Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1958, Blaðsíða 8
 B BJARMI Prentað mál — brýn nauðsyn Hvítasunnumenn höfðu alþjóðamót í Canatla í september síðastliðinn. Með- al ræðiunanna á móti þessu var dr. Osvald Sinitli. Ilann er að vísu eklti Hvíta- sunnumaður, en mun vera þeim mjöp- vinsamlegur og hefir meðal annars í siifnuði sinum hvítasunnu prédikara sem aðstoðarprest. Dr. Osvald Smitli er heimskunnur, kristinn leiðtogi og sérstæður kristniboðsfrömuður. Hann liefir um þrjátíu ára skeið verið prestur „Tlie People’s Church“ í Torontoborg í Canada, og söfnuður lians er vafalaust mesti kristniboðssöfnuður heims. Á móti hverjum einum dai, sem notaður er til starfs i heimalandinu, notar siifn- uðurinn sjö dali til kristniboðsstarfs meðal heiðingja. Eitt árið námu útgjöld safnaðarins 39 þúsund dölum, en sama ár varði söfnuðurinn 282 þúsund dölum til kristniboðsstarfs. Fréttaritari norska blaðsins „Várt land“, sem er heim- ildarmaður þessarar greinar, segir, að kirkja sú, sem dr. Osvald Smith starfah- í sé ekki eins stór og hann hafði búizt við. Áætlaði Ivann, að hún mundi rúma um 1500 manns. Dr. Osvald Smith ferðast mikið um Canada og Bandaríkin og heldur kristniboðsráðstefnur. Með gjöfum þeim, sem hann þannig safnar, kost- ar söfnuður hans 360 kristniboða til starfs'. Dr. Smith var sjálfur kristni- boði á yngri árum, en varð að hverfa heim vegna heilsimnar. Hann hefir á þeim vettvangi orðið kristniboðsmálinu að enn meira liði, þar eð hann hefir nú sent 360 kristniboða til starfsins í sinn stað. I ræðu þeirri, sem dr. Smith hélt á fyrrnefndu móti, benti hann áheyrend- um sínum á þá staðreynd, að ritað mál hefði meiri álirif en talað orð. Sið- bótin hefði aldrei orðið jafn útbredd og máttug, ef Eúther hefði einvörðungu haldið fyrirlestra og ræður. I>að voru rit hans og bækur, sem höfðu víðtækr ust álirif, en Eútlier skrifaði á annað hundrað rit. I>á benti ræðimiaður á það, bversu kommúnisminn breiddist ört út nú á timum með ritlingum og bókum. Kommúnistar reyna að sigra heiminn án styrjaldar með ritum sínum. I>eir hafa á einu ári gefið út eitt smárit á hvern íbúa jarðarinnar. Peir leggja ekki livað minnsta áherzlu á það að vinna sér til fylgis þeldökkar þjóðir. Sonur Gandhis hefir viðhaft eftirfarandi ummæli, að þvi er þjóð lians áhræri: „Kristni- boðarnir hafa kennt þeim að lesa, en kommúnistar hafa séð þeim fyrir lestrarefni.“ Dr. Smith benti einnig á það, að „Vottar Jehóva“ hefðu nýlega haklið heimsþing sitt i New York. Við það tækifæri skirðu þeir 6000 manns. Á livern liátt höfðu þeir áunnið þá? Með ritum sínum, sem þeir bjóða við hvers manns dyr. Á hverri minútu senda þeir frá sér 1500 blöð eða tímarit — 18 inilljónir árlega. Til þess verja þeir 15 milljón dölum. Ætti þetta ekki að vekja kristna menn, sem trúað hefir verið fyrir hjálp- ræðisboðskapnum ? Vér ættum ekki að leggja fé vort í óhófsdýrar byggingar heldur í boðskapinn sjálfan, sagði ræðumaður. Þá skýrði hann einnig frá því, að árlega lærir milljón manns að lesa. Söfnuður Guðs hér á jörð hefir ein- stakt verkefni og mikil tækifæri á þessu sviði. Mörgum áróðurshreyfingum er full-ljóst, livílíkt tækifæri liér býðst og nota sér það til hins ýtrasta. Það á ekki aðeins við um kommúnista og „Votta Jehóva“ heldur t. d. einnig mn Múhameðstrúarmenn, sem notfæra sér þetta á einstakan hátt um þessar mundir. Það er vafalaust, að hér er um mjög veigamikið mál að ræða, sem oss krLstnum mönnum hér á landi er ekki eins ljóst og skyldi. Hér stöndiun vér gagnvart verkefnum, sem vér verðimi að gefa enn meiri gauni en vér höfum gert hingað til, ef ekki á illa að fara. Oss verður þá einnig að vera ljóst, að það nægir ekki að prenta og gefa út. Það verður einnig að komast til fólksins — og meira en það: Það verður að vera svo úr garði gert að útliti og innihahli, að menn lesi það sér til gagns. H. E. Wislöff: Náð mín nægir þér „Náð mín nœgir þér, því að mátturinn fullkomnast í veik- leika". 