Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.04.1936, Blaðsíða 2
B J A R M I Viggó R. Jessen: För til Palestínu. Frh, Margar aðrar myndir liðinna atburða gæti Sikem-dalur dreg- ið upp í huga þess manns, sem vel er kunnugur heilagri Ritn- ingu. Það vildi til smávegis bilun á vagninuro, sem ók næst á und- an okkur, syo vagnstjórinn okk- ar nam staðar, til að Ijá hon- um aðstoð sína. Við þessa töf gafst okkur tími til að skoða okkur um. Bærinn Sikem, sem einnig er nefndur Nablus, hefir um 25 þús. íbúa. Petta var um sólarlagsbil, og er við lögðum af stað aftur, var komið sólarlag, þótti því of seint að nema staðar við Jakobs- brunn, en honum ókum við fram hjá nokkru seinna, skammt frá þar, sem vegurinn liggur til Síkar. Þarna við brunninn var það, að Jesús átti tal við samversku konuna, er hann á leið sinni til Galileu kom til bæjar í San>- aríu, sem Síkar heitir, nálægt landi því, sem Jakob gaf Jósef. Álengdar sést bærinn Síkar, þar sem samverska konan að samtalinu loknu, flutti vitnis- burðinn Jesúm, og sagði: »Kom- iö og sjáið manninn, sem sagði mér a.lt, sem ég hefi aðhafzt; ætli þessi maður sé ekki Krist- ur?« Skammt frá Jakobsbrunni sjáum við gröf Jósefs. I Jósúabók segir svo: »En bein Jósefs, sem Israelsmenn höfðu með sér frá Epiptalandi, grófu þeir í Sikem, í landspildu þeirri, sem Jakob hafði keypt af son- um Hemors, föður Síkems.« Kl. tæplega 6 vorum við móts við Betel. Þessa sömu leið, frá Síkem til Betel, fóru þeir Abra- ham og Lot með hjarðir sínar fyrir rúml. 3500 árum. Mörgum árum seinna, var ungur maður sendur af föður sinum til Mesopotamiu, til þess að taka sér konu. Leið hans lá um þessar slóðir, og er hann kom á þennan stað, sem nú er Betel, var sól runnin. Og hann tók einn af steinum þe.im, er þar voru og lagði undir höfuð sér og- sofnaði; Um draum hans segir á þessa leið, í 28. kap. I. Mósebókar: »Ho.num þótti stígi standa á jörðu, og efri endi hans ég mun aftur flytja þig til þessa lands; því ekki mun ég yfirgefa þig fyr en ég hefi gert það, sem ég hefi heitið þ'ér. Þá vaknaði Jakob af svefni sinum og varð að orði: »Sannar- lega er Drottinn á þessum stað, hér er vissulega Guðs hús og blið himinsins.« Og nefndi hann staðinn Betel.« Var nú aldimmt orðið, og varpaði máninn bleikri birtu sinni yfir hæðir og hálsa. Brátt sást haf af ljósum fram unclan. til hægri handar, og sagði okkur leiðsögumaðu.rinn að þar sæum við ljósin í Jerúsalem. Framundan sáum við dalinn Kedron, og ljóg allmörg vinstra megin dalsins; voru þau á Olíu- f jallinu. Hluti sá af Jerúsalem, sem við nú komum inn í, hefði eins get- ná til himins, og sjá, englar Guðs fóru, upp og niður stigann. Og sjá, Drottinn stóð hjá hon- um og mælti: Ég er Drottinn, Guð Abrahams föður þíns, og Guð. Isaks; landið, serh þú hvíl- ist á mun ég gefá þér, og niðj- um þínum. Og.niðjar þínir skulu verða, sem duft jarðar, og þú skalt útbreiðast til vesturs og austurs, norðurs og suðurs, og af þé'r munu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta, og aí þinu afkvæmi. Og sjá, ég er meö þcr og v'arð- veiti þig, hvert, sem þú fer, og Jerúsalem séð frá Oliufjallinu. að verið einhverns staðar í Evrópu; breiðar malbikaðar göt- iu\ og hvarvetna gat að líta hús í smiðum. Sum þeirra voru stói' verzlunarhús, byggð eftir nýj- ustu tízku. Kl. um ¦6-í- nam bíllinn staðai' við gistihúsið, sem átti að vera heimili okkar þennan ailt of stutta tíma, sem við fengum til dvala.r í Jerúsalem. Var það fyrsta flokks gistihús, þýzkt, og rúmaði 100 gesti og b.úití öllum nýtízku þæginduin. Kvöddum við þaina hinn ar- abiska leiðsögumann okkar, og Þessi sami kraftur er boðinn oss í dag. Hjá oss á því einnig breytingin að verða. Vér erujn vígð gleði, starfi, baráttu, sorg og dauða, en einn- ig krafti hins eilífa lífs. Breytingin getur orðið nú. Áður nótt, nú dagur. Dagur upp runninn, og honum fagnað af dagsins börnum, sem hafa öðlast nýjan kraft. Vér lesum um þessa breytingu, — »Eins pg Kristur var vakinn upp frá dauðum fyrir dýrð föðurins, svo skulum við og ganga í end- umýjung lífsinsÁ Þeir sem eiga páskatrúna, taka nýja lífsstefnu, já einmitt Z?