Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1936, Blaðsíða 4
16 B J A R M I Hneyksli. Svo sem kunnugt er, hefir löggjöf vor og stjórn orðið, vegna gjaldeyrisskorts, að grípa til joeirra úrræða, að takmarka mjög innflutning erlends varn- íngs. Hefir það jafnvel komið í bága við þörf og þægindi ein staklinga, en um það er ekkert að segja; vöntun er aldrei ó- þægindalaus. En hneyksli hefir það þótt mörgum mætum manni, að eng- in takmörkun er gerð á inn- flutningi munaðarvaranna á- fengis og tóbaks —- vara, sem engin þörf er á, en við nau,tn skaða bæði sál og líkama, og renna stórfé úr landinu. Þó er ekki nóg með þessi hlunnindi nefndum eiturvörum til handa. Önei, — ég sný í þetta sinn eingöngu máli mínu að tóbakinu — menn eru bein- línis hvattir, ginntir til að kaupa það. Og þetta er á veg- um ríkisins. Mér kom fyrir skömmu í hendur eitt af útbreiddustu blöðunum. Þar er á annari út- síðu auglýsing, útþanin yfir síð- una nálega alla, með mörgum leturbreytingum og öðrum at- hyglisvakningum. Yfirskrifc hennar, stórletruð og undir- gtrikuð, er þetta: »Góður vind- ill er bezta jólagjöfin«. Síðan fylgja undirstrikuð tilmæli um tóbaksvörukaup til jólanna op nál. 80 tegundir á boðstólum. Mann setur hljóðan. Tóbaksnautn í landinu er að verða ein hin háskasamlegasta Hugsunarsamir foreldrar reyna eftir mætti að forða og halda börnum frá þessari nautn, sem sljóvgar, tæi'ir og eyðileggur andlegan og líkamlegan þroska. En svo kemur þessi stuðningur frá — ríkinu. — Hverjum fall ast ekki hendur? — Og þessu er slengt inn á jól in, — hátíð barnanna, hátíð hins fegursta, bezta og helg- asta, sem meðvitund verður vakin á. Efni til eiturnautnar er talið hið bezta á þessari há- tíð og vísað á það, er menn velja vinum sínum og vandamönnum gjafir í tilefni af henni. Þetta, stórletrað eins og fyrstu les- kaflar í stafrofskverum. — Manni hrýs hugur við þessari »viðurstyggð eyðileggingarinnar á helgum stað«. Fyrir skömmu (1933) voru staðfest lög, sem meðal annars leggja fyrir, að þess sé gætt, að auglýsingar »séu lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar«, Þess var varla vanþörf. En hvað tók við? Við næstu jól birtist samskonar auglýsing sem sú, er hér ræðir u.m. 1 fyrra held ég að hún hafi fallið nið- ur, og mætti ætla, að þeir, sem gæta áttu laga, hafi hindrao hana. Nú gengur hún aftur, enn feitari en áður. — Hver vill verja það, að munaðarvara, hér tóbak, só bezta jólagjöfin? — Sú umsögn, það skrum verður að áteljast. Nóg er samt af van- 'nelgun þess, sem mönnum ætti að vera tilkomumest. Eg hræð- ist kæruleysið og sljóleikann, sem orðinn virðist fyrir and- legri fegurð og sæmd, og frá annari hlið ósvífnina í að mis- bjóða því, sem hefir átt helgi í huga manna og veitt ómetan- legan styrk til lífsvöndunar. Rís upp, hugprúð æska. Sjá sæmd þína og gæfuvon í því, að höndla og* verja dýrmætustu eign hjartnanna: helgi og virð- ingu fagnaðarefnis jólanna. Sigtr. Guðlaugsson. Bjargið þeim —! Frh. járnhlekki. Mennirnir