Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.12.1936, Blaðsíða 1
23. tölublað Reykjavík, 1. des. 1936 30. árgangur 2. sunnudag í adventu (Lúk. 21. 25—33.) Lausn yðar er í nánd! Eftir Sigurd Lunde, stud. med. Vér lifum á eirðar],au.su.m tímum. Og tímarnir hafa sett merki sitt einnig á oss, sem kristnir erum, Það er svo erfitt fyrir oss að vera ,hljóð fyrir Guði. Þess vegna er líí' vort eins snautt og kraftur vor svo veik- u.r og raun er á. Reyndu nú að vera hljóður örlitla stund. Beygðu kné þín. Biddu um ljós yfir orðið. Biddu. um það, að þú verðir næmur fyr- ir raust Guðs til þín. Taktu svo Biblíuna *þína og flettu upp 21. kap. Lúkasar. Lestu textann í 25.—33. versi. Lestu hægt. Lestu oft. Því næst getur þú lesið það, sem ég rita hér á eft- ir, ★ Um hvað talaði Guð við þig í þessum texta? Varðstu glaður vió það að l,esa, að Jesús kemur aftur? Væntir þú þess dags með fögnuði? Lifir þú í eftirvænt- ingu um það, að Jesús komi aft- u;r? Sannarlega: Þetta er evangeli- um — fagnaðarboðskapur — sem vér fáum í dag- .Það er Jes- ús sjálfur, sem færir oss hann. Það er eins og hann vilji segja við oss: Kæru Guðsbörn! ött- ist ekki! Ég kem bráðl,ega aft- ur. Þá mun ég sækja ykkur! Þá munuð þið losna, við óttann gagnvart valdi syndarinnar og djöfulsins. Þá munuð þið hvorki syirgja eða gráta framar. Þá munuð þið fá að dvelja með mér um alla eilífð. Réttið því úr yð- ur og lyftið höfðumi yðar, þegar c>gtnin skellur yfir — því lausn yðar er í nánd!<a Kæru trúuðu vinir! Hvílíkur dagur mun þetta veróa! Synd verður ekki fram- ar, né sjúkdómur, eða neyð, né þrenging, né áhyggjur, eða dauði! Þegar manns sonurinn kemur í skýjum himins með mætti og mikilli dýrð, þá verð- u,r satan að víkja. Þá verður hann aó sleppa af oss hendinni um alla eilífð. Hann mun aldrei fnamar hrósa sigri, og vér mun- um ekki einu sinni þurfa að ótt- ast möguleikann fyrir synd. Það verður himnaríki.----------- Heimiurinn, sem vér sjáum í dag, er ekki kristinn. Það er ekki kristið land sem þið búið í. Það er heimur og land, sem stefnir beint út í heióni. Her myrkravaldsins .hrósar sigri hér á íslandi. Satatn hefir blindað þjóðina. Menn stefna sinnulaus- ir og sljélir beint út í eilíí'a út- skúfun. Þeir hlæja að hinum kristnui, að Biblíunni og að Guði. Margir lifa einnig í hræðilegri sjálfsblekkingu. Þeir halda að öllu sé óhætt. Þeir eru skírðir, fermdir og þeir sækja kirkju. Þeir gefa eins glæsileg loforð og þeim er unnt., Og svo treysta þeir því, sem satan telur þeim trú um, nefnilega að þeir séu kristnir. Ef maður talar um afturhvarf, um endurfæðingu, þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt. öruggir, og á- nægðir mieð sjálfa sig, halda þeir stefnunni áfram — til út- skúfunarinnar. — En dag nokkurn mun ótrú- legt gerast:, segir Jesú s. Vér mun- um sjá teikn á sólu, tungli og stjörnum, og á jörðinni 'angist meóal þjóðanjna í ráðaleysi við dpnur hafs og brimgný. Það er fíkjutréið, sem er byrjað að skjóta frjóöngum. Endurkoma Jesú nálgast. Menn munu. gefa upp öndina af ótta og kvíða fyr- ir því, sem komamun yfir heims- byggðina. Þá mun háðbrosið storkna, á vörum þeirra. Þá mun Jreim ekki takast að sofa kæru- leysissvefninum lengur. Þegar börn Guós hér á