Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.12.1936, Blaðsíða 6

Bjarmi - 20.12.1936, Blaðsíða 6
98 B J A R M I Á 30LA- IF E R1 Frh. frá síðu 95. leg með svonefndri Satumalía- hátíð. Sú hátíð var haldin með máklum skemmtunum. Eins og þau bönd, sem bundin höfðu verið um fæturna á líkneski Satúrnusar, voru leyst, þannig voru leyst öll mannleg bönd þessa daga. Glæpamenn voru leystir úr hlekkjum sínum, þrælarnir fengu að klæðast frjálsra manna búning og sátu til borðs, en húsbændur þeirra þjónuðu þeim. Börnin fengu frí í skólunum og menn skiptust á gjöfum. En jafnframt var alls- kyns léttúð gefin laus taumur- inn. Það er ekki ósennilegt, segja sumir, að Róm, sem alltaf fylgdi þeirri reglu að hegða sér eftir guðsdýrkun þjóðanna hafi einn- ig ætlað að setja kristilegan blæ á þessa Satúrnalia-hátíð, raeð því að halda jólahátíð á sama tíma. Gegn þessu mælir þó sú staðreynd ,að á þessum fyrstu tímum kirkjunnar var barizt með oddi og egg gegn hverskyns samruna kristindóms og heiðinna hátíðahalda og við- urstyggð þeirra. Ennfremur ber þess að gæta ,að jólin í Róm voru haldin seinna en þessi há- tíð. Henni laiuk 23. des., og hafði þá staðið frá þeim 17. Á 18. öld fannst gamalt róm- verskt almanak frá því árið 354. Við 25. desemb. stóðu þessi orð: »N (ataiis) invictk, sem þýðir: »fd8ðingardiagur hins ó- sigrandi«. »Hinn ósigrandi« var hið venjulega heiðursnafn sól- g’uðsins. Af þessu hefir verið reynt að draga þá ályktun, að árshátíð sólguðsins Mithra hal'i verið haldin 25. des. í Róm, og að hinir kristnu hafi haldið jólin þennan sama dag, til þess að vinna gegn sólguðnum. Gegn, þessu mælir þó sú stað- reynd, að það var ekki einasta sólguðinn, heldur allir keisar- arnir, sem nefndir voru »hinn ó- sigrandri«. — Athugasemdin við almanakið 25. des. 354 gæti því alveg eins táknað.að þá væri fæðingardagur þess keisara, er þá réði ríkjum — og auk þess mælir það á móti þsssu, að til- beiðsla sólguðsins Mithra var á þeim tíma einungis trúarbrögð heldra fólksins, en ekki þjóðar- innar. Það var Júlían að viður- nefni apastata, sem vildi gera þetta að almennri hátíð, til þess að draga athyglina burt frá jólahaldi hinna kristnu. Það væri ef til vill sennilegri skýring, að benda á það, að 25. des var í Gyðingasöfnuðunum hafdin »hátíð hins nýja altaris« eða »Musterishreinsunarhátíð- in«. Hún var til minningar um frelsisbaráttu Makkabeanna, er braut sundur ok Sýrlendinga. og endaði með því að musterið var hreinsað af hinni heiðnu viðurstyggð. Meðal Gyðinga í Róm var þessi hátíð haldin með því að húsin voru öll uppljóm- uð; og þar sem J udas Makkabe- us var oft tekinn í kristninni, sem ímynd Krists, eru margir þeirrar skoðunar að kristnir Gyðingar hafi haldið þennan dag til minningar um fæðingu Krists, og það þeim mun frem- ur sem blessunin, sem sam- kvæmt spádómi Haggia (2,18— 23) átti að veitast »24. dag hins níunda mánaðar« (það er eft- ir hinu kristna tímatali í des.) bendir til þeirrar bl(essu,nar sem átti að veitast fyrir fæð- ing Krists. Þó að það því sé ekki svo auð- velt að ákveða raunverulega á- stæðu þess, að 25. des. varð sá dagur, sem haldinn hefir verið hátíðlegur, sem fæðingardagur Krists, og ennfremur er erfitt að sa.nna að hann hafi fæðst þann dag, er þó rétt að geta þess að Ipkum að það eru mjk- il líkindi til þess, að frelsarinn hafi einmitt fæðst þann dag. Krysostomus segir í prédikun til allpa þeiirra, sem séu hikandi að ,hald;a 25. des hátíðlegan.: »Veitið því athygli, að vér höf- um fengið þennan dag frá þeim, sem búa í Róm, því að I>eir, sem þar búa og hafa lengi haldið þennan dag samkvœmt gamalli arfsögn, hafa látið css þekking sína í té«, Og bæði Krysostom- us og Tertullian benda mót- stöðumönnunum hreinlega á hiö rómverska skjalasafn, þar sem þau skilríki voru geymd er vörð- uðu skrásetninguna, einrúg í Betlehem. ★ Auðvitað er það ekkert aðal,- atriði fyrir trúaða menn, hvaða dag ársins Kristur fæddist. En þar sem 25. d.es