Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI Mótið í Vatnaskógi Almenna kristilega mótið var iialdið í Vatnaskógi dagana 4.—6. júlí, svo sem áður var auglýst. Það er ástæðulítið að vera að lýsa ná- kvæmlega því, sem þar fór fram, en óhætt er að segja, að það var almenn skoðun þeirra, sem þátt tóku í því, að þetta liefði verið gott mót og uppbyggilegt. Nokkrir þátttakendur, eða um 90—100 manns, fóru upp eftir á föstudags- kvöld. Var Bibliulestur fyrir þá þá um kvöldið. Dagskrá liófst ráunverulega ekki fyrr en á laug- ardagsmorgni kl. 10. Þá liafði Steingrímur Benediktsson, kennari í Vestmannaeyjum, hiblíulestur út frá efninu „Vaknið og vakið“ Var ])að alvarlegur og íhugunar- verður hoðskapur Guðs orðs, sem þar var dreginn fram í skýru og lifandi máli. Framhald hiblíulest- urs var svo kl. 2, og þá ómaði boðskapurinn um það, sem oss veitist í Kristi Jesú og fyrir hann. Kl. 6 þennan sama dag var svo guðsþjónusta. Sira Magnús Bun- ólfsson, framkvæmdastjóri K.F. U.M., annaðist altarisþjónustu, en Ölafur lólafsson, kristniboði, pré- dikaði. Flutti hann boðskap sinn út frá sýn Jesaja spámanns í 2. kapítula spádómsbókar lians. Klukkan 9 um kvöldið var svo samkoma, þar sem O. Dahl-Goli, framkvæmdastjóri norska sjó- mannatrúhoðsins heima fyrir tal- aði um efnið „Heilög fórn“. Bæddi hann þar út frá Róm. 12, 1—3 um þá einu réttu fórn kristins manns, þá, að frambjóða sjálfan sig Guði sem lifandi, heilaga, Guði þóknan- lega fórn. Verður það erindi e.t.v. birt síðar hér í blaðinu og einnig annað erindi, „Við náðarstólinn“, sem O.Dahl-Goli flutti kl. 5 á sunnudeginum. Á sunnudagsmorguninn 6. júlí var guðsþjónusta kl. 10 f. li. Hafði sira Magnús Guðmundsson, sókn- arprestur í Ölafsvík, hana og pré- dikaði út frá guðspjalli dagsins, fiskidrættinum mikla, sem frá er sagt i 5. kafla Lúkasarguðspjalls. Eins og vant er, var altarisganga og voru rúmlega 200 altarisgestir. Prófasturinn í Saurbæ, síra Sigur- jón Guðjónsson, þjónaði við alt- arisgönguna ásamt síra Magnúsi Guðmundssyni. Kl. 2 e. h. var kristniboðssam- koma. Voru það kristniboðarnir frú Kristin Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson, sem töluðu á þeirri sam- komu. Var það kristniboðsvinum sérstakt gleðiefni, því að þetta var fyrsta sinni eftir heimkomu kristniboðanna frá Konsó, að mörgum kristniboðsvinanna gafst færi að heyra þau og sjá. Þau hjón- in voru með ýmsa gripi frá Konsó til sýnis, og notaði Felix þá seinna til þess að segja frá alburðum, sem við þá voru tengdir. Er Felix hafði lokið máli sínu, — en kona lians talaði fyrst, — voru lesnir kaflar úr bréfi frá Benedikt Jasonarsyni. Ilafði einn- ig borizt kveðja til mótsins frá kristniboðunum i Iíonsó, send sím- leiðis, og vakti hún mikinn fögn- uð. I lok kristniboðssamkomu þess- arar áskotnaðist kristniboðinu kr. 11.486.32 i gjöfum frá þátttak- endum. Kl. 5 var síðan almenn sam- koma, þar sem D. Dahl-Goli flutti siðara erindi sitt, sem fyrr er nefnt, og von er um, að birt verði síðar i blaðinu. Að erindinu loknu ávarp- aði síra Friðrik Friðriksson móts- gesti, en hann var á mótinu eftir liádegi þennan dag. Lauk hann máli sínu með