Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.10.1958, Blaðsíða 1

Bjarmi - 14.10.1958, Blaðsíða 1
12. tbl. Reykjavík, 14. október 1958 52. árg. Sannur „alfaeimsborgari" ÞAÐ getur verið bceði gaman og einkennilegt að vera ferðalangur á erlendri grund. Ríkisborgara- rétturinn, sem vegabréíið sann- ar, greinir förumanninn frá börnum allra þeirra þjóða, sem hann ferðast meðal. Leiðin liggur land úr landi, sífellt yfir ný landa- mœri, þar sem þeir, sem eylönd byggja, eru stundum óþœgilega minntir á það, að landamœri geta verið furðu leiður hlutur, og snögg umskipti í lífskjörum og hcrttum geta fylgt þeim. Ávallt er samt eitthvað nýtt að sjá, sem vekur áhuga og athygli. Flest er það fagnaðarríkt og hrífandi og sumt svo, að áhrifa þess gœtir œvilangt. Lönd og lýðir, bygging- ar, minnismerki, athafnalíf — já, allt, sem fyrir augu ber — talar sínu töframáli til förumannsins. Inn á milli brennast inn í hjartað daprar myndir um neyð og eymd, sem setja hroll að Islendingi, sem óvanur er að sjá svo augljósa neyð á almanna fceri. Nýjar dá- semdir hrifa hugann — og sagan endurtekur sig, hvar sem komið er. Alltaf eitthvað nýtt — sífelld breyting með eitthvað, sem gam- an er að kynnast. EITT fylgir þó yfir öll landamœri og er hið sama, hvar sem komið er. Það er vitundin um það að vera útlendingur. Allt er framandi. Löndin hafa annan svip; þjóðirn- ar sumar eru allt öðruvísi á svip en fólkið heima — og í lofti suðar Eftirtaldar gjafir hafa borizt til kristniboðsins í september: Viðbót við minningargjafir um Sigursteindór Eiríksson kr. 100,00; A.E. kr. 1120,00; N.N. kr. 50,00; J.Ó. kr. 200,00; Krist- ján (Hf.) afh. M.R. kr. 100,00; Þ.S. kr. 100,00; Þ.A. kr. 100,00; Á.Á. kr. 1000,00; S.J. (áheit) kr. 200,00; K. kr. 100,00; Ónefnd Hf. kr. 1100,00; Þ.J. Kleifast. (áheit) kr. 500,00; N.N. kr. 90,00; K. kr. 200,00; Úr „svíninu" kr. 212,03; Filippía Sigurjónsdóttir, Böggvisstöð- um, hinzta gjöf kr. 1000,00; S.S. s.st. kr. 500,00; G.K. Uppsölum kr. 75.00; M.K. kr. 500,00; Þ.P. kr. 100,00; N.N. afh. af Kristmundi Guðmundss. kr. 500,00; D.J. kr. 500,00; Sjöstjarnan, Akranesi kr. 292,07; Kona á Akranesi (áheit) kr. 500,00; Þ.M. kr. 200,00; hjón kr. 500,00. LEIÐRÉTTING Sú prentvilla var i gjafalista fyrir nokkru, að þar stóð: Jensa kr. 50,00 en átti að vera kr. 500,00. Er viðkom- andi beðin velvirðingar á þessu. sífellt ómur annarlegrar tungu, sem hefur allt annan hreim en ,,ástkcera, ylhýra málið". — Allt minnir ferðalanginn á þessa meginstaðreynd: ,,Þú ert á fram- andi grund, borgari annars rík- is". ÞEIM mun stórfurðulegra og fagn- aðarríkara er það, að ferðast um löndin í þeirri vitund, að tilheyra Jesú Kristi, vera kristinn maður. Lœrisveinn Krists verður áþreif- anlega var við þennan leyndar- dóm, og þessa bláköldu stað- reynd í samtíð vorri, að ríki Jesú Krists er raunveruleiki. Það breið- ist um öll lönd og þekkir ekkert til landcmacera, þjóðernis, tungu eða stjórnskipulags einstakra ríkja. KIRKJUKLUKKURNAR kveða við á sunnudagsmorgni írá meðalstórri sóknarkirkju í Kaupmannahöfn. Þegar inn í kirkjuna kemur, er hún ncer fullsetin, og sálmasöng- urinn er byrjaður. Islendingurinn lœtur augun reika um kirkjuna. Sérhvert andlit er honum alger- lega ókunnugt. Einu veitir hann athygli. Hver maður virðist taka þátt i safnaðarsöngnum. Prest- urinn er fyrir altari, og þótt guðs- þjónustusnið sé nokkuð annað en á Islandi, er ein tilfinning öllu sterkari. Hér er Kristur, hinn sanni frelsari og endurlausnari mann- anna, Guðs eingetinn son, tilbeð- inn og boðaður. Hér er í sann- leika söfnuður Guðs og hlið him- ins. Já, hér er Kristur sjálfur, í orði sínu og sakramentum, skírn og kvöldmáltíð, sem hvort tveggja 'fer fram í guðsþjónust- unni. Og lœrisveinninn finnur: ,,Hér er gott að vera. Hér er ég heima. Hér mœti ég frelsara mínum". Og þegar mikill hluti kirkjugesta fer til altaris, er hann algerlega einn af þeim, því að hér er söfnuður Krists. SAMA sagan endurtekur sig í Þýzkalcmdi, þar sem klukkumar kalla til Guðs húss kl. 5,15 á mið- vikudegi. Umferðin er gífurleg á borgarstrcetum og kliðurinn mik- ill. Einn og einn gengur út úr iðu- lausum straumi manna og inn í kirkjuna. Það eru lœrisveinar Krists, sem leita nceðis í húsi hans. Sálmur Lúthers „Vér allir trúum á einn