Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1936, Blaðsíða 4
B J A R M I Carsten Line: Viltu láta frelsast? Þeir menn eru tíl, sem hafa árum saman leitað, barizt og spurt: Hvað á ég að gera, til þess að verða frelsað guðsbarn?- Nokkrir hafa átt svo lengi í baráttu, að þeir hafa misst alla von um, að þeir geti frelsazt. Aðr- ir hafa hætt leitinni fyrir fullt og aljt og hyggja, að þeir hafi lastmælt heilögum. Anda, eða séu ákvarðaðir til glötunar. Þannig hugsa margir þeir, sem finnst syndabyrðin hvíla þungt á sálu sinni. Hver er orsök þessa? Hafa þeir ekki leitað af nógu mikilli alvöru? Vantar þá einlægni? Vantar þá hæfileikann til þess að taka ákvörðun? Eða er það einhver sérstök synd, sem er hindrunin? Vafalaust getur þú svarað öllum þessum spurning- um neitandi. Orsökin er sú, að þú beinir sjónum þínum ekki í rétta átt. Augu þín eru stöðugt leitandi, en þau hvarfla að röngum stað. Þú skyggnist einungis inn í sjálfan þig. Þú sérð ekkert gott í þínu eigin hjarta, þar finnur þú ekkert öruggt bjarg, er þú getir byggt frelsi þitt á. Hversu mikið, sem þú reynir að bæta þig, verður eðli þitt ekkert betra. Það er sama hversu vel þú gætir þín, það verður engin breyting á þér. Það er sama hvert þú snýr þér til þess að fá hjálp, þú færð enga hjálp. Er þetta ekki rétt? Þú svarar játandi, að einmitt svona sé því varið með þig. Viltu láta frelsast? Hvort ég vil! Það er einmitt þess vegna, sem ég las þessa grein. Fyrirsögnin átti einrnitt erindi til mín, Þú átt eftir að reyna eitt enn þá, og mistakist það, er engin von fyrir þig um frelsun. Hvað ei það? Að verða sjáandi! I allri leit þinni hefir þú aldrei beint augum þínum á krossinn. Þú segist hafa gert það, en ég segi nei. Þú hefir ekki gert það. Þú hefir að vísu skroppið þang- að nokkrum sinnum, en þú hef ir ekki ákveðið að velja þér, fyr- ir fullt og allt, skjól í. skugga krossins. Ég ræð þér því: Líttu á krossinn! Þú ert vafalaust orð- inn þreyttur á að horfa stöðugt á sjálfan þig. Getur þú ekki horft burt frá sjálfum þér og á Jesúm? »Gakk þú með í grasgarðinn«. Sjá, beygt höfuð, andlit blóði vætt. Lít á hann og þú munt heyra hann segja: Ég leið þaö vegna þín. »Gakk þú með til Gabbata«. Sjá, beygt bak, sund,urflakandi í sárum. Sjá, »Pyrnikórónu þungri þeir þrengdu að herrans enni. báleldi heitum brenndu meir broddar svíðandi í henni.« Beyg þig niður að honum og spyr þú hann: Jesús, hvers vegna þjáist þú svo mjög? Hann mun svara þér: Vegna þín. Hann er særður yegna þinna synda, kraminn vegna þinna misgjörða, hegningin, sem þú hafðir til unnið, kom niður á honum, Gakk þú með eftir Via dolo- rosa til Golgata. Sér þú kross- inn, sem hvílir á hinu sundur- flakandi baki hans. Sér þú, að hann ber meira en krossinn? Sér þú ekki, að einmitt þínar syndir komu niður á honum. Sér þú krossinn hafinn frá jörðu? Sér þú Jesúm hanga þar? Heyrir þú angistaróp hins út- skúfaða manns? »Yfirgefinn kvað son Guðs sig, þá særði' hann kvölin megna,« Hvers vegna? Hann svarar þér: Vegna þín. Ég geld sekt þína og frið- þægi fyrir synd þína. Jafnframfc tek ég á mig afleiðingu. synda þinna og verð að útskúfast frá augliti Guðs. Allt þetta hefi ég ekki liðið mín vegna, heldur þín vegna. Einmitt fyrir þig, sem ekkert megnar, einmitt fyrir þig, sem ekkert getur gefið mér. Einmdtt fyrir þá, sem eins og þú hafa gefið upp alla von um frelsun. Ég dó fyrir þig. »Snúið yður til mín og látið frelsast.