því að lýsa bless- un Drottins. Færði hvatningar- ávarp hans þátttakendum ó- blandna gleði. Var ávarpið út frá orðum Jesú til lærisveinanna: „Þér eruð ljós heimsins“. Kl. 8 um kvöldið var ágæt vilnis- burðastund, þar sem slegnir voru margir strengir trúarlífs, trúar- reynslu, en þó fyrst og fremst þeirrar náðar, sem oss veitist í fagnaðarerindinu. Að þeirri stund lokinni liéldu þátttakendur heim. Voru bílarnir að fara frá kl. 11 og fram á miðnætti. Margt var um manninn á mót- inu á sunnudeginum, en fastir þátt- takendur voru liátt á þriðja hundr- að. Margar góðar kveðjur bárust til mótsins frá vinum víðsvegar að, bæði hér á landi og erlendis. Voru þær allar kærkomnar, svo sem vænta mátti. Það eru nú liðin tuttugu ár síð- an fyrsta almenna kristilega mótið var haldið í Ilraungerði i Flóa. Það mót einkennist mjög af hinni sterku meðvitund um samfélag heilagra. Þar var sunginn á ógleymanlegan hátt sálmur síra Friðriks um „Sterk eru andans hönd, sem eru í Guði knýtt“. Sá söngur hefir fylgt öllum mótum síðan og oft verið sannarlegt ein- kenni þeirra. Á þessum mótum liafa trúaðir knýtzt sterkum sam- félagsböndum, sem margir þakka fyrir. Svo var einnig á mótinu i ár. Erlendur maður, sem á mótinu var, minntist á tvennt, sem hon- um fannst harla sérkennilegt móts við mót í landi sínu. Ilið fyrra var, hve margt var um æskufólk, seni virtist til fulls samrýmast þeim, sem rosknari voru — og svo hitt, að sjá lieilar fjölskyldur, for- eldra með börn sín, og það ung- börn. Það atriði setli heimilislegan svip á þessi mót, sem fengur var að. Athvarfið, I. Gestir eða heiinanieim Því af naö eruð þér hólpnir orön- ir fyrir trú. Efes. 2,8. Þó aö afturhvarf mitt sé í meö- vitund minni bundiö viö áJcveðinn stað og stund, dylst mér ekki, að Guö, sem kemur öllu vel til vegar, haföi frá bernsku minni undirbúið það. f vöggugjöf gaf hann mér ríka trúhneigö og sá svo um, aö i bernsku minni var vel aö henni hlúð, bæöi á heimili mínu og síðan í skóla og lcirlcju. Sér- staklega hlýt ég í því sambandi aö minnast Jóns Þ. Björnssonar fyrir þá alúö, sem hann iagöi við trúar- iegt uppeldi olckar barnanna, bæði í skólanum og í „stúkunni“, sem hann stjórnaöi þá meö miklum ágæt- um. Átta ára gamall fór ég fyrst til dvalar í sveit og dvaldi eftir þaö meira í sveitinni, þó að ég stundaöi mitt skyldunám heima á Sauöárkróki. Fegurö og tign íslenzkrar fjallanáttúru vakti oft í hjarta míriu lof og þakkargjörö til skapara míns, en ógn íslenzkrar þoku og stórhríöarbylja iagði mér líka oft á varir brennandi bæn til voldugs og kærleiksríks fööur, van- máttugu barni hans til handa. Synd mín og frelsari minn voru trúhneigð minni aö verulegu leyti hulin. Átján ára hóf ég búnaöarnám á Hólum í Hjaltadal. Þá var bernslca mín aö baki, og ég tamdi mér ýmsa „Jcarlmennsku“ í orðum og athöfnum, sem ég heföi áöur skammazt mín fyrir. Eg var kominn á slóöir týnda sonarins, burt frá Guöi. Þaö var þó engan veginn ásetningur minn. Þvert á móti. Eg haföi yndi af aö fara í ldrkju viö og viö, og ef einhver heföi þá farið aö minna mig á boö- oröin, heföi ég sennilega svaraö eins og ríki ungling- urinn: „Alls þessa hefi