Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 1
9.—10. tfal Reykjavík, ágúst—september 1958 52. árg. > Alltaf metsölubók Þýðingarstarf. Heilög Ritning var þýdd á 33 tungumál á öldunum frá dögum Jesú og unz prentlistin var fundin upp. Næstu 250 árin sem liðu, þar til fyrsta Biblíufélagið var stofn- að, árið 1804. voru gerðar 39 þýð- ingar í viðbót. Á 19. öld bófu Biblíufélögin og kristniboðar sam- starf sitt. /Óx við það tala Biblíu- þýðinga í 472. Á þessari öld hafa orðið enn stórstígari framfarir þannig, að nú er að minnsta kosti einhver hluti Biblíunnar þýddur á 1109 tungumál. Hraðinn eykst sífellt. Eigi starf Bibliufélaganna að fylgjast með í þróun þeirri, sem á sér stað, verð- ur jafnmikið að vinnast næstu 25 ár og gert befur verið á undan- förnum 150 árum. Nú er brýn þörf á Nj'ja testamentinu á hundr- uðum tungumála, sem nú eru að- eins til á eitt eða tvö guðspjöll. Á mörgum tungum er aðeins til Nýja testamentisþýðing, en þörf er á heildar Biblíuþýðingu. Og svo bætist þar við það, sem ótrúleg- ast er: Enn eru að minnsta kosti yfir 1500 tungur, sem ekkert rit Bibliunnar hefur verið þýtt á. Tungur þessar eru móðurmál yfir 100 iriilljóna manna. Biblíufélögin hafa, eins og sakir standa, umsjá með þýðingum á 350 tungur. Af þeim eru 150 „nýj- ar" lungur. Auk þess er unnið að endurskoðun 100 eldri þýðinga, sem nauðsyn var að gera, vegna þróunar málanna eða aukinnar þekkingar á þeim. Æ fleiri inn- fæddir menn eru menntaðir með þetta starf i huga. Málfræðingar Biblíufélaganna starf a saman í sér- stakri þýðingarnefnd, sem Heims- samband Biblíufélaganna hefir stofnað. Gefa þeir út sérstakt árs- fjórðungsrit til aðstoðar þeim, sem vinna að Biblíuþýðingum víðsveg- ar um heim. Þeir veita einnig margháttaða aðra aðstoð og at- huga nýjar þýðingar, áður en þær eru gefnar út. Er það gert til þess að tryggja það, að þýðingar þær, sem Ðiblíufélögin gefa út, séu í fullu samræmi við hebreska og gríska frumtextann og á lifandi og auðskildu máli. tFtgáfa. Þegar þj'ðingarstörfum er að f ullu lokið með endurskoðun, kem- ur að prentun hennar. Kostnaður við útgáfuna er oft óvenju mikill. Ástæður þess eru margar og m. a. þessar: ^ Oft verður að útbúa sér- stakt letur fyrir tungu þá, sem um er að ræða. ^ Prófarkalestur Biblíunnar er mikið vandaverk, sem kref st sérþekkingar og mik. illar æfingar. ¦^ I miklum hluta heims eru fáar borgir, þar sem til eru prentsmiðjur, brotvélar, bókbandsvélar og iðnlærðir starfsmenn, sem þörf er á við útgáfu Biblíunnar. Mik- ið af starfi þessu verður því að vinna i iðnaðarlöndum, en þar er verðbólgan mest. Vegna þessa er ekki unnt að komast hjá síauknum launa- og farmgjaldahækk- unum. ¦Jr Sums staðar eru svo miklir innflutnings- og gjaldeyris- erfiðleikar, að æskilegt er að gefa Biblíuna út í hlut- aðeigandi landi. Er þá mikil fjárþörf til þess að útvega nægan vélakost til slíkra landa. Biblíufélögin hafa alla þá reynslu og þekkingu, sem þörf er á, til þess að tvöfalda útgáfuna með minnstum kostnaði. Þau skortir aðeins fé til að hefjast handa. Breifing. Eitt er það enn, sem Bibliufé- lögunum er brýn nauðsyn á, og það er að auka dreifingar- eða út- sölukerfi sitt. Þau hafa miðstöðv- ar og „sölustjóra" i helztu borg- um, en starfsstöðvunum þarf að fjölga. tltbreiðslustarfið er ávallt unnið í nánu samstarfi við hlutað- eigandi kirkjur og kristniboða í heiðingjalönduin, svo að árangur- inn verði sem mestur. Söluverð er ávallt ákveðið að FRAMHALD Á B. SÍÐU Japanskri öryrkjakonu barst guðspjallsrit í hendur og varð það til þess, að hún varð kristin og tók siðan að senda öðrum slík rit, meðal annars öllum bæjar- stjórnarfulltrúum þorgar sinnar. Margir hafa unnizt fyrir starf hennar og þar á meðal systir hennar, sem þessi mynd er af. Mynd þessi er tekin í kínverskri verzlun á Borneó. f verzlunum þessiun er margt um manninn og því eru þær eitthvert helzta starfssvæði manna þeirra, er útbýta og selja guðspjöll og önnur Bibliurit.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.