Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1936, Side 3

Bjarmi - 01.05.1936, Side 3
B J A R M I 35 KMSTILEGT HEIMIMSULAÐ i'tíícfnr.dl: Uncii' mcnn í Ho.ykjnvík. Koinur út 1. ojí' 15. hvors mnnnðnr. Askrlftarg'lnlil kr. 5.00 n nri. Ojalðdngi 1. júní. lUtstjórn: Astrnður Siííiii s oii.ilórsson Bjarni Eyjólfsson Gunnar Sigurjónsson. Afgrciðsla Þórsgötn I. — Síinl 3504. Pósthólf 651. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. leika um samféla.g- við Guð. Ég átti enga slíka trúarvissu, enda )>ótt ég játaði lútherska" trú eins og þetta fólk gerði, og vildi treysta. Gu,ði eins og það, Ég skyldi ekki, hvernig á þvi gæti staðið, og hugsaði með sjálfum mér: Ætli þetta sé ekki einhver trúarvilla eða ímyndun, að menn geti í raun réttri eign- azt slíka vissu. En trúarvilla og ímyndanir á svæði trúmála hafa jafnan verið mér ógeðfelld- ar, — og gæti ég bezt trúað, að það sem ég lærði í stærð- íræði hjá Birni heitnum Jens- syni eigi sinn þátt í því. Þá var það, að mér kom í hug grein, sem ég hafði lært mörg- u.m árum áður í kverinu. mínu, þar sem talað er um, að vér get- um eignast »gleðiríka fullvissu um, að vér séum Guðs börn og samarfar Jesú Krists«. Þau orð höfðu, verið mér sem hebreska þangað til, en nú sannfærðu þau mdg um, að hér var ekki um neina sérkreddu að ræða og vís- uðu mér beint og óbeint til Páls- bréfa og Jóha.nnesar-ritanna í Nýja testamentinu, þar sem þessi dulræna trú er megin- u.ppistaðan, er aftur hjálpaði mér tii aðl eignast þessa perlu, trúarvissuna. 1 útvarpserindi mínu um kristniboð hvatti ég hlustendur til að kynna sér það og sinna því málefni, en ég býst ekki við, ac ég hefði nokkuð skipt mér aí því máli fyr né síðar, ef ég hefði ekki sjálfur þekkt af reynslu þetta innsta eðli krist- innar trúar. Væri kristniboðið ekki annað en tilraunir trúboða til að fá fólk til að sleppa samsinningu fyrri trúarbragða sinna og taka. sér í munn samsinningu við trúarskoðun kristniboðanna, þá teldi ég ekki ómaksins vert að fórna mannslífum og fé til að koma þeim skiptum á. En al- veg eins er ég enginn stuðnings- maður þeirra presta eða trú- boða heima fyrir, sem ekki hafa annað að flytja en áminningar Frh. á öftustu síðu. Trúarlíf í Færeyjum Hér I bæ c r st addur maður' að nafni J. H. Simonsen frá Færeyjum. Er hann fendur til þcss rö starfa meðal færeyiskra sjómanna hér við land. Hann hefir aðsetur á sjómanna- stofunni á Norðurstíg 4. R.'tstj. þessa blaðá hittu hann þar að máli til þcss að fá fréttir af trúmálalífi Fierey- inga. Fer hér á eftir það heb.ta, sem sagt var. »Vér höfum heyrt, að það hafi undanfarið verið vakningar á Færeyjum. Er það rétt?« »Já, það eru nær 30 ár síðan þær hófust. 1 fyrstu fóru þær hægt yfir, því fólkið kunni ekkt vel við, að leikmenn væru að prédika, en eftir því sem árin liðu og skilningur fólks- ins óx, hafa. þær færst i aukana og orðið að heil- brigðri kirkjuleg'ri hreyfingu. Ein af orsökunum fyrir fram- gangi starfsins eru ef til vill, hin erfiðu atvinnuskilyrði bæði á sjó og landj, þar sem menn standa augliti til auglitis við al- vöru lífsins, Einnig- veldur hin trúarlega, alvörugefni, sem er eins og mörgum Færeying í blóð ijorin, miklu um í þessu efni.« »Eru margir la.unaðir leikpré- dikarar, sem vinna að þessuni málum?« »Þeir eru 3 hjá »Innra trú- hoðinu« og auk þess hefir K. F-. U. M. í Danmörk sent 1 mann, sem starfar í Þórshöfn. Þetta starf hófst eiginlega með því, að danska »Innra trúboðið« sendi tvo guðfræðinga til að starfa á Færeyjum. Fyrir 17 ár- um var fyrsti Færeyingurinn í áðinn til Jjessa starfs og nú eru allir' starfsmennirnir færey- iskir«. »Hvernig er ’starfinu eiginlega hagað? « »Aðferðin hefir í stuttu máli verið sú, a.ð við höfum starfað í sunnudagaskólum meðal barn- anna, en haldið helgunarsam- kornur og vakningarsamkomur fyrir aðra. Helgunarsamkomurnar eru haldnar í miðri viku, en va.kn- ingarsamkomurnar á sunnud.