Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 8

Bjarmi - 25.03.1958, Blaðsíða 8
B BJARMI TIL UMHIJGStJNAR þeir geta verið œgilega harðir og vondir viÖ börn sín. Þeir lemja þau og misþyrma oft alveg ægi- lega og mæðurnar geta orðið ein- kennilega grimmar og æstar.“ „Er ekki erfitt fyrir börnin, sem eru ekki orðin gangandi, að skríða um innan um öll þau skordýr, sem þarna eru?“ „Jú, mörg þeirra fá ljót sár— og þá ekki sízt vegna þyrna, sem stingast í fætur þeirra. Börnin hafa margs konar ljót sár, ekki sízt þau, sem eru með syfilissár, en mörg eru fædd með þann sjúkdóm eða fá hann snemma ævi sinnar, því nóg eru tækifærin til þess að smitast, þar sem óþrifin eru eins og þarna og nær því allir eru með veikina. Annars bjálpar penicillin afarvel í baráttunni við þessa ægi- legu veiki. Annars varð mér ekki um sel eitt sinn, er Kristinn Frið- rik var að fálma í fætur eins pilt- anna, sem bjá okkur voru til að- stoðar í eldhúsinu. Eg sá sár á fæti lians, af hreinustu tilviljun, þvi að ég fylgdist með, er dreng- urinn reyndi að liefja sig upp, með þvi að laka um fót piltsins. Við rannsókn á sárinu sá Ingunn strax, að þetta var syfilissár. I annað sinni var hjá okkur maður, liann var að vinna fyrir okkur. Ilann var með veikan fót, mjög svo þrunginn og stóran, svo að við töldum, að liann væri með svo- nefnda fílaveiki. Drengurinn var alltaf utan í honum. Eitt sinn kom einn norski kristniboðslæknirinn við hjá okkur á ferðum sínum. Um leið og honum var litið á fót mannsins, sá liann, hvers kyns var og aðvaraði okkur. Maðurinn var með holdsveiki.“ „Er mikið um holdsveiki í Konsó?“ „Já, hún virðist vera mjög út- breidd, sem er ekki að furða, þar sem engar ráðstafanir hafa til þessa verið gerðar til þess að liefta útbreiðslu veikinnar.“ „Er ekkert holdsveikrabæli í Eþiópíu ?“ „Jú, ameríska kristniboðsfélag- ið, sem starfar þar, Iiefir reist fyr- irmyndar lioldsveikranýlendu. Þar er allt fyrsta flokks, Iivað aðbúnað og útlit snertir. Mikill fjöldi holds- veikra manna hefir leitað þar hæl- is. Forstöðumaðurinn, og sá, sem reist hefir þetta fyrirmyndar hæli, sem vekur aðdáun allra, sem sjá það, hefir nú verið sviptur leyfi til þess að veita þvi forstöðu, þar senv hann er talinn skorla á fulla læknismenntun. Hann hefir ein- hverja sérmenntun til starfs síns, en ekki full læknisréttindi eða menntun. En hins er og að gæta, að þetta er hið eina, sem gert er fyrir þessa sjúklinga í sjúkraliús- málum, Rikið gerir ekkert. Nú lá við borð, að loka þyrfti þessu liæli. Þá brá enskur kvenlæknir, sem er ráðgjafi í heilbrigðismálum í Add- is, við og sagði upp starfi sínu hjá rikinu og tók að sér forstöðu hælisins. Hún ber því læknislegá ábyrgð á því gagnvart ríkisvaldinu og unnt er að halda starfseminni áfram. Þessi kona er sérmenntuð Einhver hefur sagt: „Kristur einn getur frelsað heiminn. En Kristur getur eklci frelsað heiminn einn“. — Hann hefur kallað oss, tn'úaða menn, til þess að vera sam- verkamenn sínir í þessu stórkost- lega verki. Á ANDVÖKUNÖTTUM Mikil eru þau áhrif, sem snefn- leysi hefur haft, bæði til góðs og ills. Flestir svefnvana menn verða bitrir og óánægðir, og það er ákaflega skiljanlegt. Það er annað en gaman að valca þreyttur og þjakaður} þegar síðan bíður starf. Samt þarf svefnleysi elcki að hafa