Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 7
Pcturskirkjan í Rómaborg ber slíkan ægishjálm yfir aðrar kirkj- ur, að ókunnugir gælu lialdið, að í borginni eilífu væri eiginlega engar aðrar kirkjur að sjá, sem værii þess virði að eyða tíma í að skoða þær. f>að er ekkert und- arlegt, þó að svo sé, því að þetta furðuverk mannlegs hugvits og snilli er ekki aðeins risabygging að stærð, heldur er hún öll að ut- an og innan einstætt lislaverk. Þólt það eilt útaf fyrir sig gæti verið nægilegt verkefni þeim, sem ekki staðnæmist í Rómaborg nema viku til tíu daga, að skoða Jjessa kirkju, eru sannarlega ýmsar aðrar kirkjubyggingar í borginni þess virði, að tíma sé eylt lil að skoða þær. Þar er líka af nægu að taka, þvi að í borg- inni munu nú vera um 500 kirkj- ur eða rúmlega það. Eru margar þeirra fágæt listaverk, auk þess sem við þær margar eru knýttar dýrmætar minningar frá kirkju- sögu liðinna tíma. Þeir eru sjálfsagt margir, sem hafa ekki sérstaka ánægju af Jivi að rifja upp slíka þætti kirkju- sögunnar. Þrátt fyrir Jmð munu flestir þeir, já, jafnvel allir, sem í kirkjur Jjessar kæmu, hafa fulla ánægju af Jiví að skoða J)á feg- urð, sem fyrir augað ber. Þar má hvarvetna sjá hrífandi listaverk, bæði höggmyndir, málverk, tré- skurð og livers konar aðra smíð, auk þeirrar listar, sem felst í byggingunum sjálfum. Sennilega mun samt mörgum héðan frá ís- landi finnast einna einlcennileg- ast að sjá Jiau miklu auðæfi og skrautmuni, sem margar Jiessar kirkjur eiga. Það eru tvær kirkjur í Róma- borg, sem sérstaklega koma upp í huga minn, þegar um er að ræða að segja frá einhverju í jólablaði. Önnur þeirra lieitir Santa Maria in Aracoeli en hin San Giovanni in Laterano. Fyrr- nefnda kirkjan er á hinni fornu, heilögu hæð Rómaborgar, Can- pidoglio (Capitolhæðinni). Hún stendur Jiar sem áður var Júnó- hofið. Gömul helgisögn skýrir svo frá, að Ágústus keisari hafi ver- ið þar staddur eitl sinni, er völva nokkur birtist bonum og sagði honum frá fæðingu Krists, sem koma mundi í heiminn og verða konungur J)ess ríkis, sem vold- ugra yrði öllum öðrum ríkjum. Helgisögn Jiessi liefur orðið efni í allmargar jólafrásögur, ]>ar sem friðurinn er látinn hvíla yfir jörðinni um nóttina, er völvan birtist Ágústusi. Jólastjarnan stígur upp á himininn og Ágústus keisari heyrir, hvernig náttúran öll biður í helgri eftirvæntingu og djúpum friði. Það er eins og allt haldi niðri í sér andanum Jjcssar stundir, sem frelsari heimsins er að fæðast. Þar sem þetta forna hof var, er sem sé nú Jjessi kirkja. Örugglega er vitað, að kirkja hafi verið ])ar að minnsta kosti frá ])ví um 800 e. Kr. og J)á borið nafn Maríu meyj- ar. Sú kirkja, sem nú er J)ar, mun vera byggð um árið 1250 af Franz- isk us ar m unk um. Kirkja ])essi er á margan hátt óvenjuleg. Þegar komið er inn í aðalkirkjuna, eru í lienni þrjú skip. Tuttugu og tvær súlur skipta kirkjunni í Jæssi skip. Þetta eru allt fornar súlur, sem settar hafa verið í kirkjuna, og eru mjög mis- munandi að útliti og efni. Sumar eru úr graníti, aðrar eru úr