voru al- veg að örmagnast undir þessari byrði. Ennfremur var í förinni maður nokkur, sem ekki gekk, heldur skreið á fjórum fótum. Hann hafði tréskó bæði á hnjám og höndum Rétt á eftir fylk- ingunni kom maður, sem varp- aði sér til jarðar við fimmta hvert fet og barði enninu þrisv- ar sinnum í jörðina. Vér vorum send til þessara ógæfusömu manna, með fagn- aðarerindi Guðs: »Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld«. Vér vorum sendir til þessara manna, sem lyftu hinni hjálparvana hönd sinni og gripu í hið tóma lpft. Vér sjáum þá farast fyrir augum vorum, meðan þeir í örvæntingu reyna að grípa þá björgunarlínu, sem vér urðum of sein með. Einnig í dag fórust þúsundir í brimboðunum og Drottinn hróp- ar: »Bjargið honum, hann er bróðir minn.« Kærú bræður og systur, heyrðuð þið kallið? Hik- ið ekki við að verða með í björg- unarbátnum. En hve mann svíður í hjarta- stað, þegar þeir, sero hafa frels- azt hér úti á trúboðsakrinum spyrja oss: »Hvers vegna kom- uö þið ekki fyrr?« »Kineseren«. 9 hennar og gerði sér allt far uro áð láta fara vel um hana, og á roeðan masaði hún glaðlega og blátt áfram um alla heima og geima. Fni Krohn var ekki tilfinningarlaus fyrir þessari umhyggju, en hún gleymdi samt ekki því, sem hún hafði séð. Hjálmar kvaddi stuttu síðar, og jafnskjótt og hann var farinn, sneri frú Krohn sér að Elsu. »Eru.ð þér trúlofuð honum?« spurði hún stutt í spuna. »Trúlofuð honum?« endurtók Elsa, og setti upp sakleysis- og undrunai-svip. »Hvernig getið þér látið yður detta slíkt í hug, frú Krohn?« »Nú-já, það er ef til vill vani yðar að láta ungu mennina halla sér svona upp að knjám yðar?« spurði gamla konan með hvössum rómi. »Nei,« svai'aði Elsa brosandi, eins og þe&si ákæra væri alltof ósanngjörn til þess, að hægi væri að taka hana öðruvísi en í gamni, »en Hjálmar er enginn maður, hann er bara drengur.« »Hann er ekki drengur eingöngu, hann er tuttugu og eins árs.« »Og ég er tuttugu og sex ára.« *Já, ég veit vel, að þér eruð of gömul handa honum,« sagði gamla konan meinyrt, »en það kemur ekki í veg fyrir, að hann geti bundizt yður sér til óhamingju. Ég hefi þekkt Hjálmar Brenning sem einn af nánustu nábúuro mínum 10 frá því, er hann var barn, og mér þykir alltof vænt um hann til þess, að ég geti horft rólega á það, að hálfgerð piparmey sé að leggja snörur fyrir hann. Auk þess kæri ég mig ekkert um nein ástaræfintýri á rnínu. heimili. Þér verðið að hætta þessu eða fara burt.« Elsa svaraði ekki strax. Andlit hennar var fölt og það var eins og eldur brynni úr augum hennar. Þessi móðgun var næsturo meiri en svo, að henni fyndist, að hún ætti að taka henni með þegjandi þögninni, en hyggindi og kænska aftraði henni. Ef hún þyti upp núna, mundi það hafa þær aleiðingar í för með sár, að hún missti stöðu. sína undir eins og sennilega meira, því að ef Eiríkur kæmist að ástæðunni fyrir hinum skyndilega brottrekstri hennar, myndi hann að líkindum draga sig í hlé. Hjálmar myndi halda áfram að vera henni trúr fylgismað- ur, en hann var svo ungur; hann var ekki ann- að en barn ennþá. Hún kreppti hnefann ofan í vasa sínum utan um kvæði Hjáhnars og bréf Eiríks, og í huga sér bar hún þá saman í sío- asta sinn og það batt en,da á hik hennar. »Fyrirgefið mér, ef ég hefi farið á einhvern hátt skakkt að,« sagði hún með lágri rödd og með auðmýkt í augnaráðinu. »Ég skal lofa því, að þér skuluð framvegis ekki fá ástæðu til þess að kvarta yfir mér á þessu sviði.