Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 5
BJARMI 5 Þannig bera s'.úlkurnar og konurnar í IConsó börnin á mjöðrn sér, er þær koma í heimsókn á kristniboðsstöðina. inn, en við getum gert okkur fulla grein fyrir. í rauninni stendur og fellur svo margt með Barsja. Hann var áður mikill og voldug- ur gallikja, sem fólkið óttaðist, — og síðan liann gerðisl kristinn lítur fólkið framvegis upp til hans og lítur á hann sem eins konar leiðtóga sinn, þ. e. þeir sem eru kristnir. Þess vegna reynir djöfullinn alll hvað hann getur að fella Barsja. Hann veit, að svo mikið fellur og stendur með honum. Þess vegna, kæru kristniboðsvinir, langar okkur að leggja ykkur það enn einu sinni á hjarta að vaka í bæn fyrir Barsja. Biðjið án afláts, svo að djöfullinn fái ekkert færi til að fella hann. Biðjið líka fyrir öll- um hinum, sem voru áður gall- ikjar, en hafa nú sagt skilið við sinn fyrri herra og tekið við Jesú. Þeir þurfa á sérstakan hátt mikillar fyrirbænar við, því að Satan notar hvert tækifæri til að ná þeim aftur á sitt vald. Biðjið lika fyrir öllum hinum, sem eru kristnir og þeim, sem þrá að ger- ast kristnir, en eru hræddir að stíga skrefið. Vald Satans er svo ógurlegt hér og fólkið skelfur af ótta við hann. Biðjið án afláts! Ég veit, að ég þarf ekki að minna ykkur á að biðja fyrir okkur. Ég veit, að þið berjizt með okkur í hæn og berið okkur á bænarörmum dag livern. Við fá- um aldrei skilið til fulls, hvað það hefur mikla þýðingu fyrir okkur persónulega og starfið allt í heild, og við fáum aldrei full- þalckað það. En samt finn ég svo mikla þörf hjá mér núna að minna ykkur á, að við kristni- boðarnir förum heldur ekki var- hluta af árásum Satans. Hann kemur til okkar í hinum ótrúleg- ustu myndum og reynir að bregða fyrir okkur fæti. Þess vegna kæru, góðu vinir, biðjið, að við mættum standast allar árásir hins illa, vera föst, óbifanleg, sí- auðug í verki Drottins. Baráttan, sem við eigum í, er ekki við liold og hlóð, heldur við andaverur vonzkunnar í himingeiminum, FRAMHALD Á B. SÍOU Vlúús&uhjðwL 0% jpalcldjCBti „Mín lífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar.“ Enn er kom- ið haust, sem minnir á ævihaust okkar hjóna, sem erum nú að kveðja Strandasýslu, þar sem æviárin liðu„ að undanKeknum fjórum vetrum á minni leið. Á þessum sjónarhóli ellinnar hlýt- ur maður að staldra við og líta yfir farinn veg. Við þá sýn lyft- ist hugurinn til liæða, livaðan öll góð og fullkomin gjöf kemur, og ég telc undir með skáldinu, sem sagði: „Dýrð ég flyt þér Drottinn alda, dýrð fyrir tímans runnið skeið, dýrð fyrir sýn til dulins- tjalda, dýrð fyrir hverja und er sveið.“ Án erfiðleika hefði ég ekki sannreynt fyrirheiti Guðs orðs: „Ákalla mig í neyðinni, ég mun frelsa þig, þú skalt vegsama mig.