Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.01.1936, Blaðsíða 1
2. tölublað Reykjavík, 15. janúar 1936 30. árgangur 1. sunnud. e. þrett. (Lúk. 2, 41—52). An samfylgdar Jesú Þegar foreldrar Jesú urðu þess vör, að hann var ekki í fylgd með þeim, varð hver stund og dagur, sem leið, ömurlegri og öm- urlegri. Sjáum vér þau ekki fyr- ir oss, þar sem þau reika um meðal ættingja og vinaogspyrja um hvar Jesus muni vera. Skilj- um vér ekki ótta þsirra og ang- ist er vér lesum þessi orð: »Viö leituðum þín harmþrungin.c Ekkert er jafn þungbært kristnum manni eins og sá dag- ur, þegar Jesús er ekki með í förinni. Tjóni, andstreymi, ó'r- birgð, ofsókn og hverjum öðr- um örðugleikum, sem á leið vorri verða, getum vér mætt örugg, ef vér einungis erum fullviss þess að Jesús sé með oss. En ef vér missum hann þá erum vér fátæk og vansæl, hversu mikið, sem vér eigum af öðru. Þeir eru hreint ekki svo f áir, sem þannig er ástatt um. Jesús er orðinn þeim fjarlægari. Orð hans eiga ekki lengur endurhljóm í hjört- um þeirra, Bænm er orðin doðin og innantóm, og hjartað, sem áður svall af fagnaðarsöng, er nú visið og gleðisnautt. Starfið er þungt og þreytandi. Vonin ljómar ekki lengur. Himininn er lokaður. Þekkir þú þetta af eigin reynd? Þú ert ef til vill í fylgd með hinum trúuðu, en sál þín ólgar í þér af því að Jesús er ekki förunautur þinn. Það býr ekki lengur lofsöngur í brjósti þér, heldur sorg og söknuður. Það er ekki sjaldan, að menn, sem þannig er ástatt um verða á leið vorri, og ég er í engum vafa um að þannig er ástatt fyr- ir einhverjum þeim, sem Ies þessar línur. Þegar vér missum sjónar af Jesú, er aðeins eitt, sem vér get- um gert og það er að leita hans. Það gerðu Jósef og María. Það myndi ekki hafa komið þeim að neinu liði, þó þau hefðu setzt nið- ur og tekið að gráta á veginum. Nei, þau fóru og leituðu að Jesú. Fyrst í nágrenninu meðal ætt- ingja og vina, og er þau fundu hann ekki þar, sneru þau aftur til: Jerúsalem. Hið sama átt þú einnig að gera. Þú hefir ef til vill misst sjónar af Jesú, með- an þú dvaldir í hóp vantrúaðra vina og kunningja. Þú reyndir að fela mynd hans, eiga trú þína út af fyrir þig eins og það er kallað; en við það misstirðu djörfung þína. Eða var það í hóp hinna trú- uðu? Jósef og María fýndu hon- um í musterinu og líkt hef ir f ar- ið fyrir mörgum. Þú lenntir ef til vill í orðasennu við bróður þinn eða systur. Þú fluttir mál þitt af sannfæringarkrafti, en sagðir særandi orð, svo það myndaðist bil milji þín og bróð- uí þíns. Og skömmu síðar fannstu, að Jesús var ekki í fylgd með þér, Hið eina rétta, sem, þú getur gert, er að ganga inn í sjálfan þig, játa það, sem þú hefir gert fyrir;Guði og bróð- ur þínum og sættast við hann. Þá muntu aftur njóta nálægð- ar Krists. Eða nýtur þú ekki sam- fylgdar Jesú af því, að þú varst svo önnum kafinn, að þú þurftir að flýta þér út úr húsi Guðs, áður en þú tókst á móti Jesú. Bæninni var hætt áður en þú varst kominn í lifandi sam- band við Guð. Þú skundaðir til starfa þíns áður en Orðið hreif þig. Snú þú