Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 3

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 3
BJARMI 3 MINNINGARORÐ Uwww Þóreyju Mugwwwksilóttwwr „Ég er ekki búinn að álta mig á þvi ennþá, að hún Eyja sé dáin.“ Þessi setning, eða eilthvað henni likt, hefir margoft hljómað frá vörum olckar, vina Þóreyjar Magn- úsdóttur, eftir að hún lézl þann 23. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það, að við höfðum nokkurn tíma fyrir andlát hennar vitað, aðliverju stefndi, var jafn einkennilegt, að hún skyldi vera horfin, er stundin kom. Við þekktum hana sem liina þróttmiklu, glaðværu stúlku, sem sannarlega virtist mörgum okkar fremur eiga lifsþrek til að hera. Þórey Magnúsdóttir var fædd hér í Reykjavík 25. september 1917, dóttir hjónanna Magnúsar Gíslasonar, verkamanns, Þórsgötu 9, og konu hansíÖlafarMagnúsdótl- ur. Þórey var því rúmlega fertug, er hún lézt. Við vinir hennar og kunningjar munum ávallt minn- ast hennar með mikilli virðingu og þakklæti. Ber þar margt til. Dugur hennar, einbeitni, ósérhlífni og ekki sízt glaðvær lund og skemmtilegt viðmót hlaut að afla henni vina. Þegar svo við það bætt- ist einslætt trygglyndi og hrein- skilni, lilaut mat vina hennar á henni að vera eftir því. Ég á minningar um Þóreyju allt frá bernskudögum hennar. I bernsku hennar og æsku var liún meira en daglegur gestur á heimili okkar. Þær systurnar Þórey og Ingibjörg og systurnar hér á Þórs- götu 4 voru óaðskiljanlegar leik- systur og síðar vinstúlkur. Þegar um fermingaraldur, er Þórey liafði tekið við hússtjórn á lieimili föð- ur síns, er missti konu sina árið 1927, ávann Þórey sér virðingu okkar og aðdáun. Sifellt var hún með ungu systur sína, Ingibjörgu, konu Hermanns Þorsteinssonar fulltrúa hjá S.I.S., í fylgd með sér og var hvort tveggja í senn góð systir og umhyggjusöm fóstra. Sú umhyggja, sem hún þá, og æ síð- an, sýndi systur sinni, vakti virð- ingu okkar, og sú virðing óx með árunum. Þá lét hún sér og mjög umhugað um föður sinn og ann- aðist bann og heimili hans allt til banalegu sinnar. Þessi sama rækt- arsemi kom fram við alla vini hennar. Ilún var frábærlega minn- ug og notaði það ávallt til þess að minna á, þegar muna skyldi merk- isdaga vina og vandamanna til þess að gleðja þá. Vorum við vinir Þóreyjar henni oft þakklátir fyrir það, hve hún í tima minnti á, að nú þyrfti þessi eða hinn að fá lcveðju frá vinahópnum. Víst er, að stundum liefði margt slikt gleymzt, ef umhyggju Þóreyjar liefði ekki notið við. Þessi sama árvekni kom og fram í öllu starfi hennar fyrir kristilegt starf, sem hún unni af einlægni. Síðustu ár- in var það fyrst og fremst sumar- starf K.F.U.K. i Vindáshlið, sem naut áliuga Iiennar og krafta. Átti hún sæti í stjórn þess. Finna allir kunnugir, að þar er nú skarð fyrir skildi. Við i K.F.U.M. og K. mun- um samt einna lengst geyma myndina af lienni sem stúlkunni, er innti af hendi þjónustu i söng og hljóðfæraleik. Um fermingu byrjaði hún, ásarnt vinstúlkum sínum, að leilca á gítar og syngja i „Ungmeyjakór K.F.U.K.