarstörf, sem þeir hafa rækt með samvizkusemi og árvekni um mörg liðin ár, og þá taka aðrir yngri við af þeim. Stundum eru þeir ef til vill of ungir til þess að geta fyllt upp hið auða skarð að fullu. En þeir fengu köllunina, — tóku það sem kÖUun og ganga að hinu nýja starfi með hrifningu I>eirri og áhuga, sem æskunni er eig- inleg. Sé æskumaðurinn höndl- aður af Kristi, verður heilög glóð og hrifning yfir starfinu, sem þá verður innt af hendi, Æskumenn eru flestir ákafir að eðlisfari og öll íhaldssemi er þeim, á vissu skeiði æskuár- anna, sérstaklega. ógeðfelld. Þannig vill, það oft verða, þeg- ar ungir taka við af hinun> eldri, að vatnið gárast — ný stefna er tekin upp, ný starfs- aðferð eða fyrirkomulag reynt. En takmarkið er hið sama, Æskumaður, höndlaður af Kristi, hefur aðeins eitt tak- niark. Og aldrei ljómar það skærar fyrir hugskotssjónum hans, en einmitt í geislaglóð hins fyrsta kærleika. En þá getur það einkennilega og undarlega, en þó reyndar eðlilega, ef alls er gætt, komið fyrir, að ýmsir hinna eldri í starfinu verði allt í einu skelk- aðir yfir æskumönnunum, sem hætta sér inn á nýjar brautir, ungir og óreyndir eins og þeir eru. Þá kemst allt á loft: Mörg vitleysan hefir nú verið perð í starfinu, en þetta tekur þó út yfir allt annað, Allt hefir geng- ið vel og sæmilega hingað til þó svona hafi ekki verið iátið frelsisráð Guðs. AUur leyndar- dómur náðarinnar er í því fólg- inn. — Krossinn gnæfir á bjargi frelsisins, og hver sá, er nær föstu taki um krossinn á bjargi aldanna, honum er að fullu borgið. - - Guð hefir gefið oss hinn heilaga kross sem ský- stólpa um daga og eldstólpa um nætur, tii þess að vísa oss leið á dimmum vegum veraldarinn- ar. — Það er merkið, sem veit- ir sigur þeim;, sem fylgja því af óllu hjarta. Það er vor einasta von. Ég vil ekki hrósa mér af ööru en krossi Krists. Svo fylgjum því merki og skelfumst eigi. Fr. Fr. c. s. frv. — og svo hrista þeir liöfuðin og ræða um og hvísiast á sín á milli um byltingu og ófarir, sem í vændum sé, ef þessu fari fram. Þarna sjáist það hvernig fari, þegar hinir ungu taki við stjórninni! Ungu mennirnir, sem hófust handa, gagnteknir af áhuga og lirifningu, skilja hvorki upp né niður í þessu vantrausti og tor- tryggni, kulda og andstöðu. Sé þannig ástatt um þig, þá skalt þú minnast orðanna, sem Páll skrifaði Tímóteusi, þegar hann átti að starfa fyrir frelsara sinn án aðstoðar PáJs: »Lát engan líta smáum augwn á œsku þína, en ver þíi fyrirmynd trúaðra í orði, hegðun og kærleika, í trú og hreinleika!« Tortryggnin, sem þér finnst svo auðmýkjandi fyr- ir þig, og allar aðfinnslurnar, sem þér finnast ástæðulausar og óskiljanlegar, eiga einmitt að tengja þig fastar og innileg- ar frelsara þínum, í bæn til hans um að þú bregðist aldrei því trausti, sem til þín er bor- ið. 1 samlífinu við Jesú munt þú verða: y>fyrirmynd trúaðra í orði og hegðan, í kœrleika, tríi og hreinleika!« Reyndn svo að láta þér skiljast það, að þetta snertir ekki beinlínis þig sjálf- an, Minnstu þess, að hinir »eldri« voru líka einu sinni ung- ir> og hafa ef til vill um langt skeið lífs síns fórnað starfinu, sem þú nú hefir tekið við, því bezta, sem þeir áttu. Það þarf rnikla mannlega göfgi til þess að geta látið hinum yngri þetta allt eftir án nokkurrar beiskju, Þetta, að hið gamla verður að víkja fyrir hinu nýja og unga, er hið ósveigjanlega lögmál lífs- ins, það sjáum vér í náttúrunni umhverfis oss á hverju hausti og vori, og þannig fer einnig í mannlífinu; en það getur oft verið erfitt og sárt a.