“ Frá öllum erfiðleikum hef- ur Drottinn frelsað mig, og því langar mig til að vegsama hann með mínum fátæklegu orðum. Fyrst her að þakka mína góðu foreldra, sem kenndu okkur fyrst af öllu að elska Guð og biðja. Dýrmætar voru kyrrlátu stund- irnar við liúslestra hvern lielgan dag á öllum vetrarkvöldum. Eg sé í anda bernskuheimilið mitt, „einslegt fjarri heimsins glaumi,“ þar sem hugurinn gat í næði flog- ið á vængjum vona til ímynd- aðra draumhalla, eða að maður ætlaði sér að vinna einhver ósköp að líknarstörfum, þegar maður yrði stór. Ekki kunni ég þá að biðja Guð að nota mig til einhvers góðs verks, nei, ég ætlaði að gera það sjálf. Hann mundi hjálpa mér eins og „Allra þjónum“, sem ég las um í Kirkjublaðinu lians pabba míns. Ógleymanleg eru mér áhrifin frá þeim lestri, þeg- ar ég eitt sinn á drungalegum skammdegissunnudegi leitaði að einhverju lestrarefni, sem ég gæti lesið fyrir hana ömmu, sem kenndi mér mörgu fallegu bæn- arversin í rökkrinu. Ég kenndi sárt i hrjósti um þá, sem áttu bágt og ekkert var indælla en þegar mamma var að gleðja fá- tæka, sem stundum komu. Allar sögur um líknarstarf, sem ég náði í, höfðu djúptæk álirif á sál- arlíf mitt. T. d. Florence Nightin- gale. Ég óskaði að vera þátttak- andi í hennar starfi. Kverið mitt (Helga-lcver) og „För pílagríms- ins“ eftir John Bunyan, sem ég las oftar en einu sinni upphátt eins og þá var siður, kenndi mér að líta á tímann og þá fjármuni, sem gefast sem það pund, er hverjum einstaklingi er ætlað að ávaxta. Ekkert fannst mér þó jafnast á við heiðingjatrúboð, þvi að hvað er líkamleg neyð við það að eiga enga von við aðkomu dauðans. Fyrst lærði ég í kverinu mínu síðustu hoðun Frelsarans: Farið og gjörið o. s. frv., það snart mig sérstaklega þá. Svo las ég bréf frá fyi'sta íslenzka kristni- boðanum, frú Steinunni Iiayes til S. Á. G. cand. theol. Mikið var ég hrifin og mig dreymdi urn kristnihoð . .. Straumur timans skolaði burtu loftköstulum æskunnar, en þeg- ar ég var beðin að vei'ða ljósmóð- ir fyrir Árneshrepp, tók ég það sem kall til mín frá Guði. Þá var það líknarstarf fyrst og fremst, en ekki til að fá sem mesta pen- inga. Námslíminn, allt of stutt- ur, er sá indælasti vetur, sem ég hefi lifað, einkum vegna þess, að ég komst þá í K. F. U. K„ sem ég hafði kynnzt tveim árum áður í Beykjavik. Þar naut ég, án alls tilkoslnaðar, varanlegri og dýr- mætari lífsgleði, en nokkrar aðr- ar samkomur liafa upp á að bjóða. Ég hefi alltaf siðan þráð heitt að geta leitt aðrar ungar stúlkur að sama andlega lieilsu- brunni, sem þar ei- bent á. 1 því sem öðru er ég sjálf ekki neitt. Ljósmóðurstai'fið veitti mér ó- segjanlega ánægju, en dýrkcypta reynslu, til þess að oi'ðin frá Guði, sem ég hafði lært i kverinu mínu, gætu komið á ei'fiðum stundum eins og stafur til að styðjast við. Ég gafst upp i þessum erfiða, sínxa- og lækixislausa hreppi. Þá komu til min orðin: „Leilið fyrst Guðs ríkis og þess réttlætis“ o. s. frv., á leið til Reykjavikur. Þá fyrst vorxi Guði falin öll ráð. Og dásamleg hefur öll liandleiðslan verið. Fyrst heimili um vetux'- inn hjá fiú Önnu sál. Thoi'odd- sen, sem upp frá því reyndist mér senx önnur móðir. Stóran bunka á ég af indælum hréfunx frá lienni, góðar bækur og nxarg- ar góðar gjafir fékk ég líka frá henni næstu 10—20 árum. Ég var svo lánsönx að