Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.03.1936, Blaðsíða 1
6. tölublað Reykjavík, 15. marz 1936 30. árgangur 3. sunnud. í föstu. (Lúk. 11, 14.—26). Með eda móti Jesú. Eftiv Jóhannes Sigurdsson, fvamkvæmdastjóra. Hér er dregin upp fyrir oss ein af hinum mörgu myndum, er sýna oss hina þrotlausu bar- áttu, sem stóð á milli Jesú og ó- vina hans. Og þessi barátta heldur áfram enn þá í dag, al- staðar þar sem Jesús kemur. »Og hann rak út mállausan illan a,nda«. — Eitt af hinum mörgu kærleiksríku góðverkum, sem Jesús framkvæmir. Mannf jöldinn horfir á og læt- ur ekki standa á því að láta skoðanir sínar í ljósi á þeim, sem frarakvæmir kraftaverkið. Margir verða undrandi, og hrifning grípur hjörtu þeirra við þessa sýn. Það voru þeir, sem minntust ritninganna og fyrirheitisins um hann, sem koma átti, og þeir sögðu: »Mundi ekki þessi vera Davíðssonur- inn?« (Matt. 12, 23). En sum- ir sögðu: »Með fulltingi Beelse- buls, foringja illu andanna, rek- ur hann illu andana út.« Það eru blind augu, hatursfull hjörtu, ofstækishugarfar, — ó- vinir Jesú. Mun ekki sársauki hafa stungið hjarta Jesú, þegar hann verður var við þetta hugarfar þeirra? — Hér er einn liðurinn í pínu og þjáningum hans í bar- áttunni við Satan. Með hógværð ogstillingu, snýr Jesús sér að óvinurn sínum og sýnir þeim fram á með föstum rökum, hve fráleitt það sé, að hann 'reki út illu andana með íulltingi Satans. En ef hann gjöri það með fingri Guðs, þaö ei', Anda Guðs þá sé líka Guðs- ríki komið yfir þá, með sigrandi krafti yfir valdi Satans. Hvers vegna þá ekki að taka á móti því með þakklæti og" fögmíði? Hér verður að taka afstöðu, rneð eða móti, og sú afstaða hef- ur eilífðar þýðingu. »Sá, sem ekki er með mér er á móti mér, og sá, sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir,« segir Jesú. Að vera á móti Jesú, ó, hve hræðilegt, — Það er að standa gegn sannleikanum, ljósinu, líf- inu, hreinleikanum og kærleik- anum. (Jóh. 14, 6; 8, 12. og 15, 13)., Það er að vera á mála hjá foringja illu andanna, og láta stjórnast af honum. (Jóh. 8, 44). Það er að vera guðvana í þess- um heimi, og" að lokum að standa um aílla eilífð fyrir utan dýrð Guðs, þar sem verða mun grát- ui' og gnístran tanna. (Mark. 8, 38; Matt. 22, 13). — Að vera með Jesú, ó, hve dýrðlegt. Það er að hafa öðlast nýtt líf og sigrandi kraft Guðs yfir valdi Satans. (Jóh.. 10, 10; Róm. 8, 37; II. Kor. 1, 18; I. Kor. 15, 57). Það er að eiga hinn sterkasta a?5 vini og vera varðveittur af honum (Jóh. 17, 11). Það er að hafa sæluríka fullvissu um guðsbarnaréttinn, og eiga hlut- deijd í fylling guðdómsins, og fá að lokum dýrðlega inngöngu i himin, þar sem ekki þekkist harmur eða tár, þar sem kvöl og vein er úti lokað, þar sem að dauðinn er gersamlega sigrað- ur. (Ef. 1, 3--14; Kol. 2, 9—10; Jóh. 17, 24; Op. 21, 4). Hvoru. megin ert þú, kæri lesari? Það er aðeins um tvennt að ræða. Með eða móti Jesú, að samansafna með honum eða að sund,urdreifa fyrir honum. Hlutlaus getur þú ekki verið. — Þú ert ef til vill einn af þeim mörgu í mannfjöídanum, sem á þessum föstutíma ert snortinn af kærleika Jesú, píslum hans og þrautum, og finnur