Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 6
BJARMI TötfrœinaðuJ' ái Oetki Það hlaut eitthvað skelfilegt að hafa komið fyrir uppi í kofaþyrp- ingunni, sem veinin heyrðust frá. Kvennahópur stóð fyrir utan kofa. þyrpingu konungsins og einblindu þærájörðinafyrirfótum sér. (Kon- ungurinn hafði látið slátra uxa þar, til þess að allt væri blóðidrif- ið og ljótt álitum. Á meðan voru menn hans í veiðiferð). Sumar höfðu meira að segja ekki enn get- að losnað við eldiviðarbýrðina, sem þær höfðu sótt út í skóginn. Þær æptu liver í kappi við aðra, veinuðu og kveinuðu. Þetta var einstæður hávaði. Hver og einn reyndi að yfirgnæfa annan. Eng- inn vissi neitt, en allir vildu fá að vita, hvaða ógnaatburður hefði þarna átt sér stað. Allt í einu datt allt í dúnalogn. Hópurinn skiptist og myndaði breiða braut upp að kofanum. — Beggja vegna vörpuðu konurnar sér til jarðar, sumar voru enn með viðarhlaðann á bakinu. Konung- urinn var að koma. „Hver hefir gert þetta?" öskr- aði hann. Hópurinn umhverfis hann kipptist við eins og undan svipuhöggum. Enginn svaraði. — Lamandi skelfing neyddi þá til þess að steinþegja. Þeir þorðu tæp- ast að anda. „Segið „þefskynslækninum" að koma hingað," sagði hann loks. Mannfjöldinn, sem lá í hnipri frammi fyrir hátigninni, andaði lcttar. Það var ekki vegna þess, að töframaðurinn væri einhver hjálp- arvon þeirra, þvert á móti. Þegar á þá var kallað, varð endirinn á- vallt ógæfa einhvers. Það var samt sem áður léttir, að eitthvað gerðist. Þá þyrftu þeir ekki lengur að liggja þarna hreyfingarlausir í ægilegri eftirvæntingu. Það var tekið að dimma, þegar töframaðurinn kom. Það hæfði honum ágætlega. Þá var auðveld- ast fyrir þá, að fremja töfrabrögð sín og komast í samband við anda- heima. Andarnir áræða ekki að birtast um hábjartan dag, þegar sólskinið hrekur skuggana á braut. En á kvöldin, þegar hitabeltis- myrkrið umvef ur þá, þegar skugg- ar frá skini bálsins stíga og hníga, áður. Ég hef nefnt sumt af því, sem unnt væri að gera og sem verður að gera, af því að framtíð starf sins, það sem unnizt hef ur, og það, sem getur unnizt, er i veði. Hvað á að gera með tvær hendur tómar? Spenna þær í bæn! Svar hins mikla Guðs getur rutt öllum hindrunum úr vegi. Kannski hend- urnar verði einmitt að vera tómar, til þess að máttur hans verði aug- Ijós. Kannski þær verði að vera tómar til þess að við finnum þörf á að spenna þær í bæn. Sigur verð- ur að vinnast." Grein þessa ritaði norskur kristni- boði, og er hún einn kaflinn í bók, sem geíin hefur verið út til að kynna starf töframanna og seiðkarla í heiðnum löndum. og logarnir dansa og verða furðu- legir og ægilegir, eru andarnir fús- ir til þess að svara öllu, sem töfra- maðurinn spyr um. Það vantar ekkert til þess, að sviðið sé fullkomið. Bleikur mán- inn stingur horni upp fyrir Her- mannahæð. Það lýsti örlitið full- komið myrkrið, lét það verða hálf- gegnsætt svo að unnt var að greina eins langt fram fyrir sig og nauð- synlegt var, án þess að lenda á kolsvörtum múrvegg. Samt sást ekkert greinilega, aðeins það mik- ið, að ímyndunaraflið komst af stað. Allir