Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1936, Blaðsíða 3
B J A R M I 91 KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ útg-cfandi: Unglr menn í lleykjavík. Askriftargjald kr. 5.00 á ári. Kenmr út 1. og 15. hvers mánaðar. Gjalddagl 1. júnf. Ritstjórn: Ástráður Sigursteindðrsson Bjarnl Eyjólfsson Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 0504. Póstliólf 651. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Árangur. Heimsókin prófessor Hallesby og stúdentanna, sem með hon- um komui va^kti ekki litla at- hygli. Auðvitað snerist í byrjun allt umi prófessorinn, en minna bar á stúdentunu.m. Þeirra starf hófst' aðall.ega el'cir að prófess- orinn va,r farinn. En það ,sem betra. var en að koma þeirra vekti athygli, er þó hitt, að þessi .heimsókn hefir haft áhrif, og þau. ekki svo lítil. Áhrifanna gætir bæði meðal, trúaðra og einnig þeirra, sem fyrir mtan hafa staðið. Hinir trúuðu hafa fengið uppörfun í baráttu sinni, og þeir hafa lært ýmislegt, sem þeim ekki var áð- ur l'jcst. En fyrst og fremst teljum vér, að' þeim hafi verið lagt meir á hjarta, en gert er hér, að vinna aðra fyrir Guð. Þeir eru ekki svo fáir, af hinum trúuðu, sem hafa. komizt í bar- áttu fyrir prédikun þeirra á þessu sviði, og öðlazt aukinn vilja tif þess að gerast erindrek- ar Guðs.i Hið annað, sem telja má að hinir trúuðu. hafi. lært af að starfa mpð stúdentunum, er aukinn skilningu.r á samfélagi heilagra. Sterkur flokkur, þó lítill sé, sem er eitt í Drottni og vill eitt og hið sama, hann mun berjast ti.l sigurs, ef hann reynist trúr, þó við örðugleika sé að etja. Hið þriðja, sem vér viljum benda á er, að hinir trúuðu hafa öðlazt aukinn skilning á nauð- syn bænarinnar ,sem starfs- meðals. Ef þeir gera meir en að öðlast skilninginn á því, ef þeir einnig hagnýta sér það, er ó- hætt að horfa. með gleði og djörfung fram á við. Hér höfum vér aðeins bent á lítið eitt. Hvað einstaklingar hafa öðiazt veit enginn nema Guð’ einn. En fyrir þann árang- ur, sem. vér höfum fengið að sjá þökkum vér Guði. »Vort eigið ég« »Vort eigið ég« er það undflr- stöðuatriði, sem vér stjóirnumst af í hinu holdlega lífi voru, og sem tekuir það rúm í hjarta voru, er Guði ber. Það er »Vort eigið ég«, sem móðgast og sær- ist, þegar það fær ekki það hól, er það óskar, fyrir starf sitt. Kristur í oss gefur aftu.r á móti Guði heiðurinn,. Það er »Vort eigið ég«, sem geldur líku líkt, þegar vér erum borin röngum sökuim, En Kristur í oss hall- mælir ekki aftur, þegar honum er hallmælf, »Vort eigið ég« er hyggja. holdsins, sem »lýtur ekki lög-máli Guðs, enda getur hún það ekki«. (Róm. 8:7). Jesús kallar oss til að afneita, því. »ViJ.ji einhvei* fylgja. mér, þá af- 'neiti hann sjálfum sér«. (Matt. 16:24). »Vort eigið ég« er alltaf eins og Sál konurgur: höfði hærri en allir aðrir. »Vort eigið ég« hefir með- aumku'n, með sjálfu sér, álítur sig hafa kröfuj til, þess að eftir sér sé tekið og fundið til með sér í líkamlegum þjáningum. Þegar ekkert sæti er í strætis- vagninum, eða þegar vagnstjór- inn vill ekki nema staðar, eða þegar einhver opnar glugga, svo það kemur súgur, eða, lokar glugga, svo varla er hægt að anda, þá álítur »Vort eigið ég«, að það sér brjóstumkennanlegt. Það nýtn.r þess að láta slíkar að- stæður kalla fram og taka við þeirri samkenn,d, er það óskar eftir. Kristur í css sér hand- leiðslu Guð's í öillum þessum hlut- um; trúir að þeir samverki oss til hins bezta, og lofar Guð, þeg- ar trú vor og þolinmæði mætir reynslu. »Vort eigið ég« álítur sér vera m'sboðið, ef öðru.m mönnum er hrósað fyrir starf þeirra, í vín- garði Drottins, t. d. ef dáðst er að áhuga þeirra, og kærleika, Því finnst sem oflítið tillit sé tek- ið til sín, og reynir að leiða tal- ið að sínum eigin áhuga og fórn- fýsi, eða foreldra sinna, bróður, frænku, frænda eða þá næst- næstsystliinabarns, svo þeir, er á hlýóai verði að viðujrkenna að »Eg« hef eins mikið að hrósa mér af, eins: og hver annar^ Kristur í oss líður, þegar vér, eða starf vert; fær hól, því Hann veit að Drottinn sjálfur vinnur ])að allt sama.n. En það gleður Hann að heyra talað vel um aðra, og Hann fagnar yfir þeirri náð Guðs, er birtist í þeim. »Vort eigið ég« verður þess á- skynja, hvaða álit fólk hefir á oss. Kristur í oss gerir oss