Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 25.03.1958, Síða 1

Bjarmi - 25.03.1958, Síða 1
3.-4. tbl. Reykjavík, 25. marz 1958 52. árg. KOMM HEIM FHA KOIVSÚ JFyrsii Mitntstnttttiiurinn skiröur. Fyrsta fcrniinyn — Kristnihttiittttttttt fatjnuð tt fjiitntcnnuin santkontuin t Kcykjartk tttj Mfafnarfirði — Gáð kvikttttjnti frtt siarfintt i Bítntstí. AÐ er engin ný frétt lengur, sem til tíðinda teljist, að kristniboðahjónin Kristín Guðleifs- dóttir og Felix Ólafsson séu kom- in heim, ásamt sonum sínum tveim, Kristni Friðrilc og Ólafi. Þau komu til Reykjavikur föstu- dagskvöldið 7. febrúar, með flug- vél frá Lundúnum. Hafði ferðin frá Eþíópíu gengið ágætlega. Þau lögðu af stað frá Addis Aheha mánudaginn 3. febrúar og voru röskan sólarhring til Lundúna. I Englandi dvöldu þau tvo sólar- hringa og komu síðan með fyrstu ferð Flugfélagsins heim. Vikuna eftir að þau komu, stóð yfir æsku- lýðsvika K.F.U.M. og K. og dróst þvi nokkuð, að unnt væri að halda samkomu lil þess að bjóða. þau velkomin. Var það ekki fyrr en fimmtudaginn 20. febrúar, að fagnaðarsamkoman var haldin i lnisi K.F.U.M. Eins og geta má nærri, var samkomusalurinn al- setinn áheyrendum og það svo, að þótt aukastólar hefðu verið settir i alla gangvegi og hverja smugu, og þéttar væri setið í beklcjum, en til er ætlazt, urðu nokkrir að vera frammi í ganginum. Var það mjög svo ánægjulegt fyrir kristni- boðana að sjá, hve margir þeir voru, sem hjóða vildu þau vel- komin. Var samkoman öll hin á- nægjulegasta og hátíðleg. Er sunginn hafði verið inngangssálm- ur, hyrjaði Ólafur Olafsson, kristniboði, samkomuna með lestri Guðs orðs og hæn. Er annar sálm- ur liafði verið sunginn, voru krislniboðahjónin boðin velkomin. Er þau komu upp í ræðustólinn, risu samkomugestir úr sætum sín- um og heilsuðu þeim, er þau stóðu hlið við hlið í ræðustólnum. Fundu þau og sáu kærleika kristnihoðs- vinanna berast til sín í ríkum mæli, og það var cnn betur staðfesl, við lilý handtök, er samkomu var lokið. ARGIR ÞEIR, sem sáu kristni- hoðana, sögðu: „Þau líta alls ekki eins illa út og ég bjóst við, eftir erfiði það, sem þau liafa átt við að búa.“ Það er satt að því leyti, að ekki er unnt að segja, að þau sé ekkert nema skinin bein- in, sem betur fer. Hins vegar dvlst engum kunnugum, að liðin ár liafa sett sinn svip á þau, svo sem við er að húast. Þau voru kornung, er þau fóru til Konsó, og liafa fengið mikla lífsreynslu á ])essum árum. TpR RUIÐ VAR að hjóða þau vel- komin heim, söng hlandaður kór K.F.U.M. og K., en þvi næst mælti frú Kristín Guðleifsdóttir nokkur orð. Flutti hún íslenzkum kristniboðsvinum kveðjur inn- fæddra manna og norskra kristni- hoða. Færði hún kristniboðsvin- um og þakkir þeirra hjónanna og allra fyrrnefndra aðila, fyrir þann skerf, sem lagður hefði verið fram til starfsins í Konsó. Einkanlega þakkaði hún fyrir fyrirhænirnar, sem hefðu verið þeim hjónunum hvað mestur styrkur og livöt í starfi þeirra úti. Hún tók kristni- boðsskipun Jesú og fyrirlieit í nið- urlagi Matteusarguðspjalls til grundvallar fyrir orðum þeim, sem hún mælti. Að loknu máli lienn- ar var almennur söngur. 