Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 1
5.-6. M. Reykjavík, apríl—maí 1958 52. árg. yVt/ krossierö Billy Grahatnss Yfir milljón manns sóttu samkomurnar Sænska blaðið „Svensk Vecko- tidning" birtir oft glöggar og skemmtilegar fréttir af starfi am- eríska vakningaprédikarans Billy Graham, sem á undanförnum ár- um hefur vakið hvað mesta athygli allra kristinna prédikara, vegna þess hve gifurlegur fjöldi manna hefur sótt samkomur hans. í vet- ur var hér í blaðinu sagt frá sam- komum þeim hinum miklu, sem Billy Graham. hann hafði í New York, og þess þá jafnframt gétið, að eftir að hann hefði fengið nokkra hvíld, væri fyrirhugað, að hann og nán- ustu samstarfsmenn hans færu tiJ samkomuhalda til eyja og ríkja umhverfis Karabíska hafið, sem eins og kunnugt er, liggur milli Bandarikjanna og Suður-Ameriku. Frá þeirri för eru nú komnar. frétt- ir í erlendum blöðum, og verður hér birtur meginhluti þess, sem fyrrnefnt blað segir um þá för: Billy Graham og samstarf smenn hans söfnuðu ótölulegum grúa manna á samkomur í löndunum umhverfis Karabíska hafið á 17 vikna ferð þeirra. Meðal landa þessara eru Kúba, Haiti, Jamaica, Puerto Bico, Panama, Venezúela, Colombia, Costa Bica o. fl. Alls störfuðu þeir i 17 löndum og munu heimsækja fleiri í náinni framtíð, því að í löndum þessum eru menn að vakna, og þar eru meiri tæki- færi til trúboðs en i flestum öðr- um löndum heims. Ibúarnir i þess- um þéttbýlu löndum eru kynblend- ingar margra þjóða, svo sem Spán- verja, Englendinga, Hollendinga, Svertingja, Indíána og Austur- landabúa. Mikil fátækt er i lönd- um þessum og eini trúarlegi arfur- inn er rómversk-kaþólska, sem spænskir landvinningamenn fluttu með sér. I sumum hlutum þessara landa hef ur verið unnið að kristni- boði síðan í byrjun 18. aldar, en þrátt fyrir það eru verkefnin enn yfrið nóg, og eins og áður er um getið, haf a hugir manna lokizt ein- kennilega upp undanfai'ið. Krossf erð þessi hóf st í Kingston á Jamaiku, á miklum skeiðvelli þar. Einn sjónarvottur segir m. a. á þessa leið frá samkomum þess- urn, sem þúsundir manna, er aldrei áður höfðu heyrt kristinn boðskap, sóttu: Klukkan sex síðdegis voru allir bekkir setnir, enda þótt samkom- an ætti ekki að hefjast fyrr en klukkan hálf átta. Göturnar, sem liggja að veðhlaupabrautinni, voru krökar af bifreiðum og fótgang- andi mönnum, snemma síðdegis. Sárast af öllu var það, hve mörg- um varð að vísa frá, án þess að unnt væri að útvega þeim stæði, hvað þá annað. Bæða Billy Graham var eins og ávallt einföld og beinskeytt. Bæðu- textinn þetta fyrsta kvöld var Jó- hannes 3, 16. Múgurinn, sem lilýddi á hann, var mesti mann- fjöldi, sem nokkru sinni hefir ver- ið saman kominn á Jamaiku. Þeg- ar mönnum var boðið að taka af- stöðu til Krists, voru engin tök á að biðja menn að ganga fram, sem merki ákvörðunarinnar — þar eð ekkert rými var til þess. Næsta kvöld var sama feiknar aðstreymi, en þá hafði því verið komið svo fyrir, að þeir, sem þess óskuðu, gátu gefið sig fram. Sext- án hundruð manns komu fram að pallinum til þess að gefast Kristi. Þeir, sem eru í starfsmannahópi Billy Grahms, töldu, að þessi sam- koma hafi verið éinna þrungnust andlegum krafti þeirra samkoma, sem hann hefir haldið á krossferð- um sínum. Yfir milljón manns sóttu sam. komurnar, og enginn veit, hve margir hlustuðu á þær í útvarpi. Um það bil 20,000 manns gáfu til kynna, að þeir vildu