Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1936, Blaðsíða 1
10. tölublad Reykjavík, 15. maí 1936 30. árgangur 5. sunnudagur e. páska (Jóh, 16. 23.—30.). Biðjið án afláts. El'lir séra Sigurð Pálsson, Hraungerdi. Bænin má aldrei brestu þig búin er freisting ýmis'eg, ]>á líf og sál er lúð o.í þjáð. lykill er hún að Drottins náð. Sennilega kannast þú, lesandi, vjð þe.tta vers'. Hitt er óvíst hvort þú kannast við þá reynslu, •s'em að baki því stendur. Þessar línur skrifa, ég einmitt fyrir þá, sem ekki hafa fundið það, að bæn má aldrei bresta. Eflaust þekkir þú freistingar og hefur glímt við þær. Þér hef- ur veitt erfitt að f'ást við þær og hefur eflaust á endanum orðið að láta undan síga fyrir þeim. Og ég skal segja þér hreinskiln - iglega, að þér er óhætt að ieggja árar í. bát og steinhætta a,llri baráttu við þær, ef þú ekki biö- nr, því bænin er eina vopnið serri að haldi g-etur komið í þeirri baráttu. Hefurðu athug- ¦að í hverju freisting er fólgin'í Hún er fólgin í því, að þú læt- ur ginnast til að gera það, sem ekki er vilji Guðs. Og þú þekkir freistinguna á því, að lögmál Guðs, sem ritað er í hjarta þitt — eins og heiðingjanna — segir, þú mátt ekki. En f reistarinn út- skýrir lögmál Jjetta fyrir þér, og skýring hans byrjar æfin- 3ega á: ef og endar á þeirri nið- urjstöðu, að samvizka þín sé annaðhvort óáreiðanleg eða elli- «sr. Hann rökstyður mál sitt vel. Bendir þér á aðra menn, vitnar í rithöfunda og' fræðimenn og þú hlýtur á endanum að gefast upp og ganga inn á fortölur hans. Freistingin hefur þá sigr- að þig en þú ekki hana. Þú skilur eflaust, að það getur ekki verið heillavænlegt að vera sigr- aður af því, sem ekki er að Guðs vilja, því hann er faðir h'fsins og allt, sem ekki er á hans veg- um hlýtur að vera á helvegi. Þeg-ar þú fellur fyrir freistingu hefur. dauðinn náð taki á þér. Þetta veit ég að þér er auð- velt að skilja ef þú átt nökkra lífsreynslu og ert ekki ofurseld- ur þverúð og heimsku, sem Guo láti aldrei henda þig. En þó þú skiljir þetta með freistinguna skilurðu ekki hvað bænin er nema þú iðkir bæn. Nú dettur þér strax í hug: Það er bæn þegar ég bið Guð að hijálpa mér eða öðrum. Það er rétt, en bæn- in er meira. Nú hugsar þú þig um og' svo segir þú ef til vill með nokki*un> efa: Það er víst bæn þegar Guð er.tofaður eða honum flutt þakkargjörð. Petta er líka alveg rétt, en bænin er meira. Bænin er hJjóðlát dvöl fyrir augliti Guðs. Þegar þú hefur áttað þig á þessu, þá skil- ur þú áminningu postulans u.m að biðja án afláts. Sérðu nú ekki hvaða þýðingu bænin hefur í sambandi við freistinguna? Ef þú reikar um meðal mannanna án þess að hafa samfélag við Guð, ert þú ofurseldur fortölum þeirra og masi. Náttúrlega tekur þú þá ekki allt til greina, en þú beygir þig fyrir þeim, sem þér eru sterkari, og það eru ekki ávallt beztu mennirnir, sem sterkastir verða í viðureigninni við stefnu- leysingjana. Þegar þú ert farinn að biðja, þá finnur þú hvernig allt, sem ágætast er í eðli þínu þínu dafnar og vex og sver sig í ætt við skapara þinn. Þá fyrst vaknar kæj'leikurinn í brjósti þér, sem þangað til hefur aðeins verið skuggamynd, því þú elsk- ar Guð og. almætti elsku. hans getur streymt inn í þína sál. Þá ferð þú að elska meðbræö- ur þína vegna hans, og gjörvallt lífið verður nýtt í auguim