ð beygja sig fyrir því lögmáli. En eins ber að gæta í þessu, og það verð- um vér að reyna að skilja, að það er ekki beiskjan ein yfir því ao leggja niður kært starf, sem veldur tortryggninni og kuldan- um, sem hinir yngri verða stundum fyrir, heldur og ótti við það, að stárf ið, sem þeim er annt um og kært, fari í handaskol- um og njóti ekki þeirrar um- hyggju og nærgætni, sem nauð- syn er á, eigi allt að fara vel eins og áður. Bið þú Jesúm að ala þig þann- ig upp í starfinu, að þú sérfc hlýðinn þjónn hans, sem starf- ir í trú og trausti til hans, svo að þú — þegar sá dagur kem- ur, að þú leggir starf þitt í hend- ur yngri starfsmanna — getir verið öruggur í þeirri vissu, a.ð Guð sé með einnig þá, og þad er lumn en ekki þú, sem hjáip- ar starfinu lengra áleiðis. Ene- inn starfsmaður í Guðsríki verð- ur »óþarfur« svö lengi sem hann lifir í heiminum, þrátt fyrir það, þó að hann láti yngri starfs- krafta taka við af sér. Guó þarfnast líka einhverra, sem standa á bak við fylkingarnar. þó að baráttan sé þar ef til vill ekki eins hörð og í fylkingar- brjósti. Og þjónar Guðs verðum vér til seinustu stundar, jafnt fyrir því, þó að allir hafi gleymt því, hvort það var ég eða þú, sem var formaður, sveitarstjóri eða meðlimur í stjórn. Gagm-ýni og aðfinnslur verð- um vér allir að þola, bæði rétt- mætar og óréttmætar. Taktu réttmætu aðfinnslurnar til þínog minnstu þes.s, að hinir eldri eru búnir að lifa lengur en þú og- eiga aUa lífsreynsluna, sem þig skortir. Taktu á móti öllum góð- um ráðum, sem þér eru gefin, með þakklæti — og þú munt komast að raun um, að einn góð- an veðurdag er öll misklíð milli eldri og yngri horfin úr félagi þínu. öréttmætu aðfinnslurnar skipta þig engu, ef þú aðeins stendur ávallt frammi fyrir aug- liti Guðs; þá má hver segja það, sem honum sýnist. Þeir skulu einhverntíma sanna það, að þeir höfðu á röngu. að standa, Það eru dæmi til þess, að ungir menn urðu fyrir svo mikilM gagnrýni og aðfinnslum, að þeim fannst þeir ekki geta hald- ið lengur áfram starfi sínu. Minnstu þess, að það er freist- ing! Þú mátt aldrei láta mann- legar útásetningar drepa úr þér kjarkinn! Það eina, sem þú mátt óttast — hið eina, sem þú átt að leggja eyrun við — eini dómurinn 'yfir starfi þínu, sem þú átt að óttast og þó gleðjast yfir, er dómur Guðs. Og hann notar allt aðra mælisnúru en mennirnir. Hann lítur ekki á út- reikninga og glæsilegar tölur. Hann leitar ekki ávaxtanna á sama hátt og vér mennirnir, því að hann sér inn í hjartað. Og svo að endingu: Ef þú hefir tekizt á hendur starf í hin- um víðáttumika víngarði Guðs, hversu smátt sem það kann að vera, þá minnstu þess, að þý ert þjónn Guðs. Og þá skalt þú hljóta hin dýrðlegu orð Jesaja spámanns á erfiðustu stundum starfs þíns, þá er þér finnst, að þú sért að gefast upp: »Engin vopn, sem smíðuð verða á móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til mála- íerla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drott- ins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér, segir Drottinn.« Gakk þú svo djarfmannlega að hinu nýja starfi þínu í ör- uggri trú á hjálp Guðs. (Lausl, þýtt Sj.).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.