fylgja Kristi. Það er markverður og gleðilegur árangur krossferðar á einu af starfssvæðum kristniboðsins. Hug- myndina að því að biðja Billy Gra- ham að fara þessa ferð, átti einn af forstöðumönnum kristniboðs- starfsins á þessum slóðum. Hafði verið beðið fyrir þessu um langt skeið. Auk þess heimsóttu sam- starfsmenn hans lönd þessi, áður en Billy Graham komsjálfur.Héldu þeir samkomur með prestum, pré- dikurum og trúuðu fólki. Var heimsóknin þvi vel undirbúin bæði andlega og að því er skipulagningu snerti. Það fer ekki hjá því, að kross- ferð eins og þessi mæti einhverj- um erfiðleikum. Þess gætti eink- um i þeim löndum, þar sem ka- þólska kirkjan hafði náð veruleg- um ítökum. Sums staðar var erfitt að fá nægilega stóra samkomusali fyrr en á siðustu stundu. Viða varð það, sem óframkvæmanlegt virt- ist, gerlegt , vegna gleði og áhuga þess, sem trúaðir menn báru í brjósti, að þvi er krossferð þessa varðaði. Samkomur Billy Graham í löndum þessum haf a orðið til þess að sameina trúaða menn betur, og auk þess hafa yfirvöld landanna eignazt skilning á gildi kistilegs trúboðsstarfs meðal manna. Þá hafa og margir, sem áður hugsuðu ekkert um sálarheill sina og fagn- aðarerindið, vaknað af andlegum svefni sínum. r/otaóu i5ibíí ivivia Það var reglulegt leiðindaveður og g'rámóða hversdagsleikans yfir öllu. Eg mætti vini mínum, málarameistaranum, á gangstéttinni. Við fórum að spjalla saman. Fólkið streymdi framhjá. Ailir áttu annríkt. Allt í einu dregur vinur minn slitna Biblíu sína upp úr vasanum og fer að blaða í henni. „Eg skal segja þér, að í dag las ég gott orð," sagði hann og Ijóm- aði af gleði. Svo las hann orðið fyrir mig, bæði hátt og snjallt (en þeir, sem fóru framhjá okkur, störðu á okkur). Drottinn hafði opin- berað sig fyrir honum í Orðinu og leyst hann út úr erfiðleikum. Einnig ég hlaut blessun Orðsins i dag. — Það var þessi minning, sem olli því, að ég orðaði fyrirsögnina á þessa leið: Notaðu Bibliuna! Eg varð að segja það við sjálfan mig. Stóðugt koma út nýjar uppbyggilegar bækur, og það eru góðar bækur. Flest af oss lesum líklega of fáar þeirra. Og þó — lestur hug- leiðinga, prédikana og guðræknisbóka má ekki koma íveg fyrir, að vér notum SJÁLFT ORÐ RITNINGARINNAR! — Eitt af því, sem stefnt er að með kristilegum bókum, er einmitt að skapa dýpri löngun hjá les- andanum til þess að rannsaka RITNINGUNA SJÁLFA af enn meiri kostgæfni. Það er í Ritningunni, að Jesús Kristur er opinberaður oss. Biblían BOÐAR oss scúluhjálpina og GEFUR oss sáluhjálpina. Fyrir orð Ritn- ingarinnar starfar einnig Heilagur Andi í hjörtum vorum: til upplýs- ingar, til trúar og sannfæringar, til leiðbeiningar og hjálpar. En eigi Drottinn að fá að veita oss þetta, verðum vér að NOTA Orðið, rann- saka það með kostgæfni, læra að þekkja það, svo að Orðið fái náð valdi á hjörtum vorum. Páll ritar til Timóteusar: „— þar er þú frá blautu barnsbeini pemir HEILAGAR RITNINGAR, SEM GETA VEITT ÞER SPEKI TIL SÁLUHJÁLPAR FYRIR TRUNA Á KRISTI JESU". Þessar gömlu ráðleggingar þola endurtekningu: Lestu daglega og reglwlega i Biblíunni! Lestu eftir ákveðinni áætlun og í samhengi! Lestu með bæn um leiðbeining Heilags Anda og Ijós yfir Orðiðl 1 Biblíunni bíða mikil auðævi Guðs eftir þér — bíða þess að finn- ast og verða tileinkuð. NOTAÐU því Biblíuna! Notaðu hana oft! Steinar Hunnestad. (B. A. þýddi).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.