óvit- andfl um vort eigið gildi. »Vort eigið ég« er alltaf reiðu- búið að gera kröfuí til réttinda sinna, svo sem hugulsemi, virð- ingar, vellíðúinar, þæginda, eigna o. s. frv. og það hefir oft hóf- lausar hugmyndir rm hvað rétt- ur þess er.i Kristur í oss hefir engin réttindi fyrir utan vilja fíuðs — og hamn getur þess vegna alltaf og undir öllum kringumstæðum lofað og veg- samað Hann. Sál konungur er skýrt dæmi um þennan keppinau.t Guð's í hjörtum vorum og lífi. Þetta »Vort eigið ég« getur tekið stakkaskiptum eins og Sál, cðl- ast nýtt hjartarog orðið að nýj- um manni. (I. Sam. 10:9). En það hlýtur altaf að vera and- stæða Krists. Það getur breyzt frá því aið vera syndugt og heimslegt »®g«, til þess að veiða »endurfætt« »Eg«. En hin sama tilhneiging til þess að leita síns eigiins, gera mikið úr sér, hat'a mieðaumku.n með sér og rétt- læta. sig, á þa,r ennþá rætur, aðeins er takmarkið ekki sama og áður. »Vort eigið ég« getrr orðið »helgað«. »Ég«, þannig að það keppi ákaílega eftir réttlátu lífi —- en ekki því að verða höndlað af Kristi. Vér getum verið mjös auðmjúk og ákaffega fórnfús, en samt sem áður getur tilgang- urinn verið sá, að ná réttlætinsu fyrir oss sjálf, til þess að njóta þess að vera álitin »heilög«, og þetta er þá »Vort eigið ég« eftir sem áður. Kristur í oss leitar ekki sinnar eigin vegssmdar og talar ekki sín eigin orð. Margir, sem þó eru, einfægir í trú sinni, sjá ekki glöggt hve mikið af þeirra eigin »Eg« er í fram- komu þeirra og starfi, löngun þeirra, eftir helgun og reynslu í þeirri helgun, er þeir ná. Á sama hátt og Sál var hafn- að, er »Vort eigið ég« útskúfað af Guði., Hann getur ekki haft samfélag við »Vort eigið ég«, þess vegna verður það að deyja. En dáið fyrir eigin hönd getur það ekki. Ef vér reynum að deyða, »Vort eigið ég« magnast það jafnvel við það. Fyrst þá, er vér snúum oss til Drottins ör- magna af voruj eigin erfiði og hjálparvana er það, að »Vort eigið ég« hlýtur dauðadóm. Því þó það ,sé dæmt til dauða, getur það lifað lengi. Lýsir það sér með því ,að koma frafln í, mörg- um þeim miyndum, er sízt hefði verið gert ráð fyrir. Hvernig get ég þá frelsazt frá hinu, synduga. eðli mínu? (Róm. 7:25). Með því að snúa mér til, Krists og leggja »Mitt eigið ég«, við fætur hans. Hann ræöur oss til að afneita sjálfum oss. En það er ekki til ágcða. fyrir »vort eigið ég« heldur Jesúm. Hann er þá orðinn .hið nýja og hið eilífa líf vort., I staðinn fyr- ir mig — Jesús. Þegar því tak- marki er náð, getum vér tekið undir með Páli postuja: »Sjálf- ur lifi ég ekki framar, lieldur lifir Kristur í mér« (Gal. 2:20). Það er ekki ég, sem bið, heldur biður Heilagur Andi í mér. Það er ekki ég, sem yfirvinn synd- ina. En Kristur í mér gerir það alft saman. (Þýtt úr norsku. O. K.) Langar bænir. Spurgeon sagði eitt sinn: »Langar bænir cg langar rteður slökkva eldinn, í stað þess að auka hanni«. Á þingi heimatrúboðs'ns í Wúittenberg, var rætt um bæn í einrúmi. Að loku.m .sagði prestur nokk- ur, Klaus að nafni: »Bræður! Drottinn vor Jesús Kristur hefir gefið oss bezta fyrirmynd á ölh um sviðum, einnig viðvíkjandi bæninni. 1 hópi lærisveina hans voru bænir hans í meðallagi langar, væri hópurinn »bland- aður«, eins og við gröf Lazar- usar eða, þegar hann mettaði 5 þús. manna, þá voru bænir hans stu.ttar. Væri hann einn með föður sínum — í eyðimörkinni eða uppi á fjalli — þá bað hann alla nóttina. Þannig- ættuð þið eirnig að haga því, kæru bræð- ur! Meðal Guðs-barna getið þið beðið »meðallangar« bænir. Þeg- ar hvorttveggja, er við, eða með- al sjúkra, deyjandfl eða sorgbit- inna — þá stuttar. En þegar þið eruð í einrúmi með frelsara ykkar, þá g;etið þið beðið eins lengi og þið viljið«. Þéttai er athyglisvert fyrir ýmsa, vor á meðal., Sönnun. Theodor Tilton heimsótti dag nokkurn Finney prófessor. Með- an þeir töluðust við sagði Tilton: »Hr. Finney. Ég hefi alltaf álitið yður góðan mann; en ég er ekki sammála yður í öllum trúarskoðunum yðar«. »Hvaða skcðunum?« spurði Finney. »Ja, t., d. kenningunni um til- veru persónulegs djöfuls«. Finney horfði augnablik á TiL ton og sagði því næst: »Ef þcr vilduð standa í gegn honum, myndiuð þér fljótlega komast að raun uro, að hann er til«. Útbreiðið Bjarma.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.