Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI í ÖLLUM LÖNDUM LID SIG * Fréttasíða Landssambands KFUIVI á Islandi. Ritstjóri: Benedikt BÝR Arnkelsson Úr heimahögum • Landssamband KFUM hefur útvegað noklcur félagsmerki, bæði þríhyrninga og alþjóðamerkið. — Geta félagsmenn snúið sér til for- manna félaga sinna eða húsvarða KFUM í Reykjavík, ef þeir óslca að fá slík merki. • Starfsmaður Landssambands- ins, Benedikt Arnkelsson, hefur ferðazt nokkuð um landið, síðan síðasti fréttaþáttur kom út. 1 sum- ar, sem ieið, dvaldist hann í Kald- árseli og Vatnaskógi. 1 Kaldárseli var hann í júnímánuði. Þar dvöld- ust samtals 41 drengur. 1 Vatna- skóg komu 411 drengir. 218 þeirra voru þar í fyrsta sinni. Vinsældir staðarins fara vaxandi, sem sjá má m. a. af því, að 106 drengjanna voru utan af landi, frá 13 stöðum. 1 „1carlaflokknum“ önnuðust þeir Benedikt og Steingrímur Bene- diktsson, V estmannaeyjum, um- ræðufundi á kvöldin um trúfræði- leg efni og að nokkru leyti biblíu- lestra á morgnana. Benedikt hafði nokkrar kennslu- stundir á biblíu- og kristniboðs- námskeiði því, sem haldið var í Vátnaskógi 23.-—30. september s.l. Þeir Gunnar Sigurjónsson og Benedikt fóru til Hellissands og ólafsvíkur í október í prédikunar- ferð. Sýndu þeir í báðum þorpun- um kvikmynd þá, sem tekin var i tilefni 100 ára afmælis Alþjóða- sambandsins. Síðast í október var Benedikt rúma viku á Akranesi og mánuði seinna svipaðan tima í Vestmannaeyjum. Þar var kvik- myndin einnig sýnd. 1 nóvember og desember var hann á Akureyri og Húsavík. Á þrem síðast nefndu stöðunum afhenti hann Nýja testa- menti i efsta bekki barnaskólanna á vegum Gídeon-félagsins. Þá skrapp hann austur í sveit nolckra dtaga í janúar og sýndi m. a. kristniboðsmynd nemendum í- þróttaskólans að Geysi í Haukadal. Benedikt tók þátt i skólamóti, sem Kristileg skólasamtök geng- ust fyrir % Vatnaskógi um bæna- dagana í ár. Voru þátttakendur 90. • Unglingadeild KFUM á Akur- eyri hefur haft „tómstundakvöld“ í vetur — í Sundhöll Akureyrar. Fara piltarnir saman í sund á hverju miðvikudagskvöldi. Venju- legir fundir deildarinnar eru haldnir á þriðjudagskvöldum. • Um nolckurt skeið hafa verið haldnir drengjafundir að Langa- gerði 1 í Reylcjavík á vegum Frairih. & 3. síðu. VatnaAktyur Það mun algjör óþarfi á þessum stað að fara að kynna nákvæm- lega sumarstarfið í Vatnaskógi, til þess mun það of kunnugt öllum þeim, sem unna kristilegu, kirkjulegu starfi. En vera kann, að færri viti forsögu þess og skal hún þess vegna rakin i sem fæstum orðum. Síra Friðrik sagði K.F.U.M.-piltunum frá sumarstarfinu í Dan- mörku og öllum hinum miklu og margvíslegu möguleikum þess til að vinna unga menn fyrir Krist. Greip það lijörtu margra, og áhugi vaknaði fyrir því hjá ýmsum, að komið yrði af stað einhvers konar slíku starfi liér á landi. Hefir það vafalaust verið fyrirbænarefni margra. 1 kringum 1920 var þessi áhugi orðinn svo mikill, að farið var í alvöru að lita í kringum sig eftir hentugum stað. Einn af íingu mönnunum í K.F.U.M. liafði verið við „skógar- liögg“ á eldsneytis-vandræðatimunum eftir heimsstyrjöldina fyrri og vann við það í Vatnaskógi \ í Svinadal, sunnan undir Skarðsheiði. Var það Hró- bjartur heit. Árnason. Kom hann að máli við síra Frið- rik og mælti mjög fram með þessum stað, en hann var liálf hikandi í byrjun. Hefir staðurinn vafalaust þótt langt frá bænum og ekki auð- hlaupið að komast þangað nema með ærinni fyrirhöfn. Varð það þó úr, að gera tilraun. Var sótt um leyfi hjá ríkisstjórn fyrir svæði til sumarstarfs í Vatnaskógi. Fyrir meðmæli þáverandi skógræktarstjóra, Koefoed-Hansen, var veitt leyfi fyrir einum hektara lands í skóginum, og var, að ráði skóg- ræktarstjóra, valinn staðurinn, sem nú er orðinn svo alþekktur, við neðanvert og sunnanvert Eyrarvatn. Reyndust ráð hans þá og æ síðan hin beztu. Því var til hans leitað til meðmæla og ráða, að Vatna- skógur hejrrði þá þegar undir skógrækt rikisins. Síra Friðrik var ekki með fyrsta sumarið, sem farið var upp í Vatnaskóg, hann var þá á ferðalagi erlendis. Var farið landleiðina, gangandi úr