höfðu safnazl saman um- hverfis logandi eldinn, er töfra- maðurinn hóf seið sinn. Menn sátu í stórum hring og óttuðust að koma of nærri bálinu og töfra- manninum. Jafnframt voru þeir forvitnir að heyra og sjá allt og ákafir í að sýna, að þeir væru sak- lausir. Þeir þyrptust því eins þétt saman og tök voru á. Töframaður- inn.hafði samt ágætt svæði til um- ráða við starf sitt. Innst í hringn- um sátu karlmennirnir, allir vopn- aðir staf og spjóti. Þeir hlustuðu með ákefð og fylgdust nákvæm- lega með hverri hreyfingu. Kon- urnar höfðu safnazt í hring um- hverfis mennina, flestar með smá- barn á bakinu. Stærri börnin sátu í fangi mæðranna, eða var haldið föstum milli fóta þeirra. Auðvit- að voru allir hundar þorpsins einn- ig viðstaddir. Þeir virtust eitt and- artak hafa gleymt innbyrðis deil- um. Það var eins og þeir hefðu veður af einhverju æsandi. Eina hljóðið, sem rauf kyrrðina, var frá barni, sem teygaði úr brjósti móð- ur sinnar. Töframaðurinn var f áránlega búinn. Um hálsinn bar hann krans úr jurtatágum. I kransinn var fest ræmum úr kattarskinni, krókódíl, hlébarða, hýenu, slöngu eða apa. Milli þessara skinnræma lafa þræð- ir með ljónsklóm, einkennilegum trjárótum og litlum kúlum. Þær eru holar og eru eins konar lyfja- flöskur. Umhverfis kné sér hefur hann fest hvítum kýrhölum, sem lafa niður með fæti hans, á höfði eru marglitar fjaðrir og i hnakk- anum strútsfjöður ein mikil. Hann byrj ar hægt og þreif ar fyr- ir sér: „Einhver hefur misst kú." Hann lítur yfir hóp áhorfenda. Karlmennirnir lemja stafnum í jörðina, svo að rykský umlykur þá og þeir svara i hljómfalli við stafhöggin: „Já, svo er," en töfra- maðurinn finnur þegar, að það er ekki fullkomin sannfæring að baki þessu svari. Enginn í flokknum veit til þess, að hann hafi orðið fyrir tjóni. Ef svo hefði verið, hefði kennt mikillar hryggðar í svarinu. Enginn vissi samt, hvað fyrir kynni að hafa komið, meðan þeir sátu þarna, svo að það var öruggast að svara játandi til von- ar og vara. Töframaðurinn verður þá að leita annarra ráða. Ef til vill hafði sauður tapazt, enda þótt hér væri um of mikið blóð að ræða til þess, að það gæti verið úr sauði. Þessari spurningu er einnig svarað játandi, er stöfum er lostið í jörð, en það hljómar f rekar með undrunarhreim en f ull- vissu. Þetta virðist heldur ekki eiga við kálf. Þá er eitt úrræði eftir. Fyrst menn ekki hjálpa honum á rétta leið, verður hann að leita aðstoðar beint til andanna. Nú hefst mögnuð og æsandi sýning. Áhorfendur fylgjast eins og dáleiddir með. Töframaðurinn tekur að dansa stóran hring. Hann kemur með ótrúlegum hraða til mannanna, sem sitja i innsta hringnum. Skelfingu lostnir reyna þeir að draga sig eins langt aftur á bak og þeir geta. Næsta andar- tak er engu líkara en hann ætli að æða beint á bálið, snýst æ hrað- ar umhverfis sjálfan sig, svo að allar skinnpjötlurnar og böndin ut- an á honum standa beint í loft út og kýrhalarnir slást inn í bálið, svo að neistarnir þjóta á þá, sem sitja undan vindi. Því næst stekk- ur hann hátt i loft upp yfir bálið, sitt á hvað, kreppir hnén upp að; kviði sér. Frá