Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1936, Blaðsíða 4
36 B J A R M I hundruð konur, sem haf'a bazar á heimaunnum mu,num í sa.m- bandi við ársþing B. K, H.« »Eigið þið nokkuð s.jómanna- heimili á Færeyjum?« »Já, við eigum stórt sjómanna- heimili í Þórshöfn. Það var byggt árið 1923 og kostaði 115 þús. kr. Auk þess störfum við í trúboðshúsum í stærstu ver- stöövunum, meðan sjómenn eru að undirbúa skip sín til veiða,« »Hve mörg trúboðshús eru á Færey.jum? « »Þau eru um 15 og öll reist með frjálsum samsko,tum.« »Hvernig er annars öllu, þessu starfi stjórnað?« »Hinir trúuðu í hverjum bæ velja einn mann sem er l'ulltrúi þeirra á þingi, sem haldið er í •október ár hvert. Það þing' vel- ur sér síðan 7 manna stjórn. Stjórnar hún síðan öllu þessu ,starfi.« »Eru menn af öllum stéttum í þessari miðstjórn, eða einungis andlegrar stéttar menn?« »Nú eiga sæti í þessa.ri stjórn 1 prestur, 1 konsúll, 1 káupm., 1 sjómaður og 3 trúboöar.« »Hvernig er samstarf milii presta og leikmanna?« »Það er ágætt. Þar sem ekki eru trúboðshús er starfió rekið í sjálfri kirkjunni. Stundum faka prestarnir þátt í því.« »Hve margir prestar eru á Færeyjum?« »Þeir eru 11.« »En íbúar eyjanna?« »25—26 þús.« »Er ekkert sérstakt starí meðal unglinga?« »í Þórshöfn starfar K. F, U. Ivl. og' K. Annars er starfið sam- eiginlegt meðal unglinga og fu.ll- orðinna og, er það mest ungt fólk, sem tekur Jmtt í starfinu.:< »En líknarstarf. Er ekkert slíkt kristilegt starf á Færeyj- um?« »Slíkt starf er mestmegnis rekið af því opinbera. Þó má geta þess a.ð við byrjuðum fyrir 10 árurn að reka barnaheimili í Vestmannahavn og eru þar nú 17 börn.« »Og framtíðin. Ilvað segið Joér u.m hana?« »Um hana vil ég sem minnst segja. Enn þá hefir hin nýtízku heiðni ekki komið til Færeyja þannig, að hún hindri framgang hins kristilega, starfs. Mest megnis er það Jdví að Jiakka, að hið gamla kristilega. uppeldi heldur áfram á heimilum, í slcól- um og kirkjunni. ! kirkjunni hafa verið, og eru enn, haldnar guðsþjónustur hvern sunnudag, hvort sem það er messudagui' prests í hluteigandi kirkju eða ekki, Djákninn les prédikun út af guðspjalli dagsins úr kór- dyrum. Guðsþjónustan fer að öðru leyti fram eins og venju- lega nema hvað tóninu er sleppt. I annari .hverri eða hverri messu, sem presturinn heldur er fjölmenn altarisganga.« ★ Þetta er það helzta, sem kem- u.r í ljós í svo stuttu, samtali, og þó ekki sé meira verðu.m vér að játa, að vér verðum þess vái - ir, að vér erum ekki komnir lengra í kristilegum Jiroska en það, að vér finnum að eitthvao sem líkist öfund, læðist inn í hjarta vort, Eða, var það ef til vill lc'ngun til |>ess að hið frjálsa starf hér væri að minnsta kosti eins öflugt hér og á Færeyjum? Trúmálaerindi, frh um að fallast á einhverjar sér- stakar skoðanir á trúmálum. Réttar skoðanir og útskýr- ingar eru góðar það, sem þær ná, að svo miklu leyti, sem unnt er að tala um réttar útskýr- ingar á óskiljanlegum málum, En hitt er