ég gætt frá æslcu minni“. Gagnvart trúmálunum haföi ég tekiö þá ákvöröun aö forðast allar öfgar. Eg var mjög ánægður meö sjálf- an mig í þessum efnum og fannst, aö Guö hlyti að hafa sérstakt dálæti á svo ágætum manni. Aö búfræöinámi loknu fór ég til Noregs. Eins og fleiri Islendingar um þær mundir réðist ég til Jens Gausland, sem þá átti fleiri en eitt bú á Jaörinum. Þar dvaldist ég sumarlangt. Síöla sumars fékk ég blóðeitrun í fótinn og lá um tíma alveg rúmfastur. Dauflegir voru þeir dagar. Húsbóndinn var oft aö heiman. RáösJcona var á heimilinu og tveir vinnumenn auk mín. Oft var ég þess vegna aleinn í húsinu þessa daga. Þá viöraöist af mér karlmennskan, og ég grét eins og barn af sölcnuði og heimþrá. Einn slíkan dag sá ég í gegnum tárin orö, sem letncö voru á spjald yfir rúmi mínu. Auövitaö höföu þau veriö þarna alla tíö, en nú snertu þau mig. Sá Guö, sem engu sínu minnsta barni gleymir, var aö vekja mig með 'oröi sínu, ekki ásalcandi og ógnandi, eins og ég verðskuldaði, heldur í allri sinni mildi. „Varpiö öllum áhyggjum yö- ar á Guö, því að hann ber umhyggju fyrir yöur“. Óiýsanleg huggun og friöur fylltu hjarta mitt. Eg fann nálægö Guðs eins greinilega og ef einhver vina minna heföi staðið við rúmiö mitt. Smátt og smátt kom heilbrigöi mín aftur, og aö sama skapi dvínuöu áhrif þessarar hugljúfu reynslu. Eg var einni dýrmætri minningu ríkari, en aö ööru leyti var allt viö sama og áöur. Eg fór mínar eigin leiöir. ' i #i TJm haustiö lá leiö min til Danmerkur. Eg dvaldi þar á yndislegu heimili, þar sem ég naut ástríkis, eins og væri ég einn af fjölskyldunni. Skömmu eftir að ég kom þangað, fór ég á kristilega samkomu. Þar talaöi Guð til mín meö þeim myndugleika, aö ég gat ekki lengur komizt undan að talca afstööu til Hans. Þar geröist mesta undur lífs míns: Hann gaf mér afturhvarf til lífs. Efni prédikunarinnar var síÖari hluti annars lcapítula Efesusbréfsins. Nítjánda vers- iö brenndi sig þaö lcvöld óafmáanlega inn í vitund mína: „Þess vegna eruÖ þér elclci framar gestir og útlendingar, heldur eruö þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guös“. Raunveruleg afstaöa mín til Guös varö mér allt í einu Ijóslifandi: Eg hafði Jcosiö mér þá vornlausu af- stöðu að vera gestur Guös, þegar mér þætti þaö henta, og hlaut þess vegna að vera útilokaöur eins og út- lendingur frá þegnrétti % ríki hans. Nú fann ég, hve ómissandi þessi þegnréttur var mér, og ég þráöi hann. Og nú sá ég í fyrsta skipti á ævi minni, aö ég átti aðeins einn möguleilca til aö eignast þennan dýr- mæta rétt. Sá möguleiki var náö Guðs í Jesú Kristi. „En öllum þeim, sem tóku viö honum, g af hann r étt til aö vera Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans“. Jóh. 1, 12. Eg kom til Jesú. örþyrst önd þar alla svölun fann. Hjá honum dralclc ég lífs af lind. Mitt líf er sjálfur hann. Steingrímur Benedilctsson, lcennari, V estmannaeyjum. Benedikt Arnkelsson, framkv.stj. Landssambands K. F. U. M. hefur fengið nokkra menn til þess að segja frá afturhvarfi sínu. Mimu þœr grein- ar birtast í nœstu blöðum og er þetta sú fyrsta.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.