eyðileggjandi áhrif í trúar- legum efnum. Eg er taugalæknir og hef hitt margt svefnvana fóllc. Og ég get sagt, að sumum hefur svefnleysið orðið hin mesta bless- un. Það er hægt að læra að not- færa sér andvökunæturnar, að minnsta kosti sumar stundirnar. Kyrrðin, einveran og hinn hái stjörnuhiminn geta veitt hina mestu auðlegð. — H. I. Schou, yf- irlælcnir. FRÁ KlNA Margir minnast enn Kína og hinna kristnu þar. Kína hefur ver- ið lokað land í allmörg ár. Fregnir berast þaðan við og við og eru þó af skornum skammti. Sumar eru slæmar, aðrar velcja von og gleði. Blaðið „Utsyn“ birtir eftirfarandi grein og hefur hana eftir „Orient- misjonæren“: 1 héraði einu hafa hvorki meira né minna en 600 manns verið skírð- ir síðustu 2 ár. 1 þorpi einu í þessu héraði voru aðeins 3—U kristnar fjölskyldur um það leyti, sem kristniboðarnir urðu að hverfa úr landi. En nú eru aðeins 3—U fjöl- skyldur, sem eru ekki kristnar. Einn söfnuðurinn, sem hafði orðið að reyna svipað og Páll í Filippí, hefur vaxið úr 300 upp í 3000 manns. Ur öðru héraði ber- ast þær fréttir, að lcristnum mönn- um á 28 kristniboðsstöðvum, sem Upplandatrúboðið starfrækti, hafi fjölgað úr 2000 í 3939. Mikið magn af Biblíum er stöð- ugt sent inn í Kína. Maður nokkur hefur skrifað, að hann eigi svo annríkt við að selja Biblíur, að sér í kvensjúkdómafræði, trúuð kona, sem nýtur virðingar. Þessi ákvörð- un hennar hefir vakið mikla at- hygli.“ Tíminn líður. Umræðuefnið er óþrjótandi. Þetta er aðeins lduti af því, sem spurt var og sagt. Ef til vill verður tækifæri til þess að koma síðar með eittlivað af því, sem óritað er af samtalinu. Þótt stiklað hafi verið á stóru, hefir vonandi ýmislegt skýrzt fyrir þeim, sem þetta lesa — — og þá er tilgangi greinarinnar náð. gefist varla tóm til þess að neyta matar. Á stað einum i öðru héraði hittust hinir trúuðu í jarðholu. En brátt kom % Ijós, að hún reyndist allt of lítil, og reistu þeir sér því kapellu. Oft fara hinir kristnu fótgang- andi margar mílur yfir fjöll og firnindi til þess að komast á guðs- þjónustu. Þeir hafa með sér nesti til ferðarinnar. Kinverskur prest- ur lýsir þeirri fórnfýsi og auð- sveipni, sem margir hinna kristnu eiga til að bera: „Fyrir dögun teggja þeir af stað i hina löngu og erfiðu ferð sína yfir fjöllin til þess að komast á sunnudagsguðsþjón- ustuna. Jafnvel á haustin, þegar allir eru önnum Jcafnir, fara þeir þessar ferðir og lcomast á leiðar- enda rétt fyrir hádegi. Þeir neyta nestisins og eru síðan viðstaddir guðsþjónustuna. Þeir segja sjálfir, að Kristur sé þeim svo dýrmætur, að þeir endurnýist á sál og líkama, i stað þess að vera þreyttir og illa fyrir lcallaðir. Þeim veitist þannig lcraftur til hinnar löngu heimferð- ar, sem tekur ekki enda fyrr en um miðnætti. Við og við kemur það fyrir, þeg- ar yfirvöldin senda njósnara sína á samkomurnar til þess að lcomast að því, hvernig á því geti staðið, að þetta fólk skuli vera áfjáð í að sitja svona lengi i lcöldu guðshúsi, að sumir þessara „spæjara“ verða sjálfir gripnir af Guðs anda og frelsast“. Dýrð sé Guði! REIÐI GUÐS Sterkur er tónninn um reiði Guðs i Biblíunni, elcki aðeins i Gamla testamentinu, heldur einnig hjá Jesú og postulum hans. Reiði Guðs v arir yfir þeim, sem vilja ekki trúa á Guðs son, lesum vér í Jóhannesar guðspjaUi. Páll ritar