Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.07.1936, Blaðsíða 1
13. tölublað Reykjavík, I. júlí 1936 30. árgangur 4. sunnud. e. trínítatis. (Lúk. 6, 36—42). Yerið mÍ8kunn§amir. Eftir Bjama Jónsson kennara. Það er þrennskonar miskunn- -semi við náunga vorn, sem Drottinn vor og frelsari setur oss fyrir sjónir í þessu guð- spjalli. Miskunnsemi í dómuro vorum um aðra, miskunnsemi við þá, sem móðga oss og mi,sku.nnsemi við bágstadda. »Dæmið ekki, þá verðið þér ekki heldur dæmdir«. Hér varar Jesús oss við þeirri synd að dæma eða fyrir- dæma, aðra fyrir það í fari þeirra, ,sem vér sjáum ekki og Ouðs eins er því um að dæma. Ef vér gjörum það, þá sýnum vér, að kærjeiki Krists er ekki í oss, því hann var ekki sendur til að dæroa, heldur til þess að heimurinn frelsaðist fyrir hann (Jóh. 3,17). Að dæmi Jesú eig- um vér að fara í þessu. sem öðru. Sá, sem fyrirdæmir sýnir með því, að hann sér ekki bjálkann í sínu, eigin auga, ál,ítu,r sjálfan sig lýtalausa,n, hneykslast á öðr- umi og finnur að öll,u, sem þeir gjöra. En roeð þessum hætti fellir hann á sig d,óm hins misk- unnsama Guðs og er meiri synd- ari í augum Guðs en sá, sem hann fyrirdæmir. Það er Qvð einn, sem veit, hvort syndarinn verður hólpinn eða fyrirdæmd- ur. Vinur minn! Ef bróðir þinn syndgar, þá hyl þú synd hans og bið til Droittins fyrir honum. Þá fer þú að dæmi Jesú, sem bað fyrir lærisveinum sínum. Þá ertu miskunnsarour eins og hann. (Róm. 2, 1—3; I. Kor. 4, 5; Jak. 2, 13). — »Sýknið og þá munuð' þér sýknaðir verða«. Hér er oss sagt, að vér eigum að fyrirgefa þeim, sem móðga oss. Lærisveinn Krists á allt af að fyrirgefa þeiro, sem gerir á hlut hans — ekki sjö sinnum, heldur sjötíu, sinnum sjö sinn- um fyrirgefa öðruim» Þetta set- ur Jesú oss svo skýrt fyrir sjón- ir með dæmisögunni um skuld- uga þjóninn og fjórðu bæninni í »Faðir vor«., Hvað getur verið dásamlegra en það, að Guð fyrirgefur mér, veslings syndarajium, mínar miklu, syndir, ef ég fyrirgef ná- Lausnara þínum lærðu af lunderni þitt að stilla; hógvœrðardœmi gott hann gaf', nær gjöra menn þér til illa. Blót og formœling varast vel, á vald Guðs allar hefndir fel; heift lát ei hug þinn villa. Þótt þú við aðra saklaus sért, sannlega skalt þess gæta, samt fyrir Guði sekur ert; sá á frjálst þig að græta. Illir menn eru í hendi hans hirtingarvöndur syndugs manns; enginn kann þess að þrœta. Ovinum ills þótt óskir hér, ei minnkar heiftin þeirra, óþolinmœði eykur þér, afrœkir boð þíns herra; þú styggir Guð með svoddan sið, samvizkan mjög þar sturlast við; tjón þitt verður þvi verra, Upplýstu hug og hjarta mitt, herra minn, Jesú sæti; svo að ég dýrðardæmið þitt daglega stundað gœti. Þeir sem óforþént angra mig, óska ég helzt að betri sig, svo hjá þér miskunn mœti. . H. P. um eins og Drottinn Jesú sagði við Pétur (Matt. 18). Guð fyrir- gefur oss, tU þess að vér skul- unga mínum það, sem hann hef- ir gjört á hluta minn? Því hvað er það í samanburði við það, sem ég hefi syndgað móti Guði? »Gefið, o,g þá mun yður gefið verða«. Hér erum vér minntir á að hjálpa fátækum og öðrran nauð- stödduro. Postuh Drottins seg- ir: »Sá, sem hetfir heimsins gæði og horfir á bróður sinn vera þurfandi og afturbykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleiki til Guðs verið stöðu,gur í honum?« (1. Jóh. 3,17). Kær- leikurinn tift, Guðs hlýtur að koma fram í verkunu.m. Jesú segir: »Sælir eru misk- unnsamii-, því að þeim mun miskunnað verða. (sbr. Orðskv. 19,17 og 2. Kor. 9, 6). Þetta er þá sú miskunnsemi, sem oss er skylt að sýna náunga vorum, af því að Guð hefir miskunnað oss: leyst oss undan dómi, fyrirgefið oss syndir og veitt oss ótal gæði ókeypis. Tökum þá með oss orð Krists oss til uppörvunar í því að miskunna öðrum: »All,t, sem þér viljið að menn- irnir gjöri yður, það skulium þér og þeim gjöra, því að þetta er lögmáljð og spámennirnir (Matt. 7, 12). »Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur«, segir Jesú. Þetta er markið, sem Jesús setur oss að keppa að. Að því keppti hann sjálfur og náði því, því að hann og faðirinn voru eitt. En vér, syndararnir, get- u,ro vér náð þv'í? Postuli Drott- ins svarar: »Allt megna ég fyr- ir hjálp ha,ns, sem mig styrkan g.iörir« (Fil, 4, 13). Honum, sem kom til að hjálpa oss, er ekkert um megn; en án hans getum vér alls ekkert gjört. Hann er sjál.f roiskunnsemin og því eru engin takmörk sett, sem lærisveinar hans geta öðlast af miskunn hans, fyrir trú. En ef Jesús er einhverjum ekki ann- að en fyrirmynd, og ekki Drott- inn og frelsari, þá á hann enga hjálp vísa til að ná hinu him- Frh. á bls. 52.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.