Kollafirði, yfir Svínaskarð og siðan áfram upp í Vatna- skóg. Var það mikið ferðalag, en allt gekk vel. Næsta sumar var síra Friðrik með, og var þá, eins og mörg næstu ár, farið á bát upp að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sjra Friðrik lýsir tilfinningum sínum á þessa leið: „Aldrei glevmi ég þeirri stundu, er ég kom úr Móadalnum niður í skóginn og sá vötnin og allan liinn fagra dal blasa við mér á þessum sólbjarta sumardegi. Um kvöldið, þegar allir voru liáttaðir, gekk ég einn um svæðið og út i skóg. I kyrrð næturinnar talaði ég við Guð um þetta starf og þenna stað. Ég var svo hrifinn eða lieillaður af allri hinni undursamlegu fegurð, að ég get ekki lýst tilfinningum mínum. Fyrir mér var þetta heilög jörð, helgidómur Guðs og náttúrunnar. Rjóðrið með hinni strevmandi lind og laufguðum trjám í kring var mér sem kirkja, þar sem ég heyrði rödd Guðs tala til mín.“ Siðan hafa fjölmargir æskumenn talað við Guð í kyrrð nætur- innar í þessum helgidómi og Guð talað við þá sínu kyrrláta máli í djúpi hjartans, svo að algjör straumhvörf liafa orðið í lífi þeirra. Starfið í Vatnaskógi hefur vaxið jafnt og þétt frá uppliafi, þó að nokkrar sveiflur hafi verið í þátttakendafjöldanum. Á síðustu tutt- ugu árum hefur þátttakan þrefaldazt og meira til, en liver byggingin risið af grunni á fætur annarri í skóginum og piltar og drengir viðs- vegar af landinu sótt þangað í æ ríkara mæli. Verður því ekki annað sagt, en að hagur starfsins standi með mesta blóma og að það eigi vaxandi vinsældum og almennari að fagna og njóti meiri viðurkenn- ingar nú en e.t.v. nokkru sinni áður. En þelta er ekki aðalatriðið. Takmark starfsins hefir alltaf verið eitt: að þar megi ungi maðurinn eða unglingurinn mæta Guði sjálf- ur og knýtast þeim höndum, að aldrei rofni síðan, sjálfum sér til eilífrar farsældar og þeim, sem hann mætir síðar, til hlessunar og Framh. á 6. síðu. Erlendar fréttir • Eitt af verkefnum Alþjóóa- sambands KFUM er að styðjaþurf- andi félög og hvetja sambandsfé- lögin til innbyrðis samhjálpar. Fyr- ir tilstilli Alþjóðasambandsins hafa margir einstaklingar yfirgefið heimaslóðir til þess að starfa um lengri eða skemmri tíma fyrír KFUM í öðrum löndum. Á síðast liðnu ári voru 67 slíkir menn að starfi í 22 löndum. Síðan á 100 ára afmæli Alþjóðasambandsins hafa 25 ný ir „sendimenn“ farið til framandi þjóða. Sum félög veita fjárhagslegan stuðning eða aðra hjálp, sem að gagni má koma. Að- stoð þessi er veitt bæði af einstak- lingum og félagsheildum og er ekki eingöngu bundin við KFUM. Nokk- ur dæmi má nefna: • Landssamband KFUM í Frakklandi hefur gefið 127 þús. franlca til drengjastarfs í Japan. Svíar hafa sent mann til Indlands og ætla að bjóða indverslcum drengjastarfsmanni tU Svíþjóðar. KFUM í Noregi styður níu kristni- boða i heiðnum löndum. Hópur ungra manna í borginni Wúrtem- burg í Þýzkalandi ásetti sér að gefa 1% af kaupi sínu til KFUM í Frönsku Kamerún í Afrílcu. Söfnuðust þannig 3 þús. mörlc. CJMV (KFUM) í Hollandi styð- ur kristilegt starf víðsvegar um heiminn. Y’s Men’s Clubs i Evrópu styrkja unga KFUM-starfsmenn frá Líberíu í Afriku til þriggja á.ra náms. Þannig mætti lengi telja. • KFUM í Þýzkalandi hefur um langan tíma stutt krístniboðið. Það hefur einnig látið sér umhugað um að efna til KFUM-starfs meðal færeyslcra útflytjenda. Þannig voru fyrstu KFUM-félögin, sem stofnuð voru i Bandaríkjunum og Rússlandi, félög þýzkra manna i þessum löndum. — 1 Þýzkcdandi hefur verið unnið að því að endur- reisa félögin eftir styrjöldina. Þau hafa i æ ríkara mæli snúið sér að Alþjóðasambandinu og verkefnum þess. Þjóðverji hefur verið for- maður framlcvæmdanefndar Al- þjóðasambandsins um skeið. / fyrra fór þýzkur maður til Uru- guay til starfa í KFUM þar. Fjór- ir til fimm aðrir KFUM-menn þýzkir hafa gefið sig fram og tjáð sig fúsa til þess að leggja fram krafta sina í öðrum löndum. • Rílcið Ekvador er í Mið-Am- eríku, á miðbaug jarðar. Ibúarnir eru afkomendur spánskra innflytj- enda, ýmsir kynflokkar Inka-Indí- ána og Negrar. Höfuðborg lands-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.