Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.07.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI Birgir Albertsson, kennari: „Ákalla mig á degi neyðarinnar” Það er 3. júní sumarið 1955. Hópur nýútskrifaðra kennara og stúdenta er staddur í Lærdal í Nor- egi. Veður er dásamlegt, sólskin og liiti. Laufið á skógartrjánum bærist ekki. Það er undarlegt að koma á þennan stað, til þessa forn- fálega bæjar innst við Sognsæ, sem er meðal lengstu og dýpstu fjarða Noregs. Sjálfur stendur bærinn skammt frá botni fjarðarins, en til beggja handa rísa tíguleg, brött fjöll svo nærri, að þeim, sem öðru er vanur, verður um og ó. Sólar nýtur hér aðeins liluta úr degi. Þó eru sumur oft mjög þurr og úrkoma nær engin. Margir binna fornu landnámsmanna eru taldir hafa komið frá þessum slóðum, og bvernig gætir áhrifa fornnorsk- unnar í ríkara mæli. Við Islendingarnir leikum á als oddi og njótum lífsins á allan hátt. Erfiði og amstur allra prófrauna er að baki, og allir byggja gott til framtíðarinnar. En við nánari íhugun kemur í ljós, að margt fer öðru vísi en ætlað er. Það er Guð einn, sem þekkir liið ókonma. Klukkan er orðin tiu. Það er yndislegt sumarkvöld. Söngur fuglanna og niður lækjanna er bið eina, sem rýfur kvöldkyrrðina. Náttúran lofsyngur skapara sinn. Við erum þrír á ferð allhátt uppi í fjallshliðinni skammt fyrir ofan bseinn. Dtsýnið er tignarlegt, enda erum við hér staddir til að njóta betur ábrifanna af dvöl okkar á þessum stað.. Við höfum tímann fyrir okkur og setjumst niður til að hvilast og horfa yfir bið hrika- lega landslag. Gróður er tekinn að minnka, runnar og tré aðeins á stangli, en gróðurlitlar klappir mest áberandi. Hægt og þægt þok- umst við upp á við, og liúsin fyrir neðan verða smátt og smátt minni. Þá er skyndilega hrópað til mín, og ég skynja, að einhver hætta er í aðsigi. Ég reyni að stökkva til hliðar, en það er um seinan. Eitt- hvað stefnir á mig, og allt liverfur mér sýnum. Steinn hefur hitt mig í höfuðið og ég fell til jarðar, stór- slasaður. — Félagar mínir liorfa á mig velta ósjálfbjarga niður snarbratta fjallshlíðina. Þeir vita, heild, og því fái enginn mannlegur máttur breytt. Hingað til hefur kirkj- an verið eina stofnunin, sem verið hefur órofin heild í Þýzkalandi, án tillits til austurs eða vesturs. GUÐLEYSISARÓÐUR er nú mjög aukinn í Austur-Þýzkalandi. Einn þáttur hans er sá, að tekinn hefur verið upp 10 mínútna dagskrárliður í útvarpið, er samsvarar guðrœkn- isstund þeirri, sem víðast hvar er í útvarpi kristinna þjóða. 1 þœtti þess- um er stutt hugleiðing um svonefnda „vísindalega” lífsskoðun, sem hjálpa á mönnum að lifa án trúar. að fyrir neðan gín við hengiflug. Hér getur enginn mannlegur mátt- ur gert neitt til lijálpar — Ivrafta- verk gerast ekki lengur, segja ýms- ir. En sem betur fer get ég borið vitni um bið gagnstæða. Öld kraftaverkanna er ekki liðin. Guð er liinn sami í gær og í dag og um allar aldir — Lítil birkihrísla verður til að draga úr ferðinni, og á örmjórri syllu fyrir ofan hyl- dýpið nem ég staðar. Ég ligg hér við fótmál dauðans, alls óvitandi um það, sem gerzt hefur, og tím- inn er mér óþekkl liugtak. En lijá félögum mínum gegnir öðru máli. Þeir skunda til hjálpar liið bráðasta. Báðir vita þeir, að hvert augnablik er dýrmætt. Ann- ar þeirra hraðar sér niður til Lær- dal, en hinn heldur mér á hnjám sér til að varna þess, að ég falli fram af brúninni. Allt er gert, sem í mannlegum mætti stendur. Mínúturnar sniglast áfram, og bið- tíminn verður erfiður þeim, sem gætir mín.. En allir gera sitt ýtr- asta mér til hjálpar, og björgun- arsveit og allmargir skólafélag- anna eru brátt komnir á staðinn. Þeir leggja sig beinlinis í liættu á leiðinni niður til að flytja mig sem varlegast við hinar erfiðustu aðstæður. En allar hindranir eru að lokum yfirstignar með Guðs lijálp. 