kynnast systur Ólafíu sál. Jóhannsdóttur á heixxi- ili frú Önnu. Ómetanleg blessuix vai'ð sú kynning nxér eins og svo mörgum öðrum. Svo gaf Drott- inn nxér allt það hezta, heimili, ágætan eiginmann og 5 vel gefin, elskuleg börn. Líka fékk ég aftur á nýjum slað mitt kæra starf. Ekki sótti ég uxxx það, en sýslu- nxaðurimx xlreif mig í það, og margþætta blessuix veitti það mér, þótt stundum væri erfitt. Fyi-st og frenxst lærði ég hókstaf- lega að fela Guði vegu mína. Hann sá svo dásamlega fyrir öllu, að alltaf kom ég þakklát heim úr hverri ferð. Nú fékk ég lika pen- ingana sjálf, af því að minn góði niaður sá vel um þarfir lieimilis- ins án þeirra, (ég hugsaði strax að leggja eitthvað á sparisjóð og' ánafna heiðingjatrúhoðinu eftir minn dag. Eklci var ég svo dug- leg að geta þjónað þessu unxdæmi nxínu ein xxeixxa fjögur fyrstu áx’- in, eix vai’ð að láta aðra ljósxxxóð- ur taka helnxing þess.) Nú þegar ég er að kveðja, finnst mér eins og við nxig sé sagt, áð ég eigi að láta 10.000, sem er nxegnið af inneigninni, eins og þakkar- fórn á þessuxxx tímamótum æv- innar, til þess líknarstarfs, sem er sannariega mei’kasta mál í lieinxi. Óðum stýttist ævileiðin, og ekkert hefur nxaður nxeð sér héðan. Okkar kristna þjóðfélagi er það að þakka, að nxiklir pen- ingar eru greiddir fyrir lítil störf, það hefur íxxér fundizt i seiixni tíð hvað sjálfa mig snertir, og þess vegna er mér samvizkuspursmál að verja því til góðs. Iíveðjuorð til vina. Öllum vinum og góðkunningj- unx í Bitru- og Kollafirði, flytj- unx við hjónin lxjartans þakkir fyrir langa og góða samfylgd, senx eixdaði með ógleynxanlegu, kærleiksríku samsæti, fyrst á Óspakseyri, áður en við fórum úr hreppunum. Öll framkoma og oi’ð sem töluð voi’U, sýndu að engin hræsni var hér á fei’ðum. Svo minnist ég ekki siður sam- sætis, seixx blessaðar lconurnar mínar í Kollafirði héldu nxér, seixx f.v. ljósmóður, að Stórafjarðar- horni 13. júlí. Þær létu sér ekki nægja, að bjóða okkur hjónunum að blómprýddu veizluboi’ði, þenn- an sólbjarta sunnudag, þar sem þær ásamt mörgum af eldri og yngri börnunx sínuxxx og xxokkr- um af bændunx sínunx, sem allir eru góðkunningjar mínir, buðu okkur velkomin, heldur færðu þær mér veglega gjöf, sexxi ixiinn- ir á, að tíxxxinn líður. Lika færðu þær mér skrautritað þakkará- varp með undii’skriftum hverr- ar. Ég faixn sárt til snxæðar minn- ar. Ég hef aðeixxs gert það, sem nxér bax' að gera. Hjartans þakkir fyrir þetta allt og öll fallegu orð- in, sem til nxin voru töluð. Drott- inn blessi ykkur öll og veiti liverj- unx einstakling þann hinxneska auð, sem Matlliias lcveður um. „Hver senx á liimneska auðinn, honunx ei grandað fær dauðiixn, þótt eigi hann ekki á sig kjólinn, er liann samt ríkari en sólin.“ Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og fai'sælt koixxandi ár í Jesú nafni. Kærar kveðjur sendi ég líka í fæðingai'hrepp minn með þakk- læti fyrir samfylgdina á löngu liðnunx árum. Steinunn Giiðmundsdóttir fi’á Ski'iðixesemxi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.