Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1958, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1958, Blaðsíða 4
4 BJARMI ö ’nnur dddinari oCundby tœh i ?má Handleiðsla Drottins Treystið fyrirheitunum. Mig langar til þess að segja svo- lítið frá því, hvernig mér lærðist, að ég yrði að treysta fyrirheitum Drollins algerlega en ekki hug- myndum sjálfs mín um það, livað hezt væri. Eg varð að læra það, að vera fús til þess að hefjast handa um það, sem Guð sýndi mér skýrt og greinilega, er ég hafði rætt um það í hæn minni, og þá yrði ég einnig að treysta þvi, að hann mundi sjá fyrir mér. Ég minnist sérstaklega atviks nokkurs, er ég kom til Þrándheims ásamt Sten Bugge rektor og Gran prófessor. Það var árið 1946. Við áttum að fara til Selbu, og þá átti ég ekki meiri pcninga eftir en að- eins fyi'ir fai’gjaldinu þangað. „Góði Guð, á ég að fasta í dag?“ spurði ég, er ég sá, að ég átti ekk- ert fyrir matnum. Nei, ég átti að fai'a inn í matsal gistihússins og setjast til borðs ásamt hinum. Ég gerði það, og ég liugsaði um það, að fróðlegl væri að sjá, hveniig þetta mundi leysast. Er við vorum rétt aðeins setztir, kom maður nokkur, sem ég kann- aðist lítilsháttar við. Hann spurði, hvort hann mætti setjast við borð okkar. Við snæddum saman og ræddumst við, og er máltíð var lokið, segir liann: „Mér fannst þetta reglulega skemmtilegt. Má ég ekki greiða matinn fyrir okkur alla?“ Þetta kom sér auðvitað á- gætlega fyrir mig. Þegar hann liafði lokið greiðslunni, sat liann um stund dálítið einkennilegur á svip. Loks sagði liann: „Ég skil þetta ekki, en ég get alls ekki losn- að við þá hugsun, að ég verði hvað sem tautar að gefa yður fimmtiu krónur. Ég hefi aldrei gefið lækni peninga, svo að ég skil ekki, livað veldur þessu.“ „Þakka yður fyrir, það kemur sér mjög vel,“ sagði ég. Við fórum því næst til Selbu, og er við komum þaðan aftur, átti ég fjörtíu krónur eftir. Við liöfð- um talað um það, að við skyldum fara á einhvern greiðasölustað og snæða Þrándheimsþorsk, en ég lmgsaði sem svo, að bezt væri að kaupa farseðilinn heim með járn- brautinni áður, til þess að öruggt væri, að ég ætti hann. Ég gerði það, og þá kom í ljós, að hann kostaði þrjátíu og níu krónur. „Ég á þá að minnsta lcosti ekki að vera með ykkur við þorskátið,“ sagði ég. Ég notaði svo fimmtiu aura til þess að fara á eitt sjúkra- liúsanna og afganginn fyrir fari inn í bæinn. Ég fékk svolítinn mat lijá vini mínum einum á sjúkra- húsinu. Þegar ég kom til þess að sækja ferðatöskur mínar á gisli- húsið, sagði varðstjórinn: „Læknir, það kom maður með bréf til yðar.“ „Já, það eru sjálfsagt peningar,“ svaraði ég. „Ég liefi verið peninga- laus í marga daga.“ Honum fannst þetta einkenni- legt tal, en ]iá lók ég upp umslagið og út úr þvíekomu tveir hundrað- krónuseðlar. Þess var ekki getið, frá hverjum þeir væru. „Þarna sjáið þér,“ sagði ég. „Ég liefi beðið Guð um þessa peninga og hér fæ ég þá.“ •Varðstjórinn varð svo vandræða- legur yfir slíku tali í móttöku gistiliúss, að liann skauzt brott. Sjö ár liðu, án þess að ég heyrði nokkuð frá honum. Þá fékk ég allt í einu bréf. Hann var erlendis og ritaði: „Ég get ekki gleymt deg- inum í móttökuherberginu forð- um, og nú verð ég að fá að koma og verða sannkristinn maður.