Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 6
6 BJARMI Friður. Það væri auðvitað miklu betra að tala um stríð. Það gerist alltaf svo mikið i stríði, en það er svo lítið spenn- undi við frið. í mannkynssög- unni skiptist á stríð og friður. Stríðin enda oftast með friðar- ■samningum. Á friðartímum eru sífelldar ráðstefnur, þar sem rsett er um það, hvernig viðhalda megi friðnum, og það virðist engu minni áiti hvíla yf- ir þeim tímum en ófriðartim- unum sjálfum. Þannig er þessi hlið mannlíf'sins, trúin er líka lif, svo þessi raunveruleiki hlýl- ur að eiga eitthvað sameigin- legt trúarlífinu. Þar skiptist á stríð og friður. Þegar djöfull- inn kom til Jesú á eyðimörk- inni var háð stríð, en að því loknu, er Jesús hafði sigrað, kom friður. Við heyjum stríð, reyndar margs konar stríð, en hjá þeim, sem trúir, sameinast þetta í einu stríði, stríðinu gegn syndinni. Vér höfum svo oft heyrt það, þegar rætt er um frið við Guð, að friður í sálu vorri er ekki aðalatriðið heldur fullvissan um frið við Guð fyrir Jesúm Krist. Fyrir þann frið veitist svo aftur friður, sem er æðri öltum skilningi og sem varð- veitir hjörtu vor í samfétaginu við Guð. Það er svo margt sem getur lirifið hugi vora — stund- argleði, sem varir ekki. En fyrir trúna eignumst vér var- anlegan frið. „Ég er vegur- inn, sannleikurinn og lífið," segir Jesús. Það er áframhald- andi, ekki stundarhrifning, heldur líf. Er það ekki raunverulega ákaflega heimskulegt að vera alltaf að tata um ákveðinn nuinn, sem var uppi fyrir svona mörgum árum. Það er það. Hugsum oss aðra trúarbragða- höfunda. Þeir hafa skilið eftir lík sín. Og margir eru þeir menn, sem hafa skilið eftir sig bækur, aðrir góðan orðstír o. s. frv. En lwað uf þessu skiptir oss máli? Það var einn, sem skildi eftir frið. Hann gaf læri- sveinum sínum liann. Hann gaf ekki eins og heimurinn gefur, hann gaf örlátlega og átölu- laust. Og þessi friður er ekki eins og heimsins friður fylltur ótta. Það er friður eflir sigur Jesú Krists, veittur öllum þeim, sem við honum taka. Hann gaf oss þekkingu á heil- ögum Guði, réttlátum, sem við ranglátir menn eigum að ótt- ast, cn hann einan eigum við að óttast. í Gamla testament- inu stendur eitthvað á þá leið, að Guð blessi þá, sem hann til- biðja, en bölvi þeim, sem tit- biðja aðra guði. Og það er ein- mitt það, sem vér gerum svo oft. Tilbiðjum oss sjálf og hitt og annað með framkomu vorn og hugsun. En vér höfum lield- ur ekkert annað að óttast en liinn réttláta Guð. í Hebreabréfinu 4,Í6 stend- ur: „Göngum því með djörf- ung að hástóli náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.‘ Vér eigum að ganga með djörfung að liá- stóli náðarinnar, þó að vér vit- um það svo vel, hve iðrunar- laust og óhreint lxjarta vort er. En hann lxvetur oss til þess. Og ávöxtur andans er friður og fögnuður í Heilögum anda. Það er þetta, sem heimurinn skit- ur ekki, hví hinir trúuðu eru alltaf að lofa Guð, sem skap- aði þennan heim, sem er full- ur af vesöld. Þeir vita ekki, hve mikið hann hefur gert fyr- ir oss mennina, og kenna hon- um um syndir vorar, sem vér höfum drýgt gegn honum. — Fagnaðarerindið er heimska þeim, sem gtatast, segir Pált, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. Þeir, sem hafa fengið að smakka á misk- unn Guðs og trúað fyrirheit- unum, vita það, að það er satt, að hann skildi eftir frið oss til handa og fór burt til að búa oss stað. Og því stendnr í ein- um söng, sem sunginn er í vor- um hóp: Ég get dag eftir dag sungið aftur minn óð um hin eilífu friðarins lönd, sem að Drottins míns heilaga, btessaða blóð hefur búið fyrir friðvana önd. Það er þegar sagt, hvernig eignast eigi þennan frið, sem Guð vill gefa hverjum manni. IJann fæst með fyrirgefningu syndanna. „Ef vér játum synd- ir vorar, þá er hann trúr og réttlátur og fyrirgefur oss synd- irnar og hreinsar oss af öllu ranglæti." Syndugur maður réttlátur fyrir Jesúm Krist. Mér hefur fundizt svo hrífandi týsingin af konunni, sem snart Jesúm í mannþrönginni. Og Jesús spurði: „Hver snarl mig?