1 skyndi er mér ekið til sjúkrahúss byggðarlagsins, sem er nokkru framar í dalnum. Það fell- ur í skaut aðstoðarlæknisins að gera það, sem unnt er til hjálpar, þar sem yfirlæknirinn er staddur í Osló þennan dag. Aðstoðarlækn- irinn sagði það síðar, að sér liefði verið skapi næst að leggja árar í bát, svo vonlítið virtist um bata. Allir töldu víst, að dauðinn yrði yfirsterkari. — En livað lítið sem er, er í hendi Guðs, og hann lítur í náð sinni til okkar, syndugra manna. Mér var ekki ætlað að yfir- gefa þennan heim. Hinn rétti tími var ennþá ekki kominn. Kærleikur Guðs var að verki. I>rem dögum síðar fékk ég aftur meðvitund. Ég get ekki neitað því, að ýms- ar spurningar og bugsanir komu fram í liugann, þegar mér varð Ijóst, hvernig komið var fyrir mér. Örvænting og óróleiki fylltu hug minn og hjarta. Hver var vilji Guðs? Hafði liann mig að leik- soppi? — Síður en svo. Guð hafði sinn tilgang með þessu, og síðar skildi ég, að Guð veit ávallt, hvað hverjum einstökum er fyrir beztu. „Fel Drottni vegu þina og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Sálm. 37,5). Þetta urðu lausnar- orð mín. Drottinn Guð gat hjálp- að. Treysti ég því? Já, betur en nokkurn tíma fyrr. Nú laukst það upp fyrir mér, að ég átti lifandi frelsara, Drottin Jesúm Krist, sem var þess albúinn að veita mér alla lijálp, bæði andlega og likamlega. Ég fann, livað ég átti mikið. í stað örvæntingar og ásökunar fylltist hjarta mitt gleði og þakklæti til þess Guðs, sem bafði hrifið mig úr greipum dauðans og veitt mér nýtt líf í samfélaginu við sig — Átt þú þella nýja líf? Sumri er tekið að halla. Það er kominn ágúst. Skemmtiferðaskip- ið Brand VI klýfur öldur Atlants- hafsins. Við, sem þar eru stödd um borð, gleymum stað og stund. Andi vináttu og bræðralags er þar ríkjandi. Allir eru eitt í trúnni á Drottin Jesúm Krist. Fyrr en varir er sjóferðin á enda, og skipið leggst að hafnarbakkanum í Beykjavík. Dagarnir líða hver af öðrum. Brottfarardagur skipsins, mánu- dagurinn 15. ágúst, er runninn upp. Það er tekið að nálgast há- degi. Ég er á leið til skips til að kveðja vini og samferðafólk. Bill- inn rennur eftir bryggjunni. Ég er kominn að skipshlið og liyggst snúa bílnum skammt fyrir aftan skipið. Enginn er með mér í bíln- um, ég er einn. Ferðin minnkar smám saman. Ég stíg á liemlana og hyggst nema staðar, svo að ég geti ekið aftur á bak og snúið bílnum. En hann rennur áfram eftir sem áður. Þetta getur ekki verið raunveruleiki, mig hlýtur að vera að dreyma. Ég finn, hvernig billinn lyftist upp að framan og vegur salt á brún bryggjunnar. Undarlegt magnleysi læsir sig um líkamann, ég get hvorki hreyft Kristniboðinu hafa borizt eftirtald- ar gjafir frá einstaklingum: Norð- maður kr. 2500; Þakklát móðir kr. 200; Ó. G. og frú (áheit) kr. 2500; Baukur Erlu kr. 50; Áheit (L.J. An.) kr. 50; Halldór og Gunnlaugur Sth. kr. 42; G.S. (áheit) kr. 25; J. H. kr. 500; Guðný (afh. síra S.Þ.