Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 5
BJARMI 5 HRINGSJÁ iBÚUM jarðarinnar fer stöðugt fjölg- andi. Fyrir 200 árum var ibúatalan álitin vera „einungis" 730 milljónir Fyrir tveimur árum var talan komin upp í 2500 milljónir. Fólkinu fjölgar um 70 milljónir á ári hverju. KRISTEV klrkja reynir að fylgjast með og eflir viðleitni sína til þess að allir fái að heyra fagnaðarerindið. En þrátt fyrir vaxandi starfsemi dregst kirkjan aftur úr, miðað við fólksf jöld- ann. Hún vex, en verður þó hlutfalls- lega ininni, því að hún vex ekki að sama skapi og mönnunum fjölgar. Enn eru verkefni kristniboðsins ótæm- andi, jafnvel í þeim löndum, þar sem unnið hefur verið að kristniboði árum saman. Einn kristinn Indverji kemur á móti 97 heiðnum. Kristnir Japanir eru 1 á móti 1000, og söm er hlutfalls- talan í Kina. Hlutfallstalan er betri í Afríku. Þar eru 15 af hverjum hundr- að mönnum taldir vera kristnir. Erfið- ast hefur kristniboðinu gengið meðal Múhameðstrúarmanna í Afríku. Ein- ungis 0,05% þeirra eru kristnir. Upp- skeran er mikil, en verkamennirnir fáir. Biðjið þvi ... TALIÐ ER, að 3400 lútherskir kristni- boðar séu starfandi á meðal heiðingja. Þeir eru á vegum 63 félaga eða kirkju- deilda. Flestir þeirra eru frá Banda- ríkjunum og Kanada, en næstir þeim eru norskir kristniboðar, eða 518. STÖÐUGT berast fregnir af þvi, að kristniboðum mótmælenda verði vel ágengt í hinni kaþólsku Suður-Amer- íku. Tala jafnvel sumir um „Sigurför fagnaðarerindisins" í hinni fjarlægu landsálfu. Kaþólskir prestar vestra gera sér sjálfir grein fyrir þessu, og eru sumir svartsýnir um hag sinn og sinnar kirkjudeildar. Einn þeirra læt- ur jafnvel i ljósi þann ótta, að ef þeirri þróun, sem liafin sé í Suður-Ameríku, haldi áfram í tvær kynslóðir enn, muni landið ekki verða kaþólskt leng- ur, heldur mótmælendatrúar. Ástæðan tU þess, að veldi kaþólsku kirkjunnar fer þverrandi, er meðal annars skort- ur á prestum. Einnig ber þess að gæta, að f jölmargt fólk er kaþólskt ein- ungis að nafninu til og hefur því ekki fengið svalað dýpstu þörf sinni. Tala mótmælenda var um ein milljón um aldamótin, en er nú fimmfalt hærri. Trúaðir menn ættu að minnast kristni- boðsins í þessum löndum í bænum sinum. EYLANDIÐ Madagaskar hefur um langan aldur verið kristniboðsakur. Hafa starfað þar kristniboðar margra félaga. 1 fyrra voru 90 ár liðin síðan Norska kristniboðsfélagið sendi þang- að fyrsta' kristniboða sinn. — Sam- kvæmt nýjustu skýrslum yfirvaldanna er íbúatalan á eynni 4 777.000. Af þeim eru 37% kristnir. Skiptast þeir til helminga í kaþólska og mótmæl- endur. — Kristniboðsnefnd Lútherska heimssambandsins ráðgerir að halda Afríkuráðstefnu um kristniboðsmál árið 1960. Verður það i annað sinn, sem Afríkumenn víðsvegar úr álfunni fá tækifæri til þess að hittast og ráða ráðum sínum i sambandi við út- breiðslu kristninnar í löndum sínum. Gert er ráð fyrir, að þing þetta verði haldið annað hvort á Madagaskar eða í Eþíópíu. Mynd þessi er af kínverzkum prédikara, sem er að hef ja starf sitt í n^ju