Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1936, Side 1

Bjarmi - 01.03.1936, Side 1
5. tölubiað Reykjavík, 1. marz 1936 30. árgangur 1. sunnud. í föstu. (Matt. 4, 1 —11). Freisting Jesú. Eftir S. Á. Gíslason, cand. tlicol. Ötrúleg saga! Öskiljanleg frá- saga. Einkennileg munnmæli! Á þessa leið tala mörg börn nútím- ans, þegar talið berst að freist- ingasögu Jesú Krists. En annars er fremur rætt um ann- að en frásögur Biblíunna.r og ■varla von á miklum skilningi hjá börnum aldarandans gagn- vart annari eins frásögn. Mörg ár, alla leið að þrítugs aldri, hefir ekkert borið á hon- um, hinum fyrirheitna fulltrúa Guðs á jörðu og fulltrúa manna á himni. Hvernig stendur á því? Þurfti hann að bíða aftir Jó- hannesi skírara? - Eða því var starfstími beggja svo stuttur? Eg veit það ekki, finnst þao vera eitt af því allra óskiljan- legasta í Biblíunni. Þegar Jóhannes skírari fer að starfa, kemur Jesús tii hans, tekur skírn, himnar opnast og »heilagu,r andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd«. »Fuj]ur af heilögum anda«, skrifar Lúkas, var hann leidd- ur af andanum í óbygg'ðir, og eftir 40 daga föstu, kemur Sat- an persónuiega til hans og freistar hans á ýmsa lund. Það er ekki undarlegt, jjótt vantrúin hafi fundið fyrr og síð- ar ýmislegt »ótrúlegt« í þess- um frásögnum - og þær séu sem dauður bókstafur hjá al- vörulausu fólki. En þeir, sem lesið hafa og iésa enn með lærisveina hugai - fari, hlutu og hljóta enn þakk- arefni og leiðsögn. Þau voru í raun og veru ægi- leg átökin þarna út í óbyggð- iimi, því þar voru. átök milli Ijóss og myrkurs um mannkynið allt. Hefði Kristur brugðizt, þá hefði verið úti um oss. Því ætti hverjum I.ærisvein að vera eðlilegt að snúa íhugun freistingasögunnar í þakkar- gjörð. f Getsemanegarði hófst baráttan að nýju, og í Getse- manegarð kemur margur læri- sveinn gagntekinn af þakklæti. Rétt fyrir utan hliðið að Getse- manegarði er »Pnstulaklöppin«, ! j>ar sem mælt er, að postularnir hafi hallast að sofandi forðum, meðan meistari þeirra sveittist ; blóði í sálarbaráttu. Margur lærisveinn hefir set- ið þar síðan, ekki sízt á skírdags- kvöld, gagntekinn af þakklæti —- | og iðrunartilfinningum. »Hvergi átti ég aðra eins stund í Gyðingalandi og þar,« í skrifaði langferðamaður og læri- ! sveinn, »Ég fann alveg ósjálf- ; rátt að þarna átti ég sæti, oft hafði ég sofið, miklu oftar en postularnir, en aldrei hafði Frelsari minn sleppt af mér I hendinni. Rússneskir pílagrímar j komu þar að, sem ég sat og kysstu steininn. Þeir rauluðu orð og’ lag, sem ég hafði ekki fyrr heyrt, en þó skildist mér, að þeir hug'suðu svipað og' ég, hugsuðu auðmjúkir um liðið líf og liðnar svefnstundir og' hugsuðú gagn- teknir af þakklæti um hjálp- ræðisbaráttu og trúfesti Frels- arans. Við gátum ekki talað saman, tungumálin voru svo ólík, en ein- Kristur, Gud á krossi píndur. kom og fœrdi lausnargjald. öllum heimi sekum sýndur, syndar braut og djöfuls váld. Lífs frá hjarta Ijósid bjarta lýsti mér ad hans klœdafald. Jesús, pú sern líf mitt leystir, lézt mig smakka kœrleik pinn. Elsku pinni önd mín treystir, oft pó bregdist veröldin. Einn pú lifir öldum yfir, allra sálna frelsarinn. Ég skal med pér vinna’ og vaka, vinur sálna, í gledi' og praut, á mig gladur ok pitt taka, eiga pig ad förunaut. Ljúft ég bid pig: Leid og styd mig, lausnari minn. á sigurbraut. I. N. hvern veginn skildist mér að trúarreynslan væri svipuð og að vér heyrðum allir hvíslað að oss, hverjum fyrjr sig: »Vakið og biðjið svo J)ér falj- ið eigi í freistni, andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er \eikt«. Má ekki lesa sömu leiðbein- ingu úr freistingasögunni? Jes- ús var viðbúinn og svaraði freistaranum með orðum heil- agrar ritningar, og* hann lifði í bæn, bað meðan aðrir sváfu og hratt frá sér tálsnörum Satans. — En hvað gjörum við? -— Eig- um við ekki, þú og ég, að reynp. að gjöra okkur það ljóst. seint og snemma, hvaðan freisting- arnar koma, hvað er í hættu, og hvaða vopn okkur eru veitt gagnvart j>eim? Bak við þær er Satan. Það er ekki orðum eyðandi við þá, sem segja að hann sé ekki til. Þótt engin Biblía væri til, til að segja oss frá honum, segði spillingin mikla ura aj.lan heim, að voldug vera hlyti að vera á bak við hana. Velferð okkar er í hættu, og orð irá Guði og bænarandvarp eru beztu vopnin. Á hverjum degi þurfum við að biðja: »Eig*i leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu«. S. Á. Gíslason. Frægum prófessor við háskóla keis- arans í Tokio var veitt lausn frn embætti, eftir að hann hafði sagt af sér. Astæðan var sú að hann sner- ist til kristinnar trúar. Er hann hafði tekið trú, tók þessi lærði og háttsetti maður að læra grísku og hebresku, til þess að hann gæti lesi?) ; heilagar ritningar á frummálunum. Hann hefir nú setzt að á búgarði, j sem hann átti, breytt honum í trú- i boðsstöð, látið setja samkomusal 1 húsið og ætlar framvegis að vinna að | útbreiðslu fagnaðarerindis meðal landa sinna. Nafn þessa prófessors er í Susuki. Er þessi fregn ekki hvatning til þín um að frambjóða sjálfan þig »sem lifandi, heilaga, Guði þóknan- lega fórn« og vinna betur að fram- ; gangi ríkis hans í umhverfi þínu?

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.