Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.02.1936, Blaðsíða 2
10 B J A R M I Ariö sem leiö. »Kirkjan hér í heimi er stríðs- kirkja, því að hún mætir sífellt maro,'faldri mótstöðu og ofsókn- um«. Þessi grein úr »Helgakveri« kom mér í hug, er ég var að lesa í ýmsum erlendum blöðum yfir- lit yfjr, hversu hið kristilega starf hafi gengið, árið sem leið. Vissulega ber það með sér, að það eru fregnir frá stríðskirkju. Þær segja frá sigrum, en einn- ig frá undanhaldi; frá þjónum, sem voru trúir til dauða, og frá söfnuðum, sem hleyptu, með vilja eða sofandi, anda þessa lieims inn í safnaðartífið og vega þannig aftan að sjálfum sér. Meðlimum hinnar íslenzku kirkju er nauðsynlegt að fylgj- ast með starfi kristninnar um allan heim, svo vel sem auðið er. íslendinga vantar lifandi með- vitund um skyldur sínar gagn- vart Guði og málefni hans, Þá vantar safnaðarmeðvitund heima fyrir. Það játa þeir bæði í ræðu, riti og verki. Og hver undrast þá, að þá vanti lifandi meðvitund um samfélag Guðs- harna um allan heim? Staða kristninnar er alvarleg, Iíún færir hverjum þeim, sem af alvöru hugsar um þessi mál myndir, er sýna, að sá tími er ef til vill nær en margir halda, að það kosti meira en 5 kr. á ári að vera skráður meðlimur heilagrar kirkju. Utan úr heimi heyrum vér um marga, sem hafa orðið að fórna lífi sínu eða frelsi fyrir trú sína og boðun | fagnaðarerindisins. Þeir notuðu tímann meðan hann gafst, Þeg- ; ar heimurinn stöðvaði starf þeirra og lagði á þá fjötra, stað- , festu þeir þjónustuna og gáfu 1 fúslega líf sitt í dauðann. Ékk- ert var dregið undan, Guð fékk allt. Islendingum finnst þetta svo fjarri sér. f því liggur j hætta. Hinar sömu stefnur, sem barizt hafa gegn trúbræðrum vorum ytra, hafa náð fótfestu hjá oss. Hver veit hvenær þær komast í þá aðstöðu að sýna hina dimmu hlið sína? Yfirlit það, sem hér fer á eft,- ir er þess vert að menn gefi því j gaum, og sjái af því hversu heimurinn reynir að útrýma , kenningunni, bæði með hörku og lævísi. Hefir ekki lævísinni verið beitt hér hjá oss, svo hörk- unnar sé ekki þörf? Að minnsta kosti er margt í íslenzku safn- aðarlífi, sem bendir til, að heims- lund sú, sem náð hefir fótfestu víða í Ameríku og Englandi, aitli einnig að læðast inn í kirkjulíf þjóðar vorrar, og veikla þannig mótstöðuþrekið, þegar að úrslitastund dregui-. Oss ber því að vera á verði, ineðan enn er möguleiki til þess að hagnýta sér það, sem læra má af reynslu. annara. Vér játum trú á heilaga a1- menna kirkju. Sigrar hennar, hvar sem er, eru sigrar vorir og þrenging hennar þrenging vor, ★ Trúboðsakurinn: Frá trúboðsakrinum er eink- um tvennt, sem vekur mesta at- h.vgll. Hið fvrra eru hindramr, sem orðið hafa á vegi trúboðsins í Kína. Trúboðsstarfið sjálft liefir gengið vel, og það hefii' vaknað meira líf en mörg und- anfarin ár. Bréf, sem einn hinna norsku trúboða ritaði heim fyr- ir jólin, er þru.ngið gleði og ljóm- andi vonum um framtíðar- starfið. En rétt um það leyti, sem þetta bréf kom til Noregs; barst skeyti