Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.09.1936, Blaðsíða 2
66 B J A R M I Godvin Ousland Um Ritninguna sem Guðs orð. i. Það hefir oft verið erfitt fyrir nútímamanninn að skilja Biblí- una. Og mörgum myndi ef til vili þykja vænt um einhverja leiðbeiningu. Vér munum í þess- um ffreinujm reyna að gefa ein- hverjum hagkvæm ráð, sem kynni að eiga í erfiðlpikum. Og ég ,hefi hitt marga, sem hafa verið það. Þeir horfa á hin mörgu atriði í Biblíunni, sem þeir ekki skilja. Þeim finnst vera svo margir staðir, sem séu í mótsögn hver við annan. Þeim finnst, að það sé svo margt mannlegt í Biblíunni og ófull- komið. »Guð hlyti að hafa op- inberað sig á einhvern hátign- arfegri hátt«, sagði einn við mig nýlega. Hann hneykslaðist á hinu lítilfjörlega útliti Biblíunn- ar. Mundi Guðs orð í raun og veru koma í svona óálitlegu.m umbúðum! Takið eftir, að menn hneyksl- uðust líka á honuím, sem var Orðið, Jesú Kristi sjálfum! Orðið varð hold, og það ba.r við í lítilfjörlegu fjárhúsi! Hann hafði ekkert glæsilegt útlit né nein,a dýrð til að bera. Það er því ekki svo einkennilegt, þ<3tt menn hneykslist á því, að Biblí- an er ekki í glæsilegum búningi. Sannleikurinn er sá, að sú skynsemi vor, sem er aðeins mannleg, getur ekki séð Guð í Iiitningunni. Hugsun vor, eins og hún er að eðli til, getur ekki séð Guð. Guð er hinn huldi Guð. Ekkert ei' jafn spillt og skyn- semi mannsins, segir Lúther. Þess veg-na ujidrar það mig ekki, þótt það sé margt, sem ég ekki í get skilið. Skyldi hugsun mín í raun og veru vera í samræmi við hugs- un Guðs, sem er almáttugur og | alvitur. Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanjr, segir Drott- inn, og hans vegir eru ekki vor- ir vegir. Þess vegna gagnar a],drei aö rökræða eða liugsa, til þess að | öðlast réttan skilning á Biblí- ! unnl. Samt sem áðuj' getur sér- liver maður öðlazt skilning á ! Bibfíunni, ef hann vUl. Það verð- j ur manni fyrst að vera ljóst. ; Margir vilja nefnilega halda fast við efa sinn og nota han,n sér tij varnar, til þess að komast h.;á því að verða kristnir. En þeim, i sem í raun og sannleika. vill, mun ! takast það. Hver er þá leiðin? Það er ekki hægt að benda á neina aðra leið en þessa: Lestu Biblj- una og set sjálfan þig undir á- hrif hennar, því að þá er þaö j nýr kraftur, sem getur komizt að: Heilagur Andi. Og An.dinn getur gefið þér það, sem engar ; rökræður og engin hugsun geta i gert: Nýtt viðhorf til Ritning- arinnar og; til Hans, sem er inni- I haþl Ritningarinnar. II. Vér sáum í greininni hér á undan, að sú skynsemi vor, semv er aðeins mannleg, getur ekki . skilið, að Guð noti Biblíuna til j þess að tala við mennina. Og j men.n geta spurt, hvers vegna I Guð hafi einmitt valið þessa bók til fxiss að koma boðum sín.urn sénnilega verið óbreyttir leik- i menn, eða eins og vér mundum segja nú óbreyttir safnaðarmeð- ; limir. Samt unnu þeir þetta nauðsynlega verk, og sama verk getur þú unnið enn í dag. Bentn á Jesúm og leicldu til han.s, vitn- aöu um hann og biddu hann. — Og svo loks þú, sem ert sjúk- j ur af synd. Hvernig sem synd þinni er háttað; hvort sem-þér finnst hún mikil eða Ijtil, þá er hún það alvarleg að þú mátt ekki þrjózkast á móti því að fara tij, Jesú, því það er aðeins eitt meðal, sem getur drepið syndasýkilinn og það er hið dýr- mæta blóð Jesú Krists. Það er eina lækningin við syndinni, sem .hægt er að fá. Hugsaðu um alla þá mörgu, sem forðum gátu hvergi fengið lækningu:, nema. hjá Jesú og hugsaðu þér að þeir hefðu' þrjózkast á mó*ti og ekki viljað láta færa sig tij Jesú, eða leita sjálfir til hans, þá hljóta þeir að hafa farið á mis við lækning- una og lifað við örbirgð alla sína æfi. Þannig verður með þig nema þú leggir þig fram fyrir Jesúm, og viðurkennir synd þína og biðjir um þkn hans. Heimua-inn hlær, en þú ert s.iúkur. Heimurinn hlær en Jesú li'tur til himins og andvarpar yf- ir hinum syndum spiliýa heimi- Hve Lengi á hann að andvatpa yfir jaér, unz þú snýrð þér til lians. »AjJt hefur hann gjört vel, jafnvel daufa lætuir hann heyra og mállausa mæla«. Amen. til mannanna. Það er ómöguleg:t að svara slíkri spurningu. Guð hefir í sjálfræði sínu og vizku vaþð þá leið, sem hann sjálfur vill. Þess vegna getur kristinn maður aldrei fengizt við sann- anir. Allt Jietta er órannsakan- legur leyndai'dómuj- Giös. En eitt getur hinn kristni maður gert, bent á Heilagan Anda. Sá, sem ei' kristinn, veit vel, að orðið er íklætt búningi mann- legra orða. En hann veit einnig jafn vel„ að trúin tekur ekki á móti orðinu sem mannaorðum, heldur sem Gu,ðs orði (I. Þess. 2. 