er almennt haldinn sem fæð'ngar- og jóla- dagur, þá er mikil táknmynd í því fólgin að halda jólin einmitt á þeim tíma árs, þegar sólin snýr aftur á göngu sinni, og »réttlætissólin rís með græðslu undir vængjum sínum«. Gleðin yfir því hefir í aldaraðir, komið í ljós, einnig meðal heiðingja, í hátíðahöldum, þegar myrkrið er dimmast en ljósið næst. Ég prédikaði ekki, ég var á- heyrandi — eða réttara sagt á- horfandi. Annars var það eng- inn maður, sem prédikaði, þvi að ég var aleinn, en samt sem áður var prédikað. Textinn var þannig: Það var um nótt milli jóla og nýárs. Éghafði haldið kvöldið hátíð- legt með íbúum á norskum bóndabæ uppi í fjalli. Við höfð- u.m sungið jólasálmana, lesið jólaguðspjallið og beðið saman. Og nú var ég á leiðinni niður í byggðina — heim. Nóttin var niðadimm. Það var kafaldsbylur og rok. En ég varð að fara heim. Ég vissi, að það var ekki hættulaust að vera einn á ferð ofan frá fjalli, en ég varð að halda áfram þ. e. a. s. ég skreið eiginlega. Stormurinn var svo mikill, að hann ætlaSi að feykja mér með sér. Ég vaxð að gizka á hvar leiðin væri, því snjórinn hafði máð í burtu öll spor. Litla rafmagns Ijóskerið, sem ég hafði með mér, lýsti mér — að vísu aðeins örfá skref, en það var þó betra. Allt í einu varð allt dimmt. Það var slokknað á ljósinu. Ég stóð þarna. einn. Stormurinn næddi uim mig. Bylurinn barðist í andlit mér. Og auk þess var kolniðamyrkur. Ég vissi að á aðra hönd mér var fjallsbrekkan, og fyrir neð- an hana vatn. Á hina hönd, var fenjamýri. Ef ég villtist, hvað þá —? Hræðslan náði valdi yfir mér: »Þú kemst aldrej lifandi heim!« Það fór kulda hrollur um mig. Ég gekk áfram nokkur skref, en datt. Ég reis aftur á fætur og gekk áfram nokkur skref, en ég datt á ný. Ég var kominn, út í .steinurð. Það var víst farið að blæða, úr höndum mér og fótum, en ég tók eigin- lega ekki eftir því. Eðlishvötin hafði náð valdi yfir mér. Hér var ósjálfráð barátta upp á líf eða —? Ég komst út úr steinurðinni — en lenti í staðinn úti í fenjæ mýrinni. Ég sökk oft upp að hnjám, hoppaði upp — til þess eins að sökkva á ný. Jafnvel þó uim lífið sé að tefla j verður maður þreyttur. Og mér var nístan,di kalt. Ég var gegnvotug og hálf freðinn vegna hins kalda storms. Þegar ég datt, langaði mig hálfvegis til þess að liggja kyrr. Þegar ég sökk ofan í mýrina, fannst mér næstum því þægilegt að finna ískalt vatnið hækka upp eftir fótunum, eftir því, sem ég sökk dýpra. Upp að hnjárn, miðju læri •— já upp að mjöðmum. — En loksins hóf ég mig upp úr feninu. »Þú kemst ekki lifandi heim!« hljómaði fyrir eyrum mér. Mamma sat ein heima. Hún hafði sjálfsagt sett lampann út í glugga, til þess að ég gæti fundið húsið í myrkrinu. Hún var sjálfsagt að biðja fyrir mér núna. Guði sé lof! Nú slotaði hríð- inni dálítið. Hvaö va,r þetta? Var þetta elding, sem ég sá? Eða —- jú, ]>etta var sannariega ljcsið í herbergisglugganum hennar mömmu. Það lék hlýjutilfinning um mig. Þreytan var horfin. Ég d,att, ég sökk, mér varð kalt. En hvað sakaði það? Ég sá ljósið- Eg sá heim! Og — ég komst heim. Og þá var lagt út af textan- um fyrir mig: Ég var förumaður um hina dimrnu óveðursnótt hér í heimi. Og dag nokkurn slokknaði ljósið mitt. Dag nokkurn missti ég sjónar af takmarkinu og vegin- u.m. Ég varð útataður í synd. Sálu minni blæddi af vonbrigð- um og hrösun. Ég varð lémagna af þreytu. Ég hefði aldrei kom- izt heim, ef þessi orð: »Ég er ljós heimsins«, hefðu ekki opn- azt fyrir mér., En þegar þau, urðu mér ljós, hljómaði fyrir eyrum mér: »Jú, þú kemst heim!« Að vísu er ég ennþá úti í hinni dimmu nótt, Að vísu hlýt ég stundum sár und,an bitru háði eða spotti. Að vísu, blóðgast ég stundum í hinu bitra lífs- stríði. En hvað sakar það? Mitt í baráttunni hljómar fyrirheit- ið: »Þú kemst heim!« Og á leiðinni rétti ég þeim, sem ganga í myrkrinu', hendina. Þeim, sem »l.ei ddir eru til dauða« — hins eilífa dauða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.