Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 1

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 1
7. fcfel Reykjavík, 16. júní 1958 Hlíræitisafmæli sira Friilriks Síra Friðrik Friðriksson með Guðbrandsbiblíuna, sem Biblíu- félag-ið gaf honum á níræðisaf- mælinu. (Myndina tók Vigfús Auðunsson). Öllum lesendum „Bjarma“ mun kunnugt, að stofnandi K.F.U.M. og Iv. hér á landi, Friðrik Friðriksson, varð níræður á livítasunnudag, 25. maí síðastliðinn. Það er alger ó- þarfi að kynna liann fyrir lesend- um þessa blaðs, þvi að þeir eru flestir í liópi þeirra, sem beint og óheint liafa orðið fyrir áhrifum af slarfi hans. Ævisaga síra Friðriks er á margan liátt einstök og óvenju viðhurðarík, svo sem glöggt má sjá af þeim þáttum hennar, sem liann hefir skráð bæði á ís- lenzku og dönsku. Þá voru og ýmis meginatriði, sem ævi hans og starf snerta, rifjuð upp í iielztu daghlöðum höfuðhorgar- innar og í ríkisútvarpinu, svo að óþarft ætti að vera að skrifa hér nokkra afmælisgrein í þeim stíl. Hitt er annað mál, að í þessu blaði er ekki annað unnt en að þakka í tilefni ])essa afmælis. Þökkin heinist þá fyrst til Drott- ins fyrir það, sem hann liefir veitt miklum fjölda hér á landi fyrir líf og starf séra Friðriks. Um hann má vissulega segja eins og heilagt orð segir um annan vott Drottins: „Maður kom fram sendur af Guði -----þessi maður kom til vilnis- burðar, til þess að vitna um ljósið.“ Séra Friðrik var vissulega sendur af Guði til þjóðar sinnar. Sjálfur segir hann frá því i æviminning- um sinum, hve hann „gekk nauð- ugur til þessa leiks“, ef svo má segja um það, er hann hvarf frá blómlegu æskulýðsstarfi og félags- lífi i Kaupmannahöfn og hélt liing- að heim. En fyrir það, að liann hlýddi kallinu hefir margt orðið öðruvísi í kirkju- og kristnilífi þessarar þjóðar en ella hefði orðið. Sjálfur starfaði hann áraíugum saman með brennandi áhuga og i þeim félagsskap, sem hann stofn- aði, hefir um langt skeið verið sá hópur, sem af livað mestum áhuga og fórnfýsi hefir starfað að auknu trúarlífi innan lútherskrar kristni þessa lands, og á enga ósk heitari en þá, að mega halda áfram með það starf og boðskap, sem verið liefir hans meginatriði. Sira Friðrik hefir áunnið sér kærleika og aðdáun landa sinna. Hefir það margoft komið í ljós og þá ekki sízt á stórafmælum í lífi hans. Það sást einnig nú. Á afmælisdaginn kom mikill fjöldi gesta til lians. Ilöfðu K.F.U.M. og K. „opið hús“ frá kl. 3—5 e. h. Var samkomu- salur félaganna „móttökusalur“ og látlausum straumi gesta bornar þar véitingar. Meðal gesta, er heim- sóttu hann, voru forseti Islands, forsætisráðherra, menntamálaráð- hérra, biskup o. fl. o. fl. Ýmsar gjafir voru lionum færðar eða hon- um tilkynnt, á hvern hátt afmælis hans væri minnzt með gjöfum. Stjórn K.F.U.M. og K. gáfu kr. 10,000,00 til Bibliufélagsins Gideon til kaupa á Nýja testamentum handa tólf ára hörnum hér á landi. Stjórn sumarstarfs K.F.U.M. til- kynnti, að ákveðið hefði verið að rcisa brjóstlíkan af honum í Lind- arrjóðri í Vatnaskógi. Er það gjört af Ríkarði Jónssvni. Stjórn knatt- spyrnufélagsins „Vals“ tilkynnti, að ákveðið