Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1936, Blaðsíða 2
74 6 J A R M I Þekkir þú neyð heiðingjanna? Þegar við sjáum myndir frá suðrænu lönduuum og sjáum stór tré, döðlupálma, mannhæð- ar hátt gras og annan stórvax- inn jurtagrcður, þá kemur það fyrir að Norðurlandabúinn öf- undar Indverjann eða Afríku- manninn af' hitanumog náltúiu- gæðunum. Einhver æfintýra- blær hv’ílir yfir þessum suðrænu. íönduim í augum okkar Norður- landabúa. En ef við athugum nánar, þá munum við komast að raun um að hinir innbornu íbú- ar Afríku og Asíu: eru ekki eins öfundsverðir og- ætla mætti. Ef við kynnumst neyð þeirra, —- sem ekki er hægt nema me) nokkurri fyrirhöfn þá mun öfundin minnka. en kærleikur- inn og meðaukunin vaxa hjá okkur gagnvart þessuni bötnum hinna suðrænu land,a. Þá vantar sem sé mjög víða að kynnast Jesú Kristi, og þar af leiðandi eru þeir fjötraðir mörgum böndum heioni og spill- ingar, — en þegar þeim er boð- aður lifandi kristindómur, þá frelsast þeir undan ánauðaroki heiðninnar. Ég ætla nú aðeins að segja frá einurn þætti í neyð he.ðingj- anna. Þeir hafa þá trú að ef guð- irnir og andarnir eigi ekki að vera þeim sífeldlega reiðir, þá verði að færa fórnir. Og undir surnum kringumstæðum miklar og dýrmætar fórnir. Þessar íórnir færa þeir í fyrsta lagi til þess að guðimirog and,arnir gefi þeim hamingjusamt líf cg þeir hafi heppnina, með sér í öllu sem þeir taka sér íyrir hendur. Und- ir öðrum kringumstæðum færa þeir fórnir til að bæta fyrir brot sín, svo guðirnir og andar hinna framliðnu reiðist þeim ekki. I þriðja lagi færa þeir feðrunum fórnir, því þeir halda að andar feðranna, þurfi mat, fötj, þjóna eða jafnvel konur í lífinu, sem þeir hugsa sér eftir þetta, líf. Og um allan heiminn er fórn- arhugmyndin þekkt. í fleslum löndum hefir verið fórnað mönn- um, þó dýrafórnir séu algengari. Gamla-testamentið talar uan manna-fórnir, t. d. spámaðurinn Esekiel. Mannablót voru einnig tiðkuð á Ncrðurlöndum í l.eiðn- um sið, en eftir að kristni komst á, tóku menn suanstacar upp þann sið á þingum að gefa ein- um þræli frelsi árlega, en áður hafði þræli verið slátrað við samskonar tækifæri. — I Kína, í Indlandi og Afríku, en sér- staklega, þó í Ameríku var mikið um mannafórnir. Konungur einn indverskur lét einu sinni slátra 200 ungum stúlkum til þess að fá úr þeim blcðið til að leskja með kalk það er nota skyldi í byggingu eina, sem ha,nn ætlaði að hafa sér- staldega sterka og vandaða. -— Hann hafði þá trú að kraftur blóðsins m.yndi gera bygging- una framúrskarandi sterka. f þorpi einu indversku búaall- margir prestar, sem hafa það hlutverk að blóta. mönnum og brenna kjötinu af þeim guðun- um til velþóknunar. Aðrir kaupa smábörn af fá- tæklingum, — ekki til þess að ala þau upp á barnaheimiluro, held,ur til þess að slátra þeim handa guðunum. Þeirra er gætt vandlega þang-að til þeim er fórnað. — En þegar sú athöfn á að fara fram, eru börnin skrýdd með blómum og smurð með olíu. Síðan er þe:m slátrað undir mik illi háreisti, söng og- hljóðfæra- slætti. Líkamir þeirra eru steikt- ir, og bændurnir höfðu þann sið að skera bita úr líkunum, fara. með bitann heim í akur sinn og grafa hann þar. - - En svo álitu bændurnir að kraftur sá hinn yfirnáttúrlegi, sem var í fórnar- kjötinu, myndi hafa þau áhrif á akurinn að þar sprytti vel korn það árið. — Hjá einum þjóð- fiokki kostaði þetta, 400 manns- líf árlega. Og víða á Suðurhafseyjunum var það siður að eftir glæp skyldi fórna barni af því það var saklaust og átti að geta sef- að reiði guðanna og anda hinna framliðnu. Maðu,r einn indverskur var mjög trúrækinn, og fór ot't með litlu dóttur sína upp í musteri gyðjunnar Devi. Elna nótt dreymdi hann að einn af for- feðrum hans kæmi til hars og' segði við hann: »Fórnaðu barn- inu þínu, færðu það Devi að fórn«. — Svo fór hann eins og vant var með litJu dóttur sína upp í musterið — og hún lét hann, leiða sig- og- var alveg ör- ugg — þangað til faðir hennar aflrenti hana musterisþjóninum, sem slátraði henni. — I Badeggyri á Þrælaströnd- inn, í Afríku var fetisch-tré eitt, sem mikill átrúnaður var á. Undir þcssu tré komu menn saman, drukku romnr, drápu menn og tóku úr þeim hjaríað. Konungurinn bragðaði svo á hjartanu. Síðan skáru menn lík- in í sundur og hengdu þau upp í tréð. Var þetta endurtekið ár eftir ár. En nú eru sem betur fer komnir aðrir tímar yfir þetta land sem áður var eitt af þei,m dimmustu