þorpi meðal landa sinna i Thai- landi. KONSÓ WaÍ a dt aera? Frá Konsó berast ýmsar fréttir og má segja, að þær séu allar góð- ar að því er jarðveg fyrir starfið snertir, svo og líðan kristniboð- anna. — Þó er þess að geta, að Ingunn veiktist, er hún skrapp til Addis Abeba. Varð hún mikið veik, og vissu læknar ekki vel, hvað að lienni var. Talið var, að það muni hafa verið slæmt mýrarköldukast (malaría). Sem betur fór hresst- ist hún fljótt og gat snúið aftur til starfa sinna i Konsó nokkurn veginn í tæka tíð. 1 bréfi frá Benedikti Jasonar- syni, kristniboða, kom það mjög skýrt i ljós, að ýmsir eru þeir, sem reyndu að nota sér manna- skipti á kristniboðsstöðinni til þess að koma sinu fram. Hafa kristni- boðar, sem i Eþíópíu starf a, af þvi næga reynslu, að hvert sinn sem húsbændaskipti verða, reyna inn- lendir menn að ganga á lagið með það að-breyta eitthvað til, og þá ávallt i þá átt, sem síður skyldi. Þannig var t. d. um tilraun heima- vistarnemenda við kristniboðsskól- ann til þess að sjóða sér áfengu súpuna, sem áður hef ur verið sagt frá hér i „Bjarma" í bréfkafla frá Benedikti. Varð nemendum strax ljóst, að að því er bruggun sliks áfengis snerti, gilti sama regla, hver sem húsbóndi væri á kristni- boðsstöðinni. . Þá er þess að geta, sem var öllu alvarlegra, að nýr bæjarfógeti i Bakaule ætlaði að gera tilraun til þess að hefta nokkuð ferðafrelsi kristniboðans til starfs í nálægum þorpum. Bitaði hann Benedikti bréf um það efni. Beyndi hann einnig smávegis að fetta fingur út i hjúkrunarstarfsemina á þann hátt að gefa í skyn, að hvítir starfs- menn við sjúkraskýlið þyrftu að vera fleiri, til þess að starfsemin væri lögleg. Hafði Benedikt næg gögn í höndum varðandi það at- riði. Lagði kristniboðinn síðan málið fyrir innanríkisráðuneytið i Addis Abeba, sendi þvi m. a. bréf bæjarfógeta til umsagnar. Varð auðvitað sá endir á, að bæj arf ógeti fékk tilkynningu frá þeim aðil- um, sem hann sízt óskaði, um það, að hann hefði farið út fyrir verk- svið sitt með afskiptum sínum. Héraðshöfðingjar í umdæmum langtfrá höfuðborginnivilja stund- um f ara sinna eigin f erða. Líta þeir á sig sem nokkurs konar kónga i ríki sinu og treysta því, að í jafn víðlendu ríki ogEþíópía er,séuþeir svo fjarri höfuðborginni, að þeim sé alveg óhætt að fara sínu fram. Stundum veldur einnig hreinn ó- kunnugleiki á stjórnarskrá og lög- um ríkisins því, að þeir taki þá af- stöðu i málinu, sem þeir gjöra oft. En sem sé: Að þessu sinni fékk nýi embættismaðurinn að vita, hver afstaða yfirvaldanna í Addis Abeba er. Er það kristniboðunum mikill styrkur. 