/6stefnu, ekki aðeins stefnu, heldur lífsstefnu. Þeir eiga ekki aðeins skoðun, heldu,r lífsskoð- un. — Hvernig er hún? Hún er þann- ig. »Fyrst þér eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra^ þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið uro það, sem er hið efra, því að þér eruð dánir, og líf yðar er fólgið með Kristi í Guði. Þegar Kristur, líf vort, opinber- ast, þá munuð }>ér og ásamt hon- um opinberast í dýrð.« Þetta er að lifa. — Vér lif um liér nokkur ár, störfum, gleðj- umst og hryggjumst. Og allt er þetta um stund. Allt er hverf- ult. En hvar er þá lífið? Hvar er hið sanna líf? Það er fólgið með Kristi í Guði. Þegar vér finnum kraft háns, þá vitum vér fyrst hvað er að lifa. Þá. lifum vér páskalífinu, sem er haldið við af páskakraftinum, krafti upprisu Krists. Þetta er ad lifa. — Hve sælt að eignast þetta líf. Hve gleði- iegt að mega flytja mönnunum þenna boðskap ujn sigur hinn- i',r kristnu. trúar og gleði, að mega bera þessa huggun til hinna sorgbitnu og sjúku, Hvað á að koma í stað pásk- arina? Ekkert fær jafnazt á við I>enna kraft. Bendum á þenna kraft. Lát- um hverja páskaprédikun stjórnast af þessari játningu: »Ég trúði, þess vegna talaði ég.« Bendum á kraftinn, sem mönnujium er boðinn nú, og horfum fram til hins mikla páskadags, er ekkert dregur úr sigrinuro! og gleðinni. Tökum á móti þeirri páska- gleði, sem er í því fólgin, að vér tökum á móti krafti upp- risu Krists. Amen. sáuro við hann ekki meira, þvf í Jerúsalem var öorum fengin leiðsögnin í hendur. I gistihúsinu hittum við marga af ferðafélögumi okkar, sem voru nýkomnir, en margir voru enn þá ókomnir af |)eim, sem' þar ætluðu aö búa. Eftir að búið var að vísa okk- ur á herbergi okkar, fórum vk> íit til þess að skoða bæinn, þar til kl. 74- að neyta átti kvöld- verðar. Eftir að hafa gengið stundarkorn, komum við að stóru. hliði á múrnum, sem ujii'- lykur gömlu borgina. Var okkur sagt, að þetta væri Jaffahliðið. Okkur var litið inn í nokkrar verzlanir á leiðinni heim aftur,. og keyptum við nokkra minja- gripi og myndir a.f Jerúsalem. Veittist okkur örðugt að líta í Ijúðarglugga án þess að þurfa að fara inn, og því örðugra að- komast út af tur, án þess að létta eitthvað á pyngjum okkar. Gyð- ingar í Palestínu eru áreiðanlega engir eftirbátar kynbræðra sinna annarsstaðar í heiminum, í því að fá menn til þess að verzla. Meðan á máltíðinni stóð var okkur tilkynnt, að kl. 8 að- morgni yrði lagt af stað til þess að skoða borgina. Að lokinni máltíðinni fórum við félagar aft- ur út, og var okkur reikað víðs- vegar um hinn nýja bæ, sem liggur aðallega að vestan verðu við gömlu borgina. Komum við nú í götu eina, sem heitir Julian Way. Eru þar tvær hinar stærstu byggingar borgarinnar. Húsið á hægri hönd, er einhver falleg-asta byggingin í Jerúsalem. Er þaö turnbygging, og á miðjum turn- inum, sem er um 70 m hár er kross. Húsið er eign K. F. U. M, Gyðingar í Ameríku gáfu 1 millj. dollara til byggingarinnar, Vinstra megin við aðalbygg- inguna, er önnur roinni og er það sundhóll, sú eina, í Pales*tínu. Hægra megin er önnur álíka bygging, og ex það hljómleika- salur, með þeim stærsta í Aúst- urlöndum. Húsið andspænis K. F. U. M. er stærra en ekki eins fallegt. Með gylltum bókstöfum stendur nafnið: »King David Hotel« á framhlið hússins. Er það eitt- hvert hið veglegasta og dýrasta gistihús í Afríku og Asíu.. Var okkur reikað víðar u.m hinar nýju Pg breiðu götur. Á húsi einu í »Jaffa Road«, sero er ein af aðalgötunum var Cels- íus hitamælir, og var hjtinn 25°, þetta var ujn 10 leytið. Þótti okkur því broslegt, er við minnt- umst þess að við höfðum verið varaðir við því, áður en við kom- um til Jerúsalero, að það kóln- aði talsvert á kvöldin. Framh. á öftustu síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.