Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.12.1936, Blaðsíða 5

Bjarmi - 20.12.1936, Blaðsíða 5
B J A R M I 97 stofuna sat »amma Lun.d« við hið girnilega matborð og beið hans, en kisa var hin ánægju- legasta að i,epja mjólkina sína. Þetta var Stefáni næstum, því um megn- Hann var sár svang- ur eftir að hafa verið atvinnu- laus í marga daga og að mestu eða öllu ieyti matarlaus. En samt sem áður fann hann sár- ast til þess, hve hjarta hans hungraði. En í hvert sinni, sem hann leit framan í ljóiryandi andlit »ömmu Lund«, í'annst honum eitthvað hlýtt og óskilj- anlegt snerta hjarta sitt. »Stefán, þú sagðist heita Ste- fán?« sagði »amma« og lagði hendina á hamdlegg hans. »En hve mér þykir vænt um það. Þú ert í inniskómum hans Ste- fáns míns og situr á stólmum henni ömmu og horfa, inn í arim- eldinn í stað þess að reika edn- mana og sárfættur um á þjóð- veginum! Og hve það var yndis- legt að fá að sofa í rúmi eftir að hafa, sofið nótt eftir nótt í. útihúsum og hlöðumi, þar sem rotturnar voru á hlaupum al],t í kringum mamn. Stefán hafði því tæplega fyrr lagt höfuðið á koddann, en hann féll í væran og draumfausan svef*n, Hann vaknaði ekki þegar amma. gamla læddist snemma. um morguminn inn í herbergið til hans. Andlit hennar Ijómaði af ánægju og umhyggju, þegar hún lagði jól.ag'jafirnar á stólinn við rúmið hans. Það var hrein skyrta, hálsldútur, bindi og vasaklútur. Hun hafði þegar | gefið margt af því, sem dreng- hans. Þess vegna ætla ég aðeins að kalla þig Stebba og þú verð- ur að kalja mig' ömmu«. Þa,u hjálpuðust að við það að taka af borðinu. og þvo upp. Að lokum skreyttu þau lítið jólatré, og þó að Stefán verkjaði af þreytu vildi hann ekki fyrir nokkurn mun missa af neinu. En þegar allt var búið og amma, settist stynjandi i hægindastól- inn sinn, leit hann, í kring um sig andvarpandi. »Nú verð ég að fara«, sagði hann hálfhikandi. »Það kemur ekki til nokkurra mála«, sagði amma ákveðin, »þegar rúmið hans Stefáns bíð- ur þín! Þú ætfar þó ekki að láta. mig vera, aleina með henni kisu á jólanótt og jóladag? Sérðu: það eklíi, Stefán, að ég má eklvi missa þig«. »Ó, hve það va,r sælt, að finna að einhver mátti ekki án manns vera. Ö, hvílík blessun, að sitja, svona öruggur við hljðina á urinn hennar átti, en hún brosti ánægjulega þegar hún hugsaði u:m nýjan frakka og ónotaða skó, senn hún geymdi. Það var enginn, í öljum bæn- um, eins hamingjusamur og hún »amma«, þegar hún og Stefán Hallberg komu aftur frá messu, meðan jólaldukkurn- ar hljómuðu, eins og enduróm- ur þess fagnaðarboðskapar, sem þau höfðu nýlega heyrt. Og live hún var. glöð, þegar þau: komu heim, og hún fór að bera fram veitingarnar. Augu hennar ljómuðu og það lék bros um varir hennar.' Hinir hörðu drættir í andliti Stefáns urðu. líka smátt og smátt mildari. Iíið þunga augna- tillit hans varð léttara, og kuldi sem hafði náð tökum á hjarta hans, tók að hverfa við þennan kærleika. En seint um kvöldið, þegar þau sátu við arininn og voru að steikja epli á glóðunum og þögðu bæði, þá var eins og legð- ist þungi yfir hann. Á morgun, átti hann aftur að yfirgefa, þetta heimili, þar sem hann hafði mætt svo miklum kær- leika og skilningi. Hann átti að byrja á nýjan leik að reika svangur o>g þyrstur um. Hann leit upp og horfði inn í. hin blíðu og spyrjandi augu, sem hvíldu á honum. Skyndi- lega var eins og hjarta hans oþnaðist. Hann féll á kné og grúfði andlit sitt í kjöltu henn- ar. »Stefán, villtu ekki segja mér al,lt?