« Beyg þú þig frammi fyrir hin- um krossfesta og bið af hjarta: »Láttu mér hlotnast, herr;i minn, hlutfall næst krossi þín, svo dýrðarfegursti dreyri þinn drjúpi á sálu mln.« S. A. Gíslason. Frb. varnargarður gegn glundroða þeim, sem hin róttæká guðfræði hefir valdið innan kirkjunnar, frá því um aldamótin, En ekki hvað sízta blessun hefir blað'ð, und,ir ritstjórn hans, haft fyrir þá, sem dreifðir eru víðsvegar um landið, einangraðir frá sam- félagi við jábræður sína. Er þac) fullvíst, að aldrei mun fullséð eða þökkuð su blessun, sem »Bjarmi« hefir borið út um hin- ar dreifðu byggðir landsins, og niargt hjarta mundi hafa k^ln- að á undanförnum sinnuleys;s- tímum, ef það hefði ekki fengið þann styrk, sem blaðið kom með Auk »Bjarma« hefir S. A. G. gefið út mikið af bókum og smá- ritum, en því hefi ég lítið sem ekkert kynnzt. Nokkur hefi ég þc- séð, og bera þau flest vitni um bardagamanninn, sem ætíð var reiðubúinn að verja hin helgu sannindi trúarinnar. Flestum fullorðnum er kunnugt, með hve miklum krafti hann barðist gegn »nýguðfræðinni«, þótt oft stæði hann svo að segja einn. Þótt hann sé bar.d,agamað- ur, er hann engan veginn deilu- gjarn eða ósáttfús. Hann berst af því að það er nauðsyn. — Heiðingjatrúboð og sunnu- dagaskólastarf hefir hann ætíd styrkt af megni, Hann er for- seti Sambands íslenzkra krístni- boðsfélaga og hefir verið það, síðan það var stofnað. Barnavin ur er S. Á, G. mikill, og er ekki gott fyrir þá, sem hratt viljá fara yfir lajidið, að vera hon- um samferða, ef leiðin liggur þar um,.sem börn eru. Ég minn- ist þess glö'ggt síðan í sumar, hversu hann þurfti oft að stað- næmast, til þess að talaviðbörn- in og »stinga einhverju að þeim«. Þetta er það helzta, sem ég í svo stuttri grein, get drepið á um starf S. Á. G. að kristin- dómsmálum. Auk þess hefir hann látið allskonar líknarstörf til sín taka, og er þar helzt að minna á »Elliheimilið Grund«. Mun sá minnisvarði óbrotgjarn honum og samstarfsmönnum hans, þótt fá sjáist merki við- urkenningar ennþá. Islenzkt eðli fer sínar eigin götur. »Sam- verjinn«, »mötuneytið« og ýms vetrarhjálp er að meira eða minna leyti frá honum runnin. S. A. G. er orðinn sextugur, en ennþá hefir hann starfsþrek og starfsvilja.. Vafalaust á hanr. enn eftir að vinna mikið að kirkjunnar málum, en þó að svo yrði ekki, þá hygg ég, að þegar kirkjusaga Islands síðar verðui' skrifuð, muni nafn og kafli margra vinsælla kirkjunnar manna á seinni tímum skiáð smærra letr: en nafn »Sigur- björns í Asi<. B. E. Um leið og vér rskum S. Á. Gíslasyni til hamingju í tilefni af afmælisdeginum, viljum vér færa honum hjartanlegar þakk- ir, fyrir góðvild þá og stuðning, er hann hefir