Á.) kr. 400; Þ. G. kr. 50; Kona á Sauðárkróki kr. 100; J. S. kr. 200; M. G. kr. 200; G. B. kr. 10; J. B. kr. 10; Þórúnn kr. 100; B. S. kr. 200; Perla kr. 250; Þ. J. 200; Hildur Björg kr. 184,24; S.F.S.V. kr. 500; N. N. kr. (baukur) kr. 191,29; Pétur (baukur) 100; G. Z. (baukur) kr. 460,15; frá gesti G. Z. (áheit) kr. 100; Gróa og Þorleif- ur kr. 50; N. N. (Bíldudal) kr. 500; Skírdagshlutur sjómanns í Ólafsvík kr. 1000; J. J. kr. 500; J. J. kr. 100; safnað af Steinunni í Skriðnesenni kr. 860; úr bauk St. G. kr. 182,55; A. H. kr. 30; Ó. G. (áheit) kr. 100; N. N. kr. 170; fyrir tóbaksglös kr. 28; kona í Horna- firði kr. 100; B. B. kr. 100; Ó. B. (Siglu- firði) kr. 100; B- H. og S. kr. 50; Ó. og G., Sandi, kr. 200; A. G. kr. 50. — Afhent Ól. Ólafssyni: Guðbjörg Sig- urðardóttir safnað kr. 1500; gjöf frá Ó. K. 500; gjöf frá G. Þ. kr. 100; gjöf frá Auður kr. 30; gjöf frá B. G. kr. 100; gjöf frá Þ. Ö. kr. 100; gjöf frá H. J. til að launa smið i Konsó kr. 500; áheit Á. Ó. 100; áheit K. S. 50. legg né lið. Eins og örskot berast ýmsar hugsanir um huga minm Ólýsanleg rósemd fyllir hugann. Ég fel mig Guði á vald. Ég finn, að hann er hjá mér. Ósýnileg hönd heldur um rstýrið. Máttur bænar- innar verður mér auglj ós á þessari stund. Ég get öruggur treyst hand- leiðslu Guðs. Ég finn, hvernig trú- in á Guð og traustið til hans vex. Nokkur augnablik líða, sem ég get ekki lýst á nokkurn liátt. Hægt og sígandi lyftist afturhluti bíls- ins, og framendinn snýr niður. En ég efast ekki lengur. Ég veit, að allt mun fara vel. Það var eins og við mig væri sagt, að ég hefði ekkert að óttast. Guð hafði gefið ipér fullvissu um það, að bann gæti gert hið ómögulaga, mannlega séð. En livað gerðist þá? spyr þú ef til vill, og þannig liafa margir spurt. — Festar skipsins lágu i land einmitt á þeim stað, þar sem bílinn fór fram af. I stað þess að steypast niður i djúpið, varð liann fastur í landfestum skipsins, Fögn- uður og þakklátsemi fylltu liuga minn. Mér var borgið. Föst og blý bandtök, sem sögðu meira en nokkur orð, biðu mín, þegar upp á bryggjuna kom að nýju. Mér er sérlega minnisstætt það, sem norskur kristniboði sagði: „Þú hefur vissulega mikið að þakka Guði fyrir.“ Þau orð get ég af heilum hug tekið undir. Sá, sein leitar liælis bjá Guði, getur aldrei nógsamlega þalckað alla gæzku hans, sem bann aug- sýnir á sérhverjum degi. „Fel Drottni vegu þina og treyst lionum, hann mun vel fyrir sjá.“ Birgir G. Albertsson, kennari. Innkomið frá félögum og á samkom- um: 7 apríl: Kristniboðsfélag kvenna í Stykkishólmi kr. 4000; í mai: Sunnu- dagaskóli Betaníu kr. 3400; Vorferð 10. sv. V.D. og Y.D. og 11. sv. V.D. í KFUM kr. 160; Sunnudagaskóli á Suð- ureyri kr. 630; í júní: Y.D. drengir í Vestm.eyjum kr. 50; Æskulýðsfélag Grenjaðarstaðar- og Nessókna kr. 105; afhent af Kristniboðsdeildinni í Hf. kr. 2070; Bazar I Frón á Akranesi kr. 2000; ágóði af 17. júní kvöldvöku kr. 317. MINNINGARGJAFIR. í tilefni af 10 ára fæðingardegi Grét- ars litla Hansen hafa kristniboðinu borizt minningjafir um hann, og eru þær þessar: frá móður hans kr. 200.00. Gjöfin er jafnframt minningargjöf um móður hennar, frú Margréti Magnús- dóttur, Stykkishólmi, sem lézt í vor. Vinkona hennar ein sendir einnig kr. 100 til minningar um hana. Þá hefir E. E. sent minningargjöf um Grétar litla kr. 200. Guð blessi minningu dýrmætra vina. LEIÐRÉTTING. Sú misritun varð í kvittun fyrir minningargjöf í næst-síðasta blaði, að sagt var, að Guðrún Oddgeirsdóttir hafi gefið kr. 500 til minningar um Marinó Vestmann, en nafn gefandans átti að vera Guðríður Oddgeirsdóttir. Er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar á misrituninni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.