Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1936, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1936, Blaðsíða 3
B J A R M I 75 ttgrfandi: Uiiffli' mcun í ltc.ykjavík. Askriftarffjald kr. 5.00 á ári. Kcmtir út 1. ojr 15. Iivcrs mánaðar. Gjaiddag'i 1. júní. ltltstjórn: Ástráður Sigursteiiidórsson Jtjanii Eyjólfsson G unnar Sigurjónsson. Afgrciðsla Þórsgötu J. — Sími 5501. l’ósthólf 05]. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Óheilbrigði. Sá er munurinn á kristindómi or' trúarkenning-um mannanna, að kristindómurinn er frá Guði og kemur með g'jafir og boðskaj) Guðs til mannsins, en kenningar mannanna ,hafa við ekkert að styðjast og* ekkert að færa r.ema eigin tilgátur og tilbúnu kenn- ingar. Þess vegna er það sorglegt, þegar þjónar kirkjunnar taka þá afstöðu, til kenninga kristin- dómsins að ganga fram hjá þeim, eða jafnvel ljósta þær í í- mynduðum skörungsskap sn'num, og færa mönnunum í staðinn kenningar, sem ekki eru frá Guði. Það, sem maðurinn þarfnast fyrst og fremst e.r náðin frá Guði, og samfólagið við hann. Þetta færa hinar nýju kenning- ar ekki manninum, en þetta vill Gnð veita í kristindpminum. í kristindóminum mætast maður- ínn og Guð augliti til auglitis og þar sýnir Guð manninum, sann- leikann u,m sig* og manninn. En það er einmitt hinn beizki sannleikur, sem hinn sjálfs- eiskufuili maður á svo bágt með að beygja sig undir, þrátt fyr- ii öll sín meðmæli um sannleiks- ást og sannleiksleit. Og* á flóttanum burt frá sann- leikanum er það, sem maðurinn grípur til hinna ýmsu trúar- kenninga og notar þær til að fullnægja þeirri trúrækni, sem honum er í blóð borin. Þannig notar maðurinn sínar eigin skoö- anir og* trúarhugmyndir, til þess að útiloka sannleikann um sig og Guð frá hjarta sínu. Það má gefa þessum hug*- rnyndum mannanna hvaða nafn sem vill: »Víðsýni«, »frjáls- lyndi« eða eitthvað annað. Það verður eftir sem. áður óhrekjan- legt, að þessar kenningar mann- anna eru elcki frá Guði, og þess vegna ekki öi’Uggar að byggja á. Þeim er nauðsyn að Guðs orð sé falið eða rangfært fyrir f jöldan- um, svo að hann sjái ekki, að þessar kenningar eru ekki krist- indómur, jxS reynt sé að segja þær vera það. Þær eru fölsun á kriistindóminum, og* u,pp frá þvi mun aldrei spretta heilbrigt trúarlíf. Guðs orð og* aðeins orð frá Guði er það, sem óhætt er að byggja, á. Vestmannaeyjaför. Flestum lesendum þessa blaðs mun aö líkindum kunnuigt, að í Vestmannaeyjum starfa K. F. U. M. og K. félög. Félögin eiga eigið samkomuhús, sem þau halda í félagsfundi og almennar samkomur. Au.k þess starfrækja þau þar sjómannastofu yfir ver- tíðina. Sóknarpresturinn, séra Sigurjón Þ. Árnason er einn að- alhvatamaður starfsins. Þann 20. sept. fóru 18 ungl- ingiar úr K, F. U. M. og K, í Reykjavík til Vestmannaeyja, til þess að halda samkomur hjá fé- lögunum. 1 förinni tóku þátt 3 piltar og’ 9 stúlkur. Fyrsta, samkoman var haldin mánud. 21. sept, og’ síðan á hverju kvöldi til laugardags. Voru samkomurnar afar vel sóttar, svo að marg’ir urðu frá að hverfa., Fóru, þær vel fram og' var hagað líkt og’ samkomum þeim', sem haldnar voru. í K. F. U. M. í, Reykjavík síðastliðinn vetur. Ræða, vitnisburðir, söng- ur og’ hljóðfæi asláttur var á öll- um samkomunum. Hispursleysi og djörfung einkenndi vitnis- burði og söng flokksins. Móttökur í Eyjuan voru hinaf beztu, og bar félagsfólk þar komumenn á höndum sér. Þeir, ,sem þátt tóku í ferð þess- ari, færa öllum, sem að því stuðl- uðu að hæg’t væri að fara ferð þessa og að hún tækist sem be.zt, hjartans þakkir fyrir hjálpsemi og fórnfýsi. Bæði þeim er styrktu förina með fégjöfum, svo og þeim er greiddu fyrir ferð- inni til Eyja. Síðast en ekki sízt þakka þeir Vestmannaeyingum fyrir rau,snarlegar móttökur og veittan beina þá viku sem dvalið var í Eyjum. Guð blessi árangurinn af ferð þessari og styrki þá, sem fvrir Guðsríki vilja starfa. Kristniboðsfélögin í Reykjavík hafa þann sið, aö fara sameiginlega för, eitthvað út úr bænum, einn sunnudag að sumrinu. 1 þetta sinn fóru, þau til Bessa- staða á Álftanesi, sunnud. 