2. Kor. 12,9. Náð, sem nœgir! Ættum vér | ekki að þakka Guði fyrir þann sannleika. ....... Oss hœttir svo við að horfa á oss sjálf og vorn eigin veik- leika, en vér eigum að líta til Guðs náðar í Kristi Jesú, hún nœgir oss. Vér sem þekkjum svo vel hve takmarkaðir vér mennimir erum eigum að fá að lifa í hinni eilíf- lega fullnœgjandi náð Guðs. Og ekki aðeins það, heldur full- komnast náð Guðs og máttur í veikleika vorum. Náð Guðs kem- ur til leiðar í lífi voru, friði sigri, gleði og djörfung. Drottinn vill með náð sinni frelsa oss og gjöra oss hœf til starfs fyrir sig. Þá þörfnumst vér einskis ann- ars og sœkjumst heldur ekki eftir neinu öðru. Vér spennum greipar og þökk- um honum, sem elskar oss og veit- ir oss allt, er vér þörfnumst. Náð Guðs nœgir oss. . . . _. ... (S. O. þýddi) rwwwwv íhugunarefni Tæknin færist í aukana. Nýjar vélar eru smíðaðar. Ferðir til ann- arra hnalta eru ekki langt undan. En þrátt fyrir tæknilegar fram- farir liefur mönnum ekki tekizt að finna upp vél, sem gæti stöðv- að — tímann. Hvert andartak fær- ir oss nær þeirri stund, er skeiði voru lýkur. Tíminn er hverfull, tíminn er dýr. Ef vér teljum mannsaldurinn 70 ár, lifum vér um það l)il 25,550 daga. Það er allur höfuðstóllinn, sem vér höfum yfir að ráða. Sé lífið tekið sem dagur, er hefst kl. 0 og lýkur kl. 24, er kl. 9,30 lijá 14 ára unglingum, kl. 15 hjá 35 ára manninum og 22 lijá þeim, sem orðinn er 63 ára. — Davíð hafði ástæðu til að biðja bænar- innar: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturl hjarta.“ Sumir kristnir menn láta trúna á hænina koma í stað bænarinnar sjálfrar. 1 Bókin komin út | Um það leyti, sem síðasta hönd er lögð að efni þessa tölublaðs „Bjarma“, er lokið prentun á bók Felixar Ólafs- sonar, kristniboða, sem frá var skýrt í síðasta tbl. Bókin mun koma I bóka- búðir um mánaðamótin. Bókin heitir „Sól yfir Blálands byggðum“ og er 184 síður lesmál, en þar að auki eru 20 myndasíður í bókinni. Hlífðarkápa er með henni, prentuð í f jórum litum, og hefur Halldór Pétursson, listmálari, gjört hana af sinni alkunnu smekk- vísi. Það þarf ekki að kynna frásagn- arstíl Felixar Ólafssonar, kristniboða, fyrir lesendum „Bjarma". Hins er rétt að geta, að í bók þessari gefst þeim kostur á að kynnast ótal mörgu, sem þeir hafa ekki heyrt áður. Það mun engum leiðast, meðan hann fylgist með frásögn höfundar. Verð bókarinnar hefur ekki enn verið ákveðið til fulls, en mun verða nálægt hálfu öðru hundr- aði króna. Kristniboðsvinum skal hér með bent á þessa bók í sambandi við jólagjafir, auk þess að margir þeirra munu fyrst og fremst kaupa hana til þess að kynnast enn betur landi því og þjóð, sem íslenzkir kristniboðar hafa hlotið sem starfsreit sinn í starf- inu að útbreiðslu Guðs ríkis. i OKtóbermánuði bárust kristniboð- inu eftirtaldar gjafir frá einstakling- um: Áheit frá gamalli konu kr. 100; P.B. kr. 500; N.N. kr. 30; E.E. kr. 75; G.J. kr. 200; úr bauk Á.Th. kr. 337,02; kristniboðskindin Munaðarhóli kr. 400; Á.F. kr. 100; tvær vinkonur kr. 200; Þórunn kr. 100; G.P. kr. 100; Jensa kr. 500; N.N. kr. 100; N.N. kr. 50; N.N. kr. 200; afh. Ó.