Guð", ómar um há- ar hvelfingar voldugrar kirkju- byggingarinnar. Einnig hér er lcerisveinninn þegar heima — hér, þar sem trúin er játuð svo afdrcrttarlaust. Og þegar prestur- inn les kafla úr Ritningunni er það enn hið sama. Orðið frá Drottni, sem berst til safnaðar hans, sem takmarkast ekki af þjóðerni né tungu. — Og athöfn- inni lauk með þeim blessunar orðum, sem Guð sjálfur bauð, að lýst skyldi vera yfir söfnuði hans. ÞAÐ var sunnudagsmorgun inni i Sankti Péturskirkjunni í Róm, þessari einstceðu furðusmíð að stcerð, listfengi og fegurð. Messað var á um það bil 10 stöðum sam- tímis í kirkjunni og truflaði eng- inn annan, þótt ekkert skilrúm vœri á milli. Við stóðum, tveir Is- lendingar, í hópi þeirra, sem hlýddu messu inn við háaltarið. Aldrei hafði ég verið í guðshúsi þar sem jafnmcrrgt var mér gjör- samlega framandi eins og á þess- um stað. Og þó — einnig þar var Kristur tilbeðinn, sáttargjörð hans boðuð. Þcrr mátti finna, að hjörð hólpinna i Kristi er ein og órofin í öllum löndum og kirkjudeildum. Kristur var þar með sínum, þar var nafn hans blessað og tilbeðið. Auðvitað er ótalmargt í siðum og trúarvenjum rómverskrar kristni, ekki sízt í Suðurlöndum, sem er ótrúlegt og nœr ofboðs- legtíaugum evangeliskra manna. En það er fásinna að œtla, að Krist sé alls ekki að finria í rómverskri kirkju. Það er öðru nœr. ,,Ó, þú Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, miskunna þú oss. Gef oss þinn frið" ómaði frá Palestrinakórnum. Það flutti mér nákvcemlega sama boðskap, talaði á sama hátt til mín og er ég heyrði það sungið við altaris- göngu í Kaupmannahöfn — og við guðsþjónustu heima í Reykja- vík. Eg fann þessa scelu stað- reynd: Kristinn maður er aldrei útlendingur í ríki Krists, hvar sem er hér á jörð. Það er dýrðleg staðreynd nú þegar, sem vér munum skynja enn betur, er vér erum komnir hólpnir heim i hinn mikla hvítklcedda skara „af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýð- um og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir háscetinu og lambinu." — Hér á jörð erum vér aðgreindir á ýmsan hátt í hinu ytra jafnvel svo, að sumar kirkjudeildir meina meðlimum annarra hlutdeild í kvöldmáltið, og það mótmœlenda kirkjur innbyrðis. Það haggar ekki þeirri staðreynd, að þeir, sem Kristur sjálfur hefir að sér tekið, scett við föðurinn og hólpna gjört — þeir eru eitt, því þeir eru í Kristi. Og það er hans verk. Bj. Eyj. Skemmtileg bók um Konsó og Eþíópíu. KristniboÖið í Konsó hef ur eign- azt marga vini, og þeim fjölgar slöðugt. Þess verður oft vart, að ýmsir hafi mikinn áhuga á landi og þjóð þar syðra og öllu, sem áhrærir lífshætti og siðu Konsó- þjóðflokksins. Mörgum hefur fundizt, að of lítið hafi verið sagt frá sliku. Kemur það alloft fram i samtölum og bréfum. Kristni- boðsvinirnir taka með fögnuði hverri frétt og fræðslu um starf islenzku kristniboðanna þar og um Konsómenn. Oft bafa heyrzt raddir um það, að mjög sé vant fræðslurits um Konsó og kristniboðið. Það er vissulega rétt. Kristniboðunum, sem þar hafa slarfað, hefur líka verið þetta Ijóst og baft löngun til að bæta úr því. Meðan Felix ölafsson starfaði í Konsó, hóf hann þvi að rita bók um þetta efni og lauk lienni snemma á þessu sumri. Gaf bann Krislniboðssam- bandinu handritið, og samþykkti sambandsstjórnin að leggja kapp á að gefa bókina út nú fyrir jól, ef þess væri nokkur kostur, og gjöra bana svo vel úr garði sem tök væru á. Stjórnarmeðlimum var það fullljóst, að ráðizt var í mikið. Það þarf mikið fé til þess að gefa út bók, sem er um 200 siður að stærð og skreytt fjölda mynda. Hins vegar er þess að geta, að Felix Ölafsson, kristni- boði, segir svo skemmtilega frá í rituðu máli, að margir munu kaupa bók hans. Þar að auki er það eitt af verkefnum kristniboðs- sambandsins, að kynna kristni- boðið á allan bátt og þá einnig með útgáfu bóka og rita, sem auka þekkingu, skilning og áhuga á kristniboðinu. Greinarkorn þetta er ritað til þess að kristniboðsvinir úti um land viti, að von er á þessari bók, seni verður tilvalin jólagjöf margra í ár. Bókin er fræðandi um lönd og þjóðir í Eþiöpiu, og er á mjög skemmtilegan hátt sagt frá ýmsu, sem fyrir augu og eyru höfundar ber. Verð bókar- innar verður auglýst síðar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.