« Og frú Krohn fyrirgaf henni í þetta skipti. Skuld mín við Kritt. Frh. ar í ljós vizkunnar og samfélag- við sig. Og eins og skuldunaut- urinn sem mikið var fyrirgefið (Lúk. 7, 43), elska ég hann og vegsama, fyrir hina miklu hluti, sem hann hefir gert fyrir mig. Fi'á þeim undursamlega degi, þegar blessun hinnar heilögu náðar var hellt yfir höfuð mitt, og Guð opinberaðist roér í Kristi, hefir hann verið mér hinn lifandi Kristur; með meiri veruleik en allir sjáanlegir hlut- ir; meira lifandi en allir hlutir, sem lifa. Hann hefir kennt mér allt, sem ég veit um Guð; í hon- u.m héfir Guð, skaparinn, birzt mér sjálfur; hans þjáningar hafa sýnt mér hinn dásamlega kærleika Guðs; hans endur- lausnar-dauði veit ég, að hefii* unnið fyrir mig frelsi og eilíft líf. Með auðmjúku þakklæti og aðdáun kalla ég hann Drottin lífs míns, frelsara minn, endur- lausnara og leiðarljós. Úr ýmsum áttum. Það er oss rnikið gleðiefni hversu margir hafa látið í ljós ánægju slna yfir breytingunni á broti blaðsins. I-egar vér vorum að ákveða breyt- inguna, vorum vér smeykir um, að það mundi mælast illa fyrir hjá fjölda kaupenda og koma í ljós á þann hátt, að margir myndu hætta að kaupa blaðið. En reyndin hefir orðið önnur. Kaupendunum fjölgar rneð hverjum degi og þeir, sem við oss hafa ta’.að, hafa svo að segja ein- róma látið í ljósi ánægju sína yfir brotinu, og sumir þakkað fyrir »stækkun lesmálsins«. Vér væntum þess fastlega að kaupendur haldi á- fram að styrkja blaðið með þvl að útbreiða það meðal vina og kunn- ingja, og þökkum hjartanlega fyrir þá mörgu, sern oss hafa bætzt. ★ Jbúar Norður-Amerlku eru um 134 milljónir. Af þeim eru um 70 millj. mótmælendatrúar, 20 milljónii grísk eða rómversk-kaþólskir, 44 millj. telja sig ekki til neinnar kirkjudeildar. ★ Ojafir til Bjarma í janúar: S. Þ. 5 kr.; N. G. 4,35; G. G. 5,50; A. J. 10 kr.; »Lukkukvöld« 17,81; R. G. 2 kr.; A. ó. 1 kr. Alls 47,66. ★ Síðan um áramót hefi ég tekið A móti þessum gjöfum: Til kristnibcðs: G. S. Bolungavík 25 kr.; sami 20 kr. til heimatrúboðs S. 1. K.; Séra óf. Vigf. Fellsmúla 15 kr.; Kr. A. St. 2 kr.; Gömul vinkona kristniboðs 100 kr.; N. N. Sauðárkr. til kínv. drengsins 10 kr. Til jólakveðjusjófls: 26 kr. frá skólabörnum á Akranesi. Til prestlaunasjóðs Strandakirkju: N. N. Sauðárkrók áheit 2 kr.; Kr. A. St. 5 kr. Til Hallgrímsklrkju: N. N. Sauðár- krók 5 kr.; G. G. Rifi 6 kr.; hjónin á Neðri Bakka 10 kr. Til elllhcimilisins í Reykjavík Sr. óf. Vigf. 15 kr. Sigrurbj. A Gíslasou. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.