Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 03.10.1958, Blaðsíða 1

Bjarmi - 03.10.1958, Blaðsíða 1
11. tbl. Reykjavík, 3. október 1958 52. arg. MO Konsó, 9.7. '58. Kæru kristniboðsvinir. „Og fregnin um þetta barst út um allt það hérað." Þannig endar Matteus f rásöguna af því, er Jesús vakti dóttur Jair- usar upp frá dauðum. Og víðar er þess getið i frásögum guðspjall- anna, að menn hafi ekki þagað um kraf taverkin, sem hann gjörði á þeim, heldur viðfrægt hann og verk hans. Þetta hefur endurtekið sig á öllum öldum og í öllum lönd- um, þar sem menn hafa fengið tækifæri til að kynnast honum fyr- ir vitnisburð votta hans og boðun orðs hans. Kynnist menn i sann- leika hinum upprisna frelsara, risa þeir upp til nýs lífs, sem er helg- að honum og þrá það að vera hon- um til lof s og vegsama hann með orðum og gjörðum. I því efni er Konsó engin und- antekning. Þau undur, sem hafa gjörzt hér siðustu tvö árin, og gjör- ast enn, eru náðarverk Guðs fyrir vitnisburð þeirra, sem haf a kynnzt honum og þrá að þjóna honum. Og þar á ég ekki einungis við kristniboðana og starfsmenn kristniboðsins heldur líka, og ekki sizt, þá á meðal Konsómanna, sem fagnaðarerindið um Jesúm hefur leyst fjötra heiðindómsins af. Kristindómsþekking þeirra er ekki mikil. Þeir mundu falla á barna- skólaprófi i kristnum fræðum, en þó hafa þeir lært meira en marg- ur annar. Þeir haf a sannreynt mátt Jesú yfir hinum vonda, sem áður haf ði þá i greip sinni og hélt þeim í' áþján djöfladýrkunarinnar. Um það geta þeir ekki þagað. Mátt- ur Jesú er meiri en máttur Satans. Þeir hafa yfirgefið Satan til að fylgja Jesú, og siðan þeir gerðu það, hef ur þeim liðið miklu betur. Aður voru þeir haldnir ótta og skelfingu dag hvern. En sjá, hið gamla er horfið og allt er orðið nýtt: Nýtt líf i þjónustu nýs meist- ara, sem er betri en allrir aðrir og algjör andstæða Satans. Satan hatar þá, en Jesús elskar þá. — Þannig segist þeim frá, þegar ég hef heyrt þá segja frá breyting- unni, sem orðið hefir á lifi þeirra, siðan þeir kynntust Jesú. Með auk- inni f ræðslu eiga augu þeirra ef tir að opnast betur fyrir kjarna fagn- aðarerindisins. Við aukin kynni af boðum Guðs eykst syndameðvit- und þeirra og jafnframt þörfin fyrir fagnaðarerindið um frelsar- ann frá synd. Á guðsþjónustunum hér á stöð- inni hljómar alltaf hinn einfaldi boðskapur um kross Krists, og við þráum að vita ekkert á meðal þeirra nema Krist krossfestan. Hann einn getur losað þá úr viðj- um heiðins hugsunarháttar og varnað því, að þeir verði aftur myrkri heiðindómsins að bráð. Nú veltur mikið á, að við getum veitt þeim hina nauðsynlegu fræðslu í kristnum fræðum, búið þá undir skírn og stofnað evangelískan söfnuð, þar sem orð Drottins ræð- ur rikjum. Ég hef skrifað heim um festar og 1 dollar og 25 cent, sem hún hafði hugsað sér að kaupa eitthvað fyrir til fórnarþjónust- unnar. (Það verða fyrstu aurarnir í safnaðarsjóði). Þeir losa sig við allt, sem notað hefur verið eða á að nota í djöfladýrkuninni, hvort heldur er lausafé eða fé á fæti. Margrét sagði mér, að þegar þau hefðu beðið með henni og fyrir henni, hefði hún tryllzt, og nú vildu þau, að ég talaði betur við hana og bæði með henni. Við fór- um inn í skólastof una og töluðum um Drottin við hana, hvers hún yrði að gæta, ef hún vildi gjörast lærisveinn hans og að aðskilnaður KDNBD Og fregnin um þetta barst út um allt það hérað64 vSrér tií kriátnioooí það atriði oft áður. Eg ætla þvi ekki að endurtaka það hér, nema rétt að minnast á þá hlið vanda- málsins, sem að okkur snýr: Biðj- ið! Eg trúi þvi, að miklir og bless- unarríkir timar séu f ramundan, ef við erum þess megnug að nýta tækifærin, sem gefast með þvi að fræða þá, sem snúa baki við djöfla- trú feðranna. Einmitt núna siðustu vikurnar virðist töluverð hreyfing vera á meðal Konsómanna. Þeir eru ekki fáir, sem hafa hreinsað kofa sina, kastað öllu út og brennt það, sem helgað var Satan. Síðast i gær kom hér kona frá Bedengeltú, þorpinu handan við veginn. Hún var seið- kona, sjálfsagt á inilli