Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1936, Blaðsíða 3
B J A R M I 27 KRISTILEGT IIEIMILIS liLA Ð útgefandi: Ungir nienn í lieykjnvík. Kcmui' út 1. og 15. livci'S mánaðai-. Askriftargjald kr. 5.00 á ári. Gjalddagi 1. júnt Ritstjórn: Astráður Siguisíeindórsson ltjurnl Ejjólfsson Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504. Prestafækkun. Áhugi manna fyrii' því að verða sem mest til blessunar kirkju og’ trúarlífi landsmanna, kemur fram í mismunandi myndum. Ein {feirra er þingskj. 244, eða öðru. nafni »nefndarálit um frumv. til laga um skipun prestakalla. Frá meiri hluta ]aunamálanefndar.« Þeir, sem undir það rita, telja, að með samþykkt nefnds frumv. væri »trúmálalífi og kirkjusókn greiði gerður.« Þessa »virðing- arverðu« tilraun Iieirra til »efl- ingar« trúarlífi í landinu á að rökstyðja með reynslunni, sem sýni »að þar, sem prestar ganga upp í starfi sínu, halda þeir á- huganum, en þar, sem þeir margskipta sér milli annara starfa, dvínar hann bæði hjá þeim og’ söfnuðinum.« Um þetta viljum vér aðeins segja eftir- farandi. 1. Um greiðann, sem kirkj- unni er gerður, er bezt fyrir málsvara prestafækkunarinnar 2Íi tala sem minnst. Því hvort virðist lesendunum, aðséu meiri líkindj til, að kirkjufundir og presta- og sóknarnefndafundir séu færari um að dæma um, hvað sé til gangs fyrir starfið, 1 eöa hinir þrír nefndai’menn, sem undir álitið skrifa. Hinir fyrr- nefndu standa í starfinu og eru. því gagnkunnir — en umræddir þingmenn hafa víst aldrei fyrr verið bundnir við nein störf til eflingar kristinni kirkju. 2. Manni virðist eitthvað grun- samlegt við þann áhuga, sem allt í einu er orðinn fyrir því, hjá ýmsum, að prestarnir séu ekki of bundnir og »margskiptir«. Sérstaklega þegar á að bæta söfnuðunum það upp, með því að presti, sem nú er »skipt« milli 4 eða 5 kirkna á að »skipta<- milli 8 eða 9. Vekur og heldur það meiri áhuga í söfnuði að prestur messi ekki nema 5—6 sinnum á, ári í stað 12 sinnum? Landslýður er búinn að láta álit sitt svo skýrt í ljósi, að þing- mönnum ætti bráðum að fara að skiljast, að þeim ber tafar- laust að fella »greiðasemi« ]rá, sem á að gera trúarlífinu með »frumv. til laga um skipun prestakalla.« Skovgaard-Petersen: er frelsaður!“ Fyrirspurn: »Getur trúaður maður sagt um sjálfan sig: »Bg er frels- aðurc ? Eða er réttara að lifa lífi sínu í von um frelsi fyrir náð Guðs. Fróðleiksfús. Enda þó undanfarandj spurn- ingu hafi eiginlega verið svarað oft og mörgum sinnum, er hún þó sífellt í hugum manna — og það er kannske gott, að svo er; — það er víst að öllu leyti eins og það á að vera. Það eru til spurningar, sem heimurinn losnar aldrei við, af því að það eru persónulegar spurningar, sem hljóta og eiga að vakna í hjörtum hverrar nýrrar kyn- slóðar og nýrra manna. Nú veit ég reyndar ekki, hversu djúpar rætur þessi spurning u,m trúarfullvissu á sér hjá hinum »fróðleiksfúsa«. Satt að segja felli ég mig ekki almennilega við þessa undir- skrift í þessu. sambandi. Ef spurningin um trúarfullvissu er í raun og veru. brennandi hjá manni, kemur það ekki fram í »fróðleikslöngu.n« — heldur er það þá spurning hvort eitthvað »er eða er ekki«. Það er spurn- ing, sem varðar líf eða dauða. Hvert stefni? Er ég á leið til himins eða til útskúfunar? Elsk- ar Guð mig eða er mér varpað burt frá augliti hans? Verður mér einhverntíroa heilsað með náðarorðinu: »Gott, þú góði og vai-pað út í hin yztu myrkur? Á ég hina »dýru perlu« eða á ég hana ekki? — Allt þetta eru ekki spurningar, sem maður af fróðleikslöngun er að fást við eða leika sér að eftir því sem maður hefir tíma og tækifæri til; — það eru spurningar, sem (þar sem þær vakna í raun og veru) skelfa vorn innri mann. ★ En ef til vill stafar orðið »fróðleiksfús« í þessu sambandi af úrræðaleysi. Ef til vill dr bak við undirskriftina titrandi, lifandi, gagntekin mannssál, sem verður og vill fá lausn á spurningunni um frelsunina og þá líka á spurningunni um »full- vissu«. Því vil ég helzt trúa — og vil gjarna þrýsta vingjarn- lega, hönd hins »fróðleiksfúsa« um leið og ég segi: Já — trúaður maður getur sagt um sjálfan sig: »Eg er frelsaður«. Ef maður tillieyrir í sannleika {>eim, sem Guðs orö segir sæla: »hinum fátæku í anda«, »þeim, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.