Jx> aðalafriðið mikla, að lmmast í lífssamfélag við Drottin og halda áfram að lifa í |)\’í og mega trúa honum dag- lega fyrir sér, eins og gott barn t reystir góðum föður. Af Jwí, sem fram hefir kom- ið, er bersýnilegt, að það eru ýmsir fleiri en guöleysingjarnir, sem ætla, að guðshugmyndir manna séu eintómar manna- smíðar og menn viti í raun og veru ekkert um Guð, — og má það til sanns vegar færast, ef menn trúa því ekki, að hann hafi opinberað sig mönnunum. Heimspekilegar ágizkanir um Guð og »al.heimsorkuna,«, sem sumir kalla guð, hafa mér jafn- an virzt léttvægar, og sé ekki hvaðan þeim mönnum getur kom- ið nokkur örugg vissa um Guð, sem hafna þeirri opinbenm hans, er Nýja testamentið segir frá. Gæti nokkuð fengið mig til a,ð vantreysta henni, |)á hefði égeng- ar heimildir við að styðjast, til aö tala um trúmál, annad en per- sónulega trúar reynslu mín sjálfs, og hún er auðvitað engin mæli- snúra öðrum, [rótt hún sé sjáll'- um mér dýrmæt. Hlýtur J)að jafnan að valda verulegum klofningi et)a ágrein- ingi í trúmálum, hvort menn kannast við, að Ritningin flytji os,s áreiðanlega opinberun um Guð og frá honum eða rnenn hafna því, og hvort menn treysta Kristi sem fi'elsara sínum eða ekki. Er sá skoðanamunur í raun réttri miklu róttækari, en sá munu.r, sem er á útskýring- um og kenningakerfum, sem menn hafa fyr eða síðar reist á Jtessari opinberun, og eðlilega hljóta að bera með sér ýms fingraför ófullkomins skilnings manna, á þessum efnum. Fyrir mörgum árum'kynntist ég lútherskum presti, er dval- ið hafði í Gyðingalandi eitt. eða 2 ár. Hann sagði mér frá því, að. hann hefði verið alla skír- dagsnótt úti í Getsemanegarði með 7 öðrum mönnum. »Við vorum frá ýmsum J)jóðum og ýmsum kristnum kirkjudeild- um,« sagði hann, »en vér vor- um þar allir sem bræður við bæn og íhugun, því vér vorum allir lærisveinar Kri,sts.« - Það skildi ég' vel, því að mér hefir jafnan verið ljóst, að Jes- ús Kristur krossfestur og upp- risinn er aðalatriðið mikla fyrir alla þá, sem kristinni trú unna í fullri einlægni. S. Á. Gísláson. Bækur. .1. hvarson: I’á fiii'dtiriig'ar i Ost- Al'rika. i'tg. KvanK'tiliska l'csttii- laiidsstll'ttilstiiis liokfiii la ‘, Stock- 1 M> I III. Eins og' mörgum ef til vill er kunn- ugt, reka Svíar mikið trúboð í Eri- treu og Abessiniu. Ofannefnd bók er lýsingar og' frásögur eins af tráboð- unum, sem þar hafa starfað. Bókin er skemmtilega og greinilega skrif- uð, með margskonar fróðleik um náttúru, dýralff og þjóðháttalýsing- ar í |iessum löndum. Er hún því eink- ar hentug fyrir þá, sem kynnast vilj v þessum margumra'ddu löndum dálft- ið nánara en því, sem bliðin segja um þau. Sem ferðasaga er og bókin afbragðs skýr í lýsingum sínum, sv > betur verður vart ákosið. En einkanlega er yndislegt að leva um þá l'órnfýsj ög karlmennsku, sern trúboðarnir sýna í þeim eifiðleik- um, sem mæta þeim á trúboðsakr- inum. l’að þarf meira en ferðalags- og æfintýraþrá t,il þess að menn geri sér ’að góðu þann