Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1936, Blaðsíða 4
28 B J A R M I villast á holdlegum sjálfsþótta og trúarfullvissu! Það verður að hljóma skært, þegar maður segir: »Ég er frelsaður!« Skovgaard-Petersen. För til Palestínu, frh. náð hjá Guði. Og sjá, þú munt þunguð verða og, fæða son; og þú skalt láta, hann heita Jesúrn/1' Er við höfðum skoðað kirkj- una, gengum við í áttina þang- að, sem bílarnir biðu okkar. Ýmsir fleiri staðir eru sýndir ferðamönnum, sem koma til Nazaret, svo sem Maríulindin, verkstæði Jósefs og húsið, sem álitið er að Jósef og María hafi búið í, og hafi eftir því verið æskuheimili Jesú. Þessa staði gafst okkur ekki tími til að skoða, enda óvíst að hér sé um hina réttu staði að ræða. En það er dýrðleg tilhugsun, að vita sig í sama umhverfi og á sama stað, þar sem Jesús óx upp og þroskaðist að vizku, vexti og náð hjá Guði og mönn- um. Brátt höfðum við Nazaret. að baki okkar, og fram undan lá vegurinn fyrst í stórum bugð- um miður af hálendinu, síðan þráðbeinn svo langt sem séð varð; út úr Galileu. og inn í Sam- aríu og áfram í áttina til Davíðs belgu borgar. Seinni hluta dags sáum við húsin í Samaríu álengdar, og fram með veginum á báðar hlið- ar gat að líta olíutré, og þeim mun fleiri sem nær dró Sam- aríu. Einnig sáum við þar kinda- hjarðir álengdar. Nokkru eftir að við höfðum ekið gegnum Samaríu, komum við í d,alinn milli fjallanna Ebal að norðan og Garizim að sunn an, Þaðan blasir við okkur bær- inn Sikem. Nú erum við komn- ir á slóðir feðranna. »0g Abraham fór um landiö allt þangað, er Sikern heitir,« segir í I. Móseb. Hér birtist Drottinn Abra- ham í fyrsta sinn í Kanaans- landi, og sagði við hann: »Niðj- um þínum vil ég gefa þetta land.« Héma reisti, Abraham Drottni fyrsta altarið í Kanaanslandi. Og hér var það, að Jakob sett- ist að, er hann kom frá Mesó- pótamíu. Frh.. Otvarp, Reykjavík! Fimtud. 26. marz var haldiö í út- varpið erindi, sem vakti athygii fjölda manna fyrir það, að það skyldi vera haldið í útvarp, sem \ að gœta fyllsta hlutleysis í öllum málum. En í þessu erindi, sem fjall- aði um baráttu sænsku þjúðarinnar gegn sorpritum og klámritum, Ieyfði fyrirlesarinn, sem var fréttamaður útvarpsins, sér að taka ákveðna af- stöðu gegn »hinum svo kölluðu kristilegu menningarfélögum«. Mörg- um áheyrendum þótti nóg um hvað fyrirlesarinn dró taum annars flokks- ins, og þótti hann ekki gefa óvill- andi lýsingu á þeim atburðum, sem í Svíþjóð voru að gerast síðastliðið ár. Ef til vill mun »Bjaj-mi« geta fært lesendum sínum gleggri lýs- ingu innan skamms á þessari tilraun Svia, til þess að varpa af sér klafa klámritanna, og hvern árangur hún hefir borið. Úr ýmsum áttum. Eitt af sjúkdómseinkennum vorra tíma er hin svo kallaða heiðnu .stefna, sem einkum hefir verið nefnd f sambandi við Ludendorff og Þýzka- land. En hún breiðist út víðar en þar. i Ungverjalandi hefir t. d. verið stofnaður félagsskapur, sem tekur Húna sér til fyrirmyndar og færir herguðinum Hadur fórnir vikulega. Sömuleiðis miða þeir tímatal sitt við ríkisstjórn Attila Húnakonungs. Hreyfingu þessari hefir þó ekki ver- ið vel tekið og hafa yfirvöldin skor- izt. í leikinn, meðal annars með því, að handtaka rithöfund nokkurn, sem