aftur. Þar, sem þú yfirgafst Jesú muntu finna hann, er þú leitar hans af öllu hjarta, Hann mun láta þann finna sig, er leitar hans í einlægni og áf öllu, hjarta. Hann fyllgir oss fúslega á ferð vorri eins og hann fylgdi Maríu og Jósef. Haf kyrráta stund fyrir aug- Charles Penn: Samfélag heilagra. Undarlegt atvik kom fyrir mig fyrir nokkrum árum. Það var á heitu sumarkveldi í Suður- Ameríku, að ég gekk eftír götu í fremur lítilli borg, Hinum meg- in við götuna sá ég litla kirkju. — Hún var á mjög fögrum stað, umvafin stórum pálmatrjám. Það var nú eiginlega ekki kirkjan og umhverfi hennar, sem dró að sér athygli mína, lieldur svertingi, sem stóð fyrir framan kirkjuna. Hann var al- drei kyrr eitt augnablik. Hann bandaði með höndunum og kall- aði til þeirra, er fram hjá gengu. eins og hann væri að bjóða ein- hvern varning. Ég nam staðar og horfði á hann, Og það leið ekki á löngu, unz ég komst að raun um, hvað hann hafði fyrir stafni. Hann var aðbjóða fólki í kirkjuna. Þetta kom mér sem Norður- landabúa einkennilega fyrir sjónir. En ég var mjög gagn- tekinn af ákafa mannsins og einurð. Hann var í þjónustu Meistara síns, að safna saman ,sálum, til þess að heyra Hans orð. Mér fannst sem eitthvað drægi mig tíJ, mannsins. Eg sá á skiltinu á kirkjunni, að það var meþódista-kirkja, en ég fann að við vorum tengdir böndum. Þetta var bróðir langt frá heim- kynnum mínum, hér úti í ó- kunnu landi! Við áttum sama íYelsarann, sama himininn og sama- föðurlandið. Ég gekk hratt yfir götuna og greip í hönd mannsins. Ég liti Drottins og spyr sjálfan þig: Hvar yfirgaf ég frelsara minn? Hvers vegna er hann húlinr mér? Þegar Andjnn hefir sýnt þér það, þá snú við, það er Gakk fram fyrir Guð þinn í dag. F. F. o. R. reyndi að tala við hann á ensku, en hann bandaði aðeins frá sér ineð hendinni. Hann skildi ekki nema spönsku. Við gátum því ekkert talað saman, Þá benti ég til himins og sagði: Jesús Krist- vx. Þá var sem glampa slæi á andh't svertingjans. Augun tindruðu og það skein í mjalla- hvítar tennurnar. Þetta mál kunni hann. Þetta nafn var al- þjóðlegt. Svertinginn þreif aft- ur hönd mína og þrýsti hana innilega. Eitt augnablik stóðum víð þannig og horfðumst í augu. Við fundum böndin, sem knýttu okkur saman. Eg gekk áfram niður eftir götunni og fann til mikils fagn- aðar í sál minni. Aldrei hefi ég fundið samfélag heilagra eins og þá. I marga mánuði hafði ég ekki hitt trúaðan bróður. Nú fann ég böndin, sem bundu öll Guðs börn saman, Það þurfa ekki að vera stórar samkomur. 1 þetta skipti vor- um við aðeins tveir: Svertingi. Hvítur maður. I ókunnu landi. Úti á götu með hávaða og gaura- gang alit í kring. Það er einkennilegt með þetta samfélag heilagra! Sterk eru andans bönd, sem eru í Guði knýtt, þaw laða' og tengja sál við sál í samband lífsins nýtt. 1 Kristi Jesú knýtt hið kristna brceðralag, það felwr í sér fyrirheit um friðarsælan hag. Þó skilji lögur lönd ei lýð Guðs skilja höf. 1 áifum heims sú eining sterk er Andans sigurgjöf. Fr. Fr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.