til með honum, þegar á hann er ráð- izt, og- þegar hann er hæddur, hrakinn og hrjáður. Ef til vill hefur hann fengið að reka ein- hvern illan anda út úr hjarta þínu, og þú reynir að halda því fáguðu, sópuðu og prýddu. — Það er tími vakningarinnar. — En sjá, þetta er ekki nægilegt. Hinn illi andi mun aftur leita síns fyrri bústaðar, og finni hann hjarta þitt tómt, þá mun hann f ara og sækja sjö anda sér verri, og þeir munu 'allir taka sér bústað í hjarta þínu, og þá verður hið síðai'a ástand þitt verra hinu fyrra. Þess vegna veltur á svo miklu fyrir þig, að þú látir ekki staðar numið við hrifninguna eina saman. Heldur að þú takir þá ákvövðun, af heil- um huga og með óskiptu hjarta, að snúast í fylgd með Jesú, »til þess að Kristur fyrir trúna bíri ? hjarta þínn, svo að þú rótfest- ist og grundvallist í kærleika. svo að þú fáir ásamt öllum heil- ögum skilið hver sé breiddin, lengdin, hæðin og dýptin og komist að raun um kærleika Krists, sem yfir gnæfir þekk- inguna, og náir að fyllast allri Guðs fyllingu« (Ef. 2, 17—19). Þegar þú ert snúinn í lið með Jesú, og hann hefur tekið sér bústað í hl'arta þínu, og þú ert farinn að samansafna með hon- um, af því að andi hans knýr þig til þess, þá hefst baráttan, því óvinirnir munu ekki láta standa á sér, með háði, spotti og ofsóknum; þá skaltu gleðjast og fagna, því að þú ert á réttri leið, og Drottinn segir við' þig: »óttast þú eigi, því að ég er með þér; lát eigi hugfallast, þvi Biblían mæiir með sér sjálf. Prófessor einn, Aage Bentzen að nafni skrifar eftirfarandi orð um Biblíuna: Þegar ég var stúdent, stóð ég langt tímabil gagnvart þessari spurningu: Er Guð raunveru- leiki? Þá fór ég að lesa guð- spjöllin frá upphafi, og hélt end- urminningin um orð Jesú á leið- inni til Golgata mér hugföngn- um við mynd guðspjallamann- anna af honum. Hafði hann á röngu að standa, þegar hann tal- aði svo augiljóslega um Guð sem sjálfsagðan raunveruleika? Það var einmitt ræða hans um föð- ur sinn á himnumv sem kom honum út á veginn til Golgata. . Og svo varð það spurning fyrir mér, hvort hann eða dómarar hans höfðu á réttu að stand,a, og spurningin um það, hvort Guð væri raunveruleiki, varð að spurningunni til mín: Hvað virð- ist þér um Krist? Og ég fékk æ meiri löngun til þess að geí'a þetta svar: Ef þér hefir skjátl- azt, þá vil ég láta mér skjátl- ast með þér. Og því raunveru- iegri sem hann varð fyrir mér, því vissari varð ég um það, að honum skjátlaðist ekki um Guð. Á þann hátt er Biblían orðin sú bók, sem ég get ekki verið án. Við lestur hennar hafa orð hennarritazt svo í hjarta mitt, að þau koma upp í huga mér á örlagaríkum stundum og gefa þá leiðbeiningu, sem ég þarf á að halda. Þess vegna ráðlegg ég yður að lesa Biblíuna reglulega. Byrjið einungis að lesa hana, eins og þér lesið hverja aðra bók. Þér þurfið ekki að byrja með því að spenna. greipar. Ég er sannfærður um, að bókin sjálf mun einn góðan veðurdae: koma yður til þess. að ég er þinn Guð; ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig rneð hægri hendi réttlætis míns« (Jes.41,10). Veldu þá Jtsú í dag.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.