þínum, og- í mesta máta elskuvert. En freistingin kemur samt sem áð- ur, aðeins er sá munur, að þafir þú beðið, kemst hún ekki í há- sæti hjarta þíns sem sigurveg- ari. Þar er annað fyrir. Auð- vitað sérð þú nú hvað það er, það er lögmál Drottins. Og nú þykir þér bann þess ekki leng- ur kerlingarlegt, þvert á móti, það er lifandi og máttugt, því það er hinn eilífi sannleikur. Þú ert máske hraustur og gerir ekki ráð fyrir að líf þitt og' sál verði lúð og þjáð. Hjá því kemst þú þó ekki. Það get- ur orðið með mörgu, móti. Hugs- aðu, þér að þú liggir vanheill, vonsvikinn og þreyttur. Enginn megnar að hjálpa þér. Þá, ert þú aumur. En ef þú biður get- ur þú samt átt gleði og næg- an þrótt öðrum til styrkingar. Einnig þa,ð hefur bænin þig yfir. Nú má vera að þú .þafir verið örþreyttur og- þjáður og hafir beðið en ekki þótt þér lið- sinnt. Það er af því að þú hef- ur ekki beðið í Jesú nafni. Þú hefur ekki getað sagt umfrani allt: verði þinn vilji. Þú hefur sag't: »Guð gjör þú nú minn vilja, fyrst ég fæ honum ekki framgengt með öðru móti«. At- hugaðu bæn Jesú í grasgarðin- um og- berðu hana saman við þína bæn. Hvor þeirra finnst þér betri?- Margt gæti ég enn sagt um bænina við þig, bæði með f jölda dæma, með mýkri orðum og há- íleygari setningum en hér er gert, en ég ætla ekki að gera það núna. Eg vil aðeins bæta því við til frekari glöggvunar fyrir því, að án bænar er trú þín dauð, starf þitt einskis virði og líf þitt bein braut til bjns ægilegasta .dauða. Nú ofbýður þér og þú hugs- ar til þinna heillandi hugvsjóna. sem eru svo undur fagrar og ljúfar og ólíkar þessu stranga tali um óskiljanlegan hlut. Ég efast ekki um að h/ugsjónir þín- ar eru fagrar. En þú veizt þó, að þær eru ekki fegurri en hug- ur þinn. Og þykir þér ekki lík- leg-t, að til sé eitthvað fegurra en hann? Sé svo þá er um að gera að höndla það því að hver maður vill eiga( hið dýrmætasta sem til er. Annað er og víst ura hugsjónir þínar og það er, að þær eru fyrir utan Jjann veru,r leika, sem þú lifir í, þú getur eJt þær sva Jangt sem kraft- ar þínir leyfa en þær verða allt af jafn langt frá þér. Þetta veit ég að þú sér ein- hverntíma þó þú sért ekki bú- inn að sjá það og þá bið ég þig áð minnast þess, að þarna er hinn mikli munur á hugsjón- um þínum og bæninni. Bænin sýnir þér dásemdir, sem aldrei gátu í huga þinn komið án hennar, og hún veitir krafti inn í líf þitt, starf og strit, sem gerir Jn'g að sigurvegara yfir allri mannlegri eymd. Því bið ég þið að próf a í einlægni og með þoJinmæði orð Krists er hann segir: »Biðjið og' yður mun gefast«. Frá Englandi ög Ameriku, J)ar sefti í mörg ár hefir verið hægt að rann- saka og- fylgjast með sunnudagaskóla- starfinu, berast gledi-fregnir. Hér um bil 19 tuttugustu hlutar hinna núlifandi ensku heiðingjatrCiboða urðu fyrir afturhvarfi í sunnudaga- skólanum, og h. u. b. 2 /g hlutar af hinum triiuðu prestum í Englandi hafa fundið lífið þar. I hinum miklu vakningum í sömu löndum hafa menn venjulega tekiö ei'tir því, að það er st'rstaklega œskulýðurinn, sem hrífst með, og að mikill meiri hluti af Ijeim, sem komust yfir til lifandi trúar hefir ávallt verið fyrrverandi sunnudagaskólabörn. • Það hallast margir upp að brjósti Jesú — cii l>að éí oluiilg- i'úni íyiir Ws.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.