'C'ELIX Ólafsson talaði næstur og flutti aðalræðu kvöldsins. Ilóf Iiann mál sitl á því, að flytja þakk- ir og kveðjur, svo sem kona lians hafði gert. Lagði hann i því sam- bandi mikla áherzlu á, hve mikil hvöt það hefði verið þeim, að minnast ])ess, að heima á Islandi voru vinir, sem háðu fyrir þeim. Klukkan i Konsó er langt á und- an íslenzkum tíma, svo sem kunn- ugt er. I því sambandi sagði hann á þessa leið: „Þegar við lágum andvaka á næturnar og svefninn flýði olckur, ])á vorum við að tala um það, að einmitt á þessum tíma væru vinir heima á Islandi að hiðja fyrir okkur, og það var okkur mik- ils virði.“ Á sagði Felix ýmislegt frá starfi þeirra, bæði smátt og stórt, en eins og skiljanlegt er, var ekki tími til að segja margt. M. a. sem hann gat um, var það, hve mikill erfiðleiki það væri kristni- boðunum, að geta ekki haft þá starfsmenn úr liópi landshúa sjálfra,sem nauðsynlegt væri. Eng- ir, nema kunnugir menn, gætu gert sér í hugarlund, hve mikils virði slíkir starfsmenn væru. Þeir ynnu veigamikið starf, sem útilok- að væri, að kristniboðarnir gætu unnið. Þá sagði liann og nokkuð frá starfsemi skólans og nemend- um hans, en ekki hefur verið unnt að starfrækja þriðja bekk við skól- ann, sakir starfsmannaskorts. t'LESTIR þeirra, sem á sam- komunni voru, munu liafa liaft einna mesta ánægju af því að heyra það, sem Felix sagði tíð- inda frá kristniboðsstöðinni síð- ustu dagana, áður en þau hjónin héldu heim til Islands. Dagana áð- ur en þau fóru, voru menn alltaf að koma til stöðvarinnar til þess að kveðja þau og árna þeim allr- ar hlessunar. Þau höfðu eignazt góðan vinahóp þann tíma, sem þau höfðu dvalið þarna. Síðasta sunnu- daginn var samkoma á kristni- hoðsstöðinni, og komu þá margir þeirra, sem snúið hafa halci við Satansdýrkuninni og tekið trú á Krist. Voru það um tvö hundruð manns, er voru á samkomunni í skólahúsinu. Fór þar fram sú sér- stæða athöfn, að fyrsti maðurinn var sldrður til kristinnar trúar, og jafnframt fór fram fyrsta ferm- ingin i Konsó. Framkvæmdi Felix athöfnina. Voru það tveir drengir Felix kristniboði leggur hendur yfir Adane, sem var skírður, og Kora, sem var fermdur. úr heimavistinni, þeir Ádane og Kora, sem hér var um að ræða. Adane er kopti og því skíl ður sem harn, en var nú fermdur. Kora er heiðingi, Konsópiltur, og er fyrsti Konsómaðurinn, sem skírð- ur er inn í söfnuð Krists. Er það íslenzkum kristniboðsvinum mik- ið gleðiefni að fá fregn þessa, og að Felix kristniboða skyldi veitast sú ánægja að fá að skíra þennan vin sinn, áður en hann hvarf frá Ivonsó. CUMIR munu vafalaust spyrja: Hvers vegna voru þeir ekki fleiri, sem skirðir voru? Hvers vegna var Rarsja ekki skirður, maðurinn, sem við hér heima könnumst langhczt við? Því er til að svara, að það er viðtekin regla hjá kristniboðinu, að þeir, sem skírn fá, verða að hafa hlot- ið nokkra fræðslu í kristnum fræð-- um, áður en þeir hljóta skírn, nema sérstaklega standi á. Maður, sem lifir og lirærist í heiðnu um- liverfi, verður því að hafa nokkra kristilega þekkingu til að bera. Skírnþegar verða að hafa lært fræði Lútliers hin minni, svo og allmargar sögur hæði úr Gamla og Nýja testamentinu. Þessir tvcir piltar, sem nú voru skírðir og fermdir, skara fram úr í þekkingu og gátu því orðið þessa aðnjót- andi. Þeir hafa háðir reynzt af- hragðs námsmenn, sem meðal annars sést af því, að þeir hafa skarað l'ram úr við nám i efri Framh. á 5. síðu.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.