Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1936, Side 1

Bjarmi - 01.02.1936, Side 1
3. tölublaö Reykjavík, 1. febrúar 1936 30. árgangur 4. sunnud. e. prett. (Matt. 8, 23—27). Jesús gekk á skip. Eftir Magnús Runólfsson, cand. theol. Og er hann steig f bátinn, fylgdu lærisveinar hans hon- um. Og sjá, þá gjörði svo mik- ið veður á vatninu, að bfttinn huldi af bylgjunum; en hann svaf. Og þeir komu og vöktu hann og sögðu: Herra, bjarga þú; vér förumst. Og hann segir við þá: Hvf eruð þér hræddir, lítiltrúaðir? Pví næst stóð hann upp og hastaði ft vind- ana og vatnið, og varð blíða logn. En mennirnir undruðust þetta og sögðu: Hvílíkur maö- ur er þetta, að bæði vindarnir og vatnið hlýða honum? Sál mín, þú lagðir út. með Jesú °& lærisveinum hans. Pú gladd- ist í návist hans. Áður varstu hryg'g- og hrædd, ein eg jfirgef- m, vonlaus og guðvana í heim- inum. Nú gekkst þú á skip með Jesú, og var förinni heitið til himins.- Pú gladdist meðal læri- sveina hans.. Áður varstu hrygg 1 þeirra hóp og- fannst þú vera hræsnari meðal heilagra. En mi varstu komin í þeirra hóp. Það var logn og sólskin. Frið- Ur og ró hvíldi yfir landi óg sæ. Þú hugðir nú hvorki að for- tíó né framtíðt Nú varstu með Jesú, og það var þér nóg. En Jesús var þreyttur og lagJ- ]st til svefns og hvíld.ar í skutn- um. Þarna svaf hann, á koddan- Urn, áhyggjulaus, og* þó var það aðeins þunn fjöl, sem skildi milli dauða og lífs, báturinn lítill, en vatnið djúpt og* mikið. Jesús hafði sagt svo margt fagurt um áhyggjuieysið; »Verið ekki áhyggjufullir um h'f yðar,« Matt. 6, 25. En hann lét sér ekki nægja a° segja það. Hann lifði þannig sjálfur. Það sérðu, sál mín, hér. fcegar Jesús hvílir höfuð sitt á koddanum út á stormsömu vatni. En varstu, að hugsa um fcetta. Það gerði svo mikið veð- ur að bátinn huldi af bylgjun- um, En þú, þorðir þú að sofa? Nei, þú þorðir ekki neitt nema að óttast. öldurnar komu hvít- fyssandj og ægilegar. Þú sást í þeim vofur., Fyrsta aldan kom og vofan sagði; Ég svelgi þig. Nú sefui Jesús og* hirðir ekki um, þótt einn taki út eða tvo. önnur aldan kom: Ég svelgi þig, því að þú ert hættur að treysta Jesú. Þriðja aldan kom; Ég svelgi þig. Það er engin von til, að þú komist af í þessu veðri. Já, sál mín. Þér fannst Jesú orðinn svo afskiptalaus. Lífið var orðið svo hversdagslegt. Þú hafðir það ekki á tilfinningunni, að Jesús vekti yfir þér. Eða j>ér fannst það varla von, aö Jesús vildi sinna þér, þar sem trú þín var orðin svo sljó og magnlítil, kom litlu sem engu til leiðar og réðst ekki í neitt stórt. Eða þér uxu erfiðleikar lífs- ins í augum. Syndir þínar belgd ust upp, og ]>ér fannst engin von til, að þú kæmist heilu og höldnu gegnum sbkar hrannir. En líttu þá til Jesú í trú, og sjáðu, hvað hann er rólegur. Iíann stöðvar ekki vindana og vatnið fyrir það. En hann vill láta treysta sér. Hann langar til að finna hjá jxír þá trú, sem æðrast ekki og hrópar ekki eins og hinir lítt trúuðu lærisveinar: »Vér förumst«. Hann vill hljóta traust þitt og lotningu, meðan á ofviðrinu stendur, ekki aðeins eftir á, þegar hann hefur stöðv- að það. Mundu það, að gegnum margar þrengingar ber oss inn að ganga í Guðs ríki, Post. ] 4,22. »Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðizt. Sá sem trúir. mu.n ekki verða, til, skammar«, Jes. 7, 9; 28, 16. Vér eigum ekki að j>urfa stór kraftaverk og viðburði, til I>ess að hvílast L trúnni á Jesúm Iíann vakir einnig yfir rss, j>eg- ar »ekkert gerist«. Hér máttu og, sál mín læra I>að, að Jesús hjálpar líka hin- um lítið trúuðu. Hann stöðvar jafnvel storm og sjá, þrátt fyr- ir litla trú þeirra. Að síðustu þetta: Engin synd er svo stór, að Jesú verði ráða- fátt, ef þú færir honum hana, og engin afbrot svo mörg, að Jesú verði þreyttur á að fyrir- gefa I>eim, sem leitar hans í hreinskilni og trausti. Engin vandræði eru svo flókin, ekk- ert mál svo illa vanið, að Jes- ús verði ráðþrota, »Fel Drottni vegu þína og treyst honum; hann mun vel fyrir sjá«, Sálm. 37, 5. Hugsaðu þér, að lærisve’n- arnir hefðu verið rólegir og ör- uggir, hvað sem á gekk, þá hefðu þeir sýnt Jesú ]>að rétta traust. Látum vötnin gnýja og freyða. Jesús er með oss. Ég veit, ad pú Jesús vakir og vardveitir mig í neyd. Ég trúi pví, ad pú takir mig til pín, er endar leid. Pú lítur á litlu trúna og líknar eins fyrir pad. Pú stödvar eins storminn núna og stýrir eins bátnum að. Pótt haföldur háar gnæfi, pá hefur pú mátt vid peim. Pótt erfid sé mannsins æfi, pá ertu pó leidin heim. Pví held ég med pér á hafid og horfi á pína ró. Æ, gœti hún inn sig grafid og gefid mér hjartans fró. M. R. X...............................................

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.