á allri jörð- unni í andlegu tilliti. Því þar veiddu líka hinir »menntuðu« Ameríku- og Evrópumcnn þræla sína, — en .hinir blótuðu mönn- um. Hvorutveggja hefir Krlstur útrýmt þar sem hann hefir ver- ið boðaður með krafti. Þegar Indyerjar jörðuðu kon- unga sína og höfðingja, sendu þeir stundum þrælana eða hjá- konunrnar með þeim í gröfina. Var það oft gert á þann liátt að þrælarnir voru hálshöggnir, en konurnar brenndar lifandi á báli. — Sjónarvottur segir frá á þessa, leið: »Þrællinn var tek- inn og- skrýddur blómum. Því- næst var haldin lofræða yfir dauða höfðingjanum. Svo var hinn lifandi þræll lagður í grcf- ina og líkinu kastað í faðm hon- u.m og honum skipað að um- faðma það. Síðan var moldinni mokað yfir«. En ekkert af þessu tæi er þó eins hræðilegt og mannablótin í Dahomey og Asanti árið 1853. I þetta sinn skal því þó ekki lýst hér, og- heldur ekki það sem fram fór í Mexícó áður en krist- indómurinn var boðaður þar. En, hvað segir þetta neyðar- ástand heiðingjanna okkur kristnum mönnum Að þessir vesalingar séu öfundsverðir eins og sumir grunnhyggnir mennta- menn Evrópu halda? — Nei, berum við ekki að nokkru leyti ábyrgð á þessu ástandi þegar við getum hjálpað og vitum að Guð ætlast til þess a,f okkur? Því þessir menn, eru skapaðir til samfélags við Guð eins og þú og ég. Og Jesús Kristur getur frelsað þá — aðeins ef lærisvein- ar hans hlýða skipun hans um að gera allar þjóðir að lærisvein- um. Viljir þú .hjálpa helð'.ngjunum sem sitja í myrkrinu af því orð Guðs hefir ekki náð til þeiira ennþá — þá réttu kristniboðinu hönd þína, og styrktu það með fórn og- bcen. Þú mu.nt uppskera eins og þú sáir. Jóhwnn Hannesson cand. tlieol. Gleymska. II, Tím. 2, 8. Minnið er ákaflega þýðingar- mikil eðlisgáfa — og það er stór- kostlega hættulegtef það bregzt. Ég hefi iesið um menn, sem hafa gleymt skírna,mafni sínu, og ekkert haft meðferðis í fórum sínum, sem þeir gátu sannað með hverjir þeir voru. Þáð er mikil ógæfa! Hversu margir hafa ekki gleymt brunninum opnum þang- að tij að þeir fundu elskulegt barn sitt drukknað í honum? En þá byrgðu þeir ,hann líka, Það var dýrkeypt gleymska! Eða veslings móðirin, sem lét frá sér pottinn með sjóðandi vatni á gólfið, og gleymdi að litla barnið hennar var að leika sér á gólfinu og datt ofan í pottinn rétt á eftir! Barnið dó hinum hræðilegaista dauða. Vér sjáum af þessu að það er ákaflega háskalegt að vera gleyminn í tímanlegum efnum — baslinu fyrir tilverunni. En þó er annað enn háska- legra.: Að gleyma Guði. — Gleyma því að vér eigum fyrir sál að sjá — ódanðlegri sál! Því að hvaða gagni kæmi það manninum þó að hann eignað- ist aljan heiminn ef hann bíður tjón á sálu, sinni? Eða hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sál sína? Þess vegna, sagði líka Páll við Tímóteus: Minnstu Jesú Krists! Hér er mikil hætta á ferðum, meira að segja fyrir þá, sem kristnir eru. Þess vegna erum vér áminntir: Minnstu Jesú Krists! Jesús vissi vel og óttaðist ein- mitt þetta, að það gat átt sér stað, að hinir trúuðu gleymdu frelsi sínu -—- sál,uhjálp sinni! Þetta vissi Páll líka. Hann .hafði orðið fyrir beizkri reynslu í því! —^ Þessu, að gleyma frels- ara sínum og velta sér út i hein>- inn! »Demas hefir yfirgefið mig«, segir hann með sárri, sorg í rödd- inni. Hann hafói villzt út í heim- inn, — hafði fengið kærleika til þessa heims. I þeirri örlagaríku gleymsku, liafði hann gleymt Kristi Jesú, frelsara sínum — háskalegasta gleymskan í lífinu hér í heimi! Vissulega mun Guð láta heil- agan anda sinn rumska við minni voru við og við og stöðug- lega, en það virðist stundum ár- angurslaust. En ef að hann sendi, oss ekki sinn góða heilaga anda, þá myndum vér áreiðan- lega gleyma sálurn vorum eih'f- lega,. Sumir ranka þá líka við sér, Guði sé lof; þeir g'leyma ekki jafn áríðandi atriðum eins og frelsi eða glötun. Þeir finna og sjá að þeir mega ekki við því að draga sig í hlé til glötunar! Guð gæfi þér, sem þetta les, náð til að gefa gaum að þessu. ★ Franskur járnbrautarþjónn hafði oft óskað sér að eignast mikla peningaupphæð — eink- um með því að vinna í happ- drætti. Konan hans var þó stundum að minna hann á það, sem meira og mest væri unii vert, það að gefa, sig Guði. Þá svar- aði hann einu sinni: »Ef ég vinn háa upphæð í Ilappdrættinu þá skal ég gefa mig Guði«, Einn . daginn kemur hann Prh. á öftustu síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.