Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 4
BJARMI KltlVfi \lltOIISI» IIITIt Benedikt skrifar frá Konsó: MP Drottinn hefir hjálpað Hvað um skólann? Þegar ég sendi skýrslu til Menntamálaráðu- neytisins fyrir hálfum mánuði, voru 35 nemendur í fyrsta bekk og 13 i öðrum. Nokkrir fyrstu bekkingar komu seint á skólaár- inu og sumir annarsbekkingar hafa mætt slælega. Annars er það ákaflega miklum erfiðLikum háð, að fá nemendur til þess að sækja skólann reglulega. „Sá, sem vinn- ur ekki, á ekki heldur mat að fá", virðist vera rótgróinn hugsunar- háttur hjá mörgum hér um slóðir. Við því væri að sjálfsögðu ekkert að segja, ef það bitnaði ekki á fróðleiksfúsum börnum, sem vilja ganga í skóla, en fá ekki. En þetta er lika nýr vegur, sem fólkið er fyrst að kynnast núna síðustu árin. En hið nýja vinnur á, smám sam- an. Skilningur manna eykst við aukin kynni af kostum skólagöng- unnar. Við þyrftum að geta búið mikið betur að skólanum. Á síð- astliðnu ári voru 3 3ðju bekking- ar sendir til Gidole (Adane var svo til strax fluttur upp i 4. bekk), og hinir tveir eru nr. 2 og 4 i 3.). Felix hafði mikinn hug á að hafa þá hér, en þegar nú Jimberberú brást, var ekkert annað hægt að gera en senda þá til Gidole. Það varð okkur líka mikið ódýrara, því að það hefði verið dýrt að ráða kennara fyrir aðeins 3 nemendur. 1 Gidole fá þeir 24 dollara fyrir hverjar 4 vikur. Kennarinn hefði kostað okkur minnst 75 dollara, ef um útskrifaðan kennara hefði verið að ræða.— Ég sé ekki fram á annað en að ég verði að fara eins að i ár, þ. e. a. s. þegar nýtt skólaár hefst, i september. En þá missum við að sjálfsögðu þá, sem ekki eru heimavistardrengir, og slíkt er illt. Þeir 6 menn, sem yrðu sendir héðan á okkar vegum, fá samtals 36 dollara í uppihald í Gí- dóle og meir en helmingur kenn- aralauna mundi þá sparast. Johs. Eiken hefur boðið mér að fyrra bragði að taka við þeim. Hvað finnst þér um þetta? Ég held, að þetta sé það eina, sem við getum gert, nema meiri gjaldeyrir fáist. Já, reyndar líka þótt eitthvað ofur- litið meira bætist af gjaldeyri, þá held ég, að þannig verði þetta að vera, svo að við getum beitt okk- ur meira við fræðslu væntanlegra skírnþega. Kennaralið. Ég geri ráð fyrir, að Felix hafi sagt þér frá ráðningu Gebre Mar- yam, smiðsins, og hvernig við hugsuðum í þvi sambandi. Stúlk- an, sem Gebre hugsaði sér að kvænast, er fyrstabekkjar kennari í Gidóle. Hún hefur fengið 30 doll- ara i laun þar. Hér þyrfti hún að fá 35. En nú er sá gallinn á, að stúlkan hefur enn ekki fengizt til að láta uppi um það, hvort hún vilji kenna, þegar hingað kemur. Ég geri því frekar ráð fyrir, að hún vilji það ekki. En Taddesse, nýi kennarinn, er f ús til að koma aftur og kenna hér í haust. Hann er ágætis drengur, en Mageröy sagði, að hann væri istöðulítill og þyrfti aðhald. Hann býður af sér góðan þokka, og í gærkvöldi (nú er 14. júní) kom hann að máli við mig og tjáði mér, að hann vildi nota sunnudagana til þess að fara í þorpin og prédika og eins laug- ardagana að einhverju leyti (kennsla er engin á laugardögum). Mér kom þetta á óvart, en það gladdi mig jafnframt mikið, þvi að ég hafði ekki minnzt á þetta einu orði við hann. Hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, og ég gæti því haldið, að virkileg vitnisburð- arlöngun búi undir. Nú verða þeir því tveir, starfsmennirnir, sem fara i þorpin, nei, 3 reyndar, því að Dasaw fer eitthvað út líka. Stjórnin hér úti hefir úthlutað okkur ágætis kennara, sem útskrif- ast einhvern næstu daga i Irgalem. Hann heitir Tesfai Kalbero og er bróðir Shamebo Kalbero, sem er öldungur og prédikari safnaðarins í Gídóle. (Vakningaprédikari og aðalstoð og styttan þar). Allir, sem vikið hafa orðum að Tesfai, bera honum