“ Brátt liættist svo við söngur í þeim hópi, er söng á æskulýðsvikum félag- anna og Öðrum samkomum, svo og á kristilegu mótunum.Þær stall- systurnar fimm á Þórsgötu 9 og 4 og Guðfinna Jónsdóttir sungu lengi saman á samkomum og fundum i kristilcga starfinu og sungu sig þá sannarlega inn i lijörtu okkar. Og síðar söng Þórey bæði i Kvennakór K.F.U.K. og blönduðum kór félaganna. Er þetta starf þeirra oklcur, sem þess nutum, óslitin röð dýrmætra minninga, sem færðu okkur ríku- . lega blessun. Eg var staddur uppi í Vatna- skógi, er liringt var og mér til- kynnt lát Þóreyjar. Á sömu stundu steig upp í huga mér minning, sem oft hefir komið til mín. Það var fyrir 22 árum. Við vorum rúm- lega 30 saraan i útilegu í hraun- jaðrinum suður og austur af EIl- iðavatni, þar sem nú er Heið- mörlc. Það var um verzlunar- mannahelgina, og dvöldum við þarna tvo sólarhringa við söng og íhugun Guðs orðs. Fyrsta lcvöldið var undurfagurt veður, eins og fegurst getur um það leyti árs. Skyndilega var kvöldkyrrðin rofin af mildum og þýðum stúlknasöng. Ég leit þangað, sem söngurinn kom frá. Uppi á hnúk bar við gullroð sígandi sólar stúlknahóp og frá lionum barst að eyrum mér og annarra, sem þarna voru, söngurinn, sem síðan er mér ógleymanlegur: Ég finn Guðs djúpa frið í mínu hjarta, ég finn og veit, að Jesús er mér nœr. Ég storminn óttast ei né myrkrið svarta, hann er minn hirðir trúr og vinur kœr. Ég finn Guðs djúpa frið í sálu minni, sá friður huggun veitir minni önd, er bylgja dauðans brotnar hinzta sinni, sem ber mig heim að Ijóssins fögru strönd. Ég hefi sjaldan fundið jafn kyrr- látan frið mér i hjarta og það sinni. Stúlknahópurinn dreifðist. Þær komu gangandi niður að tjöldunum hægt og hljóðlega í kvöldkyrrðinni. Ég mætti Þóreyju og þremur öðrum og við skipt- umst á nokkrum orðum um þann boðskap, sem þær liöfðu sungið okkur og sjálfum sér. Mér fannst á hljóðleik þeirra þá, að þær hefðu verið nærri Drottni sinum. Þessi minning kom enn einu sinni til mín, er andlátsfregn Þóreyjar barst mér. Nú skynjaði ég hana í enn fyllri dýpt. Bylgja dauðans hafði brotnað á Þóreyju og borið hana „heim að ljóssins fögru strönd“, sem liún söng um kvöld- ið ógleymanlega og söng um rétt fyrir andlát sitt. Hún dó með þenn- an unaðslega frið i hjarta og sofn- aði inn í fylling þess friðar, sem hún bafði fengið forsmekk af í samfélagi við frelsara sinn. Við vinir hennar kveðjum hana með söknuði og þakklæti fyrir bugljúfl samfélag á ævibrautinni og þó fyrst og fremst fyrir sam- félag í trú og starfi. Bjarni Eyjólfsson. tJr dagbúk hjúkrunarkonunnar 22. febrúar: Kl. er 7 að morgni Ég var að koma frá manninum, sem komið var með í gærkvöld. Hann lifir ennþá, æðasláttur er betri, en sprautur liafa engin áhrif. Kl. 9, þegar ég fór að vinna, var mað- urinn albata. Það hefur skeð eitt undrið enn. Cholli, sem er nú kom- inn, svo að nú hefi ég 2 aðstoðar- menn, var alveg undrandi og sagði strax, er liann kom í vinnuna. „Er maðurinn dáinn?“ „Nei,“ sagði ég, hann er nú albata.“ Hann trúði mér ekki, fyrr en ég kallaði á manninn og tók af honum skýrslu! 