um þá, sem með iðrunar- leysi og vantrú safna sér reiði á þeim degi, er reiði Guðs og dómur mun opinberast. Orðið má misskilja. Það er ekJci átt við vonzku, heldur heilaga óbeit Guðs og viðbrögð gegn allri synd. Guð hlýtur að bregðast þannig við, því að hann er heilagur. Þar með er ekki kærleikur Guðs úr sögunni. Hann lét refsing- una lcoma niður á sínum eigin syni, af þvi að hann er heilagur lcærleik- ur. Og nú býður hann sérhverjum syndara réttlæti Krists, sem frels- ar frá reiðinni, sektinni og dómin- um. En sé þessari fórn kærleikans hafnað, er engin önnur leið til þess að lcomast undan reiðinni. Ef þennan þátt vantar í guðs- myndina, hverfur virðingin fyrir tign Guðs og aldrei fæðist í sálunni spurningin um það, hnernig hægt sé að finna náðugan Guð. Krafa lögmálsins missir brodd sinn og fagnaðarerindið sætleika sinn. Afleiðingin verður einnig sú, að dregið er úr gildi dauða Krists. 1 stað þess að vera staðgengils- dauði undir reiði Guðs, verður ein- ungis um að ræða auglýsingu á kærieilca, sem tekur syndina ekki svo alvarlega og fyrirgefur án fórnar. Þá missir einnig réttlæt- ingin sína djúpu merkingu, og boð- unin mun, snúast um óhamingju mannsins og lausnina frá henni. En hljóðni tónninn um sekt synd- arinnar og refsingu, þá hverfur það, sem raunverulega getur vakið manninn. — Utsyn. TÖLURNAR TALA Kristilegt starf er mjög blóm- legt í Noregi, svo sem kunnugt er. Leikmannastarf innan kirkjunnar hefur verið unnið árum saman. Hin stóru kristilegu félög byggjast á mörgum smáfélögum og hópum fólks víðsvegar um landið. Árbók norsku kirkjunnar fyrir árið 1956 lcom út í loJc ársins sem leið. Hér eru nolckrar tölur, sem gefa vís- bendingu um hið margvislega starf, sem unnið er. 1 Kristniboðsf élaginu norska eru 7700 minni félög og hópar, og í Lútherska kristniboðssambandinu 4-000 félög. Heimatrúboðið saman- stendur af 2800 félögum. Innan kirkjunnar eru 3200 sunnudaga- skólar. 180,000 börn hljóta þar fræðslu 9000 kennara. Samtals eru talin vera yfir 30,000 félög innan kirkjunnar, og hafa þau um 1600 launaða starfsmenn. (Prestar lcirkjunnar eru 1000). Framlög þessara félaga til kristilegs starfs nema tugum milljóna króna. Mörg blöð eru gefin út á vegum félag- anna. Talið er, að þau lcomi út í yfir 400,000 eintökum. Stærst er „For Fattig og Rik“, málgagn Heimatrúboðsins. Upplag þess er 49,000 eintölc. Næst í röðinni er „Utsyn“, blað Lútherska kristni- boðssambandsins, 41,500 eintök. (Utsyn). VONLAUSIR Heiðingjar deyja vonlausir og guðvana. Eitt af því hræðileg- asta, sem ég hef lifað, er að nera viðstödd jarðarför heiðingja. — Vissulega syrgja þar menn, sem ekki eiga von. Sorti og sorg um- lykur allt. Enginn hugsar um að lauga hinn dauða eða leggja hann til eða smíða kistu. Aðeins nokkr- um tíma eftir andlátið eru þeir jarðaðir — með ópum og óhljóðum. Hálmdregilinn sinn og muni sína fá þeir með sér í gröfina. Þeir eiga enga upprisuvon, sem veitir birtu. Þess vegna hvílir á oss sú kvöð að flytja þeim fagnað- arerindið. - G. Liland, Zwasilandi. Ritstjórn: Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson. Áskriftargjald kr. 25.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla: Þórsgötu 4. Sími 13504. Pósthólf 651. Félagsprentsmiðjan h/f

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.