vel söguna, og von- andi ílendist hann hér. Það ætti að vera einhver von til þess, þar eð bróðirinn er svo nærri. Og víst er, að það er mikill fengur að fá hann. Skólastjóri kennaraskólans (Kollerös) sagði hann vera einn mesta efnispiltinn, og væru þó mjög margir efnilegir i skólanum núna. Leggðu vinunum heima á hjarta, að biðja fyrir þessum tveim, Tadesse og Tasfai, að þeir mættu varðveitast og reynast nýtir starfsmenn, sem mikil blessun fylgir. Tadesse er sagður ístöðu- litill, en fái hann góðan mann sér við hlið, sem sé honum styrkur og beini honum inn á réttar braut- ir, þá getum við haft góðar vonir með hann. Hann virðist vilja láta gott af sér leiða, ef eitthvað er að marka það, sem okkur fór á milli í gær, og ég trúi því á meðan ég neyðist ekki til að trúa öðru. En eins og þú veizt, þá geta jafn- vel þeir beztu brugðizt. Ég er vel minnugur á margt, sem Felix og aðrir hafa sagt mér i því sam- bandi. En hinu má ég heldur ekki gleyma, að istöðulitlum lærisveini getur Drottinn breytt í trúarhetju. Guð gefi mér náð til að reikna með náðarríkum afskiptum hans af starfinu öllu. An þeirr.a er það allt eins og einskisnýtt fálm út í lof tið. Fram að þessu hef ur Drott- inn hjálpað, og það gefur mér djörfung til þess að reikna með hjálp hans einnig, þegar ég hugsa til framtíðarinnar. Samkomuhöld. Nú er kominn sunnudagurinn 15. júní. Ég var að koma af sam- komu. Samkomugestir voru 100 eða þar um kring. Ég taldi þá ekki, en ef dæma má eftir sókn undan- farinna sunnudaga, þegar sam- komugestir hafa verið 120—130, þá lætur 100 eða 110 mjóg nærri réttu. 1 dag er 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, samkvæmt eþi- ópska almanakinu og textinn var því í dag I. Jóh. 4,16—21 og Lúkas 17, 19—31 lesinn „fyrir altari". Textinn gaf okkur tilefni til að hugleiða kærleika Guðs og ávöxt hans í lífi þeirra, sem trúa: bróð- urkærleikann. Vel var hlustað, að því er mér fannst. Mér fannst létt- ara að tala en oft áður, þar eð ég treysti því betur nú en áður, að túlkurinn hefði rétt eftir það, sem ég sagði. Tadesse er töluvert betur að sér í ensku en bæði Djolli og Diabaro og því er það mikill fengur fyrir mig að hafa fengið hann, líka þess vegna. 1 lok ræð- unnar endursagði ég dæmisögu Jesú um vanþakkláta þjóninn. Konsómenn hlusta aldrei betur en þegar talað er í dæmsögum. Dæmi- sögur Jesú eru einf aldar og ná þvi vel til þeirra. Dæmisagan um van- þakkláta þjóninn undirstrikar ein- mitt á kröf tugan og einf aldan hátt, að kærleikurinn til Guðs og kær- leikurinn til náungans, jafnvel ó- vinar, hljóti að haldast í hendur hjá þeim, sem eru rétt kristnir. — Ég tók eftir þvi, þegar við sung- um nokkra galla-söngva, að marg- ar varir bærðust ekki í samræmi við textann. Siðara hluta samkom- unnar notuðum við því til að Iæra einn galla-sönginn ,og i samkomu- lok hafði þeim fækkað að mun, sem létust syngja með. Þeir höfðu lært textann. — 1 dag ræddum við (M., I. og ég) um, hvernig við gæt- um komið þvi við, að kenna kver- ið á samkomunum. Það ætti að vera auðvelt með því að lengja samkomurnar eitthvað, og það yrði ágætur undirbúningur undir skipulega skírnarfræðslu. Við not- um þá að sjálfsögðu minni fræði Lúthers til grundvallar og reynum þetta á barna-, kvenna- og sunnu- dagasamkomunum. Faðir-vorið, trúarjátninguna og boðorðin kunna víst þó nokkrir, en erfitt er að átta sig á, hve margir þeir eru, þar eð trúarjátningin og Fað- ir-vorið er lesið fyrir og samkomu- gestir hafa eftir setningu fyrir setningu. Kær kveðja frá okkur öllum. Benedikt. Oft er erfitt fyrir kristniboðann og innlenda starfs- menn á Filippseyjum, &ð ganga langra leið í þykkri moldarleðju eins og sést á mynd þessari.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.