um, að trúboðarnir hefðu verið reknir burt frá trúboðs- stöðvum sínum. Kommúnista herlið réðist á trúboðsstöðina, svo trúboðarnir urðu að flýja í dauðans ofboði og skilja allt sitt eftir. Árásarmenn létu. greipar sópa um eignir trúboðanna. Hús- gögn og því um líkt á trúboðs- stöðinni var mölvað og notað til eldsneytis. Þessi viðburður er sönn mynd af ástandinu á trúboðsakrinum. Heiðingjarnir þrá og eru fúsir að hlusta á boðskapinn um Krist. Utlitið um árangur starfs-' : ins er bjartari en nokkuru sinni fyr, en jafnframt vaxa erfið- leikarnir og ofsóknirnar. Satan sækir fram gegn ríki Krists. Annar eftirtektarverður at- burður frá trúboðsakrinnm, er brottrekstur sænsku trúboðanna frá Eritreu. Það er undarlegt, að keisarinn í Abessiniu leyfir trúboðunum að vera óáreittum, já, snýr sér meira að segja til þeirra með ósk um fyrirbæn, en j hin kristna Italía rekur trúboð- j ana burt úr löndum sínum, Það er víst ein af tilraunum Musso- j lini, til Iæss að auka menningu Abessiniu manna. Negrarnir vilja fá að hafa trúboðana, en i ftalir reka þá burt, Ávaxtamestu trúboðsakrarnir nú, eru að líkindum Batakk-hér- að á Sumatra og Uganda í Mið- Afríku. f Batakk-héraði eru nú j um 360 þús. kristnir og í j Uganda nálægt 280 þús. Þús- undir bætast við á hverju ári. Það hvílir birta yfir starfinu meðal heiðingja, árið sem leið, en þó sést greinilega hin harða barátta milli Krists og Anti- j krists. Evrópuþjóðir standa að baki ofsóknanna og mótspyrn- unnar bæði í Kína og Austur- Afríku. í Kína er það Sovét- Rússland en í A.-Afríku ftalía. Ameríka: Trúarlíf Ameríku hefir mjög mótazt af hinum miklu prédik- urum, sem hafa starfað þar og safnað ótölulegum fjölda áheyr- enda að sér. Spurgeon og Moody höfðu. báð- ir mikil áhrif í Ameríku, Sömu- leiðis Billy Sunday og Gipsy Smith. Billy Sundey lézt síðast- liðið ár, en G. Smith lifir ennþá, en er orðinn aldraður maðir, Ennþá hafa ekki komið fram nýir prédikarar, er fylli skarð þeirra. Undanfarin ár hafa verið mjög erfið kirkjudeildum Ame- ríku, því þar eru einungis frí- kirkjur. En það hefir verið bar- ízt af miklum dugnaði fyrir því að halda starfinu áfram með fullum krafti. Að því er séð verður, vantar trúarlíf Ameríku það fjör og kraft, sem heilbrigo vakning flytur með sér. Einkum er hægt að segja um reformertu kirkjuna, að innri heimshyggja lami hið andlega starf. Rússland: Vér skulum athuga ástandið í álfu vorri. Vér byrjum þá að austan, á Rússlandi. Þar er á- standið mjög dapuriegt. Rúss- neska kirkjan hefir lengi verið píslarvættis kirkja, en nú um * áramót er aðstaða hennar stór- um verri. Einkum á það við um hina evangel.