mar- mara, enn aðrar höggnar úr gos- bergi og svo mætti lengur telja. Hitt er ekki síður einkennilegt, að sjá mismunandi stíl, sem súl- urnar eru í. Þrátt fyrir J)etla er heildarsvipurinn á súlnagöngun- um mjög fallegur. Annað sem komumaður rekur auga í, og ó- líkt er J)vi sem vér eigum að venj- ast er, að inn við kór, fyrir enda miðskipsins, eru tveir predikun- arstólar fagurlega skreyttir með mósaik. Eru J)eir frá J)ví um 1200 og gjörðir af bræðrum. Annað er J)að inni i kór, sem ef til vill vek ur enn meiri athygli Norður- landabúa, sem eiga elcki sliku að venjast. Það er glerkista ein, og í henni er lík af munki, sem leið píslarvættisdauða í uppreisn þeirri í Kína, sem nefnd befur verið Boxarauppreisnin. Var lík- ið smurt og síðan flutt til Róma- borgar. Er einkennilegt að sjá munkinn liggja þarna eins og hann sofi. Kirkjan Santa Maria in Araco- eli er auðug kirkja. Auð sinn á hún fyrst og fremst að J>akka likneskju einni, sem nefnist Santo Bambino. Er hún einn af helg- um dómum, sem sagt er að gjöri kraftaverk. Þetta er líkneskja af Jesúbarninu. Ilún er rúmur hálf- ur meter á liæð, eða 60 cm., og er skorin úr sedrusviðartré úr Get- semanegarði. Sagan segir, að munlcur nolckur á 15. öld hafi slcorið líkneskju Jæssa. Var hann sannguðhræddur og bænrækinn maður, sem lagði súl sina alla i verkið sem guðsþjónustugjörð. Er stytzl frá ]>ví að segja, að fljót- lega fór að bera á því, að líkn- eskjan ælti undursamlegt vald. Tóku sjúkir og aðrir þeir, sem í vanda voru staddir, að leila hjálpar hennar og heita á hana. Saga hennar er margþætt. Hún týndist um skeið, en kom síðar aftur í leitirnar og hafði ])á hina sömu getu til að gera kraftaverk. Líkneskjan er geymd í smákap- ellu í sakrastíunni, en i jólavik- unni er hún flutt í aðra kapellu vinstra megin í kirkjunni. Til hennar t'h’kkist mikill fjöldi barna, sem flytja henni þakkar- ljóð og jólaljóð og viðhafa sér- staka helgiathöfn. Það er einkennilegt að standa frammi fyrir J)essari litlu líkn- eskju af Jesúbarninu. Andlitið er mjög lifandi, eðlilegt barnsand- Iit með eðlilegum litum í kinn- um og á vörum. Augun eru blíð og lifandi. Andlilið er sællegt. Það sem ])ó vekur fyrst og fremst athygli áhorfenda er allt ]>að skraut, sem líkneskjan ber. Á höfði ber hún kórónu mikla úr gulli, alsetta dýrum steinum. Sjálf líkneskjan er J)akin alls konar djásnum og gersemum, sem J>eir, er hún hefur hjálpað, hafa gefið henni að launum. Sér hvergi í líkneskjuna nema í and- litið eitt. Utan á henni liggur J>ykkt lag af perlufestum, hringj- um, einbaugum, hringjum með dýrum steinum, gullkrossum, orðum, peningum, armböndum og öðrum gullgripum, sem menn hafa smíðað. Eru ]>etta allt grip- ir, sem þeir, er telja sig standa í þakkarskuld við Jesúbarnið, hafa hafa tekið af líkama sínum og fórnað barninu. Leiðsögumaður sá, er sýndi okkur kirkjuna, sagði okkur, að oft bæðu þeir, sem þungt eru haldnir af sjúk- dómum, um J>að, að komið væri með Jesúbarnið til þeirra. Hefur þannig verið farið með likneskj- una inn á mörg heimili til sjúkra, að