aðbúnað, sem trú- boðarnir oft verða að búa við. Pá er og ekki síður gott fyrir þá, sem | búa í hinum lcristnu löndum, að l kynnast þeim erfiðleikum, senv þeir verða fyrir, sem trú vilja taka fyrir sí.arf trúboðanna. Bókin er ];ess verð, að sem flestir kaupi hana og lesi. Verðið er: í kápu 2,75 kr. (sænskar) eg í bandi 4 kr. Um 40 myndir prýða bókina, sem er prentuð á góðan pappír. Munið, að gjalddagi blaðsins er 1. júní. 29 »Sparaöu. Jtcr alla umhyggju, ég get vel séö um mig sjálfur.« Eiríki gramdist, hvað Hjálmar var stuttur í spuna, en hann hljóp ekki.á sig, en lofaði freni- ur kujdalega að láta bróöurinn fá þa.ð, sem hon- um bæri. Hluttekning hans með Hjálmari hafði minnkað allmikið. Maður hefir engan rétt til þess að láta hörku og beiskju bitna á umhverfi sínu, einungis fyrir það að rnaður hafði sjálfur gert sér allskonar heimskulegar hugmyndir, sem enginn hafði gefið tilefni til. »Þegar þú ert orðinn efnalaus, þá skalt þú ekki g-efa neinum öðrum sök á því. Mundu eftir, að ég hefi aðvarað þig!« sagði Eiríkur. H,jálma,r lofaði, að hann skyldi muna eftir því. Stu.ttu síðar fékk Hjálmar sinn hluta greidd- an, helminginn af matsverði búgarðsins ásamt smáupphæð úr verzluninni í borginni, Hún var enn á byrjunarstigi, og Eiríkur áleit, að hún væri að mestu leyti sér að Jmkka, þar sem það var fremur heili hans helclur en peningarnir, sem |)eir höfðu sparað saman, sem hafði komið henni a.f stað. Hjálmar var ánægður með það, sem hann fékk og kærði sig ekki um að fara að malda í mú- inn ti' Joess að fá mcira. Eina ósk hans var su að komast bu.rt frá átthögum sínum eittlivaö út í heim til Jrnss að geta gleymt. Og svo fór hann á brott. Fréttir bárust mjög 30 sjaldan af honum til átthaga hans, en Joað, sem fréttist, var ekki gott. »Ætli hann sé |)egaj- búinn aö eyða. pening- unum?« sagði Eiríkur, [regar ha.nn frétti j)aö einn daginn, að bróðir hans hefði ráðið sig á skip, sem sig'ldi til Suður-Ameríku. Eftir þetta fréttist ekkert aí' Hjálmari, sem | var horfinn út í hinn víðáttumikla, ókunna, heiin. * Djúp en innibyrgð sorg hafði gagntekið Brittu Reiner. Hún var hvorki draumlynd né tilfinn- ingasjúk og' hafði þar að auki engan tí,ma til þess að láta sig dreyma eða að vera að hugsa um tilfinningalíf sitt. Hún gerði sér það vai'la Ijóst, að hún bar sorg í hjarta, en samt fór eklci hjá J)Ví að ,hún fengi sting í hjartað, í hverí sinn sem hún þurfti að fara til Bergdala,- |)eg- ar hún sá Eirík án bróðui' síns, eða |)ega.r hún gekk fram hjá einhvei’jum af' hinum mörgu stöðum, þar sem hún og Iljálmar höfðu leikió sór sem börn eða, á seinni árum höfðu staðið i og talað saman. Hún fann aðeins, að bann var horfinn fyrir ! fullt og allt, því að ekki einu, sinni hugur hans | var hjá henni. Og hún fékk engar fréttir af honum, eftir aö hún hafði fengið að vita aö hann hefði ráðið sig til sjávar. Stundum vakn- aði hún um miðjar nætur við ýlfrið og öskrið i

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.