ög- um, því þá er hægast að fá fólk- ið til að koma á samkomur. Stundum, en þó einkum á vetr- um, eru. haldnar vakningarvik- ur í bæjunum. Á daginn er hald- in helgunarsamkoma, en opin- ber samkoma á kvöldin. Enn- fremur eru haldnar reglubundn- ar samkomur í bæjunum allt ár- ið. — Ein grein »Innra trúboðsins« er »Broderkredsen paa. Havet«, sem hefir um 200 trúaða sjó- menn innan sinna vébanda. Iiver meðlimur starfar á því skipi, sem hann er á, með því aö halda samkomur, biblíulest- ur, bænastund, eða eitthvað slíkt á sunnudögum. Oft hafa orðið vakningar á skipunum fyrir þetta starf. Þessir menn starfa líka heima á veturna, hver í sinni byggð og fara stundum prédikunarferðir i önnur byggð- arlög. »Broderkredsen paa Havet« heldur ársþing sitt í nóvember ár hvert. Þau eru háð til skiptis i í hinum stærri bæjum, Þingið stendur yfir 3—4 claga. Síðast- liðið ár var það háð í Þóishöfn. T sambandi við það voru haldn- ar samkomur á hverju kvöldi í kirkjunni, og voru þær svo vel : eóttar, að kii'kjan var troðfull öll kvöldin og rúmar hún þú jafnmarga. og Dómkirkjan hér j í Reykjavík.« »Hvernig fara þessar saml-om- j ur fram?« »Þær hefjast með því að ein- hver biður bæn, les í Guðs orci og heldur ræðu. Því næst er orð- ið gefið frjálst og kemur fyrir að 10 -12 standa upp og vitna, j bæði prestar og leikmenn. Fólk úr flestum bæjum eyjanna sæk- ir ársþingið.« »En hvernig er sjómanna- starfið sjálft rekið?« »S j óman n astarf ið er rekið þannig, að hér við Island er starfað á vorvertíð og auk þess 1 á sumrin á Norður- og Austur- landi. Síðast liðið sumar var cinnig starfað meðal sjómanna ! við Grænland. I sumar verður byggt þa,r sjómannaheimili, og var fé til þess, 10 þús. kr., aflao með frjálsum samskotum í Fær- eyjum síðastliðinn vetur. Ann- ara tekna sjómanna trúboðsins er aflað með sainskotum, sem fer fram í öllum kirkjum einu sinni á ári,« »Hve margar kirkjur eru í Færeyjum?« »Þær eru um 60.« »Auk þessara tekjuaflana, sem að framan getur, vinnur kven- ; íélag S. K. A. (Sömandsmision- ens kvindelige Arbeidere) að því i að afla. fjár. I því eru mörg BRITTA 27 getur ekki haía haft hugmynd um tilfinningar i þínar gagnvart henni?« »Ekki minnstu hugmynd,« svaraði Hjálmar i með óskammfeilni, til þess að leyna því, að það var eins og þessi ósannindi logbrenndu hann j í tunguna. »Þá hefi ég gert henni rangt ti 1 ?« sagði Eirík- ur og fór iðru.nin að gera, vart við sig hjá honum. »Já, það hefir þú.« Eiríkur var hugsandi, og smám saman birti yfir svip hans. Loks leit hann á Hjálmar og rétti honum hendina, »Þakka þér fyrir!« sagði .hann. »Þú getur ekki ímyndað þér, hvílíkri byrði þú hefir létt af mér, það er þung'bært að gruna. þá, sem manni þykir vænt um,« »Það er það víst,« sagði Hjálmar. »Enginn annar en þú hefði losað mig við allan grun,« hélt Eiríkur áfram, »þ>ví að ég veit, að maður getur treyst oi’ðum þínum betur en nokkurs annars. Þú hefir aldrei getað sagt ó- satt,« Hjálmar leit niður þegar hann heyrði þetta hrós og fa,nnst hann vera mesta vesalmenni, en hann þagði, til þess að ónýta ekki fórn, sína meú einu orði. Hann hafði fórnað meiru en lífinu fyrir Elsu, hann hafði fórnað heiðri sínum. Sam- vizkan ákærði hann, en hann þag-gaði hana nið- ur. — 28 Eitt var Hjálmari ljóst, Ha,nn varð að fara burtu og það skjótlega. Hann gat ómögulega haldið áfram að vera. a,ð Bergdölum og sjá Elsu þar sem eiginkonu Eiríks. Eldri bróðirinn skildi þetta og þurfti því engar skýringar, þegar Hjálmar stuttu síðar bað um að fá sinn hlu.ta af búgarðinum og verzluninni í reiðu peningum. »Þú ska.lt fá þá jafniskjótt og- mér hefir tek- izt að útvega, þá,« svaraði Eiríkur, »en hvað hef- ir þú hugsað þér að leggja upphæðina í?« »Það veit ég ekki enn þá, þá koma dagar og þá koma ráð,« sagði Hjálmar. »Fyrst og fremst ætla ég út að skemmta mér.« Eiríkur hristi höfuðið. »Ég; er hræddur við að láta þig íá allt, fyrr en þú ert búinn að gera áætlanir þínar,« sagði hann, »annars getur verið, að þú sólundir því öllu saman og standjr svo slippur og snauður eftir,« »Nú já, og hvað þá. Ég skal ekki verða nein- um til byrði. Ég get unnið. Og eftir á að hyggja, eru þetta ekki mínir peningar?« »Ju, auðvitað, en ...« »Og er ég ekki myndugur?« »Jú, kanuske eftir aldri.« »Hef ég þá ekki rétt til þess að gera það sem ég vil við það, sem ég á?« « »Það er af umhyggju fyrir þér ...«

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.