fimmtugs og sextugs. Garride, sem hjálpar Möggu við eldhússtörfin, sagði mér, að hún hefði starfað með einum illræmdasta seiðmanni hér- aðsins, Oxeia Kúmanú frá Búsó, á sínum tima, sjálfsagt verið eins konar lærlingur hans. Núna vildi hún segja upp þjónustunni við Sat- an og fylgja Jesú. Nú stóð þannig á, að ég varð að bregða mér upp í Bakhále, ein- mitt þegar hún kom, svo að Mar- grét talaði við hana með aðstoð Diabarú og Komeda. Þegar ég kom af tur, haf ði Diabarú f arið og tæmt kofann, og dótið lá allt á hlaðinu fyrir framan skólann. Þar voru krúsir og kyrnur ýmiskonar, geit- arskinn, bollar, kaffikanna, háls- iuina hennar við djöfladýrkunina yrði að vera algjör. Jesús yrði að fá að sitja i hásæti og vilji hans. Hún þyrf ti að kappkosta að heyra Guðs orð og kynnast því, hugleiða það og fara eftir þvi og umfram allt að játa afbrot sín fyrir Drottni og biðja um fyrirgefningu hans. — Hún sagðist hafa brotið allar brýr að baki sér og vildi tilheyra Jesú, og mér fannst á öllu, að þar fylgdi hugur máli. Siðan báðum við fyrir henni all- ir þrir, hver á sinu máli. Þá brá svo við, að hún trylltist af tur. Hún virtist engjast sundur og saman af sársauka, öskraði og æjaði. öðru hvoru heyrðust undarleg hljóð úr barka hennar, eins og bölv i ólmu nauti og hundsgelt eða þá að hún hló hæðnishlátri og gaf frá sér korr-hljóð, eins og verið væri að kyrkja hana. Þetta var óhugnan- legra en orð f á lýst, og þó virtist mér, að hún væri stilltari nú en áður, þegar beðið var fyrir henni. Margrét hafði sagt mér, að hún hef ði ætt um gólf og barið i veggi skólastofunnar. Núna sát hún all- an timann, þó að hún virtist engj- ast af kvölum. Þegar við hættum að biðja virt- ist æðið liða hjá, og konan virtist ekki gera sér grein fyrir, hvað hefði skeð með hana. Á meðan við báðum, heyrðum við öðru hverju hennar eigin rödd, fyllta örvæntingu. Þá hrópaði hún Jesos Kristos, Jesos Kristos, og jafn- f ramt var eins og einhver tæki upp eftir henni hrópin með hæðnis- hreim og hlægi að henni og f ussaði í fyrirlitningu. Mér skildist, að þarna var háð barátta um mannssál, sem hennar forni meistari vildi ekki sleppa. Við söfnuðumst þvi kringum kon- una og báðum Drottin að reka hinn illa anda á dyr og skipuðum honum í nafni Krists að fara. Hún var róleg á meðan. Eg sagði svo við hana, að léti Satan hana ekki i friði, gæti hún beðið sjálf eða komið aftur og við skyldum þá. biðja með henni. I dag um þrjúleytið sá ég henni bregða f yrir inni á lóð kristniboðs- ins, og þá var hún brosandi og á- nægð, að því er ég bezt fékk séð. Vilji einhver ykkar kristniboðs- vina heima gera þessa konu að bænaref ni, þá er naf n hennar Tego Lúkko og þorpið hennar heitir Bedengeltú, eins og ég gat um áð- an. Mesti seiðmaðurinn í því þorpi heitir Wolde, gamall maður. Hann var hér siðast í gær og fékk augn- smyrsl hjá Ingunni. Mér þykir sennilegt að vinnist hann til hlýðni við Krist, þá sé djöfladýrkuninni i þvi þorpi greitt þungt högg. Hann hefur sagzt vilja trúa, en við vit- um ekki enn, hvort nokkur alvara er á bak við það. I því þorpi virðist vera töluverð hreyf ing. Þar haf a þó nokkrir kof- ar verið tæmdir undanfarið. Eftir sunnudagssamkomuna 29. júni voru tveir kofar tæmdir þar og einn enn á sunnudaginn eð var. Annar kofinn, sem var hreins- aður 29. júni, var kof i ungs manns, sem heitir Eleia. Hann hef ur unnið hér á lóðinni sem verkamaður i sambandi við smíði íbúðarhússins og komið mikið á samkomur und- anfarið og auk þess verið á morg- unguðræknisstundunum þá daga, sem unnið var og stundum endra- nær. Eleia kvaðst lengi hafa verið á báðum áttum, viljað þjóna báð- um, bæði Guði og Satan, en sér skildist nú, að það gæti ekki f arið saman og því vildi hann segja skil- ið við Satan og þjóna Kristi. Við biðjum þess, að Guð varðveiti hann og veiti honum að vaxa rétt- um vexti í sinni nýju trú. Það er allt annað en létt að segja skilið við allt og alla i þorp- inu, ekki sízt þá, sem ráða mestu, Framh. á 4. síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.