-lúthersku kirkju, Myrtir eða útlægir prestar, lok- aðar kirkjur og afnám trúar- bragðafræðslu er myndin, sem við oss blasir. I byrjun heims- styrjaldarinnar voru um 200 lútherskir prestar í Rússlandi. I ársbyrjun 1935 voru þeir 83. Af þeim hafa 47 verið dæmdir í útlegð til Síberíu, árið sem leið Nokkrir hafa verið dæmdir til dauða. Um miðjan september síðastliðinn, var einungis kunn- ugt um 18 starfandi lútherska presta, og áttu þeir allir við stöðuga ofsókn að búa. Sænska blaðið »Kyrkor under Korset« segir, að það sé einungis tíma- spurning hvenær hinn síðasti lútherski prestur verði drepinn og hinni síðustu kirkju lokað í Rússlandi. Orthodoksa kirkjan í Rúss- landi á við sömu ofsókn að búa. Prestarnir verða að vinna starf sitt í leyndum. Kirkjan er, eins og í fornöld, katakombu kirkja. Þó logar heilög glóð í hjörtum hinna trúuðu, Rússa. Skyldi þeim takast, með Guðs hjálp, að vinna | þjóð sína fyrir Krist? Eða hefir j Anti-kristur fengið leyfi til þess að beita sínu mikla valdi aJlt þar til Mannssonurinn kemur aftur. Þýzkalcmd: Um ástandið í Þýzkalandi hef- ; ir margt verið rætt og ritað. Einkum virðist hinni heiðnu stefnu. vaxa fylgi, hættan vofir yfir heimalandi siðabótarinnar. Að vísu hefir játningarkirkjan risið upp til baráttu bæði gegn hinni heiðnu stefnu. og hinum þýzk-kristnu. Það hefir o’.ltið á ýmsu í baráttunni. Oft hefir litið svo út, sem játningarkirkj- an myndi sigra, en nú u.m ára- inót er útlitið annað: Lögreglan ógnar mönnum játningarkirkj- unnar með ákærum um drottin- svik. Samvizku.frelsi kristinna manna er neitað. Yfirvöldin setja sig ofar Guðs orði, Afleið- ing þessa alls telja sumir lík- indi til klofningar innan játn- ingarkirkjunnar. Það er talin liætta á, að einn af fremstu mönnum hennar muni láta und- a.n síga og þá fleiri með honum. Eins og a.ð líkindum lætur, hefir hið þýzka heiðingjatrúboð beðið mikinn hnekk við þetta. Al'lt trúboð meðal Gyðinga hefir lagzt niður. England: Ef vér beinum augum vorum til Englands, sjáum vér bjart- ari mynd. Þar ríkir borgaralegt og andlegt frelsi. Þar er þvi hasgt að boða orð Guðs óhindr- að og með djörfung. Það er líka víða blómlegt líf, bæði innan rík- iskirkjunnar og fríkirknanna. Og þó eru ýms hnignunar- merki, sem vert er að taka eft- ir. Eftir því, sem »Dagen« seg- ir, hefir meðlimum fríkirkn- anna fækkað um 225 þús. síð- an 1910 og sunnudagaskólabörn- um um 1 milljón. Þessi hnign- un á sér einkum stað meðal meþódista, baptistaogkongrega- tionah'sta. Hver er ástæðan? Vafalaust margar. En sú veiga- mesta er, hve þessar kirkju- deildir veita heimslegum straumum inn í safnaðarlíf sitt. Hin sama sorglega stefna, er fest hefir rætur víða í Ameríku, þó hún sé ekki eins mikil í Eng- landi og þar, Allt er gert, sem haldið er að dragi fólk að. Dans- leikir, leiksýningar, kvikmynda- sýningar o. s. frv. vinna fót- festu og veikja safnaðarlífið. Norðurlönd. Um starfið á Norðurlöndum er fátt að segja. Andlegt frelsi ríkir þar ennþá, eins og í Eng- iandi, og starfið er rekið á svip- aðan hátt og með líkum árangri og undanfarin ár. / Danmórku hefir Oxfordhreyfingin einkennt trúarlífið að mestu. leyti árið sem leið. Hún hefir að vísu. mætt misjöfnum dómum, en þó mik- ið frekar góðum. Fjöldi manna, sem lét sig andleg mál engu skipta, vitnar um nýtt líf í sam- félaginu við Guð. Margir trúað- Frh. á bls. 4.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.