er einn af aðal hvatamönnum hreyfingar þessarar. f Póllandi hefir einnig verið unn- ið að því að vekja á ný hin gömlu, heiðnu trúarbrögð þar í landi. ★ Tekjur danska heiðingjatrúboðsins urðu 1,119,000 krónur firið 1935. Er það talsverð aukning frá því árið áðnr. Félagið hefir átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja undanfar- in ár, en nú hefir útlitið batnað mjög. ★ Finnar þeir, sem eiga heima innan landamæra Rússlands, og eru lúth- erskrar trúar áttu áður 120 kirkjur en nú er aðeins ein þeirra eftir. ★ Arið 1927 voru 98 viðurkenndir (sér)trúarflokkar í Japan. Firnm ár- um síðar voru þeir 416. Þetta sýnir glögglega óróa mannanna og með- vitund þeirra um eigin vanmátt. Það er gleðiefni í þessu sambandi að geta þess, að 1935 seldust tvófalt fleiri Bibliur en árið áður. ★ Alþjóðaþing sunnudagaskólaslarfs- ins verður háð I Oslo 6. 12. júlí næst komandi. Búist er við 2500 þátt- takendum frá 17 þjóðum. Stjórnandi mótsins verður sir Mackentish, sem er forseti alþjóðasambandsins. Yfir- skrift mótsins er: Kristur von heimsins (Chiist the Hjpe of the World). 21 »Hvað áttu við?« spurði Eiríkur og stóð upp bæði gramur og áhyggjufullur. Yngri bróðirinn stóð þarna fyrir framan hann svo niðurbrotinn, að Eiríkur sá glöggt, hvernig í öllu lá og varð gagntekinn af meðaumkun. Það var þó ekki það, sem Hjálmar óskaði eftir. »Þú skalt ekki taka það alltof hátíðlega, sem ég segi,« sagði hann með rödd, sem varð hörku- leg við áreynsluna að gera hana. styrka. »Mér líður ekki rétt vel í kvöld. Ég er búinn að fá höfuðverk af öllum þessum viðskiptamálefnum. Ég verð að fara út til þess að kæla höfuðið.« Með þessum orðum fór hann út úr herberg- inu í flýti, auðsjáanlega hræddur um að missa vald yfir sjálfum sér. Eiríkur sá hann fara í áttina til skógarins og hverfa í rökkri vornæt- urinnar. Klukkan sló rólega tíu högg. Það var því orðið of framorðið nú til þess að íara, til því orðið of framorðið nú til jiess að fara, til Ortofte og spyrja Elsu að því hvort hún hefði leikið tvöfalt hlutverk. Eiríkur settist aftur þar, sem hann hafði áður setið og kveikti í pípunni sinni, en hann gleymdi að reykja, og þess vegna fór hann brátt út., — Næsta morgun um sólarupprás, meða.n grasið var enn döggvott, gekk Britta Reiner þvei-t yfir garðinn heima hjá sér. Þá heyrði hún brak í kvistum, sem brotnuðu undan þungum skref- 22 um í skóginum fyrir handan veginn. Ilún leit þangað kæruleysislega, og jafnskjótt breyttist svipurinn á andliti hennar. Hún sá Hjálmari bregða fyrir, og var hann að hverfa milli greni- trjánna. Hún sá andjitsdrætti hans aðeins í nokkur augnablik, en það var. nóg til þess að hún skildi allt. »Ha.nn hefir fengið að vita það,« hugsaði hún með angistartilfinningu. Morgunverkin biðu hennar, en hún gat ekki beint huganum að þeim; hún vann öll verk sín eins og í leiðslu. Hún stóð lengi hikandi úti í garðinum og horfði til skógarins, þar sem hún hafði komið auga á Hjálmar. Fótatak barst að eyrum hennar, en í þetta sinn kom það utan af veginum. Það vai' Eiríkur, sem fór fram hjá, án þess að taka eftir henni. Hann var fölur í bragði og hörkulegur og gekk í áttina til Ortofte. Eftir nokkurn tíma, sá Britta hann koma aftur, en andlitssvipur