sýnt oss síðan það kom fyrst til orða, að útgefenda- skipti yrðu á »Bjarma«. I þeim viðskiptum hefir hann sýnt, að það er málefnið, sem honum er kærast. Blaðið lét hann oss eft- ir, algerlega endurgjaldslaust, og tók jafnframt á sig allar skuldir þess til ársloka 1935. Hann hefir sýnt oss traust og gefið oss hvatningu, sem hefir orðið oss mikillega til styrktar, því að margir eru þeir, sem frekar letja en hvetja, þegar »ungæðið« lætur á sér bæra. »Byrjið þið bara að undirbúa i !3ft&ú nafni. Hvaðanæva. Eins og kaupenc'ur bhðsins sjsi, hefir broti blaðsins verið breytt frá þessum áramótum. Að líkindum verða menn misánægðir með þetta. Einkum getur verið að þeir, sem hafa látið binda inn eldri úrganga, sjái efti: eldra brotinu. En þetta ergert, af því að vér álítum að það sé miklu meiri von til þess að geta aukið kaupenda- töluna með breyttu broti, þar sem eru fleiri möguleikar til að gera blaðið læsilegra að ytra útliti. Vér væntum þess að kaupendur styrki oss 1 útgáfunni áfram, þrátt fyrir hið breytta brot. • Ave crux, spes unica: sem er letr- að í geislana á höfði blaðsins er tek- ið úr latneskum sálmi og þýðir: Heill þér kross (vor) einasta vor. • Við strendur Hudsonflóa eru fiski- mannasöfnuðir á víð og dreif. Peir hafa keypt sér gufuskip, endurbyggt það og breytt i kirkju. Á hverjum sunnudegi heimsækir kirkjan 7 söfn- uði. Og svo segja menn uppi k Islandi að kristindómurinn sé að draga sam- an seglin og tapa. Nei, hann sækir stöðugt á hvarvetna og tekur æ ný og ný tæki í þjðnustu sína. Vér þðkk- um Drottni fyrir áhuga þessaia fiski- manna og biðjum þess, að slíkt llf mætti koma á fiskveiðastöðvar þjóðar vorrar. Spurgeon fagði: »Dæmdu ekki Biblíuna fyrr en þú hefur látið hana dæma þig. Þá er ég viss um, að þú hefir enga löngun til þess að dæma hana. • Ég las í norskum blöðum rétt eftir áramót í fyrra, að allar kirkjur og .'¦umkomuhús hafi verið full á gaml- árskvöld. T. d. var svo mikil þröng við eina kirkjuna, a&'tveim tímu:i áður en messa hófst varð að kalla á lögregluna til hjálpar, því kirkjan var orðin yfirfull og fjöldinn þrengdi so allt í kring. Hér er dómkirkja þjóðarinnar sjaldan þéttskipuð við hámessu. Gætir þú ekki hjálpar til við að fylla auðu sætin með því að klæða þig ekki seinna en 10%, t. d. annanhvein sunnudag? • Turaji Tsjukamoto, leiðtogi krist- ir.na manna í Japan, heldur með leyfi hinnar heiðnu stjórnar, Biblíulestra : litvarpið í Tokio. Hvenær skyldu hinir kristnu Jslendingar taka þern- f,n lið upp í dagskrá slna svo hiniv sjúku og fjarstöddu gætu sameinazt við lestur Guðs orðs. ykkur og haldið þið merkinu hátt á lofti!« Þetta voru síðustu orðin, er hann sagði, í fyrsta sinni, er vér snerum oss til hans með þetta mál. Vér vonum, að vér megum reynast trúir, með- an Guð leyfir oss að starfa að blaðinu, svo að Sigurbjörn þurfi aldrei að iðrast þess trausts, er hann hingað til hefir sýnt oss. Og svo að lokum, haf þökk fyrir vel unnið starf í þágu blaðsins, fyrr og síðar! Ritstjórnin- Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.