« spurði hún og strauk uim leið hár hans, sem þegar var farið að grána, Og hann sagði henni frá öllu, hverning hann hefði misst heim- ili sitt, hamingju, vinnu og einn- ig Guð — hann sagði frá því í sundurlausum setningum, eins og barn, sem játar yfirsjónir sínar í faðmi móður sinnar. »ö, Stebbi nrinn, þú hefir misst allt af því að þú mazt Guð sízt af öllu. Uppsprettur hjarta þíns eru þornaðar og verða að fyllast á ný. Guð hefir beðið eftir þér, til þess að gefa. sálu þinni af ríkdómi kærleika sín.s, Vertu kyrr hjá mér, Stefán, og við skulum sameigin- lega taka á móti náðargjöfum hans. Því að úr því að þú ert einstæðingur, og ástvinir mínir eru farnir frá mér, þá finnst mér, eins og Guð hafi gefið okk- ur þá jólagjöf að láta okkur hittast«. títi snjóaði, svo> að mjöllin huldi hið kuldalega land, en inni í litlu stofunni ríkti friður, sem æðri er öllum skilningi. (Jnlegranen ). ÍUDifíímr maður er þeíía? JESÚS KRISTUR fæddist í fátæks manns hreysi, undir kringumstæðum, er naumast gátu bágbornari verið, — en ljúfir ómar himneskra lofsöngva fylltu loftið. Það var búið urn hann í jötu, — en vitringar úr fjarlægum landsálfum komu: til að veita honum lotningu og stjarna á himni lýsti þeim leið. Fæðing hans braut í bága við lífsins lög, og burtför hans úr heiminum laut ekki lögum dauð- ans. Ekkert undur er yfirnátt- úrlegra og óskiljanlegrai en líf .hans og kenning. Hann átti hvorki kornekrur né- fiskiveiðaskip, — en hann mettaði 5 þúsundir manna og hafði afgangs að borðhaldinu loknu'bæði brauð og fisk.. Hann var ríkuír en gjörðist vor vegna fátækur, til þe,ss að vér auðguð- umst af fátækt hans. Hann líknaði þjáðum og vakti upp dlauða, — en sjálfum sér forð- aði hann ekki frá þjáning háð- ungarinnar og krossdauðans. Synd fékk ei saurgað hann né rotnun snortið líkama hans. Jörðin drakk í sig blóð hans, er hann lét líf sitt til laugnargjalds fyrir mannkynið, — en dufts hans f Akk hún ekki krafizt. Krcssfest-'ng havs er hámark allra misgerða mannanna, — en um leið óumflýjanlegt skilyrði endurlausnar vorrar og hjálp- ræðis. Sárfáar hræður syrgðu frá- fall hans, — en sólin byrgði and- lit sitt og himinn og jörð hjúp- . uðust svartri sorgar slæðu. Mennirnir herða hjörtu sín svo að jafnvel misgerðin mestu skelfir þá ekki, — en jörðin skalf undir þunga hennar og björgin klofnuðu. Allt er til orðið fyrir hann og allt í tilver- unni veitir honum lotningu: — nema mennirnir einir. Þeir voru honuim verstir, er hann unni mest. Hatursmenn ofsóttu, hann. Unnendnr og áhangendur brugðust honum. — En ofsækj- endur hans munu kveinandi beygja, kné sín og viðurkenna, eigi síður en áhangendur hans, að »Jesús Kristur sé Drottinn, Guði föður til dýrðar«. 1 þrjú ár aðeins boðaði hann sitt fagnaðarerindi, Hann skrif- aði ekki bækur. Hann bað eng- an um styrk til starfs síns. En í 1900 ár hefir verk hans og per- sóna gnæft eins og klettur upp úr ölduróti mannkynssögunnar. Jesús Kristux er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Náð verið með yður og friður frá honum, sem er og var og kemur! Ólafur Ólafsson. . ...........................

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.