Ó. H.O. kr. 500; og frá J.J. Rifi kr. 500; baukur Stein- unnar G. kr. 104,47; ljósmóðurlaun Steinunnar Guðmundsd. kr. 10.000; baukur systkina kr. 384,36; baukur for- eldra þeirra kr. 307,17; baukur M og P kr. 258,37. Innkomið frá félögum og samkomum. Innk. á kristniboðsvikunni í Reykja- vík kr. 39.362,82; Sjöstjarnan kr. 775,07. M inningargj öf. Guðmundur Magnússon, bóndi frá Ferjubakka, lézt í október síðastliðn- um. Hann var faðir Kristínar Guð- mundsdóttur, sem um margra ára skeið hefur verið ráðskona sumar- starfs K.F.U.M. í Vatnaskógi. Hún hef- ur einnig verið sveitarstjóri í Unglinga- deild K.F.U.K. í Reykjavík, og gáfu samstarfsstúlkur hennar þar kristni- boðinu minningargjöf um föður henn- ar kr. 350. Er hér með kvittað fyrir þá gjöf og gefendum færðar þakkir. Vér biðjum Guð að blessa minningu hins látna og styrkja vini hans og vandamenn með náð sinni. — Erfið aðstaða Framh. af bls. 5. flutzt úr landi. Allt starf lúthersku kirkjunnar í Póllandi verður að fara fram í kirkjubyggingunni sjálfri, og er því allt félagsstarf útilokað. Þá iná kirkjan ekki held- ur hafa barna- eða unglingastarf. Þrátt fyrir það á kirkjan ekki við sama farg að húa og í A.- Þýzkalandi, þar sem ríkisvaldið hefur tekið upp athafnir, sem lcoma eiga í stað fermingar og skírnar. 7il leMhífa Sjama Bjarmi hefur átt því láni að fagna, að efea kaupendahóp, sem hefur verið blaðinu ein- staklega trúr og yfirleitt mjög skilvís. Það hefur furðu lítið þurft að innheimta kaupenda- gjöld, því að langsamlega flest- ir hafa komið á afgreiðsluna og greitt árgjald blaðsins. Samt eru einstaka, sem enn hafa ekki staðið skil á gjaldinu, og eru það nú vinsamleg tilmæli, að þeir, sem geta því við komið, greiði árgjaldið sem fyrst. Á- skrifendum úti á landi skal bent á það, að langsamlega einfald- asta og öruggasta aðferðin til þess að senda upphæðiha er, að senda hana í póstávísun. KAUPENDUR Á AKUREYRI. Þeir kaupendur á Akureyri, sem enn hafa ekki greitt yfir- standandi árgang, geta greitt blaðið hjá frú Sigríði Zakarí- asdóttur, Gránufélagsgötu 6, sem hefur góðfúslega boðizt til þess að veita viðtöku árgjaldi áskrifenda blaðsins á Akureyri. Þetta biðjum vér kaupendur þar að athuga. Hann lifir inhverju sinni, er Lúther átti í mikilli baráttu við andstæðinga sína, fór hann niður- dreginn og þreyttur inn í vinnu- stofu sína til þess að sækja kraft og styrk í samfélag og samtal við Guð. Þá kom Melanchton, samverka- maður hans. Hann var einnig von- daufur og hugði, að þeir hefðu beð- ið ósigur. Hann hélt rakleiðis inn í herbergið til Lúthers. Dimmt var inni, og sat Lúther þar við borð og virtist niðursolckinn í djúpar hugsanir. Medanchton kveikti Ijós — og sá, að Lúther hafði slcrifað með krít á stóra skrifborðið sitt: Vivit! Hann lifir! Hann iifir! Vinirnir tveir litu hvor á ann- an. Hin einföldu en máttugu orð: H ann lifir! veittu þeim nýj- an styrk til baráttunnar. SAMBAIMD ÍSL. KRISTIMIBODSFÉLAGA Skrifstofa: Þórsjrötu 4 — ReykjaviK. Sími 13504. Pósthólf 651. Bréf ok fíjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnn.. Ritstjórn: Bjarni Eyjólfsaon, Gunnar Sigurjónsson. Áskriftargjald kr. 25.00 á ári Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla: Þórsgötu 4. Sími 13504. Pósthólf 651. Félagsprentsmiðjan h/f

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.