Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1958, Side 1

Bjarmi - 01.12.1958, Side 1
15.—16 tbl. Reykjavík, jólin 1958 52. árg. En það bar til um þessar niunclir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að h-ann var af húsi og kynþætti Da- víðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Mariu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því, að hún skyldi verða létt- ari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau i gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti i haga og gættu um nóttina lijarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kring- um þó, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og haf- ið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í söniu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði i upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Lúk. 2, 1—14. Við þekkjum öll kgrrðina, sem færist yfir eftir annir og crfiði jólaundirbúningsins,, er ástvinir takast í liendur og segja: Gleði- leg jól. Á sama augnabliki eru jólin gengin í garð. Jólin eru fyrst og fremst fagn- aðarhátíð. Fögnuður og hrifning heyra jólunum til. Það finna jafnvel þeir, sem um sárt eiga að binda um jólaleytið. Jólin konui sem græðandi smyrsl á hin dýpstu sár. Og þar, sem ekkert skyggir á, læðast eftirvænting og gleði inn í hugann mörgum vikum áður en hátíðin hefst. Jólin eru að koma. Og þetta er rétt. Við eigum og megum gleðjast á jólunum. En hvers vegna? Hvað er fagn- aðarefni jólanna? Fyrir mörgum er jólahaldið að- eins gamall og góður siður. Fyr- ir þeim verður jólagleðin háð jólahaldinu, undirbúni ngbium, fínu fötunum, gjöfunum og á- nægjustundunum í hópi vina og kunningja. Allt þetta er einnig fallegt og gott. Ekkert okkar vill verða af jólunum, er þau koma í þeim búning, sem við höfum vanizt frá barnæsku. En jólagleði, sem einungis á rætur sínar að rekja til hins ytra jólahalds, er engin varanleg gleði. Það er þá einnig staðreynd, að menn reyna stöðugt að lengja jólahaldið. Byrjað er mjög snemma að skreyta götur, verzl- anir og jafnvel heimili og undir- búa komu jólanna á annan hátt. Og svo er reynt að halda í hátíð- ina eins lengi og kostur er. Þetta stafar einmitt af því, að fjöldinn þékkir ekki aðra jólagleði en þá, sem fólgin er í þessum hlutum. En okkur mun öllum vera Ijóst, innst inni fyrir, að þetta er ekki hin rétta og sanna jólagleði. Til þess að eignast þá gleði, verðum við að sjá það, sem hirð- arnir sáu yfir Betlehemsvöllum forðum, og heyra það, sem þeir lieyrðu í kyrrð hinnar fyrslu jólanætur: „Sjá, himins opnast hlið, lieilagt engla lið, fer með boðun blíða." „Sjá, ég boða yður mikinn fögn- uð — Yður er frelsari fæddur." Sanna jólagleði þekkir sá einn, er af hjarta getur tekið undir játningu allra kynslóða krisin- innar: „Ég trúi á Jesúm Iírist, Guðs einka son, Drotlin vorn, sem gelinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey ...“ Og er við nú enn á ný fáum að lialda heilög jól, þá felur það í sér stórkostlegt náðartilboð. Guð sjálfur beygir sig niður að hrjáðu mannkyni og segir: Yður er frels- ari fæddur. Og liann lætur það enduróma í hjarta hvers ein- staklings, sem þarfnast hans: Frelsari þinn er fæddur. Er nokkuð dásamlegra fagn- aðarefni til? Er nokkur varan- legri gleði til, en sú fullvissa hjartans, að „sá Guð, er öll á him- ins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss?“ „Með oss“, Immanuel. Það er jólagjöf Guðs til mín og þín. Syndugi maður, þreytta sál, þú sem ekki finnur fullnægju í hinu ytra jólahaldi einu, þetta er fyr- ir þig. Finnur þú til smæðar þinnar? Er þér orðið Ijóst, að þú færð eigi staðizt frammi fyrir hinum heilaga? Taktu þá eftir: „t dag er Kristur Drottinn fæddur í Davíðs hclgu borg. Hann fjötrum reifa fast er vafinn í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn." Hann gerðist maður, til þess að þú gætir orðið Guðs barn. Hvers þarfnast þú frekar? Yfir öllu þessu gleðjumst við. Við skelfumst ekki, þótt sorti jbýrí óe Cjucii Sjá, himins opnast hlið, heilagt englalið, fylking sú hin friða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal :,: yfir eymdadal. :,: í heimi’ er dimmt og hljótt, hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, það ljós Guðs dýrðar er, hjörtu þeirra hræðast, en Herrans engill tér: :,: Óttist ekki þér. :,: Með fegins fregn ég kem: fæðzt í Betlehem blessað barn það hefur, er birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð. :,: Þökk sé Guði gjörð. :,: Já, þakka, sál min, þú, þakka’ og lofsyng nú fæddum friðargjafa, því frclsari’ er hann þinn, seg þú: hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, :,: vinur velkominn. :,: Ó, Guðs hinn sanni son, sigur, líf og von rís með þér og rætist, þú réttlætisins sól, allt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. :,: Ég held glaður jól. :,: Á hæstri hátíð nú hjartafólgin trú honum fagni’ og hneigi, af himni’ er kominn er, sál og tunga segi með sælum englaher: :,: Dýrð sé, Drottinn, þér. :,: Björn Halldórsson frá Laufási. hvíli yfir mannkyninu. Guð er með sínum lýð. Við höldum jól í Drottins nafni og fögnum hon- um. Við tökum undir englasöng- inn og gefum honum dýrðina. Og svo réttum við hvert öðru hönd- ina og segjum af sannfæringu og í trú: Gleðileg jól.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.