“ — Ilann er nú forstjóri eins af stóru gistihúsunum og hefir orðið okk- ur til mikillar ánægju. Nákvæm upphæð. Já, þetla var í Þrándheimi. Marg- oft síðar var ég í þeirri aðstöðu, að mér virtist ókleift að komast af fjárhagslega. Dag nokkurn liafði ég lialdið samkomu i Drammen. Þá kom lilil telpa, um það hil tólf ára, eftir samkomuna og vildi umfram allt lauma til mín einum af þessum rauðu tveggja- króna seðlum, „bolsévíka“ eins og við kölluðum þá, það var á styrj- aldarárunum. Ég hugsaði strax sem svo: Eg get alls ekki tekið við tveimur krónum af lítilli telpu á þessum tímum. Hvernig svo sem á því stóð, varð sú meðvitund ákaf- lega sterk, að Guð ætlaði mér eitt- hvað með þessu, svo að ég stakk seðlinum í vestisvasann. Daginn eftir stóð ég á brautar- stöðinni og ætlaði að kaupa far- seðil lil Hamars. Þá kom í ljós, að hann kostaði kr. 11,70 en ég átti aðeins eftir tíu krónur í veskinu mínu. Ég varð liljóður um stund og velti ]iví fyrir mér, livernig ég ætti að ráða fram úr þessu. Þá var eins og Drottinn hvíslaði að mér: „Þú fékkst tvær krónur í gær!“ Ég tók þær upp úr vestisvasan- nm, og þar með var því máli borg- ið. Ég hefi þannig margreynt það, að ég hefi fengið nákvæmlega þær uppliæðir, sem ég þurfti á að lialda. Eg minnist þess, að eitt sinn var mér hoðið til vina um hvítasunnu, en þegar ég var í þann veginn að leggja af stað, vprð ég allt í einu að láta af hendi fimmtíu krónur til ólijákvæmilegra út- gjalda. Þar með hafði ég ekki næga peninga. Lestin beið um stund á járnbrautarstöð nokkurri, og ég skrapp snöggvast til vina, sem þar áttu heima, til þess að heilsa þeim. Þá segir liúsfreyjan allt í einu: „Það er langt síðan Guð hefir bent mér á sérstakt verkefni, sem ég ætti að gera, en i dag fannst mér gre.inilega, að ég ætti að gefa þér þessa peninga. Ég hefi talað við manninn minn um það, og það á að vera tiund af peningaupphæð, sem við liöfum fengið greidda. Það kom í ljós, að um var að ræða fimmtíu krónur, sömu upphæð og ég hafði greitt og skorti því. Jólagjafir fyrir 500 krónur. Á sama hátt fór eitt sinn, er Guð liafði gefið mér vísbendingu um að fara til staðar nokkurs í norð- urhluta landsins. Þá athugaði ég það ekki, að ég átti ekki nægilegt fé fyrir fargjaldinu, svo að ég gerði engar ráðstafanir til þess að afla þess. Meðan ég var að ganga frá ferðatöskum minum, kom maður nokkur til mín og stakk einhverju í vasa minn. Ég liafði svo nauman tíma, að ég gleymdi að atliuga, livað það væri, þar lil ég kom á járnbrautarstöðina. Þá tók ég það upp úr vasanum og sá, að þetta voru þúsund krónur. Eitt er mikilvægt í þessu sam- bandi, og það er, að vér megum engu lialda eftir af þvi, sem Guð gcfur oss. Vér eigum ekki að lála af hendi meira en það, sem oss er ætlað, en vér eigum lieldur ekki að lialda neinu, því að ef vér lok- um fyrir útrennslið, lokum vér um leið aðrennslinu. Þess liefi ég gætt að safna ekki fyrir þvi, sem Guð hefir gefið mér, því að það er hið heimskulegasta, sem unnt er að gjöra. Ég liefi aldrei þurft að taka lán, því að ég hefi sagt sem svo: „Sé þetla frá þér, Drottinn, verður þú að sjá fyrir fénu, sem ég þarf til þess að gjöra þetta.