“ Þar var ein, sem snart hann í trú. Hún vænti þess að hún tæknaðist. Komir þú þann- ig til Jesú, spyr hann: Hver snart mig? Hann veit, að liann liefur miðlað þér af sínum krafti, gefið þér sinn frið. Það er þessi óþrjátandi náðarlind, sem vér þó erum alltof spar- söm að teyga af, en hljótum að þakka Guði fyrir og biðja þess, að það megi leiða oss til enn innilegri iðrunar frammi fyrir honum. Támas Sigurðsson. Lofsyngjandi söfnuður Framh. af 3. síðu. uðust m. a. að missa stöður sínar, ef þeir létu trúaráhuga í ljós. Kennarar gátu ekki farið í kirk ju, gátu ekki látið gifta sig í kirkju og gátu ekki látið skíra hörn sín i kirkju. Ef þeir gerðu eitthvað af þessu, voru þeir ekki hæfir til þess að ala hörnin upp í sósíal- isma. Eina ráðið var, að leita til prestsins á laun. Annað úrræðið var það, að lconan léti skíra harn silt, meðan maðurinn væri í ferðalagi. Margir söfnuðir voru prests- lausir. Flestir prestar ui’ðu því að þjóna mörgum söfnuðum, sem gátu legið mjög langt frá liver öðrum. Oft var þvi svo farið, að söfnuðirnir höfðu blátt áfram ekki efni á því að liafa prest. Þeir verða að bera allan kostnað sjálf- ir. Jafnvel þótt svo væri, að söfnuðirnir vildu gjarnan hafa sinn prest, var ekki auðvelt að fá prest, vegna prestafæðar. Margar ástæður voru fyrir presta- skortinum í lúthersku kirkjunni. í fyrsta lagi sú, að enginn lúth- erskur prestaskóli er til í Júgó- slavíu. Sá lúlherski prestaskóli, sem næstur er, er i Bralislava. Lútherskir guðfræðinemar urðu því að nema annað hvort við ka- þólska eða grísk-kaþólska presta- skóla í Júgóslavíu, því að það var ódýrast. Annað úrræði var það að fara til útlanda og nema þar, einkanlega í Þýzkalandi og Sviss. Laun presta voru svo lág, að margir preslar voru tilneyddir að sinna öðrum störfum auk prestsstarfanna, til þess að geta lifað. Safnaðarmeðlimir voru prestum sínum ákaflega góðir. Oft rákust prestarnir á margs konar gjafir, mest megnis alls konar búsafurðir, fyrir utan dyr sínar. Lútherska heimssamband- ið liefur lalið það eilt af lilut- verkum sínum, að hjálpa kirkju- deildum sem eiga við fjárhags- örðugleika að elja. Ileimssam- bandið gjörir það með því að veita styrk til að launa presta og einnig með margs konar öðr- um framlögum, eins og til dæm- is til bygginga og viðgerða á kirkjum, til Biblíuútgáfu og kristilegra rita, svo nokkuð sé nefnt. I lok styrjaldariimar gerði ríkið margar kirkjubygg- ingar upptækar og notaði þær á ýmsan liátt. Því miður er því þannig farið um einu lúthersku kirkjuna í Belgrad, en hún er notuð sem vöruskemma. Alls eru nú fjórar lútherskar kirkjudeildir í Júgóslavíu, og hafa þær samtals 150 þúsund safnaðarmeðlimi, eða tæplega einn af hundraði ibúatölu lands- ins. Árið 1952 stofnuðu þær með sér sameiginlegt ráð til sam- starfs. Reynslan er sú, að hingað til hefur ekki mikið unnizt við þetta samstarf, þar sem þessar fjórar kirkjudeildir eru mjög ó- líkar hver annarri og vilja lielzt varðveita þann arf, sem þær eiga liver fyrir sig. Það er ekki auðvelt hlutskipti að tilheyra minnihlutakirkju í Júgóslavíu. í fyrsta lagi er það, að þær eru umkringdar öðrum miklu stærri kirkjudeildum. Það getur verið lieilbrigt að nokkru leyli. Söfnuðir verða þá að gera sér grein fyrir, hvers virði sér- kenni þeirra séu. Við þetta bæt- ast svo stjórnmálaleg vandamál. Meðal lúlherskra manna i Júgóslavíu gætir mikils áliuga á samstarfi kirkjudeildanna. Þess áhuga verður alls staðar vart í kirkjum Austur-Evrópu. Þær eru einnig mjög háðar hjálp og upp- örvun annarra kirkjudeilda. Vér verðum því að eignast aukinn skilning á áhyrgð vorri gagnvart þeim. Lyder Bergesen. (Þýtt úr „Vár kirke“).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.