13. sept. s. 1. og g’áfu öllum, sem vildu, kost á að vera með í för- inni. Þátttakendur iu’ðu. marg’ir, bæði úr Reykjavík, Hafnarfirði og’ af Álftanesi, þrátt fyrir það þó veðrið væri ekki sem ákjcs- anlegash Klukkan rúml. 11 f. h. voru flestir komnir á staðinn og var þá gengið til Bessastaða- kirkju og varð hún þóttskipuö fólki á svipstundu. Þar flutti séra Friðrik Friðriksson messu og’ hélt eina af sínum skörulegu og eftirtéktaverðu. i’æðum, út af .1, guðspjalli dagsins. Zionskór- inn annað'st sönginn við me. su - gjörðina, er var öll hin hátáðleg- asta og mun seint gleymast þeini er viðstaddir voru. Að messunni lokinni var hlé til kl. 3. e. h,, en þá safnaðist fólkið aí'tur saman í kirkjunni og’ Zionskcrinn söng- nokkur lög. Að því loknu flutti Jóhann Hannesson, cand theol. ágætt og hvetjandi erindi um kristniboðið og kristniboðsskylduna, sem á oss hvíldi sem kristinni þjóð. Er hann hafði lokið máli sínu, sagði Sigurbjörn Á, Gíslason, cand, theol. ýmsar endu.rminningar frá utanför .sinni í si mar, eink- um frá alþjóðaþingi sunnudaga- skólastarfsins er haldið var i Osló. Þegar hann hafði lokið máli sínu var klukkan orðin langt gengin fimm og bílarnir komnir að sækja. fólkið. Þakk- aði Jóhann Hannesson, sem stjórnaði sam! omunni, öllum viö- stöddum fyrir g’cða þátttöku og áheyrn, og bað þá, sem hefciu löng’un og ástæður til að styðja kustniboðsstarfið mec einhverju fjárframlagi, að gera það um leið og ilt væri gengið. Að svo búnu: endaði hann samkomuna með bæn. Sálmar voru sungnir í upphafi og’ enda samkomunnar. Inn söfnuðust rúml. 70 krónur til starfsins. Iléldu svo allir heim eiíir á- íiagjuiega og blessunarríka dagsstu.nd, á hinum fornfrægu stöðvi.m. Þátttakandi. Ungur kvenkristniboði sagöi frá því, að hún hefði oft gengið um í kirkjugarði nokkurum, þar sem var legsteinn með eftirfarandi áletrun, til minningar um fimm ára dreng. »Mamma, þegar ég verð s'.ór, æt!a ég að fara út á akurinn sem heið- ingjatrúboði. En ef ég dey meðan ég er lítill, skrifaðu það þá á legstein- inn minn, svo að einhver, sem fram- hjá fer geti lesið það og farið í minn stað«. Við það að lesa þessa áletrun oft kom sú hugsun I hjarta mitt, að ég skyldi fara í staðinn fyrir þennan litla dreng. ★ BRITTA 67 Frú Elsa var framúrskarandi húsmóðir. Ilún sá ekki einungis um alla líkamleg’a aðhlynningu gesta sinna, heldur gat hún einnig lagt margt skynsamleg't og- andyíkt til málanna í samræð- um. Þær snerust ekki aðeins um daginn og veg’- inn, jheldur einnig- um vandamál og stefnur nú- tímans. Það var frjálslynt samkvæmisfólk, sém þennan da.g hafði safnast sam'an, um borð henn- ar, og ýmsar mismunandi skoðanir kom-u fram, án þess að mótmæhun væri hreyft. Hjálmar hlustaði á þetta og’ var undarleg’a innanbrjósts. Hann hafði mætt fjandskap gegn Guði. Hann hafði heyrt guðlast, ruddalegt og óhjúpað, en ekkert líkt þessu, þar sem menn á fínan og’ kur- teislegan hátt settu sig’ sem dómara yfir öllu heilögu og’ voldug’u. Og’ Elsa var í þessum félags- skap með lífi og sál og’ Eiríkur virtist algerlega ósnortinn af því, sem sagt var, því að honum stóð það auðsjáanlega, á sama. »Þér virðist vera svo hneykslaður, eftir svipn- urn að dæma, herra Brenning! Hvað, er þá álit yðar á nýju trúarbrögðunum?« spurði einn úr hópnum. Allir litu á Hjálmar, og’ hann fann, hve hann roðnaði. »Eg þekki ekkert þessi nýjutrúarbrögð«, svar- aði hann stuttur í spuna. »En þekkið þér nokkuð til þeirra gömlu?« 68 spuirði kvenmaður nokkur með mjög- elskulegri framhleypni. Hjálmar hefði heldur viljað eiga í haiðri bar- áttui við s'orm og sjávarbylgjur, heldur en að eiga oiðaskipti við nokkum úr þessum hóp, en hann fann sig knúinn til þess að vitna urn hina nýju trú sína, og hann var ekki rag’ur. Ha,nn leit skærum augum sínum á þann, sem spurt hafði. »Já, ég’ veit, að ef nokkujð á að get,a frelsað þann, sem er að því kominn að drukkna og koma honum upp á klettinn, þá er það gamla trúin og’ boðskapurinn um frelsara syndugra manna«, svaraði hann. Það varð þögn á eftir þessum oiðum, og í’oði kom upp í kinnar húsmóðurínnar. Hún flýtti sér að beina samtalinui í aðra átt, og Hjálmar fan,n, að hinum gestnnum fannst hann hafa gengið lengra en almenn kurteisi leyfði. Stuttu eftir miðdegisverðinn fóru hinir gest- irnir, og Hjálmar vai'ð einn eftir með húsbænd- unum. »En hvað það er inndælt, að þeir skuli vera farnir!« sagði Elsa, og bætti hlæjandj við, þegar hún, sá undrunarsvipinn á Hjálmari: »Annars þykir mér mjög vænt um að sjá þá, en ef ég hefði vitað, að þú ætlaðir að koma, hefði ég boðið þeim einhvern annan dag«. »Blygðaðist þú þín þá fyrir mig?«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.