“ Það hefir ávallt staðizl. Eins og t. d., þegar ég kom úr íangelsinu ár- ið 1943. Morgun einn, er ég var í í’úmi mínu, kom mér allt í einu í hug: „Sendu jólaglaðning lil að- standenda allra þeirra, sem voru í sama bragga og þú í fangabúð- unum í Grini.“ Fyrst hugsaði ég sem svo, að þelta væri liégómi. Þessi liugsun væri ekki frá Guði. Auk þess mundi það kosta rúmar 500 krón- ur, og ég átti þær ekki. Ég sagði því: „Góði Guð, sé þetta frá þér komið, verður þú að staðfesta það með því, að senda mér það fé, sem til þess þarf.“ Því næst varpaði ég þessu frá mér. Þennan sama dag kom skógar- eigandi nokkur úr Auslurdal til mín. Hann hafði nýlega orðið fyr- ir afturlivarfi og langaði til þess að við hefðum sambænastund. Þegar við höfðum lokið bæninni, segir hann: „Guð liefir hent mér á, að ég ætti að gefa þér fimm- hundruð krónur, sem þú gætir not- að Iianda föngunum eða aðsland- endum þeirra.“ Þá gat ég ekki lengur verið í vafa! Svipað þessu liefir margoft kom- ið fyrir mig, þegar ég hefi fengið vísbendingu um að verja fé lil eins eða annars. Eg liefi þá sagl: „Jæja, ég get vel greitt þetta fyrirfram — og það liefir aldrei brugðizt, að ég fcngi endurgreiðslu.“ Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í trúfesti þinni, gef mér heilt hjarta, til þess aö óttast nafn þitt. Eg vil lofa þig, Drottinn, Guð af öllu hjarta minn, og tigna nafn þitt að eilífu, því aö miskunn þín er mikil viö mig. Sálm. 86, 11—13. BRAUÐ LIFSINS Margt hefir Jesús óneitanlega einkennilega sagt. Auðyelt væri að nefna mörg dæmi þess. Flest af því segir hann til þess að leggja áherzlu á það, að hann sé oss mönnunum algerlega ómissandi, ef vér eigimi hólpnir að verða. Meðal þeirra orða eru t. d. „Ég er ljós heimsins. — Ég er dymar. — Ég er upprisan og lífið. — Ég er brauð lífsins,“ svo að nokkur séu nefnd. Hvað segir t. d. hið siðasta þessara orða oss? „Ég er brauð lífs- ins.“ Hvað er átt við með orðinu brauð? Daglegt brauð, það er auð- skilið. I»að er allt það,sem oss er nauðsynlegt til lífsviðurhalds. Þannig er hann einnig fyrir sál vora. Spurt er: Höfum vér þörf fyrir Jesúm? Er það ekki aðeins fyrh' þá, sem vilja, og svo geta aðrir látið það eiga sig? Þetta orð Jesú segir oss: „Þér getið alveg eins spurt: Er þörf á því að fá brauð — fá mat?“ Nægir það sumum? Geta aðrir Iátið það eiga sig að neyta daglegs brauðs? Nei. Þannig getum vér heldur ekki lifað nema fyrir Jesúm Krist. Hann er brauð lífsins, þ. e. a. s. sá, sem nærir og viðheldur lífi voru. Án þess að meðtaka hann, mundu sálir vorar deyja, Þetta orð um að Jesús sé brauð lifsins segir oss því um sjálfa oss, að vér, mennirnir, séum sjálfum oss ónógir. Það er svo á öllun: sviðum. Líkami vor þarf að fá næring utan að, ef hann á að lifa. Hann getur ekki lifað af eigin mætti. Hjarta vort þarf að fá svar utan að og hugur vor einnig. Vér getum ekki verið tilfinningalega nógir sjálf- um oss. Vér þurfum að hljóta „næringu“ utan frá. Þessu hungri verður ekki fullnægt nema með því einu að með- taka náð Drottins Jesú Krists, já, meðtaka hann sjálfan, sem er brauð lifsins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.