hefði verið, að reisa líkneskju af honum á iþróttasvæði „Vals“ að Hlíðarenda í Reykjavik. Heimsótti stór liópur Valsmanna liann og hylltu hann. Um kvöldið ld. 8.30 var hátíðar- samkoma í samkomusal K.F.U.M. og K. Var þar fullsetið hús og vel það. Guðlaugur Þorláksson stjórn- aði samkomunni, sem varaformað- ur K.F.U.M. Sigurbjörn Þorkels- son byrjaði með bæn. Formaður K.F.U.M., séra Bjarni Jónsson, vígsluhiskup, hélt því næst hátíð- arræðu, sem túlkaði vel hug nán- ustu vina og samstarfsmanna séra Friðriks. Blandaður kór „Fóst- bræðra“ kom í heimsókn á sam- komuna og söng nokkur lög. Bisk- upinn, Herra Ásmundur Guð- mundsson, tók þvi næst til máls og ávarpaði sira Friðrik fyrir hönd stjórnar Bihliufélagsins, en sjö meðlimir hennar voru staddir á samkomunni. Tilkynnti biskup, að Biblíufélagsstjórnin liefði kjörið síra Friðrik heiðursfélaga Biblíu- félagsins og afhenti honum ljós- prentað eintak Guðbrandarbibliu. Síra Friðrik þakkaði heiður þann, er lionum hefði verið sýndur, svo og gjöfina, en hann hafði lengi dreymt um að eignast þessa bók — og fagnaði því að hafa hana nú í liöndum, þótt hann væri orð- 52. árg. inn blindur og gæti ekki lesið Iiana. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, flutti því næst stutta ræðu til síra Friðriks, sem verið hafði skólabróðir föður ráðherr- ans og náinn lieimilisvinur alla tið. Flutti hann síra Friðrik þakkir hæði fyrir vináttu, uppfræðslu, einka-kynni og svo fvrir það starf, er hann hefði unnið fyrir islenzku þjóðina. Síra Friðrik var síðastur ræðu- manna. Rifjaði liann i stórum dráttum upp handleiðslu Drottins i lífi sínu. Allt væri frá honum og því bæri honum öll dýrð. Lauk liann máli sinu með bæn og drott- inlegri blessun. Að loknu máli síra Friðriks söng Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Lofsöng eftir Beethoven. Var það hátíðlegur lokaþáttur þessarar fagnaðarsamkomu. Þakkaði stjórnandinn þvi næst öllum fyrir góða samveru, svo og öllum, sem stuðlað hefðu að því, að dagurinn varð jafn hátíðlegur og raun varð á. Var svo að endingu sungið „Son Guðs ertu með sanni“. Síra Friðrik var kátur og hress og undi við það fram eftir nóttu, að lilýða á þann f j ölda. skeyta og afmæliskveðja, sem honum höfðu borizt, en þær skiptu hundruðum. IMýjasta Ijóð síra Friðriks \ Þú, Drottinn Kristur, Guð minn, mér gefðu slílca trú, að geti ég skynjað ráðstöfun þíns vilja, að dag hvern fái eg ratað þá réttu himinbrú og ráð þitt mér til frelsis lært að skilja. Þú, faðir vor og Guð minn, mér gef þú slíka von, sem gulli bryddi sólarlags míns strauma, og þegar eygló hverfur, að sjái ég þinn son mér signa krossi mína andláts drauma. Guð, heilagur andi, sem andar frá þeim tveim, og orð Guðs fyllir sönnum kærleiksmætti, ó, laða þú minn anda, að liann langi til þín heim unz lýkur ævi minnar síðsta þætti. Guð, heilaga þrenning, þú alheims Ijós og líf, % leiftrum aðeins þína dýrð vér greinum. Ó, vert’ oss sól og skjöldur, í skúrum lífsins hlíf, vort skjól og traust og líkn er hjá þér einum. — Ort á uppstigningardag 1958. — F rið r ik Friðriksson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.