hans var ekki mildari. Hún var að bíða eftir því, hvort hún mundi ekki fá að sjá Hjálmari bregða fyrir og vonaði; að hann mundi ef til vill leita huggunar og hluttekriingar hjá henni, eins og hann hafði oft gert á bernskuárum sínum. En hann kom ekki. Hann reikaði um í skóg- inum, án þess að hafa nokkurt markmið. T fyrsta skipti var náttúran máttlaus og gat ekki hrifið augu eða athygli hins unga náttúrufræðings, f Póllandi hefir mótmælendakirkj- an aukizt mjög. Vakningar hafa orð- ið fyrir starf hennar, einkum sunn- an til í landinu. I Galizíu eru um 20 lútherskir söfnuðir og 1 Volhyníu 7. Söfnuðirnir eiga við bág kjör að búa, en þeir hafa verið talsverl, styrktir af trúbræðrum í öðrum lóndum. Meðal annárs hafa Svfar gefið eina kirkju og danskir söfn- uðir hafa hið sama í hyggju. ★ f Danmörku eru félagssamtök, sem hafa það markmið, að leggja Bihlíu á náttborðið í hverju ein- asta hótelherbergi landsins. Þeir, sem að þessu starfa, gera sér vonir um, að ferðamenn, sem á hótelun- um dveljast, lesi í Ritningunni og komist við það undir áhrif heilags anda. Nýlega var haldinn fundur i Viborg. Þar var hinum fyrstu Biblt- um, sem á að útbýta I þessum til- gangi, raðað upp fyrir framan ræðu- stólinn þannig, að þær mynduðu kross. Framan á hverja Biblíu voru rituð orðin í Jóhannesarguðspjalli 3. kap. 16. vers. ★ Aðalframkvæmdarstjóri fyrir al- þjóðasambandi hinnar kristilegu stúdentahreyfingar var nýlega á ferð á Norðurlöndum. I sambandi við för hans gátu blöðin þess, að meðlimir hinnar kristilegu stúd- entahreyfingar væru nálægt 300 þúsund. ★ Undanfarið hefir þýzka mótmæl- endakirkjan átt við mikla erfiðleika að - etja. Þgssa hefir einnig gætt gagnvart heiðingjatrúboðinu. Á trúboðsakri þýzku kirkjunnar starfa nu 1552 trú'boðar frá Evrópu og auk þess 11400 innfæddir starfs- menn. Tala safnaðai-meðlima er rúm- lega 1% milj. ★ Tignarmaður nokkur, sem ætlaði f ferðalag, sagði við þjón sinn: »Æg fel þér tvennt til varðveizlu; nefni- lega barn mitt og klæðnað þess.« Hvað ætli þessi tignarmaður segði, ef þjónninn tilkynnti honum við heimkomu hans: »Herra! hér er klæðnaðurinn, en' barnið er týnt.« Og hvað ætli Guð segi við þá, sem við komu Drottins Jesú segja: »Drottinn, hér er líkami minn! Ég hefi annast hann vel og ekkert spar- að til þess að gæta hans. En sálimii henni hefi ég týnt. Ég hufði ekki tima til þess að gæta hennar.í. ★ Lelðrfittíng. í greininr.i: Hvað er að gerastV í síðasta tbl. IJjarma stiið, að vakningaviku K. F. U. M. og K. hefði lokið með altarisgöngu í dóm- kirkjunni 15. febr., en átti að vera 15. m arz. ★ Til lilaðsius I marz: S. S. 2 kr., G. R. 5 kr., N. G. 5 kr„ R. G. 2 kr„ I. G. 3 kr., A. J. 1 kr., »Lukkukvöld« 22,36. Alls 40,36. Kærar þakkir! ★ Höfum móttekið greiðslu frá eft- írtöldum kaupendum Vestanhafs fyr- ir árið 1936: Mrs. Johanna Hall- grimsson, Minneota, Mr. Bjarni Jon- es, Minneota, Mr. John Gíslason, Bredenbury, Sask., Mrs. G. T. Gísla- son, Bredenbury, Sask., Mrs. E. Gunn- arsson, Bredenbury, Sask., Mrs. Ingi- björg E. Hinriksson, Churchbridge, Sask., Mrs. Guðfinna Thorgeirsson, Mental Hospital, Weyburn, Sask. — Ritstj. Blaðið hefir fengið pósthölf 651, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.