23. febrúar. Ég verð að bæta við. Nú kom maðurinn, sem ég get ekki kallað annað en Lazarus. Ilann var að koma og borga fyrir sig þau með- ul, sem hann hafði fengið. Hann borgaði með gleði 5 sliillinga (það er mikið). Hann situr nú hérna úti og ætlar að vera á samkomum. Jæja, ég var að koma af sam- komu. Það var eitthvað á annað hundrað manns. Það var mjög gott að vera þar. Á eftir voru nokkrir vitnisburðir. Það var hrífandi. Þarna var maður, sem hafði ný- lega látið tæma kofann sinn. Hann var töframaður. Og þar var sá, sem var að mínu áliti nærri dá- inn. Já, áfram gæti ég talið upp. Þarna vitnaði Barsja, sem þið öll þekkið orðið. Að síðustu kom kona, sem óskaði, að við bæðum fyrir sér .... 24. febrúar. Það liefur verið viðburðarikur dagur í dag. Það, sem gladdi mig þó mest er, að það kvöddu mig tveir sjúklingar i kvöld, því að þeir ætla að fara snemma á morgun. Þau eru búin að liggja liérna lengi og voru bæði borin hingað á börum. Annað var karlmaður. Það var liræðilegt að sjá liann. Hann var aðeins bein og skinn og allt bakið flakandi í sárum.Þaðvar eiginlega hvergi hægt að koma við hann. Það var mjög gott að tala við hann. Hann sagðist vilja trúa á Jesúm, hvort sem hann lifði eða dæi. Fyrir nokkru var hann orð- inn svo hress, að hann gat gengið svolítið með staf. Hann ætlaði ekki að trúa því sjálfur fyrst, þegar ég sagði honum að labba sjálfum í skiptingu. Hann kallaði á tvo inenn til að bera sig, en ég sagði að liann ætti að labba einn. Hann bara brosti og hristi liöfuðið. Ég bað aðstoðannennina að láta hann koma einan. Nei, það var eklci liægt. Svo fór ég og reisti hann á fætur, og hann kom slcjögrandi með staf. Nú gengur liann um allt með staf. Hann var á sam- komu i gær. Hann er svo glaður, að það er alveg dásamlegt að sjá hann. Það liefur raunverulega orð- ið breyting á þeim manni, utan og innan. Ilann Ijómar af gleði og lof- ar Guð. Nú er eins og lófastórt sár eftir á bakinu á honum. Ivonan, sem lika var borin liing- að, var með háhljóðum, þegar hún kom. Það var mjög erfitt að hreyfa hana. Hún var með þennan liða- mótasjúkdóm, sem svo margir eru með hér. Ég varð að taka mikið af grefti og vökva lit úr liðamót- um liennar. Smátt og smátt fór lienni að skána. Hún fór að geta skriðið út úr kofanum. Nú er lienni alveg batnað. Hún gengur um allt og lofar Guð. Börnin henn- ar eru einnig glöð. Ég vildi, að þið gætuð séð þau. Jæja, þið eruð sjálfsagt orðin leið á þessu endalausa stagli i mér, cn annað lief ég ekki að skrifa. Þetta eru aðeins smáþættir úr mínu daglega lífi, sem mér sjálfri þykir ánægjulegt starf, þótt það stundum sé svolitið erfitt. En live- nær hefur Guð sagt, að við mund- um sleppa við alla erfiðleika, ef við tryðum á liann? Aldrei. En hann hefur lofað að vera með oss alla daga, og loforð lians bregð- ast aldrei .... Jæja, það var verið að koma með barn, sem var mjög veikt. Piltarnir Cholli og Dimbarú voru að koma af sambænastundinni, sem er á mánudögum. Það er ekki alltaf, að ég geti talað við fólk, þótt ég liafi túlk. Móðir barnsins var ein með því, og ég hefði gjarn- FRAMHALD Á 4. SÍÐU

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.