Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.10.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 14.10.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMI KRISTUR OG ÆSKAN Mtréf nm hihlíuntímskciðið í I Vitn uskétfi „Farsælt er lífið í nærveru hans“ Þessi1 fallegi æskulýðssöngur sr. Friðriks Friðrikssonar var mjög mikið sunginn á biblíu- og kristni- boðsnámskeiðinu. í .Vatnaskógi, sem sagt er frá hér á síðunni. Ég veit Ijós, sem lýsir yfir lífsins dulin ölduföll og í heimsins huldu rúnum Herrans birtir ráðin öll. Og það skín á djúpra dala dældir sem á hæstu fjöll. Það ljós er lífsilns sól. Kór: Heill þér, lífsins sólin sanna, sáttarteiknið Guðs og manna! Hállelúja, hósíanna, vér heilsum þér Guðs son! Ó, það ljós ég litið hefi lýsa af drengsins hreinu brá, þá er augun ungu skinu af innri fró og jólaþrá við þá fregn, að fæddur væri frelsarinn oss mönnum hjá. Það ljós er lífsins sól. Og ég guðdómsgeislann hreina greini oft á bjartri stund, í þeim æskulýð, sem leggur leiðir sínar Guðs á fund, eins og sól í daggardropum dýrðleg skín um árdags mund, svo lýsir lífsins sól. 0, að sérhver prúður piltur prýða vildi Drottins hjörð og af kærleiksbirtu bera blessun fram og þakkargjörð, eins og döggin endurlýsa ásján Guðs og vitna’ á jörð um lífsins sönnu sól. Reykjavík, 8. október 1958. Kæri vinur. Þakka þér innilega jyrir síðast, svo og fyrir allt gamált og gott. Ég ætla nú að efna loforðið, sem ég gaf þér um daginn, og rita þér fáeinar línur. Vona ég, að þetta bréf hitti þig heil- an heilsu, bœði andlega og líkamlega. Sjálfur er ég hress og endurnœrður eftir yndislegar samverustundir á helgum og unaðslegum stað. Það hef- ur lokizt enn betur wpp fyrir mér, hversu yfirgnœfandi náð Guð hefur látið okkur í té í sínum elskaða syni, sem hefur lagt sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Jæja, en það er nú ef til vill bezt að fara að byrja á því, sem ég ætlaði að skrifa þér að þessu sinni. Að vísu geri ég fastlega ráð fyrir, að þú vitir, hvað það er. Ekki satt? Jú, einmitt. Þú hittir naglann á höfuðið í fyrstu tilraun. Það er Biblíu- og kristniboðs- námskeiðið í Vatnaskógi á því Herr- ans ári 1958. Þegar ég rifja upp fyrir mér þessa yndislegu viku, þá fyllist hjarta mitt þákklæti til Guðs, sem er faðir állra, yfir öllum og með öllum. Því að sannarlega var hann mitt á meðal okkar á þessu námskeiði. Kraftur Orðsins vann sitt undursamlega verk í hjörtum okkar, og við fengum að sjá svo greinilega, að það er ekki eig- in verðleikar, sem við réttlœtumst fyrir, heldur eingöngu náð Guðs fyr- ir trúna á Jesúm Krist. Það var falleg hjörð, sem dvaldist við hugleiðingu Guðs orðs á þessum heilaga stað, þar sem amstur og há- vaði hrjá mann ekki og þar sem ys og þys hins hversdagslega lífs truflar ekki. Á þessum stað, þar sem maður finnur svo vel til nálœgðar Guðs, er svo sœlt að eiga helgar og kyrr- látar stundir með honum. Hin djúpa kyrrð gerir hinn fjarlæga nið foss- anna enn unaðslegri og minnir okk- ur á raust hins himneska föður, sem sífellt heldur áfram að kalla á menn til fylgdar við sig. Hópurinn í Vatnaskógi einkenndist mest af ungu fólki, og er það vissu- lega þakkarefni. Það var margt skemmtilegt, sem átti sér stað á með- al okkar, margt álveg grátlega hlœgi- legt, og sumt svo skoplegt, að þegar ég hugsa um það á þess- ari stundu, liggur við að ég skelli upp úr. Og þú veizt, að það þarf mikið til, þar sem ég á í hlut. En ég œtla samt að sleppa að segja þér frá gríninu. Annars var það svo á þessu biblíunámskeiði eins og svo oft áður, að vikan var liðin, daginn eftir að við komum uppeftir! Þú veizt, hvað ég á við: hún leið, án þess að við hefðum hugmynd um það. Við höfð- um alltaf nóg verkefni og nœg um- hugsunarefni, og orð Drottins bjó ríkulega hjá okkur með allri speki til sáluhjálpar. Tímanum var skipt niður, eins og venja hefur verið. Benedikt Arnkels- son las með okkur sjö fyrstu kafl- ana í Rómverjabréfinu. Það var eins og rauður þráður í gegnum þessa kafla, þetta: Maðurinn getur á engan hátt réttlætzt af eigin verðleikum, það er aðeins af náð Guðs, sem við verðum hólpin, fyrir trúna á Jesúm Krist. Gunnar Sigurjónsson fór yfir sjö fyrstu kaflana í spádómsbók Daníels. Þar fengum við einnig að heyra margt uppbyggilegt, sem staðfesti svo vel, að Guð er trúr og réttlátur og bregzt ekki þeim, sem setja allt sitt traust á hann og láta því ekki hugfallast. Það kom greinilega fram í þessum köflum, um leið og mikilleiki Guðs kom í Ijós og sýndi okkur það enn betur, að hann hefur allt váld á himni og jörðu. Ólafur Ólafsson sagði okkur frá Páli postula, undirbúningsárum hans og kristniboðsferðum og öðru því, sem menn vita um seinustu œviár hans. Það var gaman að fá þannig að fylgjast með hinum mesta kristni- boða allra tíma, sem aldrei lét bug- ast eða hugfallast í þrengingum, held- ur treysti Guði og lagði allt í hans hendur. Myndir þessar voru teknar á biblíunámskeiði fyrir nokkrum áriun. Að ofan til vinstri sjást nokkrir „nemendur“ í „kennslustund“. Til hægri er skálinn í Lind- arrjóðri. Á neðri mynd til vinstri hefur fólk safnazt við arininn til kvöldvöku. Til hægri: kaffihlé. Og á miðmyndinni sjáum við einn af „kennurunum“.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.