13.) Það er Guðs eigin i*aust, sem hljómar í orð'um Ritningar- innar. Og það sannar sig sem Guös orð, fyrir innri vitnisburð Andans. Og súfellt kemur það fyrir kristinn mann, að orð, sem áður var lokað íyrir honuim, opn- ast, að orð, sem ekki hafði tal- að til hans áður, tal,ar skyndilega sem Guðs eigið orð. — Hvernig veiður Jretta? Það er ekki hægt að komast til skiln- ings á Jrví með hugsuninni einni samam Hér eiga við orð Sören Kirkegaards, að eilífa lífið sé aðeins hægt að skýra með því, að maðurinn eignist þaö. En dálítið er f>ó hægt að segja. Vér getum sagt lítið eitt cm, hvernig það ekki verður. Þegar maður verður Jress full- viss, að hann heyri raust Guðs sjálfs íorðum Ritningarinnar, þá er það ekki hugsun hans, hel,d~ ur ekki samvizka hans, sem seg- ir: Þetta .hlýtur að vera Guðs orö. Ekki getur heldur sá sann- leikur, sem orðið hefir að geyma, sannað sig umsvifalaust sem raust Guðs. Það verður kj»afta- verk. Það sem veröur, er Jretta, svo að maöur noti orð Lúthers, að Andinn kemur í orðið og gef- ur trúna, jnegar hann vill og hverjum, sem hann vill. Það ér ekki vissa, sem maðurinn aflar sér, heldur vissa, sem Andinn gefur.. Guð verður að segja í hjarta. þínu: Þetta er Gnös ord (Lúther). Og þegar Guð segir það með Anda sínum, verður maðurinn í sannleika sannfærð- ur. — Það er ekkert til sem er jafn undursamlegt og þessi vitnis- burður Andans, Þegar Guð sjálf- ur talar eignast maðurinn und- ursamlega vissu. Og í þessari vissu er hið sanna frelsi fólgið. Og Jretta getur þú komizt að raun um með því að nota Biblí- una. III. Þegar Andi Guðs kemur í orð Biblíunnar verða þau lifandi. Og ef andinn fær að vinna sitt starf, er það einn sem stígur fram lifandi og máttugur á blöð- um gömj,u bókarinnar. Það er hann, sem ei- sjálft Orðið, Jes- ús Kristui'. Þaö er fyrst og- fremst hann, sem vitnisbuirður Andans snert- ir. Það er dásamlegt, Jregai- And- inn fær að útskýra Krist og seg- ir í hjai-ta mínu, að Kristiír hafi gjörzt maður mín vegna, hafi dáiðog upprisið fyrir mig (Lút- her). Þá sýnir And.inn mér, að Kristur er innihald Oj-ösins og hið eiginlega innihald Bibliunn- ar. Hann er einingin í Biblíunni. Biblían er ekki samsafn af kennisetningum, ekki einskonar alfræðiorðabók yfir ýms kristi- leg efni, Það er samhengi og ein- ing í henni. Og einingin er Ki'istui-. Kristur er konungur og drott- inn Ritningarinnar, segir Lút- her. Það er J>að, sem gerir Bibl.í- una að einstæðri bók. Ef vér tökum Krist burtu, hefir Biblí- an enga sérstæða Jrýðingu. Það verður aðeins eftir samsafn af kennisetningum. Svo sem kunnugt er lagði Lút- her þann skilning- bæði i Gamla- og Nýja-testamentið, að Kristvr væri miðdepillinn. Lúther segir setningu, — sem reyndai' er færð dálítið út í öfgar, — en sem hefir nokkuð að seg-ja hverj- um lesanda Biblíunnar. IJann segir: Sá, sem les Bibljuna þann- ig, að hann finnur Krist í henni, hann les Biblíuna á íéttan hátt. En sá sem ekki gjörir það, hann iðkar gjörsamlega gagnslaisan lestur, hversu vandlega :em hann les! En einmitt J>etta, að Andinn gjörir Krist nurverandi og lif- andi gegnum Biblíuna, fyllir l mig heilagri lotningu fyrir Bibli- j unni. Þess vegna beygi ég mig ! fyrir því orði, sem getuj' fært I sál minni Krist sem lifandi jaunveruleika. Enginn maður j getur ráðið þessu crði. Enginn ! maður getur sagt: Þetta í Bibl- : íunni er Guös orð, og J>etta er bundið við' vissan tíma, Engina j inaður getur ákveðið takmörk j Guðs orðs. Orðið er meira en I reynsla hins einstaka manns- i hjarta, já yfirleitt meira en ölL reynsla. Það' kemur ekki sjaldan íyrir, að Guðs Andi talar til ein- hvers í orði, sem öðrum fyndist ef til vill ekki hafa neina bless- un að færa. Þess vegna verða hin ytri takmörk Bibiíunnar að stand,a. Það er Andinn, sem á- kveður, hversu víðtæk þau geta orðið. Mejiódistakirkjan notar við starf sitt í Birma 7 mismunandi tungumáL. — 1 landinu búa 14,G miljónir manna. Árið 1931 voru 331,000 af þeim kristnir, en af þeim voru aðeins 11,000 Birma- búar. Um 3200 drengir og stúlk- u.r hafa fengið kristilegt upp- eldi á hinum ýmsu kristniboðs- skólum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.