1 síðasta bréfi frá Benedikti er talsvert f jallað um f jármál kristni- boðsstöðvarinnar í Konsó. Kemur þar glöggt í ljós, að fjárhæð sú, sem starfinu berst heiman að, er alltof lítil. Orsökin er fyrst og fremst gjaldeyriserfiðleikarnir hér á landi. Það er ekki unnt að fá yfirfært jafnmikla upphæð og æskilegt væri. Utgjöld syðra eru það mikil — og sum svo brýn — að hrein vandræði stafa af. Þannig er t. d. með byggingu íbúðarhúss þess fyrir kristniboðana, sem nú er i smíðum. Vegna allra að- stæðna, bæði þarfar kristniboð- Eftirtaldar gjafir hafa borizt til kristniboðsins siðan síðast var kvittað fyrir gjafir hér i blaðinu: M. J. (Ve.) kr. 300; N. N. (Ve.) kr. 100; Hjón i Broddanesi kr. 100; G. G. (Hvituhlíð) kr. 100; E. R. og A. H. kr. 2000; G. B. kr. 50; Margrét og Axel (áheit) kr. 100; G. V. (Hf.) áheit kr. 1000; S. V. kr. 850; A. J. kr. 75; L. J. kr. 300; Ó. S. kr. 10; V. J. kr. 50; S. J. (Ve.) kr. 75; G. S. (áheit) kr. 25; G. S. (áheit) kr. 65; ónefndur kr. 850; Perla kr. 250; N. N. kr. 1000; Þ. H. G. kr. 500; S. G (baukur) kr. 55,74; A. M. J. kr. 200; I. B. kr. 500; G. I. S. kr. 100; G G kr. 100; G V. G. (áheit) kr. 100; vextir af skuldabréfi kr. 100; S. S. kr. 100; Siguringi kr. 100; M. J. kr. 500; K. G. kr. 50; G. Ó. kr. 500; Ó.E. kr. 86,85; N. N. kr. 500; M og E kr. 800; Davíð litli kr. 200; S. V. kr. 100; S. O. (úr bauk) kr. 94,63; frá gömlu Þ. Þ. kr. 100; N. N. (afh. I. Þ.) kr. 2500; Til kristniboðs afh. Ó. Ó.: Minningargjaf- ir Akranesi, Sv. Sverrisson og frú kr. 2992; K. D. kr. 600; S. og H. kr. 1000; Björg kr. 300; M. I. kr. 300; N. N. Akranesi, til sjúkraskýlis kr. 150; ó- nefndur til ritsins Kynnisför til Konsó kr. 10,000 (fyrir bæklinginn); K. D. kr. 600; til kristniboðs frá Drottni „frá honum fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð. Róm. 11,36," (H. G.) kr. 5000; J. P. og frú kr. 1000. Félög og samkomur. Kvenfél. Fjóla kr. 100; afh. F. Ó. á fundi (stúkunni „Viking" kr. 110) „Frækornið" (kristniboðsdeild í Skaga- firði) kr. 1212; Innk. á mótinu í Vatna- skógi kr. 11,486,32; Innk. í Útskála- kirkju kr. 784,50; selt á mótinu rit Ól. Ól. „Kynnisför til Konsó" kr. 485,95. anna og einnig vegna hættu á skemmdum sé smiðinni ekki lokið á sem stytztum tíma, varð að hraða byggingu hússins allt hvað tök voru á. Fé að heiman er hins vegar af svo skornum skammti, vegna yfirfærslu örðugleika, að slíkt var ekki unnt. Þá brugðu bræður vorir og samstarfsmenn í norska kristniboðinu skjótt við og ákváðu að aðstoða islenzku kristni- boðana með lánsfé. Vegna þessa hefir verið unnt að vinna eins fljótt í þessu máli og þörf var, en auðvitað er afleiðingin sú, að vér erum komnir í skuld við vini vora í norska kristniboðsstarfinu. Það er ekkert launungarmál, að þörfin fyrir gjaldeyri er mun meiri en það, sem íslenzk gjaldejrrisyfir- völd hafa séð sér fært að láta úr hendi rakna. Hér er þvi mikið um- hugsunarefni og fyrirbænarefni fyrir alla þá, sem af alhug unna kristniboðinu í Konsó. Starfið þar vex, og hver liður þess, hjúkrunar- starf, skóli, byggingar og prédik- unarstarf þarfnast meiri fjár eins og skiljanlegt er. Látum það vera daglegt bænarefni vort, að Drott- inn greiði úr vanda þessum. I bréfi, sem Benedikt kristni- boði ritar um, hve féð sé miklu minna en þörf er á, segir m. a., er hann hefir minnzt á fjárþörf ein- stakra starfsgreina: „Til hvers er þá að staglast á þessu? Til þess að bænabyrðin hvíli þyngra á herðum okkar en

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.