hún læknaði þá. Gripir þeir, sem nú prýða lílcneskjuna, og auðæfi þau, sem kirkjunni liefur áskotnazt hennar vegna, eru vitn- isburðir um, hve margir J>eir eru, sem telja sig liafa fengið bót meina sinna. Það var einkennilegt að koma inn í kapelluna, ]>ar sem líkneskj- an stóð á altari. Kapellan er litil, _______________ BJARMI 7 en hún var líka troðfull af fólki, er við komum, svo að við gátum tæplega hreylt okkur. Það voru ferðámannahópar, sem voru þar með leiðsögumönnum sinum. Fyrir framan okkur var hópur hollenzkra ferðamanna, sem allir virtust vera kaj)ólskir. Þeir báðu sameiginlega bæn til Jesúbarns- ins. Öllum, sem inn í kapelluna komu, var afhenl mynd af Jesú- barninu og aftan á hana skráð bæn sú, sem beðin var. Hún var á þessa leið: „Gæzkuríki Drottinn vor Jesús Kristur, sem vor vegna vildir gjörast barn og fæðast í fjárhúsi, til að frelsa oss frá mýrkri synd- arinnar. Drag oss til J)ín og kveik i oss ])inn helga eld, að vér til- biðjum ]>ig sem skapara vorn og frelsara. Vér játum J>ig og viljum hafa þig fyrir konung vorn og Drottin. Og sem tákn þess fórn- um vér þér allri auðsveipni fá- tæks hjarta vors. Elskaði Jesú, Drottinn vor og Guð, virztu að veita J>essari fórn vorri viðtöku. Lát þér hana vel líka, fyrirgef oss alla bresti vora, upplýs þú oss, kveik í hjörtum vorum lielgan eld þinn, sem J)ú komst til J>ess að flytja á ]>essa jörð. Lát sál vora þannig vera altari, sem geti framborið fyrir þig fórn sjálfs- afneitunarinnar. Veit oss, að liún leitist ávallt við að auka dýrð J>ína hér á jörð, svo að hún einn- ig fái að njóta óendanlegrar dýrðar og fegurðar á himnum. Amen.“ Seint mun þeim, sem heyrt hefur ]>essa bæn þannig beðna af heilum hópi i einu, liða frá eyr- um kliðurinn, sem fyllti kapell- una, þegar bænin var beðin. Hitt er svo annað mál, að margt það, sem fyrir augu ber og eyra heyr- ir á ]>essum stað, er fyrir J>eim manni, sem alinn er upp í ev- angeliskum sið svo framandi, að honum finnst hér vera önnur trú- arbrögð á ferð og jafnvel hindur- vitni. Það verður samt aldrei af skafið, að það er Jesúbai'nið barnið í Betlehem, sem á þessi riku ítök í fóllcinu, sem leitar hjálpar í vanda sínum. Santo Bambino, barnið lxelga, sem likn- eskjan á altarinu er af, er Jesú- barnið, sem fæddist lxina fyrstu jólanótt. Það er mikill munur á að sjá sveininn fátælca, sem reií- aður var og lagður í jötu í Betle- hem og svo líkneskjuna af Jesú- barninu í kapellunni i Santa Mai'ia in Aracoeli í Rómaborg. Það Jesúbarn er lilaðið gulli og giinsteinum, svo að ekki sér i J>að. Ei-fitt er að rneta ]>au djásn til fjár. Þó yrði það allt lílils virði, á móts við J)á tilbeiðslu og þann kæx'leika, sem milljónir í öllurn kynslóðum frá fæðingu sveinsins i Betlchem hafa sveip- að hann. Og enn einkennilegra er að standa frammi fyrir J)essu líkneski gulli lilöðnu og liugsa til allra þeirra sjmdabyrða, sem iðrandi og hjálparþurfa syndarar hafa kornið nxeð á liðnum öldurn til þess sama barns og lagt því á lierðar. Bj. Eyj.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.