þeim að sjá, sem sitja umhverfis bálið, er hann einna likastur skoppandi knetti, er hann birtist sem skuggi, er ber við stjörnum stráðan næturhim- ininn. Allt í einu þrífur haim logandi brand úr eldinum og þýtur með hann leiftursnöggt að mannþyrp- ingunni. Það er engu líkara en að hann ætli að reka hann beint í aug- un á karlmönnunum í hringnum. Þeir hörfa skelfdir undan. Meðan á þessu stendur, eru kon- urnar teknar að klappa saman lóf- um með snöggu hljómfalli, og nú sveif lar töf ramaðurinn brandinum yfir höfði sér og dansar eftir hljómfallinu i lófataki kvennanna. Nú er ekki lengur unnt að greina einstök atriði, því að bálið er tek- ið að dvína. Það er frekar, að áhorfandinn hafi grun um en sjái liprar og mjúkar hreyfingarnar fyrir neðan eldibrandinn. Hraðinn eykst og eykst og leiftrandi glóðin glampar eins og elding á nætur- himninum. Allt í einu þýtur blys- ið með feiknaþraða hátt yfir sam- anhnipraðan manngrúann og langt út á völlinn og draugaleg veran dettur af turábak með óhugnanlegu veini, sem er engu öðru likt. Það er ekki líkt ljónsöskri í nætur- myrkri. Það er eðlilegt hljóð, þrátt fyrir þá ógn, sem það vekur. Það er heldur ekki svipað úlfsvæli of- an af fjöllum. Það væl er sprottið af trylltu hungri, sem knýr það fram og fellur á vissan hátt vel inn í ofsa hríðarbyl. Það er held- ur ekki líkt veini innilokaðs vit- firrings. Skýringin á því veini er sú, að það er vita tilgangslaust, þar eð það kemur frá vitfirringi. Öskur töf ramannsins líkist engu þessara veina, og þó er það eins og sambland þess alls. Það er hlað- ið þeirri ógn, sem ljónsöskrið vek- Hvaða eitdurgjald? Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar vel- gjörðir hans við mig? Sálm. 116,12—14. Hefur þessi spurning nokkurn tíma altekið huga þinn og hjarta? Hefur þú yfirleitt séð eða tekið eftir velgjörðum Drottins við þig, eða tekur þú þær sem sjálísagðan hlut? Hefur þú nokkurn tíma orðið djúpt snortinn af því, hversu Guð hefur verið þér óumræðilega góður? Ef þú hefur verið það, verður spurningin lifandi: Hvernig get ég goldið Drottni allar hans velgjörðir við mig? Taktu eftir hvað sálmaskáldið segir: í fyrsta lagi: Ég Iyfti upp bik- ar hjálpræðisins. Með hönd trúarinnar vildi hann grípa frelsið. Hann vUdi með öðrum orðum trúa Guði og því, sem hann-hafði gjört. Veiztu það, að þú gleður Guð með því að trúa á hann og treysta honum! Og mest af öllu gleður þú Guð með því að Iyfta upp bikar hjálpiræðisins, svo allir geti séð það, það er, að kannast djarflega og frjálsmannlega við trú þina. I öðru lagi segir sálmaskáldið: „Ég ákalla nafn Drottins," það er, ég vil lifa með homim í bæn. Hann vildi endurgjalda velgjörðir Drott- ins með því að lifia í samfélagi við hann. Veizt þú ekki, að velgjörðir Drottins við þig eiga að hvetja þig til afturhvarfs? Hafir þú ekki gef- izt honum áður, gjör það þá nú þegar. í þriðja lagi. Ég vil halda heit mín fyrir laugliti Drottins. Brotin loforð hryggja Guð. Eigum vér ekki að sýna Guði þakklæti vort með því að gjöra eins og sálmaskáldið? — (S. O. þýddi).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.