« o. s. frv., þá er það ekki sjálftekinn yfirgangur, heldur blátt áfram sannleikskrafa, að þakka Guði fyrir gjöf hans. Ef ég þekki synd mína, van- mátt minn, mitt algjöra úr- rseðaleysi og eðli mitt, sem er svo mikið ósamræmi í — og les svo, að Jesús Kristur hafi kom- ið til þess að gera synduga menn sáluhólpna, já, til þess að frelsa hið týnda, svo að þao er ekki hroki, heldur réttindi og þess vegna líka skylda að segja: Drottinn! ég er einn af þeim, sem þú komst til þess að leita að og frelsa; og ég þakka þér innilega fyrir gjöf þína og er viss um, að það sem þú hefir lofað í orði þínu, það efnir þú. Hið gagnstæða: að Ix>ra ekki að trúa og þakka Guði fyrir gjöf hans (NB.: ef maður eft- ir hugarfari sínu tilheyrir þeim, sem fyrirheiti Guðs eru ætluð), myndi vera synd; því að »sá, sem ekki trúir Guði, hefir gjört liann að lygara.« (I. Jóh. 5, 10.). ★ Að því leyti getur trúaður maður sagt um sjálfan sig með fullum rétti: »Ég er frelsaður!« En einmitt af því að frelsið, samkvæmt skýrum vitnisburði Guðs orðs, er aðeins heitið »hin- um auðmjúku« (»Guð veitir auðmjúkum náð«, Jak. 4, 6.), er aldrei hægt að segja: »Eg er frelsaðu.r!« með holdlegum sjálfsþótta eða með hrokafullri ánægju með sjálfan sig. Þá er grundvöllur sjálfrar fullviss- unnar ónýtur. Einnigi verður að muna það, að vér erum að vísu frelsuð af náð, en frelsisverkið í oss er ekki til lykta leitt. Þess vegna er trúarfullvissan aldrei fidl- lcomnuð fullvissa, heldur full- vissa í heilögum ugg og ótta. Þess vegna er trúarfullviss- an fullvissa, sem er sprottin af auðmýkt og þakklátu trausti á Guðs áreiðanlega oi’ðj — full- vissa í heilögum ugg og ótta, af því að fi’elsisverkið er að vísu byrjað en ekki endað. Guð vai*ðveiti oss frá því að trúi þjónn —« eða vei’ður méi' BRITTA 19 20 »Hvers vegna ekki fyrr?« »Ég vil ekki opinbera það fyrr, og hvei’s vegna skyldi Hjálmar fá að vita það á undan öllum öðrum? Mundu eftir því, að ég treysti þag- mælsku þinni. Sjáðu til, ég er ekki enn þá al- veg ákveðin í því, að það vei’ði Eiríkur, en það fer senniléga á þann veg.« »Veslings Hjálmar!« hvíslaði Britta og gleymdi sinni eigin soi’g við hugsunina u.m sorg hans. ★ Undir vorið kom Eiríkur heim. Fyrsta kvöld- ið sat hann ásamt Hjálmari inni í dagstofunni að Bei’gdölum. Sólin var sigin til viðar og tekiö | að rökkva. Eiríkur hafði kveikt á lampanum, í í í'ökkurbyi’jun. Hann vaj' ekki hrifinn af rökki’- inu og hafði engan skilning á [xeim geðbla1, sem rökkrið skapaði. Það, sem einkenndi hann, var það, að viðskipt- I in voru honum fyrir öllu öðnu Hann skýi’ði ná- kvæmar frá því, sem hann hafði fi'amkvæmt, en bróðii- hans krafðist og vildi fá að vita um allt, sem fram hafði farið á búgai’ðinum í fjar- veru hans. Hjálmar hafði að visu skrifað stöku sinnum, en það var allt of ónákvæmt að dómi , Eii’íks, sem allt vildi hafa, í í’öð og í’eglu, og þess vegna hafði hann nú margs að spyrja. Þeg- ar bræðurnir höfðu lokið við að tala um þessi mál, sátu þeir þögulir um hríð. Reyku.rinn úr pípum þeirra fyllti herbei’gið. »Hvernig lízt þér á það, að við fáum bi’áðum húsmóður líingað á heimilið?« spurði Eiríkur. »Húsmóður?« endurtók Hjálmar. »Já, ég er trúlofaður og vonast til þess að geta gift mig í sumar.« »Hvað segirðu? Hverri? Er hún frá Stokk- hólmi?« »Nei, hún á heima hérna í nági-enninu. Grun- ar þig ekki, hver hún er?« Hjálmar hristi höfuðið. Hann hafði ekki snel’- il af löngun til þess að geta upp á því. »Það er hún Elsa Vinge,« sagði Eiríkur. »Það er ekki satt,« sagði Hjálmar og stökk á fætui’. »Hvei’s veg'na ætti það ekki að vera satt?« spurði hann. »Af því að hún .... Það er ómögulegt! Er þetta ekki misskilningur hjá þér?« »Misskilningur!« endurtók Eiríkur móðgaður. »Ég hefi loforð frá henni um að opinbera trú- lofunina nokkrum dÖgum eftir heimkomu mína. Það stendur hérna í bréfi frá henni, og fyrir stuttu fékk ég staðfestingu á því af hennar eig- in vörum. Svo að þetta hlýtur að vera rétt, ef hún er þá ekki svikul.« »Svikul!« endurtók Hjálmar eins og bergmál.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.