jörð, sem hafa grundvaUað líf sitt á Jesú Kristi, á blóði hans, sem hreins- ar af allri synd, — þegar þau sjá, með gfeði og djörfung, frels- ara sinn koma í skýjum, þá munu börn þessa heims ekki biðja um náð, og ekki snúa sér — heldur hrópa til fjallanna: Hrynjið yfir oss, og til hæðanna: Hyljið oss. Þau munu, flýja und- an, þeim, sem þau spottuðu, hon- um, sem þau hædd.u, — Þau vöknuðú of seint. — Hvenær munu. þessi tákn taka að koma fram? Ég veit það ekki. Ef til vill eru þau þeg'ar tekin að búa um sig. Það er margt, sem bendir t;il þess, að mikill, óskapnaður nálgist. Þjóð rís gegn þjóð. Já, bróóir gegn bróð- ur. Þjóðirnar vígbúast hver í kappi við aðra. Þjóðirnar eru sundraðar og dreifðar. Árang- urslaust er talað og ritaó um frið. Frið!! Það er næstum því hlægil.egt að nefna þetta orð, þegar vér tölum um heiminn, eins og hann er í dag. Margir hafa reynt að reikna út hveinær Jesús komi aftur. Þeim hefir ekki tekizt það. Og Ritningin leyfir oss það heldur ekki. Þaó er aðeins Guð, sem veit daginn og stu.ndina, En vér eig- um að gefa gætur að teiknun- um'. Vér eigum að lifa. í eftir- væntingu. Vér eigum að lyfta höfðum vorurn með djörfung og horfa. fram á við. Lausn vor er í ná:nd. Sá kem,ur skjótt, sem koma á.. Guós orð segir það. Og Guðs orð mun alls ekki undir lok líða. Það er það orð, sem á að dæma heiminn. Því orði skjátl- ast aldrei. Ég þekkti gamla konu heima í Noregi. Hún dó fyrir nokkur- um mánuðum. Hún var lifandi trúuð. Einu sinni sagði hún mér það, að þegar hún lægi andvaka, þá hcrfði hún út um gluggann, sem sneri í austur. Hún vænti Jesú, komandi í skýjunum. Sérhver trúaður maður ætti að bera þessa eftirvæntingu í brjósti. Ef hann hefur hana ekki, er eitthvaó athug-avert við hann. Vér eigum að lifa sérm hvern <lag í eftirvæntingu. Það má ekki misskilja mig. Ég á ekki við að vér eigum aðeins að sitja aðgerðalausir og bíða. Nei, alls ekki. Vér eigum að leitast ennþá frekar við að bjarga mönnum frá eilífum dauða. Allt líf vort á að mióast að þessu einu: Að vinna sálir fyrir Guð. Guðs orð segir, að það muni að- eins vera lítíU flokkur reióubú- inn,, þegar Jesús kemur. En vér eigum að gera a,llt, sem í voru valdi stendur, til þess að sá hóp- ur verði eins fjölmennur og t'rekast er unntí, — — Lestu síðasta versið í 21. kap. Lúkasar. Breyttu, samkvæmt því orði: Vaktu og bíddu! Vér skul,um að lpkum minn- ast síðustu oróa Jesú, á öftustu síðu. Biblíunnar: »Já, ég kenii skjótt!« Guð gefi að vér getum öll svarað: »Amein. Kom þú, Drottinn Jesú!« Sigurd Lunde. Finnska Biblíufélagið er 125 ára um þessar nrundir. Það var Englend- ingurinn dr. John Paterson, sem 1811 hóf starfið að þvi að dreifa fagnað- arerindinu út á finnska tungu. Hann hafði einnig mikil áhrif í Rússlandi. Rússneska Biblíufélagið seldi um 700 þús. Bibliur árlega, fram að stjórnar- byltingunni. ★ Trúaðir verkamenn í Osló, senr eru atvinnulausir, hafa myndað samtök sin á milli. Peir hafa opnað skrif- stofu til þess að útvega sér atvinnu. Þetta félag hefir starfað í 2 ár hg orðið trúuðum atvinnuleysingjum til mikillar hjálpar. Það hefir aflað sér viðurkenningar fyrir að útvega áreið- anlega og duglega verkamenn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.